Alþýðublaðið - 02.02.1964, Side 9

Alþýðublaðið - 02.02.1964, Side 9
R REYNOLDS, KANADiSKAN SJÓNVARPSMANN varpsstöðvar, svo að sjónvarp- ið nái til allra. Auk CBC eru reknar fjöldamargar einka- sjónvarpsstöðvar í landinu, og mjög auðvelt er einnig að horfa á bandaríska sjónvarpið, eins og nærri má geta. CBC nær bæði til frönsku- og enskumæl- andi Kanadamanna, og er aðal- dagskráin fyrir franska hlut- ann unnin í Montreal, en sú TEXTI: HJÖRTUR PÁLSSON MYND: JÓHANN VILBERG enska í Toronto. Frá þessum tveimur borgum fara því aðal- útsendingarnar fram, en eins og fyrr segir er hægt að láta þær ná til allra landsmanna með millisendingum og endur- varpsstöðvum. í fjölmörgum borgum og bæjum, þ. á m. stærstu borgum hvers fylkis eru svo „útibú” frá CBC, og eru unnar þar dagskrár, sem oft eru bundnar við viðkomandi fylki eða næsta nágrenni stöðv- arinnar, m. a. hefur hvert fylki fréttaþjónustu út af fyrir sig. íslandsþáttur Reynolds verður sendur út frá aðalstöðinni í To- ronto. Sjónvarpsreksturinn er mjög dýr, en Reynolds sagði, að dag- skrá CBC bæri af dagskrám allra einkastöðvanna, sem hefðu það eitt að markmiði að græða á auglýsingum og ómerkilegu léttmeti. Slíkt gæti opinber sjónvarpsstöð ekki leyft sér, þó að hún kæmist ekki hjá að byggja að talsverðu leyti á aug- lýsingum. CBC nyti þess hins vegar, að af hverju sjónvarps- tæki, sem selt er í landinu, rynni ákveðinn skattur til stöðvarinnar. Upphaflega hefði verið hafður svipaður háttur á og hér er á innheimtu afnota- gjalda fyrir útvarp — að krefja hvern sjónvarpseiganda um ár- gjald, og þetta væri gert hjá BBC, en í Kanada hefði verið horfið frá þeirri aðferð og skattlagning sjónvarpstækj- anna tekin upp í staðinn. Reyn- olds kvað ekkert þvf til fyrir- stöðu að reisa íslenzka sjón- varpsstöð, ef fjármagn væri fyrir hendi, en sjónvarpsdag- skráin væri dýrari en margir álitu. Hins vegar varaði hann okkur við að treysta of mikið á auglýsingar, því að það kæmi óneitanlega illa niður á dag- skránni. Peter Reynolds fer héðan flugleiðis til London á morgun, en hann sagðist hafa hug á að koma hingað seinna og vildi þá gjarnan vinna að öðrum þætti, m. a. um Vestur-íslendingana í Vestmannaeyjum. ÚTSALA ÚTSALA Hin árlega vetrarútsala hefst á morgun. VETRARKÁPUR — TERYLENEKÁPUR —t POPPLÍNKÁPUR — HATTAR og HÚFUR mikil verðlækkun. BERNHARD LAXDAL Kjörgarði. STÚLKÖR óskast strax. — Uppl. í síma 17758. NAUST, Vesturgöiu. ULLARVINNA Röskux iH'aður óskast til vinnu strax við ullar- tætingu. — Nánari upplýsingar hjá verk- stjóra. Ullarverksmiðjan Framtíöin Frakkastíg 8. Afgreiðslustúlkur Nánari upplýsingar í skrifstofunni. Sláturfélag Suðurlands. Sinfóníuhljómsveit Islands Endurnýjun og sölu áskrifarskírteina fyrir síðara misseíS (8 tónleikar) lýkur mánudaginn 3. febrúar. Afgreiðslan er opin frá kl. 9—12 og 1—5 í Ríkisútvarpinu, Skúlagötu 4, 1. hæð. — Sími 22260, Auglýsingasíminn er 149 06 ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 2. febr. 1964 «$

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.