Umferð


Umferð - 01.11.1964, Qupperneq 16

Umferð - 01.11.1964, Qupperneq 16
UMFERÐ Tímarit Bindindisfélags ökumanna um umferðarmál. Ábyrgðarmaður: Sigurgeir Albertsson. Ritnefnd: Framkvæmdaráð BFÖ. Skrifstofa blaðsins og Bindindisfélags ökumanna, Laugavegi 133. Sími 1-79-47. Prentsmiðjan Prentfell h.f. ____________________________________ Þessir menn sigruðu í góðaksturskeppni á Akureyri 1963. F. v. Páll Garð- arsson, Níels Hansson og Ingi Þór Jóhannsson. (Ljósm.: E. D.) bindindismenn I Iryggiö bllinn hjá það borgar sig! ÁBYRGÐ" Tryggingalélag bindindismanna Laugavegi 133 Símar 17455 — 17947 Frá deildiim og félagsstarfi Ekki er hægt annað að segja en að áfram hafi miðað í rétta átt. Fé- lögum hefur fjölgað, sumstaðar mjög verulega, svo sem í Útnes- deild, þar sem 12 nýir félagar hafa bætzt við á árinu. Er það tiltölulega mjög mikil fjölgun, enda harðdug- legur, ungur hugsjónamaður fyrir deildinni, Stefán Jóhann Sigurðs- son, trésmiður í Ólafsvík. Deild þessi nær nú orðið til Hellissands. Hafa svo margir gerst þar félagar, að Stefán mun hafa í huga að koma þar upp sérstakri deild hið fyrsta. Á Siglufirði er Guðmundur Kristjánsson, járnsmiður fyrir hópnum, en þar hefur ekki enn ver- ið mynduð deild, enda þótt félaga- fjöldinn sé orðinn þar svo mikill, að stofna mætti þar, hvenær sem vill, eina af stærstu deildum Bindindis- félags ökumanna. Guðmundur er félagi, sem um munar. í Húsavíkur-, Akureyrar-, ísa- fjarðar- og Akranes-deildum hefur og fjölgað, en hlutfallslega minna en á fyrrnefndum stöðum. I Reykja- vík fjölgar jafnt og þétt, en síst meira að tiltölu en annars staðar. t höfuðstaðnum er þó mikinn akur að plægja og gæti félagstalan vafalítið orðið margföld á við það, sem nú er, þó ekki næðust inn nema nokkur hluti þeirra, sem til greina geta komið. Annars staðar hefur félagatala eiginlega staðið í stað. Ein deild, Árnessýsludeildin hætti alveg starfsemi, en það var minnsta deild félagsins. 1 Borgarfirði leystist deildin upp, en fólkið er áfram fé- lagar í BFÖ. Sama mun sennilega verða með Gerðadeildina. — Til greina mun koma að sameina Hafn- arfjörð og Reykjavík í eina deild. Á Hólmavik og víðar eru nokkrir hópar félaga, en ekki hafa verið stofnaðar deildir þar enn og óráðið hvað gert verður á næstunni. Góðakstrar voru haldnir tveir á s.l. ári, á Akureyri í ágúst og í Reykjavík í september. Báðar þess- ar keppnir heppnuðust mjög vel. Á þessuári hafa engir góðakstrar ver- ið haldnir, enda þótt okkur sé kunn- ugt um, að einar fjórar deildir hafa áhuga á því að koma þeim á, sem föstu, árlegu félagsstarfi. 16 UMFERÐ

x

Umferð

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
2251-4147
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
8
Assigiiaat ilaat:
13
Saqqummersinneqarpoq:
1958-1965
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
1965
Saqqummerfia:
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Umferðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.11.1964)
https://timarit.is/issue/179243

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.11.1964)

Iliuutsit: