Umferð - 01.06.1959, Blaðsíða 9

Umferð - 01.06.1959, Blaðsíða 9
U MFERÐ 9 Konum verður að fjölga í Bindindisfélagi ökumanna Þegar konur leggjast á ár, kemur skriður á bátinn. Þetta er margreynt. Konur eru oft þrautseigari en karl- menn, hugkvæmar og duglegar. Þær hafa gert stórátök í félagsmálum um allan heim, stofnað líknar- og menn- ingarfélög, reist sjúkrahús og skóla og oft lyft gréttistökum. íslenzkar konur hafa sízt verið eftirbátar kyn- sytsra sinna erlendra, hvorki í þessu né öðru, sem til bóta hefur horft, Bindindisfélag ökumanna verður að fá miklu fleiri konur í lið með sér, en verið hefur til þessa. Þær þurfa að vakna til meðvitundar um það, hve góður og þarfur félagsskapur BFÖ er, og hve mikinn akur er að plægja með- al æskufólksins. Engir standa betur að vígi, en einmitt konurnar til að kynna börnum sínum hugsjónir Bind- indisfélags ökumanna, baráttu þess fyrir aukinni löghliðni og bindindi, end- urbótum í umferð, m. ö. o. færri slys- um og minni eyðingu verðmæta. Merkilegt verkefni fyrir kvenfólkið er t. d. það, að leiðbeina ungum börn- um, aðallega á aldrinum 4—7 ára, þ. e. til skólaskyldualdurs í helztu um- ferðarreglunum, vekja skylning hjá þeim á því, sem helzt þarf að var- ast, kenna þeim þetta heima fyrir eins og leik. Þegar börnin mín voru á þess- um aldri, fór ég oft í svona leiki við þau, gerði skálann að heilmikilli bíla- braut, með „parkeruðum" bílum" á báða vegu, lék sjálfur bíl o. s. frv. Þau lærðu mikið á þessu. Úr því að börnin eru orðin fjögurra ára, verða þau að fara að bjarga sér sjálf í umferðinni að meira eða minna leyti, og er þá gott, að þau séu ekki alveg óundirbú- in. Konur gætu gert mikið til að afla fé- laginu fjár, sem sár þörf er fyrir. Út- gjöld Bindindisfélags ökumanna fara sivaxandi á öllum sviðum. Það veitir félögum sínum t. d. ókeypis þetta blað, svo og dálitlar viðbótarslysatryggingar, einnig innifaldar í ársgjaldinu. Félagið hefur þegar í eitt ár veitt félögum sín- um hagkvæmari tryggingar með bíla sína en annars hafa fengizt, og enda þótt hlé sé á þessu í svipinn, verður það vonandi aðeins stuttur tími. Þá eru og ýmsar fleiri fyrirgreiðslur fyr- irhugaðar í náinni framtíð. Með hlið- sjón af þessu m. a. hlýtur það að vera hverjum góðum félaga ánægja að styrkja félagið, en á því sviði munar ekki minnst um kvenfólkið, það hafa þær sýnt í öðrum félagssamtökum. Fjöldi kvenna hefur nú hlotið öku- leyfi, og uppfyllir því, hvað það snert- ir skilyrði til þess að verða félagar BFÖ. Að auki mun FBÖ, sem bræðra- félög þess á Norðurlöndum verða opið fyrir fólk þótt það hafi ekki ökuleyfi. Konur eru ekki síður bindindissamar en karlmenn og ætti því fjöldi kvenna einnig að geta uppfyllt það skilyrði. Bindindissöm kona og húsmóðir er máttarviður í hverju þjóðfélagi, oftast góður uppalari og leiðbeinandi æsk- unnar. Það ætti að vera tiltölulega auð- velt að vekja áhuga slíkra kvenna fyr- ir hugsjónum Bindisfélags ökumanna. Kvennaklúbbar margra bræðrafé- Hvað kosta umferðar- slysin í heiminum? J) ^övíjjó) Loita joaa nú ijju ir emn mU tfa { r r •o a ar Beint fjárhagslegt tjón af umferðarslysum í Svíþjóð árið 1957 var metið á 885 milljónir sænskra króna. Geta menn reiknað út, hvað það myndi verða í íslenzkum krónum. Þetta er samkvæmt skýrslum U mferðaröryggisnef ndar ríkisins í Úppsölum, og voru þær gerðar eftir eins nákvæmum rannsóknum á þessu sviði og hægt var að gera. Skýrslurnar sýna m. a. að tjónabætur trygg- ingafélaga og annarra trygginga gefa mjög ófull- komna mynd af heildar- tjóninu. 1 Svíþjóð fórust árið 1957 816 manns í umferð- arslysum, um 2000 manns urðu meiri eða minni ör- yrkjar vegna þeirra og um 40.000 manns meiddust án þess að örorka fylgdi. Við þetta bætist svo hið geysi- lega tjón á farartækjum og öðrum eignum. Vegna sjúkdómslegu í þessu sam- bandi töpuðust 1.000,000 vinnudagar, vegna dauðs- falla og örorku um 35.000 vinnuár, sem annars hefðu verið unnin i framtíðinni, því um helmingurinn af dauðaslösuðum og fullum öryrkjum voru á aldrinum 1—40 ára. Ýmislegt fleira tjón í þessu sambandi fyr- ir þjóðarheildina ræða skýrlurnar um, kostnað vegna hjúkrunar, lögreglu, dómstóla, trygginga o. s. frv. Ómetanleg eru þó al- veg hin óbætanlegu mannslíf og ýmis verð- mæti, sem glötuðust að fullu. Skýrslur þessar enda með því, að slá því föstu, að heildartjón vegna um- ferðarslysa í Svíþjóð sé orðið svo geigvænlegt, að það hvíli á þjóðinni með sligandi þunga. 1 NOREGI fórust í umferðarslysum á árinu 1957 288 manns, eða tæpur þriðji hluti þess hóps, sem fórst í Svi- þjóð. Sé reiknað með þvi, að umferðarslys í Noregi á þessu ári hafi kostað þjóðina um þriðja hluta þess, sem þau kostuðu Svia, verður tjónið um 400 milljónir norskra króna. ÞÝZKALAND berst við dauðsföllin í umferðinni, en þó fórust 12,386 á einu ári. Öku- hraði í Vestur-Þýzkalandi mátti vera ótakmarkaður þar til 31. ágúst 1957, og á þessum átta mánuðum þess árs höfðu dauðsföll i umferð aukizt um 6,8% miðað við sama tíma árið áður. Frá 1. sept. 1957 voru settar strangar regl- ur um ökuhraða, 50 km. á klst. á vegum í þéttbýli. Árangurinn varö stór- kostlegur. Dauösföllum fækkaöi um 21% miöaö viö áriö áöur: Þetta gerir ökuhraðinn að. Samt misstu 12,386 manns lífið í umferðarslys- um í Vestur-Þýzkalandi á þessu ári. En vegna hinna áminnstu ákvæða um öku- hraða frá og með 1. sept. sama ár, varð þó heildar- tjónið yfir árið 2,7% lægra en annars hefði orðið. Skýrslur þessar, sem voru birtar síðari hluta ársins 1958, voru eins og köld gusa framan í þá, sem stöðugt berjast gegn því, að nokkur hámarkshraði sé settur. Það skal tekið fram, að á hinum miklu bílabraut- um (autostradas) er fólks- bilum þó framvegis leyfð- ur ótakmarkaður öku- hraði. En vörubilar, al- menningsvagnar og mót- orhjól með hliðarvagni verða að halda sér við á- kveðinn hámarkshraða, einnig á þessum brautum þ. e. 80 eða 60 km. á tím- anum. Hvað kosta umferðar- slysin okkur Islendinga á ári? Eg vil ekki leiða verulegum getum að því. Hér hefur engin heildar- statistik verið gerð í þá átt að glöggva sig á þess- um hlutum. Við eigum ekki einu sinni heildar- skýrslur um árlega tölu allra ökutjóna á landinu, hvað þá meira. En tjónið mun vera all óhugnanlegt á okkar mælikvarða — sjálfsagt þó nokkrir tugir milljóna. Hvað gerir svo það op- inbera til að styrkja það starf, sem þegar er unnið til aukins öryggis í um- ferð hér? Hræddur er ég um, að sé styrkur, miðað við heildartjónið yrði lítill hundraðshluti. Hvað kosta svo umferð- arslysin í öllum heiminum á einu ári? Nei, nú er bezt að hætta — hleypa sér ekki út I stjarnfræðilega háar tölur. — Á. S.

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.