Umferð - 01.06.1959, Blaðsíða 8

Umferð - 01.06.1959, Blaðsíða 8
U M FE RÐ » JAFNVÆGI Llólanna Það er talið að a. m. k. 80% af öll- um bílum hafi ekki rétt hjólajafnvægi. Um þessa staðreynd hefur mikið verið rætt nú síðustu árin. En er þetta máske nýtt uppátæki hjá bifreiða- virkjum til þess að ná fleiri aurum úr vösum bíleigenda? Nei, þvert á móti. Við skulum nú gera nánar grein fyrir því að lagfæring á röngu hjóla- jafnvægi eykur ekki útgjöld öku- manna, heldur þvert á móti, dregur úr þeim. Til þess að skilja, hvers vegna bill- inn þarf helzt að vera með rétt hjólajafnvægi, er gott að gera sér grein fyrir þvi, hvað skortur á jafn- vægi er. Sé hjól ekki í jafnvægi, mun það er bíllinn er tékkaður upp, og hjólið er að öðru leyti látið vera laust, alltaf stansa með sama hlutann niður, sé það sett á hreyfingu. Aki maður bíl með svona hjóli, eða hjólum, fær það högg á sig við hvern snúning. A aM/ar tryggingafélag sænskra bindindismanna Tryggingafélagið An- svar í Svíþjóð var upphaf- lega stofnað af MHF (sænska BFÖ), en er nú komið úr höndum þess félags fyrir mörgum ár- um. Samvinna í milli þess- ara tveggja félaga er þó auðvitað mjög náin, og er Ansvar meðlimur NUAT. Risafyrirtæki þetta, sem nú er eitt af öflugustu tryggingafélögum Sviþjóð- ar, tryggir t. d. aðeins bíla bindindismanna og hefur nú á milli 2 og 3 hundruð þúsund bíla tryggða i bíladeild sinni. Þar að auki tryggir félagið nærri allt annað milli himins og jarðar og hefur hinn harð- duglegi aðalforstjóri þess, hr. Gunnar Nelker verið mjög hugkvæmur með alls konar nýjungar í trygg- ingum. Ansvar hefur nú stofnað tryggingafélög á öllum Norðurlöndunum, nema á Islandi. Þá hóf það í fyrra starfsemi í Englandi. Ansvar hefur boðið Bindindisfélagi ökumanna að standa að baki þess með fjármagn sitt, ef BFÖ skyldi vilja hefja hér tryggingastarfsemi. Framkvæmdastj. BFÖ, Ásbjörn Stefánsson, skrif- aði G. Nelker seint í vetur og bað hann um nokkrar upplýsingar varðandi bíla- tryggingar bindindismanna í Svíþjóð. Svaraði Ansvar bréfinu mjög fljótlega og gaf oss ýmsar upplýsingar um hið aðspurða. Munum vér ekki skýra hér frá efni bréfa þessara, þar eð ým- islegt í þeim er trúnaðar- mál, að undantekinni á- lyktun G. Nelkers, eða eins og hann segir orðrétt: „den generella iaktagel- sen, att helnyktra som försakringegrupp synes ha ungefár 20% lágre skader- isk án andra," þ. e. á ís- lenzku: sú staðreynd, að bindindismenn, sem trygg- ingaflokkur virðast til jafnaðar hafa 20% minni tjónaáhættu en aðrir Mér finnst að MHF- menn og aðrir bindindis- menn geti verið ánægðir með þessa yfirlýsingu. Hitt er svo annað mál, að óvíst er, að Ansvar komi í heild nokkuð betur út með bíla- tryggingar sínar en önnur sænsk félög t. d., þar eð það gefur miklu hærri bónus af iðgjaldi en al- mennt tíðkast. — Á. H. EDSEL 1959. — Fínn bíll. Útlit alltaf talsvert evrópískt. Vatnskassahlífin með greinilegum ítölskum blæ. Sé ekið mjög hægt gerir þetta ekki mikið til. En áhrif misvægisins vaxa mjög með auknum hraða. Ef t. d. „6— 16” hjól er með misvægi, sem svarar 100 grömmum, sem maður skyldi halda að ekki gerði nú svo mikið til, mun misvægið, við 30 km. hraða gefa hjólinu rúmlega 2 kg. högg við hvern snúning. Sé hraðinn aukinn í 60 km. hraða fjórfaldast höggþunginn, þ. e. verður 8 kg. Við 90 km. hraða fær hjólið við hvern snúning 19 kg. þungt högg. Á þessum hraða fer hjólið um 700 snúninga á minútu og á einúm kl.tíma fær það því um 40.000 högg, hvert upp á 19 kg. Það er augljóst að þetta á tiltölulega stuttum tíma eyðileggur dekk og hjólafestingar með lagerum og fóðringum. Það er að vísu rétt að hér heima aka menn yfirleitt ekki á svona miklum hraða, sízt lengi í senn. En nú orðið fara mjög margir utanlands með bíla sína og þar er slegið í svo um munar og gammurinn látinn geysa máske dögum saman. Þar að auki er misvægi hjóla oft miklu meii-a en það, sem hér var reiknað með. 1 bezta falli liggur misvægið í mið- hring dekksins, og veldur það þá „að- eins“ höggi í veginn. En oftast liggur misvægið utan við miðlínuna, og þá er líka hætt við að fari að koma „slag“ í hjólið. Það er því bæði kostnaðarsamt og einnig áhættusamt að aka með hjólum í misvægi: Kostnaðarsamt af því að dekk og vagn verða fyrir miklu sliti og áhættusamt vegna þess að slysa- hætta eykst. Hægt er að laga hjólamisvægi með því að festa þunga við hjólið til þess að vega á móti. Tæki eru til sem gera mönnum auðvelt bæði að ákveða þungann og hvar hann skuli festast á. Það getur virtzt einkennilegt að bíla- smiðjur skuli ekki frá upphafi hafa búið til hjól, sem eru í jafnvægi. En þetta stafar einkum af því, að bílarnir yrðu miklum mun dýrari við þetta. „Hjól“ er ekki einfaldur hlutur. Það samanstendur af dekkjum, slöngu og ventlum, felgu, bremsuskál o. fl. Nú á dögum er tæknilega séð, hægt að smíða hjól með fullkomnu jafnvægi, en það yrði dýrt. Að auki mundi svo máske hinir slæmu vegir, t. d. hér á landi, vera búnir að eyðileggja þetta jafnvægi eftir tiltölulega stuttan tíma.

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.