Alþýðublaðið - 02.02.1964, Síða 13

Alþýðublaðið - 02.02.1964, Síða 13
Á mánudag hefst ÚTSALA I TOLEDO ÚTSALA HERRAKULDAJAKKAR kr. 490.00 — HERRASKYRTUR kr. 140.00 — HERRA- BUXUR, terylene, kr. 450,00 — DRENGJABLÚSSUR kr. 125.00 — DRENGJA- BUXUR kr. 250,00 — HERRAVINNUBUXUR kr. 195,00 — DÖMUBUXUR kr. 175.00 — DÖMUULLARVETTLINGAR kr. 35,00 — og margt fleira. Ger/ð góð kaup og kaupið á útsölunni í TOLEDO, FISCHERSUNDI Framh. af S .síðu nr hafa verið teidn í einu við kandidatapróf í sögu Háskól- ans eftir því sem prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson, prófstjóri, sagði mér á dögun- um. Það er sem sagt reiknað með, að 3 af þessum 6 séu tek in einu misseri fyrir kandidata próf, eins og sex samstúdentar mínir gerðu, en þeir ljúka sín um kandidataprófum í vor. — Hvað ertu þá búinn að i vera lengi í prófum núna að undanförnu? — Stanzlaust frá 7. janúar.'' . Ég byrjaði á skriflegu prófun- um sex í röð og tók þau dag- ana 7.-18. þ.m. í vikunni þar á eftir voru svo verkleg próf og, síðan munnlegt próf á hverj um degi, þangað til nú. Auk þess sótti ég a'ltaf fyrirlestra . norska prófessorsins í barna- tannlækningum, Arvid Syrrist, erfitt... kl. 8-9 á morgnana, en hann hefur dvalizt hér undanfarinn hálfan mánuð og dvöl hans hér vakið mikla ánægju meðal tannlæknas.údenta. — Og hvað tekur nú við? — Vinna og aftur vinna. Ekki veitir víst af. Ég held það sé ákveðið, a3 ég verði við skólatannlækningar í Mela- skólanum fyrst um sinn. Ann- ars ráða þeir því alveg á Heilsuverndarstöðinni. — Hyggurðu á framhalds- nám? — Já eins fljótt og ég mögu lega get og hef efni á. Ég hef mikinn áhuga á að læra kjálka skurðiækningar. Það dregur heldur ekki úr mér að fara í þá sérgrein, að ég fékk 16 tvisvar sinnum sama dág í verklegri og bóklegri, sér- hæfðri handlæknisfræðí. — Ertu ákveðinn í, livert þú ferð? — Ég hef lengst af haft Norð ,urlönd í huga, en nú var pró- fessor Syrrist að benda mér á að fara frekar til Englands. Hann álítur, að það geti orðið notadrýgra, svo að það gæti býst ég við allt eins orðið úr. — Ertu stærðfræðideildar- stúdent? — Nei, ég er úr máladeild. —• Hvað viltu segja um tann læknadeildina hér að loknu námi þar? — Ég vildi fyrst taka fram, að þetta er mikið og þungt nám og mjög tímafrekt, enda bæði bóklegt og verklegt. All- an tímann, sem við erum í deildinni, byrjum við yfirleitt kl. 8 á morgnana og komum heim kl. 5-6 á kvöldin, og þá er eftir að lesa. Samkvæmt nýju reglugerðinni eru tann- lækningar 6 ára nám, en al- menn læknisfræði 6 og hálft ár, svo að það er ekki eins mikill munur á námi í tann- lækningum og venjulegri lækn isfræði og margir halda. Svo er það yfirleitt wrðið þannig, að tannlæknar leggja stund á ýmsar sérgreinar að loknu kandidatsprófi, og tekur það nám sjaldnast skemmri tíma en 3 ár, svo að þróunin er sú sama og undanfarið hefur ver- ið í almennri læknisfræði: allt stefnir að aukinni sérhæfingu. — Hvað þyrfti helzt að breyt ast í tannlæknadeildinni? — Fyrst og fremst þarf að stækka deildina, því að nem- endafjöldinn hefur vaxið mjög. Þegar ég byrjaði var þetta ósköp lítil og þægileg deild, en nú er, hún orðin allt of lítil. Það voru innan við 30 í tannlækningum þegar ég kom í deildina, en nú eru þeir rösklega 50. Og .auk þess þarf að bæta við sérfræðingum í ýmsum greinum, svo að kennsl an nái enn betur tilgangi sín- um. Þó stefnir þar allt í rétta átt. Þórður Eydal kennir t.d. tannviðgerðir og Örn Bjart- marz tannsmíði að ógleymd- um prófessor Jóni Sigtryggs- syni, sem ég held, að ekki sé ofmælt að kalla föður deildar- innar. Þetta eru allt saman á- gætir menn. — Langar þig til að taka eitthvað sérstakt fram? — í nýju reg’ugerðinni fel- ast ýmsar nýjungar, sem hafa bætt deildina og menntun tannlækna, sem þar læra, að miklum mun. Þar má nefna nýjar kennslugreinar, eins og til dæmis lyflæknisfræði, al- menna handlæknisfræði, röntg enfræði og barnatannlækning hn. Og námskeiðin, sem við tök um þátt í sumarið fyrir kandi- datspróf, bæði á handlækn- inga- og lyflækningadeild Landspítalans eru ómetanleg. Við óskuðum Ómari Kon- ráðssyni enn til hamingju með glæsilegt próf og kvöddum hann og fjölskylduna á Spít- alastíg 4, enda lcominn tími til að lofa henni að njóta gleð- innar í friði. Kandidatinn færði okkur staup að skilnaði. Við skáluðum fyrir honum. Og á stigapallinum mættum við manni með blómakörfu. hjp. UTSALA UTSALA UTSALA Opnum útsölu í fyrramálið Olæsilegt úrval af karlmannafötum, stökism jökkum ©g stökum buxum. MJÖG MIKILL AFSLÁTTUR ERRAFÖT, HAFNARSTRÆTI 3 ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 2. febr. 1964 U

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.