Alþýðublaðið - 08.03.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.03.1964, Blaðsíða 8
Einu sinni sagði Davíð Stefáns son við mig, að beztu kvæði, sem ort hefðu verið á íslenzku, þætti sér vera Nýárssálmur séra Matt- híasar og Oddur Hjaltalín eftir Bjarna Thorarensen. Á morgun verður Davíð lagður til hinztu hvíldar hjá foreldrum sínum, Ragnheiði Davíðsdóttur prests á Hofi Guðmundssonar og Stefáni bónda og alþingismanni Stefáns- syni, og Stefáni bróður sínum og mörgum ættmennum öðrum, í kirkjugarðinum að Möðruvöllum í Hörgárdal. En þar var einmitt höfundur kvæðisins um Odd Hjaltalín jarðsunginn fyrir 123 ár- um, upphafsmaður hinna miklu skáldakynslóða 19. og 20. aldar. í gær kvöddu Akureyringar skáld sitt með veglegri minning- arathöfn. Útförin á morgun hefst með húskveðju að Fagraskógi, þar sem Davíð fæddist 21. janúar 1895, hefði því orðið sjötugur að ári. En við upprunastöðvar sínar batt hann ævilangar tryggðir og kenndi sig ávallt við Fagraskóg: Þó komi ég sár frá sæ, sekari en áður fyr, á þessum bóndabæ bíða mín opnar dyr. Þessi bóndasonur unni alþýðu, einkum sveitafólki, og moldinni, gróðri jarðar. Og hann var mik- ill Norðlendingur. Eina kvæða- bók sína og síðasta heildarsafn ljóða sinna nefndi hann líka Að norðan. Davíð settist í 2. bekk Gagn- fræðaskólans (nú Menntaskólans) á Akureyri haustið 1909 og lauk þaðan prófi vorið 1911, 16 ára. En næsta ár tók hann brjóstveiki og var sjúkur fjögur ár, stundum svo, að honum var vart hugað líf. En vafalaust hefur slík reynsla aukið þessum viðkvæma og lífs- þyrsta unglingi þroska, og á þeim árum byrjaði hann að yrkja að ráði Og birti þá, að því er ég bezt veit, fyrstu kvæðí sín, í Iðunni og Eimreiðinni 1916. Hið fyrsta var Mamma ætlar að sofna, sem hann skipaði seinna fremst 'j. fyrstu kvæðabók sína. En nú hafði hann náð þeirri heilsu, að hann settist haustið 1916 í 4. bekk Menntaskólans í Reykja- vík, var þó ekki í 5. bekk næsta vetur, en síðan í 6. bekk og lauk stúdentsprófi 1919. Sama ár kom út fyrsta ljóðabók hans, Svartar fjaðrir, er hann var 24 ára. Þá um haustið er hann skráð- ur í tölu stúdenta Háskóla íslands. Það er undarleg tilviljun, að skrá- setningardagurinn er 11. nóvem- ber, afmælisdagur séra Matthías- ar, og er enginn annar stúdent skráður þann dag. Vorið 1920 tók Davíð svo próf í forspjallsvísind- um (heimspeki) við háskólann. En síðan brá hann úl utanfarar, óg varð ekki af frekara háskóla- námi. Hefur hann oft farið utan, m. a. til Norðurlanda, Ítalíu og Sovétríkjanna. Davíð var bókavörður Amtsbóka safnsins á Akureyri frá '1925 til ársloka 1953. Síðan hefur hann helgað sig skáldskapnum einum, én oft verið heilsuveill hin síð- ari ár, þótt hraustur væri um mið bik ævi. Að undanfömu hefur hann lengstum dvalizt að fallegu heimili sínu, sem hann hefur bú- ið sér við Bjarkarstíg á Akureyri, unað þar að mestu einn við rit- störf, lestur og bókasafn sitt, sem er bæði mikið og eitt hið valdasta og menningarlegasta, sem ég þekki úr eins manns eigu. Fyrir fáum árum kenndi Davíð kransæðaveiki og var ærið þungt haldinn, en náði sér allvel aftur, eins og Ijóst er af því, að í fyrra komu út tvær bækur frá hans hendi. En hinn 23. febrúar hlaut hann aftur sams konar áfall, er hann var á göngu á Akureyri. Réttri viku síðar lézt hann í Fjórð ungssjúkrahúsinu á Akureyri, sunnudaginn 1. marz — í dögun. En svo hét síðasta ljóðabók hans. II. Davíð var bæði afkastamikill og vandvirkur. Frumútgáfur einstakra kvæða- bóka hans eru níu talsins: Svartar fjaðrir (1919), Kvæði (1922), Kveðj ur (1924), Ný kvæði (1929), í byggð um (1933), Að norðan (1936), Ný kvæðabók (1947), Ljóð frá liðnu sumri (1956) og í dögun (1960). Leikrit hans eru fjögur: Munk- arnir á Möfjpuvöllum (1926), Gullna hliðið (1941), Vopn guð- anna (1944) og Landið gleymda (1956). Eina langa skáldsögu samdi hann: Sólon Islandus I-II (1940). Ritgerðabækur eru: Tvær grein- ar (1959) og Mælt mál (1983), sem var siðasta frumsamda bókin, er Davíð gekk frá. Flestar bækur hans hafa verið margprentaðar, útgáfur Svartra fjaðra orðnar sjö talsins. Hefur engin ljóðabók íslenzks skálds verið prentuð nándar nærri éins oft, meðan það var uppi. Safnútgáfur eru þrennar, og er slíkt fágætt um verk skálds 1 lif- anda lífi, þótt víða sé leitað. Þær eru: Kvæðasafn I-II (1930), Kvæða safn I-III (1943) og ljóðasafnið Að norðan I-II (1952 o. áfr.) á- samt Sólon Islandus og Leikritum, svo að þar er um heildarútgáfu að ræða, og hefur hún verið aukin jafnóðum og nýjar bækur bætt- ust við frá hendi skáldsins. Þar sem sagt hefur verið með nokkrum rétti um siunar bækur, að ýmsir keyptu þær sem hillu- fyllingu og híbýlaprýði, þá' dytti engum í hug að halda slíku fram um útgáfur á verkum Davíðs Stef- ánssonar, þótt þær séu eins marg ar og raun ber vitni. Menn eign- ast þær til að lesa skáldskap hans, — til að njóta hans. Á síðastliðnu ári bjó Davíð til prentunar, auk Mælts máls, rit- gerðasafn eftir ýmsa höfunda nm séra Matthías Jochumsson: Skáld ið á Sigurhæðum. Með þVí kvaddi Davíð. III. Séra Matthías dó árið eftir að Svartar fjaðrir komu út. En skömmu síðar settist Davíð að á Akureyri. Þar hafa því þjóð- skáld átt heima óslitið að kalla . í 77# ár. Séra Matthías bauð . þennan arftaka sinn meira að segja velkominn. Eitt hið síðasta, sem eftir hann birtist, örfáum mánuðum fyrir andlát hans, var býsna sérkennilegur, en vinsam- legur og elskulegur ritdómur um Svartar fjaðrir, þar sem hann lofar kvæðin fyrir frumleika og hreinskilni og biður menn að taka vel þessum nýju Davíðssálm- um, er hann kallar svo, því að flestir þeirra eigi það skilið. Þessa hefði raunar ekki þurft með, þó að ljúft sé að vita af þessari skáldakveðju. En aldrei Skáldskapur hefur skipt miklu máli í sögu íslendinga. Skáld hafa átt drjúgan þátt í varðveizlu íslenzkrar tungu. Ljóðagerð hefur frá upphafi verið einn traustasti hornsteinn íslenzkrar menningar. íslenzk Ijóð hafa ekki aðeins verið eitt Ijúfasta yndi manna á íslandi um aldir. Skáldin hafa einnig kveðið kjark í þjóð sína, þeg- ar á móti bíés, brugðið birtu vonar í líf hennar á löngum og myrkum öldum. Skáld voru í forystu sóknar íslendinga til sjálfstæðis. Skáld stuðluðu öðrum fremur að verndun þess samhengis £ íslenzkri menn- ingu, sem varð og hlýtur ávaltt ,að vera undirstaða , íslenzks sjálfstæðis og aflgjafi framfara á íslandi. Á öllum skeiðum sögu sinnar hafa íslendingar borið gæfu til þess að eiga menn, sem ortu ágæt ljóð. Þjóðin hefur Iesið þau og lært. Hún hefur metið skáld sín mikils. Það er þeim að þakka í ríkum mæli, að fs- lenzk menning hefur ávallt borið það aðalsmerki, að vera alþýðumenning að meira leyti en menning margra annarra þjóða. Sú staðreynd hefur ekki aðeins valdið því, að líf ís- lenzkrar alþýðu hefur verið auðugra en hagur hennar hef- ur veitt aðstöðu til á liðnum tímum. Þetta hefur þeinlínis verið forsenda aukinnar vel- megunar á undanförnum ár- um. Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi var eitt mesta skáld ís- lendinga á þessari öld. Hann átti það sammerkt öðrum stór- skáldum fyrri alda, að hann hafði gagnger áhrif á fslenzka menningu og íslenzkt þjóðlíf, á mat almennings á andlcgum verðmætum og smekk hans. Davíð Stefánsson var í upphafi skáldferils sins byltingarmað- ur i Ijóðagerð, brautryðjandi nýs forms, nýs smekks, nýrra viðfangsefna. En hann varð einn þeirra byltingarmanna, sem vinna skjótan sigur og verða þióðhetjur. Sá s'reng- ur, sem hann stillti og sló, átti siterkan hljómgrunn í hjarta íslendinga. Og sá söngur, sem hfjómaði frá þeirri hörpu, sem hann smíðaði, mim halda áfram að óma í eyrum íslenzkra ntanna, meðan tunga þeirra er töluð. Gylfi Þ, Gíslason. hefur íslenzk ljóðabók jafn skyndilega orðið jafn' hjartfólgin öllum þorra þjóðarinnar, eftir að Passíusálmarnir komu fyrst út. Það var því ekki eins fráleitt og mátt hefði virðast, er Matthias, af nokkurri glettni, kenndi kvæð- in tií sálma. Síðar varð og Davíð, i eiginlegri merkingu, meðal annars sálmaskáld, enda mikill og einlægur trúmaður. En skáld- skapur hans i heild er lofsöngur um lífið, lífsnautnina, . óður um auðlegð mannlegra tilfinninga. Menn fundu þegar í upphafi, að hér var eitthvað, sem snart þá á óvæntan hátt. Eitthvað ferskt, ósvikið, satt. Hér kvað við nýjan tón. Það má vera, að sum skáld okkar hafi kafað dýpra en Davíð. En i hverju er dýptin fólgin? Það hefur varla nokkurt skálda okk- ar tjáð andstæðafyllstu og heit- ustu tilfinningar á jafn umsvifa- lítinn hátt, jafn umbúðalitið, óg þó með hinum skáldlegasta hætti. Það var þetta, sem hreif — og hrífur. Skáldskaparríkið var að ýmsu leyti ræktað fjölbreyti- . legra gróðri en áður og landa- mærin færð út. Það varð raunar varla voldugra eða auðugra en verið hafði hjá þeim valdhöfum, sem nú voru að hverfa. En það yarð allt frjáislegra og hömlu- lausara, bæði hið innra og ytra. Hér var spannað yfir regin- víddir tilfinningalífsins. frá æð- isgengnum ofsa til fíngerðrar við- kvæmni, — óseðjandi ástríður ■— barnsleg gleði — einlæg umönn- un — bölsýnn harmur. Þetta hélzt, þótt sviðið víkkaði, — við persónulegu efnin og einkamálin bættust æ fleiri söguleg kvæði, þar sem hin beztu beirra áttu sér þó uppspreltu í eðli skáldsins, og enn var að finna þarna kankvísa gamansemi og einlægt trúar- traust. — En hér varð ekki að- eins um tilfinningaandstæður að ræða, þegar fram í sótti, heldur öllu heldur samfléttan þeirra eða samleik: Þótt sál mín syngi af gleði, er sorgin mitt undirspil. Það er meðal annars þetta, sem eykur skáldskap Davíðs dýpt og innri auðlegð. En það var þó ekkl sízt formið og tjúningarhátturinn, sem ruddi tilfinningaefnunum leið inn að hjartafylgsnum. Hér voru föst- ustu skorður færðar úr stað, en þeim ekki fleygt, losað um hnúta, en ekki höggvið á bá. Úr þjóð- kvæðum, fornum dönsum, viki- vökum og þulum skapaði Davíð sér eigið kveðskaparlag, sveigj- anlegt og fjaðurmagnað, án þess að slakað væri . á stuðlaskipan fornrar Ijóðhefðar, braglínur gátu orðið mislangar, hrýniandi fjöl- breytileg, en aldrei háttlaus, hver tilfinning átti sitt hljóðfall, hver tjáning sinn brag, og form féll þeim mun fastar að efni sem það var lausara úr sjálfs síns fjötr- um, hugsun og búningur samgróin frá fæðingu. Eins og kveðandi urðu og mál og stíll einfaldari, kenningar því sem næst útlægar, heiti fá, orða- röð eðlileg. Davíð var jafn frá- hverfur þungum dróttkvæðastíl 8 8. marz 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ða\ nútímaskálda sem háttleysum ým- issa ungra skálda. Sumir kunna að saka hann þar um þröngsýni eða óbilgirni. En svona var hann, heill og afdráttarlaus í lístskoð- un sinni. Honum hafði hins veg- ar tekizt að sigla hér milli skers og báru, —þótt skáldskapur hans hafi fremur einkennzt af dirfsku en gát, — en þó alltaf af virð- ingu fyrir vanda hans og vegleik. Honum hefur auðnazt að skapa frjálsa hætti af fornri rót og veita mæltu máli skáldskapar- tign. ' . Lítdál rv. Þetta allt varð mönnum sú opin- berun, sem er nú ef til vill ekkl fullljós jafnvel mestu aðdáend- um Davíðs. Ég biðst afsökunar á því, að ég tek hér dæmi af sjálf- um mér. Ég var að vaxa úr grasi norð- ur á Akureyri, þegar fyrstu Ijóð Davíðs og Stefáns frá Hvítadal tóku að berast. Þetta voru fyrstu kvæði, sem hrifu mig, gerðu mig ljóðunnanda, luku upp fyrir mér töfrum skáldheimanna. Slíkt verð- ur aldrei fullþakkáð. Sömu sögu munu margir hafa að segja. Þegar ég var í gagnfræðaskóla, fengum við einu sinni sem stíls- efni að skrifa um eftirlætisskáldið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.