Umferð - 01.06.1959, Blaðsíða 7

Umferð - 01.06.1959, Blaðsíða 7
UMFERÐ 7 Vörubílstjórum sé bannað að lang- leggja bílum sínum, að viðlögum sekt- um, öðruvísi en að bakka þeim inn í bilastæðin. Sorphreinsun í ákveðnum, miklum en þröngum umferðargötum, sé ekki framkvæmd á aðalumferðartimanum. Strætisvagnar hafi forgangsrétt inn á aðalbrautir, þ. e. bílar á aðalbraut, að undanskildum bruna-, lögreglu- og sjúkrabilum, sem gefa áskilin merki, skulu skyldir að hleypa Jreim tafar- laust inn. Sanngyrnin i þessu er aug- ljós. Bannað sé að aka feam hjá strætis- vagni við biðstöð nema stanza fyrst augnablik. Bannað sé alls staðar innan lögsagn- arumdæmis Reykjavíkur að aka fram úr strætisvagni á ferð. Áróður þess opinbera, í blöðum og útvarpi, fyrir aukinni umferðarmenn- ingu sé stóraukinn. Göturnar: Það sé gert að daglegri venju að sandfylla slæmar og hættulegar holur í götum á vetrum, þar til hægt er að bæta úr þessu á varanlegan hátt, sjá áður birta ályktun. Það er bæði skaði og skömm, enda hið mesta menningarleysi, að götur höðuðborgarinnar og bilastæði séu stráð glerbrotum, sem eru eyðileggj- andi fyrir hjólbarða. Það má t. d. ekki minna vera en að umferðarlögreglan sjái svo til, er bílaárekstur verður, að þá séu göturnar þegar gjörhreinsaðar af glerbrotum þeim, er oft myndast við þetta. Þá þarf að vera eitt höfuð- verkefni götuhreinsunarinnar almennt að losa okkur við þennan ósóma. Þung- ar sektir þurfa að liggja við því að gera sér það að leik, að mölva gler of- an í götur borgarinnar. Saltaustri á götur sé hætt, sjá nánar áður birta ályktun. Bílstæðin: Þar er úr vondu að ráða, einkum þar eð þau helzt skortir í og við mið- bæinn. Að vísu eru þar ýmsir staðir, sem ætti að taka undir bílastæði, svo sem svæði þau, sem bílastöðvarnar eru á. Þá eru nokkrir aðrir staðir rétt við miðbæinn, sem bezt væru komnir und- ir bílastæði. Hér mun þó við raman reip að draga og hefur þetta vitanlega fyrr verið athugað. Bygging stöðuhúss kostar offjár og svo þarf þá líka stað undir það. Sennilega verður þó endirinn á, að slíkt hús eða slík hús, verði reist hér í Reykjavik. En okkur vantar nú sárlega pláss i miðbænum, þar sem bílar geta fengið að liggja jafnvel allan daginn óáreittir. Það er áreiðanlega hægt að gera ýmislegt, sé góður vilji til staðar. Það kostar auðvitað talsvert, þvi fást menn víst til að trúa. En sé ekki að gert nú, endum við með að ,,drukkna“ bókstaí- lega í bílum. — Á. S. fiekktu Atai ytm \ UMFERÐIIXIIXII 1 febrúar í fyrra gekkst „R&det for Större Færdselssikkerhed" í Dan- mörku fyrir því, að gerð var öflug, op- inber tilraun í þá átt, að fá ökumenn og gangandi fólk til þess að halda sér á sínum rétta stað í umferðinni, c. aka á réttri akrein, ganga réttu meg- in, fara yfir götur á merktum gang- brautum o. s. frv. Þessu fylgdi aukið eftirlit lögreglunnar, og frá og með 21. febrúar voru þeir sektaðir, sem ekki höguðu sér þessu samkvæmt. Seinna kom „Ráðið“ af stað eins konar keppni, sem nefndist „Gullni um- ferðarlykillinn". Kvatti það ökumenn til þess að taka þátt í þessu. Fengu þeir, sem vildu úthlutað merki með mynd af lykli, sem myndaður var úr orðinu ÖRYGGI og skyldi það límast innan á framrúðu bílsins. Þeir, sem hafa þetta merki í bílum sínum, skuld- binda sig til að gera allt, sem i þeirra valdi stendur til að aka vel og prúð- mannlega. Geti þeir þetta í þrjú ár, fá þeir að þeim tima liðnum „Gullna um- ferðarlykilinn" festan í jakkahornið. Eitt tryggingafélaganna hér heima hefur undanfarið veitt þeim, sem hjá þvi tryggja, og ekki hafa valdið tjóni um visst árabil, heiðursmerki á bíla sína. Er þetta mjög virðingarverð við- ieitni og einn þátturinn í margþættu starfi íslenzku tryggingafélaganna gegn umferðarböli. Samt tel ég að við ættum að reyna eitthvað þvílíkt, sem að ofan getur. Ekki veitir af að gera allt, sem unnt er til þess að hvetja menn til að haga sér rétt og skynsam- lega í hinni sívaxandi umferð okkar. Mér finnst þó að stytta mætti þrjú ár- in niðúr í t. d. tvö ár í ofanminnstri „keppni“, yrði henni komið á hér. Á. S. t ./. #>. OlsSOBt látiiin Hinn 2. marz s.l. lézt í Stokkhólmi einn helzti brautryðjandi og forgöngu- maður samtaka bindindis ökumanna á Norðurlöndum, redaktör J. L. Olsson frá Smálöndum. Hann var meðal stofnenda og fyrsti formaður M.H.F. (Motorförarnas Helnykterhets förbund) fyrir rúmlega 30 árum, enda síðar útnefndur heiðurs- félagi þess. Einnig var hann stofnandi N.U.A.T. (Nordisk Union for Alkohol- frí Trafik) og félagsblaðs M.H.F. í Sviþjóð, „Motorföraren", og hafði stjórn þess með höndum um árabil. Þá var hann meðstofnandi „Ansvars", sem er eitt merkasta tryggingafélag Svíþjóðar. Olsson var heiðursfélagi N.U.A.T. og M.A. (Motorförerens Av- holdsforbund) í Noregi og Oslódeilar þess. Hann var ötull og vinsæll starfs- maður enn fleiri mannbóta samtaka, sem öll telja nafn hans ógleymanlegt. Fyrir hin margvíslegu störf sin hlaut Olsson maklega viðurkenningu og þakklæti, þar á meðal „Vasa-orðuna“. Reykjavík, 2. maí 1959. Sigurgeir Albertsson.

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.