Alþýðublaðið - 30.01.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.01.1964, Blaðsíða 7
Eftir Sigurl í FORYSTUGREIN eins a£~dag- blöðunum í Reykjavík var nýlega livatt mjög til þess að fara meira eftir ráðum hagfræðinga um fram kvæmdir í efnahagsmálum þjóðar- innar, en gert hefði verið hingað til. Minnti þetta mig á ræðu, sem merkur franskur stjórnmálamaður flutti nýlega, er hai.n tók við ráð- herraembætti. Hann sagði að til væru þrjár fljótvirkar leiðir til þess að tapa peningum. Sú fyrsta væri fjárhættuspil, önnur kynni við fagrar konur og hin þriðja að leita til sérfræðinga. Fyrsta leiðin væri hraðvirkust, önnur leiðin á- nægjulegust en sú þriðja öruggust. Vafalaust hefur þessi merki stjórn málamaður talið hagfræðinga með í hópi sérfræðinganna. Það ber sjálfsagt ekki að lasta að leita ráða hjá vel menntuðum og vel viti bornum hagfræðingum, en varla eru þeir þó óskeikulir. Kannske væri gott, að ofboðlítið af brjóst- viti fengi að fljóta með. En sleppum nú hagfræðingum bg athugum annað orð, sem liljóm- ar líkt, sem sé hagræðingu. Þótt margt og fagurt hafi verið rætt og ritað um hagræðingu í opin- í Jónasson eindatæknikerfi í þjónustu sína. Nú hafði þessi banki að sjálfsögðu mjög fullkomið skipulag áður, en samt gat bankinn sparað með hinu nýja fyrirkomulagi 20% af rekstr- arkostnaði sínum. Sænsk vátryggingarfélög, sem hafa breytt skipulagi sínu á þenn- an hátt, hafa náð svipuðum sparn- aði í rekstrarkostnaði, og sama mun yfirleitt vera reynslan í öðr- um löndum. Ef bankar vorir tækju nú upp þetta fyrirkomulag, senni- lega með því að byggja sameigin- lega miðstöð fyrir allan rekstur- inn, ætti að mega fækka starfs- liði um hérumbil 140 manns og spara um 21 milljón króna kostn- að árlega við reksturinn. Að vísu myndi þurfa að greiða um 2Vz milljón króna árlega í leigu fyr- ir rafeindatæknikerfið og væru þá eftir 18Vé milljón króna, sem væri árlegur nettó sparnaður. Sú upp- hæð myndi geta „forrentað” eða staðið undir húsbyggingu, sem -væri 10 sinnum stærri en stór- bygging sú, sem firmað Silii og Valdi eru nú að Ijúka við að byggja við Austurstræti í Reykja- vík. Það er þó langt frá því, að gjöld bankanna. Að reikna við- skiptamönnum innheimtulaun eft- ir hinum háu töxtum málflutnings manna nær ekki nokkurri átt. Bankarnir hafa allir lögfræðinga í sinnj þjónustu, svo kostnaður bankanna af innheimtum þarf ekki að vera ýkja mikill. Ég get ekki skilizt, svo við bank ana að nefna ekki mál, sem mun um nokkra hríð hafa verið í athug un hjá póststjórninni og bönkun- um, sem sé að setja á stofn ,,giro“ reikninga, annaðlivort póst- eða banka „giro” eins og mikið er notað erlendis. Það eru mikil vand ræði, að slíkt fyrirkomulag skuli ekki vera tekið upp hér. Væri með því hægt að losna mikið við pen- ingaútborganir á launum, trygg- ingafé, lífeyri o. s. frv. og veita almenningi margskonar þjónustu í sambandi við greiðslur reikninga o. s. frv. Er næsta torskilinn sá dráttur, sem hefur orðið á að koma þessu máli í framkvæmd, en slíkt kerfi myndi hafa í för með sér mikinn sparnað og þægindi fyrir ahnenning. Flugvailamál hafa nýlega mikið verið til umræðu. Ég hef áður haldið því fram hér í litvarpinu, að leggja beri Reykjavíkurflugvöll niður sem allra fyrst og flytja höfuðflugstöðina hér sunnanlands flugvallar af þessari upphæð myndi scnnilega verða 2-3 millj- ónir króna á árinu. Myndi þessi upphæð og nokkur hluti reksturs- kostnaðarins við Reykjavíkurflug- völl því sparast við flutninginn suður á Keflavíkurflugvöll. Vegna þess að mjög miklar líkur cru fyr- ir því, að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður innan mjög fárra ára, opnast möguleikar fyrir nýtt skipulag Reykjavíkurborgar á öllu svæðinu frá Melunum aust- tir að Fossvogs-kirkjugarði. Kem- ur þá sérstaklega til greina að at- huga þetta mál í sambandi við staðsetningu á „administrations”- eða stjómsýslubyggingu fyrir Reykjavíkurborg. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur sem kunnugt er samþykkt tillögu ráðhússnefndar sinnar um að byggja ráðhús fyrir Reykjavikurborg fyrir hvorki meira né minna en 120 milljónir króna og skuli það standa úti í Tjörninni sunnan Vonarstrætis. Þá or gert ráð fyrir að kaupa 15 hús og lóðir (bærinn á að vísu eitt þeirra sjálfur) og rífa öll húsin, sum þeirra stór steinliús, til þess að fá myndarlegan hlaðvarpa fyr- ir ráðhúsið. Hús þau sem kaupa skal og ríía eru að brunabótamati 24 milljónir og 260 þús. krónur, enlóðir þær sem kaupa skal eru GREIN SÚ, sem héi* biríist, er erindi, sem Sig- urður Jónasson flutti > þættinum Um daginn og veginn síðastliðinn mánu- dag. Aíþýðubíaðið hefur fengið leyfi til að birta þetta athyglisverða erindL berum rekstri, virðist árangur til bóta vera harla lítill enn sem kom- ið er. Gjaldheimtan í Reykjavík kann þó að mega kallast undan- tekning. En er þó ekki hægt að koma við hagræðingu í opinber- um rekstri, sem til bóta sé? Ég hygg, að það sé hægt, ef rétt er á haldið. Tökum til dæmis bankana. Hér í Reykjavík starfa nú 8 bank- ar. Hjá þeiin starfa nú í Reykja- vík um 700 manns. Með því að taka upp það fyrirkomulag, sem á ensku er nefnt „electronic data processing”, og ef til vill mætti nefna á íslenzku „rafeindatækni- bókhald”, og aðra fullkomna skipu lagningu í sambandi við það, væri iiugsanlegt að peningastofnanir gætu sparað allmikinn rekstrar- kostnað. Stærsti banki Bandaríkja Norður-Ameríku, sem heitir Bank of America og starfar aðallega á vesturströnd Bandaríkjanna, tók fyrir 2 eða 3 árum fullkomið raf- slíkrar stórbyggingar sé þörf fyr- ir hinn nýja rekstur. Afganginn af hinu sparaða fé gætu því bank- arnir notað til þess að lækka út- láusvextina eða hækka innláns- vextina. í kjölfar bætts skipulags. á tæknisviðinu kynni þá einnig að fara svo, að þjóðin sæi, að eitthvað mætti kannske spara af bankastjór um og bankaráðsmönnum. Þá vil ég minnast á eitt atriði, sem bankarnir þurfa endilega að lagfæra. Ef viðskiptavinur banka getur eigi greitt skuld sína á rétt- um tíma, er hann venjulega sótt- ur að lögum til þess að greiða. skuldina og verða þá innheimtu- launin, einkum af lítlum upphæð- um, hlutfallslega há. Það þarf að vera hluti af þjónustu bankanna við viðskiptamennina, að þeir inn- heimti vangoldnar skuldir við- skiptamönnunum að kostnaðar- lausu ncma hvað snertir réttar- gjöld og önnur beinlínis útlögð suður á Keflavíkurflugvöll. Lokið verður sennilega við að gera stein- steypta veginn frá Hafnarfirði til Keflavíkur á næsta óri og verður þá ekki nema 25 til 30 mínútna akstur frá Lækjartorgi í Reykja- vík suður á Keflavíkurflugvöll. Er- lendis verða farþegar með flug- vélum víða að sætta sig við miklu lengri akstur t. d. tekur ferðin frá Mið-London meira en 1 klukku- tíma út á Lundúnaflugvöll. All- mikið fé sparast við að flytja starfsemina af Reykjavíkurflug- velli út á Keflavíkurflugvöll. Fjárlögin 1964 gera ráð fyrir rúm- lega 10 millj. króna kostnaði við rekstur Reykjavíkurflugvallar, en tæplega 6 milljón króna kostnaði, sem íslendingar. þurfa að greiða á Keflavíkurflugvelli fyrir flugum- ferðarstjórn þar o. s. frv. Nú eru áætlaðar á fjárlögum 1964 15 milljónir til flugvallargerðar og ör yggistækja. Hluti Reykjavíkur- Ráðhúsið við Tjörnina. samtals 6673 fermetrar. Þessar lóðir myndu kosta nú, ef miðað. er við kaup Þjóðbankans 1961 á lóð við Lækjargötu, samtals rúmar 60 milljónir. króna. Óvíst má telja, að bærinn geti fengið keypt húsin 15 fyrir brunabótamat og einnig ó víst, hvort dómstóll myndi meta þau svo lágt þótt til eignarnáms kæmi. En þó svo færi, myndi,vart of lágt áætlaður kostnaður við nið- urrif húsanna og umbætur á lóð- unum á 15-16 milljónir króna. —- Væri þá kostnaður við húsakaupin orðinn 40 milljónir króna en við lóðakaupin 60 milljónir króna og því samtals kostnaður við kaupin á húsum þessum og lóðum 100 milljónir króna. Nú gerir ráðliús- nefndin sjálf ráð fyrir 120 milljón króna byggingarkostnaði ráðhúss- ins en sú áætlun mun hafa verið gerð í ársbyrjun 1963. Varla mun byggingarkostnaður hafa hækkað minna, þegar byrjað verður á bygg ingunni, en 25% og myndi því ráð húsið varla kosta minna en 150 milljónir króna, enda þótt byrj- að vrði að byggja það í ár. Kostar þá allt ævintýrið þegar kostnaður við húsa- og lóðakaup er talinn með samtals 250 milljónir króna. Til samanburðar má geta þess, að upphaflega útsvarsálagningin í Reykjavík árið 1963 var 260 millj- ónir króna. Til þess að leggja út í að byggja þetta mikla og fjárfreka fyrirtæki á borgin 3 milljónir í sjóði og ætlar auk þess að taka 5 milljónir af tekjum sínum á þcssu ári, sem skal leggja til byggingar ráðhússins. Þessar 8 milljónir munu hrökkva skammt, og er því vandséð hvaðan féð á að koma til byggingarinnar, nema ætlunin sé að leggja stórfenglegt aukaútsvar á gjald.cndur Reykjavíkurborgar ofan á þær 60 til 70 milljónir, sem. útsvörin í ár verða. hæri’i en í fyrra. í þessu sambandi væri fróð- legt að heyra hve miklu fé hefur þegar verið varið í teikningar og annan kostnað við að fullgera ráð- húsplanið. Heyrzt hefur að þessi- kostnaður sé orðinn á fimmti* milljón króna. Fjórir arkitektai; og þjónar þeirra hafa unnið aí> téikningunum. síðan 2. júlí 1957, meira að segja með erlendri að- stoð um skipulagið. Tveir af arki- tektunum fjórum eru í bygging-- arnefnd Reykjavíkur og sá þriðjJ var í nefndinní til skamms, tíma. Auk þess er framkvæmdastjóri nefndarinnar, sem sjólfur er arki- tekt, einnig í byggingarnefnd. i' sjálfu sér vantar fullnægjandi skýr ingu á því, hvers vegna samkeppni i var ekki látin fara fram hér og er- ; lendis, t. d. á Norðurlöndum; unv uppdrætti að róðhúsinu. Fyrir nokkrum dögum samþykkti svo borgarstjórnin tillöguna um ráð- húsbygginguna, að heita mátti. mótmælalaust og með aðeins 1 mótatkvæði. Sannaðist þar þaðt lögmál Parkinsons, að auðvelt sé- að fá samþykkt nálega hvaða mal sem er, ef fjárhæðin sem máliðf- varðar er nógu há. Staðurinn, seno. ráðhúsinu hefur verið valinn, er- að margra áliti ekki sem heppileg- astur. Margir ólíta þetta fyrirhug- aða ráðhús aíltof stórt fyrir stað- inn, sem valinn var, bæði vegna umferðar og annars. Ætjunin mun vera að leggja niður Vonarstræít sem umferðagötu og flyzt þá ur.r- ferðin norður í Kirkjustræti, sem. bá yrði að breikka upp að fótstall- Inum á likneski Jóns Sigurðsson- ar og þannig. sberða mjög Austur- völj. Á hinn bóginn er það taliCT mikils til of lítið til þcss að full- nægja öllum þörfum borgarinnar* fyrir skrifstofupláss o. s. frv. ÞA er sú tillaga vægart sagt all undar leg að rifa upp veginn og brúna,. yfir tjörnina til þess að vega upp. á móti hví plássi sem ráðiiúsið legg ur undir sig í tjörninni norðantil. En hverskonar bj-gging or svo þotta ráðhús? Ekki ó þetta ai>* verða ..administrations” eða stjórn’- sýslu bygging, sem fulinægi öil- Framh. á 10. síðu ALÞÝÐUBLiAÐlÐ — 30. jan. 1964 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.