Alþýðublaðið - 12.03.1964, Side 5
umJúlíu og Rómeó
Leikfélag: Reykjavíkur:
RÓMEÓ OG JÚLÍA.
Leikrit í fimm þáttum eftir
William Sliakespeare.
Þýðandi: Helgi Hál'fdanarson
Leiktjðld: Thomas Mac Anna
og Steinþór Sigurðsson.
Leikstjóri: Thomas Mac Anna.
SYNING Leikfélags Reykjavíkur
a Rómeó og Júlíu er því mikill og
cftirminnilegur sigur; og sigur
þann á félagi'ð einkanlega einum
manni að þakka, leikstjóranum,
Thomas Mac Anna frá Dyflinni.
„Hann hefur verið okkur velkom-
inn innblástur”, segir í leikskrá
um komu hans og starf í Iðnó und-
anfarið; og frumsýningin í fyrra-
kvöld staðfesti að þetta eru orð að
sönnu. Raunverulega klífur Leik-
félag Reykjavíkur ókleift bjargið
með þessari sýningu: félagið hefur
ekki á að skipa líkt því nógu stór-
iim, samstæðum leikflokki til sýn-
ingarinnar, en verður að viða að
sér ýmsu liði og leggja mikið á
nýliða og viðvaninga; það leikur
í húsi sem ekki rúmar sýninguna;
setla mætti að svo stórt og viða-
mikið verkefni væri litlu leikhúsi
fjárhagsleg ofraun. Samt er leik
ið í gömlu Iðnó. Og sýningin er
með köflum gersamlega yfirþyrm-
andi, húsið er allt lagt undir hana,
leikurinn geisar yfir áhorfendum
og allt í kringum þá. Mest er um
það vert samt, að öll þessi um-
svif lúta heildarsvip leiksins; sýn-
ingin er öll mófuð af listrænum
einhug, sterkum skapandi vilja,
sem megnar að gera sannfærandi
leikhúsheild úr sundurlausum
efnivið sýningarinnar, við ónóg
skilyrði leikhússins.
Og þannig hrópar þessi sýning
hárri raust á hið væntanlega borg-
arleikhús Reykjavíkur; hún er
tímabær árétting þess að í sama
mund og ráðhússmiðirnir nálgást
leikhúsið á tjamarbakkanum með
axir sínar og múrbrjóta er leik-
félagið sjálft að sprengja Iðnó
utan af sér. Listafólkið sem þar
starfar hefur löhgu sýnt fram á
hæfileika sína, verk þeirra sanna
þörfina á öðru fullbúnu leikhúsi
í Reykjavík við hlið Þjóðleikhúss- i tómur sæludraumur, en í hæsta
ins. Aður en orðum er eytt að því
að flæma leikfélagið úr heimkynn-
um þess, miðstöð íslenzkrar leik-
menningar um áratugi, verður að
skapa því varanlegan framtíðar-
stað þar sem það á þess allan kost
að rækja list sína.
máta jarðneskur og nálægur veru
leiki; og jarðnesk munúð er ekki
miður staðfest í orðræðu leiksins
en himnesk. Við erum svo lán-
★ SILFURTUNGA
SHAKESPEARES
Rómeó og Júlía er æskuverk
Shakespeares og fyrsti markverði
harmleikur, trúlega skrifað 1594
eða 1595. Þar er harmleikjaskáld-
ið enn ekki fullþroska; svo verður
fyrst með Hamlet (1601), eftir
Júlíus Cæsar (1599).
En sárum trega sveipuð lifir þó
sagan um Júlíu og Rómeó:
Bresti sorgarsögu hinna ólánssömu
clskenda í Verónsborg upphafið
n
nVr
harmgildi seinni verkanna, á hún
sér í staðinn einstæða ljóðfegurð,
af sama toga og gleðileikja skálds-
inp. Hinn ungi Shakespeare var orð
i listarmaður, ölvaður af orðum, og
I tíðkar hana stundum sjálfrar sín
| einnar vegna; orðræður elskend-
j anna (og annarra) í Rómeó og
j Júlíu eru löngum stundum alls
ekki dramatfskar, en ljóðræn flug-
sýning sem verður að fá að njóta
sín ein og sér, ljóðfögnuður, sem
útheimtir fullkomna túlkun til að
njóta sín og nýtast. Á móti himin
flugi ástarinnar í Rómeó og Júlíu
kemur jarðneskt umhverfi elskend
anna: götulíf í Veróna með áflog-
um og óeirðum; söngur, dans og
gaman í veizlusal; hirðmannleg
viðhöfn kringum hertogann; á
móti ljóðrænni orðlist leiksins
vegur jarðneskari orðfimi almúg
ans í leiknum, snúnir orðaleikir,
klúrt gaman. Ástin er í Rómeó og
Júlíu engin ljóðræn víma, ekki
söm að eiga meðal okkar Shake-
speare-þýðanda, sem veldur þes«-
ari orðlist í öllum blæbrigðum
hennar; þýðing Helga Hálfdanar-
sonar er í senn furðulega nákvæm
og lífgóður íslenzkur skáldskapur
hvort heldur eru hinir
ljóðrænu þættir leiksins eða stíl-
færð prósa amtölin. Ég hygg að
hún sé ljómandi vel fallin til
sviðsfiutnings; þótt málfar Helga
sé skáldlegt og stilfært, er það í
senn ljóst og lifandi. Hitt
er svo annað mál, að leikurum
okkar lætur mjög misjafnlega áð
flytja bundið mál svo að það kom-
is1- til skila; það mun vera oftíður
skilningur hér að ekkert málfar
gildi á sviði nema hversdagslegt
talmál.
Þetta er vandi leikstjórans: að
færa ljóðlist Shakcspeares lifandi
að lilustum okkar, þar sem
nóttin og ástin tala silfur-tungum
sem öllum tónum ljúfar láta
í eyrum,
og staðfesta í senn jarðneskt um
hverfi elskendanna á sviðinu, fót-
festu og baksýn ástarsögunnar. Og
eins og áður var vikið að sýnist
mér Thomas Mac Anna hafa unn-
ið hreinustu furðuverk í Iðnó:
hann liefur skapað samstæða, sam-
liæfða sýningu með Heillegu yf-
irbragði, sem misjöfn frammistaða
leikfólksins raskar ekki; hann ein-
ræktar engan þátt leiksins á kostn
að annarra en freistar að koma öllu
verki Shakespeares til móts við
okkur með jafnri áherzlu á hinni
i fjörlegu, grófkornóttu umgerð
leiksins, ljóðrænni fegurð ástar-
sögunnar, harm^efninu í örlögum
elskendanna. Mac Anna er mikill
smáatriðameistari og veitir ekki af
í öllum þrengslunum; hann er fund
vís á fingerð blæbrigði textans og
ágætlega hugkvæmur í sviðstúlk-
un þeirra; sviðsbúnaður hans (og
Steinþórs Sigurðssonar) og ljósa-
beiting í leiknum stuðla þannig
mjög að sterkum svip og hugblæ
sýningarinnar. Það er auðvelt að
gera sér i hugarlund hversu sýning
sem þessi gæti misfarizt undir ó-
nógri stjórn, en nú hrósar hún
kannski hæstum sigri þar sem
mest reynir á: Hópatriðin þar sem
svið og salur eru á fleygiferð í
senn eru þannig afbragðsfallega
unnin; hið margfræga svalaatriði
í öðrum þætti er einfalt og áhrifa-
ríkt þrátt fyrir lítið svigrúm; þar
(og víðar) tekst Mac Anna að
skapa sviðsmynd sinni ótrúlega
fjarvídd á hinu litla sviði.
★ IILUTVERK OG
HEILDARSVIPUR
Það liggur í augum uppi hversu-
vandskipað hefur verið í hlutverk
að þessu sinni; trúlega er fullgild
Shakespeare-sýning ofviða hverju
leikhúsi okkar, sem ekki hefur að-
gang að öllum leikurum borgar;nn
ar í senn að velja og hafna. Vel
hefur þó tekizt til í vaÞ Önnu
Guðmundsdóttur í hlutverk fóstr-
unnar sem liún skilar með sannri
ldýrri kímni; vann hún góðan sig-
ur. Edda Kvaran er þar á móti
óhæf í hlutverk frú Kapúletts,
framsögn hennar óskýr og grautar
leg og framgangan að því skapi;
Brynjólfur Jóhannesson er held-
ur ekki heimakominn í hlutverki
Kapúletts, ytri mynd hins grát-
kátlega öldungs var að vísu nokkuö
skýrleg, en tök Brynjólfs á text-
anum næsta ónákvæm og ófu'l-
komin Haraldur Biörns. sómdi sér
að vísu vel serrt Montag, það var
sönn grandezza yfir þessum ver-
ónska hefðarmanni í meðförum
hans; þó var Haraldur með ein-
hverju móti aðkomumaður annars
stfls í þessari sýningu; öll fram-
ganga hans stakk í stúf við frjáls-
legt, óformlegt yfirbragð sýning-
arinnar. Enn öðru máli gegnir um
Gísla Halldórsson: eins og Harald-
ur vinnur hann hlutverk sitt vel
og skilmerkilega, og munkur hans
átti heima í Verónsborg sýningar-
innar; samt vantaði allmikið á
bróður Lárenz alskapaðan. Er ekki
þörf allt annarrar manngerðar í
þetta hlutverk?
Um þessi efni mætti víst lengi
ræða fram og til baka og verður
seint skipað niður.l leikinn svo
öllum líki; en annað mun þessi
sýning hafa sér til ágætis en sér-
mótaða og svipsterka túlkun ein-
stakra hlutverka. Það á líka við
um aðalhlutverkin tvö, og var þó
frammistaða þeirra Borgars Garð
rssonar og Kristínar Önnu Þór-
arinsdóttur falleg og sannleg í
flestum greinum, fallegastur kannr
ski samleikur þeirra eins og vera
ber. Kristin Anna má víst heita
sjálfkjörin til þessa hlutverks ur
hópi h'nna ungu leikkvenna okk-
ar; bjartleitur yndisþokki hennar
sýnist einmitt af Júlíugerðinní,
þar sem mætast saklaust barn og
nývakin, blóðheit kona. Mér fannsö
leikur Kristínar mega vera þrótt-
ugri í heild; á einhvern hátt brasiJ
hann fullnægjandi innra sam~
hengi sem lyfti í hæðir harms ör-»
væntingarógn hennar í lokin. Éuj
sum einstök atriði gerði hún svo'
að unun var að heyra og hlýðá;
ég nöfni bara ákall Jú’íu til naet'-
urinnar í þriðja þætti, í þann munol
sem skiptir sköpum í leiknuiv*,
„Þjótið á stökki logafættu fákar'V
og dauðakviðu hennar í fjórða
þætti „Hrollkaldur geigur hrísF-
ast mér í æðum‘. — Borgar Garð*
arsson er kornungur leikari og lftft
reyndur, og kannski ofmikið a<t
vænta heilsteyptrar túlkunar RÓ-
meós af honum; hann hefur ekkl
til að bera líkamlegt atgervi þesa
Framhald á 13. síðu.'
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
12. marz 1964
$