Alþýðublaðið - 08.03.1964, Blaðsíða 9
Úrval af HOLLENZKUM
Vetrarkápum
Sfiðððð
/íð Stefánsson á húströppum sínum á Akureyri (1950).
okkar. Allmargir völdu Davíð, og
ég var þeirra á meðal. Fyrir
nokkru rakst ég í rusli á stíla-
kompuna mína. Ég sé, að þar
hef ég m. a. skrifað:
„í hrifningu yfir lýrikk ljóð-
anna hef ég kropið við kvæða-
bækur hans og lesið þær eins og
þreyttur vegfarandi, sem krýpur
við fjallalæk og teygar vatníð'
til svölunar þorstanum. Og marg-
ar naprar andvökunætur, þegar
ég hef einn vakað langtímum
sjúkur, hafa kvæði hans stytt mér
stundir, breytt svartnætti í sól-
skinsbjartan dag og kvölum mín-
um í unaðsfullar kenndir. Þau
hafa fyllt sál mina suðrænUm yl
og syngjandi fögnuði.”
Mikill hluti kynslóðar minnar
mun hafa eitthvað svipað að segja,
— og raunar flestir, frá því er
Davíð kom fram.
En þegar skáld hrífur menn svo
frá byrjun, allt niður til ungl-
inga, er örðugur eftirlöikurinn.
Hróður Davíðs hefur hins vegar
sífellt farið vaxandi. Vitaskuld
hafa einstök verk hans notið mis-
munandi hylli, einkum leikritin,
sem hafa öll verið sýnd á leik-
sviði, en Gullna hliðið eitt rutt
sér rúms, bæði hérlendis og
erlendis. — Mér kæmi ekki á ó-
vart, þótt Sólon Islandus risí
aftur upp til nýrrar viðurkenn-
ingar.
En Davíð er um fram allt ljóð-
skáld, og hver ný kvæðabók hans
hefur verið viðburður. Þarfleysa
er að minna þar á ytri velgengni
hans, svo sem er hann varð hlut-
skarpastur um Alþingishátíðar-
ljóðin 1930 og nú síðast við sam-
keppnina um hátíðarljóð vegna
hálfrar aldar afmælis Háskóla
íslands, en háskólinn kann hon-
um auðvitað mikla þökk fyrir.
V.
Davíð var einstaklega skáld-
Iega vaxinn maður. Hann var hár
vexti, fríður sýnum, gekk hratt
um götur, meðan hann var í fullu
fjöri, og fremur álútur. Mér
fannst í æsku, eins og hann hlyti
alltaf að vera í skáldleiðslu og liti
því aldrei upp. Svona ættu skáld
að vera. Þetta væri skáldskapur-
inn sjálfur, holdi klæddur.
Davíð hafði mikla, hlýja, hreim-
fagra og hljómríka bassa- eða
barytónrödd og var frábær upp-
lesari. Hann flutti ræður sínar
óg kvæði með svo föslum, per-
sónulegum stíl og þvílikum töfr-
um, að ógleymanlegt er. Það varð
eins og samruni skáldskapar og
tónlistar. — Hann las nokkur
kvæði sín á talplötu árið 1957.
Um miðbik ævi sinnar gat
Davíð orðið ör og villtur í líf-
emi sínu sem Ijóðum. , Séra
Matthías kvað líka stundum hafa
hagað sér öðruvísi en gengur og
gerist, þótt á allt annan hátt væri
en Davíð gerði. Vafalaust hafa
einhverjir góðborgarar hneyksl-
azt á þeim skáldbræðrum — eða
skáldfeðgum. En yfirleitt hafa
Akureyringar verið skilningsgóðir
á skáld sín og umburðarlyndir
gagnvart þeim, metið þau, virt
og elskað, og það verður munað.
Á; sextugsáfmæli sínu var
Ðavíð Stefánsson kjörinri heið-
ursborgari Akureyrarkaupstaðar,
en fýrsti héiðursborgari hans var
séra Matthías.
Háskólarektor hefur falið mér
að flytja hér ættingjum og að-
standendum Davíðs Stefánssonar
samúðarkveðjur og votta skáldinu
þökk og virðingu Háskóla íslands.
VI.
Mér auðnaðist sú gæfa að kynn-
ast Davíð Stefánssyni vel. Við
urðum vinir og hittumst, hvenær
sem kostur gafst. Ég hef aldréi
kynnzt nokkru skáldi eins náið.
Þau kynni eru mér meira virði
en svo, að ég geti um þau f jöl-
yrt. Davíð var fáskiptinn á síðari
Framh. & 10 sfðo
Hagstætt verð.
BERNHARD LAXDAL
Kjörgarði.
NETAVERTÍÐ
Netavertíðin í Vestmannaeyjum er hafin, og ef að líkum
lætur, em miklir möguleikar á því að vinna sér inn þar
rnikla peninga á skömmum tíma. —
Okkur vantar duglega menn í fiskaðgerð. Frí ferð. — Ódýrt
ffæði. — Talið við Einar Sigurjónsson í síma 1100 eða
Bjarna Jónsson í síma 1102.
Isfélag Vestmannaeyja h.f.
Vestmannaeyjum.
__^________- ~^ , , •.
Skákþing íslands
verður haldið í Reykjavík dagana 20. til 31. marz.
Keppt verður í öllum flokkum, þar á meðal í ungl-
íngaflokki.
Þátttökutilkynningar sendist í pósthólf 674,
Reykjavík, fyrir 15. marz.
Skáksamband íslands.
Skóli
Isaks Jónssonar
Orðsending til foreldra.
Þeir, sem hafa átt böm í skólanum og eiga börn fædd
1958, þurfa að láta innrita þau strax, eigi þau að sækja
skólann næsta skólaár. Verði þessu ekki sinnt yfirstand-
andi viku komast börnin ekki að. Viðtalstími kl. 16—17
daglega. Sími 3 25 90.
Skóíasíjórinn.
Barðstrendíngafélagiði 20 ÁRA
ÁRSHÁTIÐ
Barðstrendingafélagsins og 20 ára afmælisfagnaður verð-
\ . iu- haldinn í Sigtúni við Austurvöll, laugardaginn 14. marz
1964 og hefst með borðhaldi kl. 18.30.
i Dagskrá:
v Félagsminni: Guðbjartur Egilsson, form. félagsins,
J Héraðsminni: Séra Þórarinn Þór, prófastur,
t Minni kvenna: Ólafur Jónsson.
s ö n e ú r
Akr o b a t i c
Gamanþáttur: Ómar Ragnareson.
Aðgöngumiðar verða seldir í Sigtúni Þriðjudaginn 10.
marz og miðvikudaginn 11. marz kl. 5—7. Borðapantanir
á sama tíma.
' St jórnin.
ALÞYÐUBLAÐtÐ — 8. marz 1964 $