Alþýðublaðið - 18.01.1964, Síða 6

Alþýðublaðið - 18.01.1964, Síða 6
\ JOHNSON FORSEII MESI UMTALADUR Johnson forseti hefur komið í stað fyrirrennara síns Kennedys í fyrsta sætið á vinsældarlista Bandaríkjamanna. Þetta kom fram í skoðanakönnun, sem gerð var ný- lega. í öðru sæti er Eisenhower, og er það fimmtánda árið í röð, sem hann er í eða fyrir ofan það sæti. í þriðja sæti er Winston Churchill aftur. Athyglisvert er, að Robert Ken- nedy er kominn upp í fimmta sæti ' og de Gaulle er á listanum, þrátt fyrir það, sem þá greinir á um, hann og Bandaríkjamenn. Þannig lítur listinn út: 1. Johnson, forseti 2. Eisenhower 3. Churchill 4. Albert Schweitzer 5. Kobert Kennedy 6. Billy Graham 7. Adlai Stevenson 8. Páll páfi 9. De Gaulle 10. Richard Nixon JVildu stofna stéttarfélag Hópur manna, sem öl um er það sameiginlegt, að eiga all- langa dvöl í brezkum fangels- um að baki, fékk fyrir nokkru þá hugmynd að stofna hags- muna amtök, sem héreftir muni tryggja hinum 31.000 innsitjandi afbrotamönnum Bretlands mannsæmandi lífs- kjör, meðan á afplánun stend- ur Herbert nokkur Stratton, sem var látinn laus fyrir stuttu eftir 11 ára fangavist, hafði þegar áður en liann var lát- inn laus, pantað Trafalgar torg ið fyrir útifjnd fyrrverandi fanga, sem kunnugir eru á- standinu hinum megin við rimlana. Und.rtektir voru geysigóðar. Þegar fundurinn skyldi hefjast var torgið svart af glæpamönn- um En þegar formaðurinn, Her- bert Stratton tók til máls, eft- ir að hafa' sett fundinn, var það einungis il þess að af- lýsa honum. Honum hafði nefni lega verið sleppt svo seint, að hann hafði ekki heyrt neitt um nýskipaða nefnd, sem fyrst og fremst skyldi fjalla um aðbún- að í fangelsum. Fyrrverandi læknir í Har- ley Street, sem eytt hefur 14 árum af 40, ára æfi í fangels- um í Englandi, Frakklandi og Bandaríkjunum, og hefur því mjög góða aðstöðu til að gera samanburð, þrýsti bowlerhatti sínum lengra niðruur á höfuðið með gremjusvip og mælti: — Þetta var nú verri sagan, brezku fangelsin á okkar dög- um eru algjör miðaldarfyrir- tæki, . . það er varla að mað ur geti dvalizt þar öllu leng- ur með góðri samvizku Stanley Lowe, sem áður fyrr var læknir í Hariey Street og síðar fangi í fjölda landa, hneppir að sér fi hkanum full ur vonbrigða yfir ð áætlanirn ar um félags tof . nina hafa farið út um þúfv.i Aðalforkólfar félagsstofnunarinnar við lilj íana á Trafalgartorgi. Þeir hafa allir afplánað margra ára í isdóma. lilIlliUilill Kvikmyndaleikstjórinn John ' Huston hélt blaðamannafund á ' þriðjud.inn. Þar upplýsti hann, að hann gerði sér vonir um að meðal leikenda í hinnj nýju mynd hans ' „Bíblíunni", yrðu Richard Bur- ton, Paul Newman, Peter O’Toole og Maria Callas. Myndin verður gerð eftir leikriti Christopher Fits og framleiðandi er Gino de Laurentis. Samningar standa yfir við tónskáldið Igor Stravinsky um að hann geri tÓTlistina við mynd- ina. Við stefnum fyrst og fremst að , því að gera góða mynd, sagði Hus- ton á fundinum, sem haldinn var í Róm. ið frá sköpun heimsins til daga Abrahams. Endurmynd sköpunar innar verður reynt að fá með því að taka myndir úr bræðsluofnum og fárviðrum. Við munum verða allmiklu lengur en Drottinn að koma þessu í kring, sagði Huston. Adam og Eva munu koma fram í myndinni og að sjálfsögðu í við- eigandi búningum. í ágætri bók, sem brezki leikar- inn M. E. Clifton hefur ritað um stríðsævintýri sín þegar hann var tvífari Montgomerys, flýtur með þessi saga af Napóleoni. Þegar keisarinn heilsaði her- manni, sem hann hafði ekki séð áður spurði hann hann ætíð þriggja spurninga og alltaf í sömu röð. Hve gamall ertu? Hve lengi í á að' fjalla um tímabil- anúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ í ■II hefur þú verið í hernum? Varstu með í tveimur síðustu herferðum mínum? Sænskur hermaður, sem ekki kunni stakt orð í frönsku, gerði sér ljóst, að fyrr eða síðar mundi keisarlnn heilsa honum og leggja fyrir hann þessar spurningar. Hann fékk því einn félaga sinna til að kenna sér svörin við þeim eins og páfagauki. Svo kom að því að keisarinn stanzaði hjá honum. En í þetta eina skipti vék hann frá vana sín- um og spurði í annarri röð. — Hve lengi hefur þú verið í hernum? — 23 ár, yðar keisaralega tign. — Hve gamall ertu þá? — Þriggja ára, yðar keisaralega tign. — Drottinn minn, hrópaði þá Napóleon, annað hvort er ég eða þú orðinn snarvitlaus. — Hvort tveggja, yðar keisara- lega tign, svaraði Svíinn. ☆ Ekkja Ernests Hemmingways, Mary Welsh, hefur nú búið hið fyrsta af mörgum handritum, sem maður hennar lét eftir sig, til prentunar. Bókin heitir „The Movable Feast” og kvað vera mjög góð og opinská lýsing á lífi hinna banda- risku útílytjenda til Parísar á þriðja áratug aldarinnar. Jafnframt þessu upplýsir Mary Welsh að það hafi verið mikið verk að fara yfir handritið og leið rétta villur, sem í því fundust, hinn mikli ritliöfundur var ncfni- lega haldinn orðblindu!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.