Umferð - 01.11.1964, Síða 10

Umferð - 01.11.1964, Síða 10
NUAT ÞINGIÐ 1964 Aðalþing Norðurlandasambands bindindisfélaga ökumanna — NUAT’S — var í ár haldið á íslandi 8. júlí síðastliðið. NUAT, sem er norræn samtök BFÖ félaganna á Norðurlöndum heldur þing annað hvert ár, en í þetta sinn voru liðin þrjú ár frá síðasta þingi, er stafaði af því að í ár voru liðin 30 ár frá stofnun sambandsins og 10 ár frá stofnun BFÖ á íslandi og hafði á síðasta þingi verið ákveðið að minnast sameiginlega þessara tug-afmæla með þinghaldi í Reykjavík. Forseti Norðurlandasambandsins, Norðmaðurinn Sigurd Jóhansen, setti þingið og greindi frá starfsemi sambandsins frá síðasta þinghaldi. Að loknu kjöri á starfsmönnum þingsins, fluttu full- trúar skýrslur sínar. í skýrslum fulltrúanna kom glöggt í ljós, að sam- tökin hafa átt að fagna auknum vexti á undanförn- um árum. Félagsmannatal í Svíþjóð er nú um 150.000, og í Noregi um 30.000, en alls eru innan Norðurlandasam- bandsins — NUAT’S — um 250.000 félagsmenn. Hlutverk sambandsins hefur verið margþætt og mikilsvert. Það hefur unnið mikilyæg störf varðandi umferðareglur og umferðarlöggjöf. NUAT hefur mjög beitt sér fyrir samræmdum umferðareglum á Norður- löndum t.d. að þar verði alls staðar tekinn upp hægri- handarakstur. Þá hefur sambandið komið á gagnkvæmum réttind- um milli þátttöku landanna varðandi t.d. lögfræði- lega og tæknilega þjónustu, ferðamál, þ.á.m. afslátt á tjaldleigusvæðum og hótelum eða mótelum. í skýrslum fulltrúa hinna ýmsu landa kom fram meðal annars: MHF (BFÖ) í Svíþjóð er stærsta félagið innan NUAT og það öflugasta. Ansvar — tryggingafélag bindindismanna í Svíþjóð er afar öflugt og fjölgar þeim löndum sífelt þar sem slík tryggingastarfsemi er upp tekin. MA (BFÖ) í Noregi er í örum vexti. Félagið gefur út myndarlegt mánaðarrit — Motorföraren. Það efnir til góðaksturkeppni á ári hverju á fjölmörgum stöð- um í landinu. S.l. 3 ár hefur félagið haldið 300 sinn- um góðaksturskeppni og hafa um tíu þúsund bílar tekið þátt í þeim. Góðakstursstarfsemi félagsins nýtur mikils álits hjá ráðamönnum norsku þjóðarinnar og veitir norska ríkið álitlega fjárhæð til þessarar starfsemi. BFÖ í Danmörku og Finnlandi eru einnig vaxandi félög, þó að starfsemi þeirra sé ekki jafn mikil og BFÖ í Noregi og Svíþjóð. BFÖ á íslandi hefur verið vaxandi félagsskapur, sem nú telur um 800 félagsmenn í 11 deildum og sex hópum áhugamanna. Það hefur all oft haldið góðaksturskeppni, gefið út blöðin Umferð og Brautina, stofnað tryggingafélag bindindismanna — Ábyrgð h.f. Félagið hefur jafnan átt að fagna góðu samstarfi við samtök og einstaklinga sem að umferðarmálum vinna m.a. lögreglu, bifreiða- eftirlit og Slysavarnafélag íslands, en í samvinnu við það lét BFÖ þýða og gefa út hina stórmerku bók „Mað- urinn við stýrið. Þá hefur samstarf BFÖ og annara bindindissamtaka í landinu verið mjög góð, einkum þó við íslenzka ungtemplara, en þeir og BFÖ efndu m.a. til mjög myndarlegrar umferðar-. og bindindismálasýningar í Reykjavík árið 1961 og ann- arar slíkrar s.l. sumar í sambandi við aðalþing NUAT’S. Form. BFÖ á íslandi hefur verið frá upp- hafi Sigurgeir Albertsson, trésmíðameistari og ritari þess Ásbjörn Stefánsson læknir. Form. íslenzkra ungtemplara hefur verið frá upp- hafi séra Árelíus Níelsson. Á aðalþinginu var mjög rætt um framtíð Norður- landasambandsins. Stjórn sambandsins leit svo á, að þeirrar aðstoðar, sem veitt hefur verið einstökum fé- lögum væri ekki lengur aðkallandi, en í framtíðinni bæri að leggja meiri áherzlu á mót formanna og fram- kvæmdastjóra BFÖ | félaganna, norræna fundi for- mannanna og sérstök norræn mór fyrir deildarfor- menn, leiðtoga fræðsluhringa, æskulýðsleiðtoga o.s.frv., og að stofnað verði sérstakt málgagn í þessu augnamiði. Undir umræðunum kom fram, að rétt væri að BRÖ samtökin á Norðurlöndum tækju meiri þátt í alþjópa- samtökum BFÖ og var samþykkt að þegar færi frám- athugun á því, hvernig þetta mætti verða og að skap- aður yrði fjárhagslegur grundvöllur fyrir breytihg- unni, þ.e. að ekki sé bæði Norðurlandasamband og al- þjóðlegt samband heldur aðeins eitt alþjóðlegt. Ákveðið var að mál þetta yrði tekið upp að nýju með haustinu. 1 sambandi við aðalþing Norðurlandasambandsins 10 UMFERÐ

x

Umferð

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2251-4147
Mál:
Árgangir:
8
Útgávur:
13
Útgivið:
1958-1965
Tøk inntil:
1965
Útgávustøð:
Keyword:
Lýsing:
Umferðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.11.1964)
https://timarit.is/issue/179243

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.11.1964)

Gongd: