Umferð - 01.11.1964, Page 13

Umferð - 01.11.1964, Page 13
Margar breytingar á vinsælum bílum Volvo, Volkswagen og SAAB koma fram með nýjungar Á hverju hausti opna bílaverksmiðjurnar „hinn leyndardómsfulla kistil“ og bílakrítikerar fá tækifæri til að sjá, hvort tilgátur þeirra og spár voru réttar eð- ur ei Víða erlendis og reyndar nú orðið einnig hér- lendis, eru skrifaðar langar greinar um væntanlegar breytingar og nýjungar á bílagerðum og ýmsar tilgát- ur og fullyrðingar koma fram, löngu áður en bílafram- leiðendurnir sjálfir afhjúpa hinar nýju gerðir. En á haustin koma í dagsljósið nýjar bílagerðir og bíla- sýningar, sem safna að sér stórum hóp áhugamanna, sem eru jaínvel enn spenntari að sjá hin nýjustu bíla- módel en konurnar eru við opnun tízkusýninga á nýj- ustu fatamódelum í París! Að þessu sinni ætlum við að kynna nýjungar á þrem vinsælum bílum, Volkswagen 1200, Volvo Amazon og SAAB. Volkswagen 1200. Volkswagenverksmiðjurnar hafa ávallt haldið sig fast við þá reglu að breyta ekki vegna breytinganna einna saman, enda hefur lag VW haldist óbreytt að mestu frá öndverðu. Þó hafa smá breytingar oft verið gerðar, sem glatt hafa eigendurna og ekki rýrt endur- söluverð. Endurbætur á 1965 árgerðinni eru í stuttu máli þessar: Framrúða ívið bogin og stærri, aðrar rúð- ur stækkaðar einnig, útsýni bætt um 15%. Nýjar stærri þurrkur, nýtt bak á aftursæti, sem má leggja niður og auka þannig farangursrými mikið, þegar tveir ferðast í bílnum. Mjórri bök eru á framstólum og fótarými meira aftur í. Ný vindrúða, ný tvö hand- föng fyrir hitastillingu, sem stilla má hitastraum með aftur í bílinn eða fram í. Og vélarhlíf opnast nú með hnapp. Volkswagen 1200 kostar nú kr. 133.310.00. Volvo Amazon. Fljótt á litið er ekki gott að sjá breytingarnar á Volvo Amazon 1965, í sjálfu sér hefur útlit hans ekk- ert breytzt frá því hann kom fyrst á markaðinn árið 1957. Þó hafa ýmsar þýðingarmiklar endurbætur ver- ið gerðar á vagninum og þær mestu urðu nú á þessari nýju árgerð. Volvo Amazon hefur átt miklum vinsæld- um að fagna á undanförnum árum og hefur sala sí- fellt farið vaxandi, meðan sala á eldri Volvonum PV 544, hefur farið minnkandi. Hafa verið uppi ýms- ar getgátur um að framleiðsla á PV 544 muni hætta og í stað hans komi nýr vagn. En ekkert bólar á hon- um enn. Þó höfum við frétt, að Volvo væri að smíða nýja verksmiðju og ætti í henni að hefjast framleiðsla á nýjum Volvo, sem verði stærri en Amazon. En um sannleiksgildi fréttarinnar viljum við engu spá. Hér á landi hafa menn tröllatrú á Volvo, og ekki af ástæðu- lausu, því hann hefur reynst afbragðsvel og endur- söluverð verið hátt. En hann þykir dýr. Breytingar á 1965 árgerðinni eru þessar helztar: Framh. á bls. 18. U M F E R Ð 13

x

Umferð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.