Alþýðublaðið - 12.03.1964, Síða 15

Alþýðublaðið - 12.03.1964, Síða 15
r — Nickie. Delight flýtti sér að grípa fyrir munninn á mér. — Anny, taktu ekki mark á hon- um. Hann er drukkinn. t»að er ekki honum að kenna. Við hitt- usn mann sem . . . __Mann, öskraði ég. — Já, við hittum mann, og það var enginn annar en Roger Renard. __Nickie, þegiðu, heyriðu það. Anny, við verðum að hafa vit fyrir honum. Auðvitað veit ég, að þú vilt ekki að ég giftist Nickie, og ég ásaka þig ekki fyr ir það. Þú hefur góða og gilda ástæðu til að telja mig vafasama persónu. En Anny, það er ekki rétt, og ég er viss um að mér tekst að sannfæra þig. Skyndilega fann ég, að ég varð að komast inn í baðherbergið, og það strax. Eg losaði mig frá Delight, og þaut í gegnum dag- stofuna. Mamma rétti út hönd- ina í áttina til mín. — Nickie. Vesalings, elsku Nickie ... , En ég hljóp til herbergis míns_ og skellti á eftir mér hurðinni. j Líðan mín daginn eftir var vægast sagt ömurleg. Við geng 1 um frá farangri okkar, kvöddum Hans frænda, sem lá í rúminu, Gino og Pam, sem mér fannst nú, vegna hins hræðiiega órétt- mæta gruns míns, sú manneskja, er ég elskaði mest í heiminum. Svo flugum við til London. I Við mamma sátum sarnan í vélinni. Eg hafði gert allt, sem í mínu valdi stóð til að koma í veg fyrir það, en auðvitað hafði það ekki heppnazt. Delight sat ein- hversstaðar langt fyrir aftan okk ur. Eg var þögull og kuldaleg- ur, en mamma ekkert nema elsku legheitin. ‘ — Nickie, elskan. Ef er svo fegin að fá tækifæri til að tala við þig í ró og næði. Auðvitað var mjög rangt af mér að senda eftir Monique. Eg er hræðilega afskiptasöm móðir. Eg veit það vel, en það er eins og mér sé ekki sjálfrátt. En Nickie, elskan, ég vildi bara vera viss um að þú gerðir enga skyssu. Þú ert jú ekki nema nítján ára. En ég skil núna að þetta var rangt af mér. Ef þú raunverulega af öllu lijarta vilt kvænast. Delight, mundi mig aldrei dreyma um að reyna að koma í veg fyrir það. En elskan mín, þú verður að lofa mér einu. Eg æ,tla líka að lála Delight lofa mér því. Giftið ykk ur ekki í fljótfærni í einhverri ömurlegri borgaraskrifstofu — það er eitthvað svo auvirðilegt, og áreiðanlega ekki löglegt, þar sem þú hefur ekki náð lögaldri enn þá. Þú verður bara að bíða, þar til móttökunni lijá drottning unni er lokið. og einnig frumsýn ingu okkar. Þá munum við lialda guðdómlegt kirkjubrúðkaup. Eg lofa þér því, elskan, það sver ég. Guðdómlegt kirkjubrúðkaup. ! Hún hélt áfram aö tala í belg og biðu, og ég átti afar bágt með að þoia það, því að ég vissi, að hún meinti ekki orð af því. Hún mundi aldrei sætta sig við að Delight yrði konan mín. Hún sagði þetta b,ara af því að henni þótti vænt um mig, og var hrædd um að missa mig, éf hún sam- [ þykkti ekki giftingu okkar. Mér leið illa af að sjá hvað hún lagði hart að sér til að geðjast mér. Það jafnaði dró eftirvænting unni fyrir brúðkaup okkar Del- ight. Sennilega hefur mig innst inni alls ekki Jangað ,til að vinna sigur yfir mömmu. Mamma hélt áfrarn að tala blíð lega við mig alla leiðina, og ég svaraði ekki með öðru en eins- atkvæðisorðum. Loks lentum við á Lundúnaflugvellinum. Mamma sveif um og töfraði tollverðina eins og venjulcga. — Gleymdu þessu öllu sagði ég við sjálfan mig. Láttu eins og ckk- ert hafi skeð. Gifztu Delight, er það ekki það, sem þú vilt? Það verður guðdómlegt kirkjubrúð- kaup og mamma mun njóta sin guðdómlega sem móðir brúðgum ans, þótt hún hafi fáein morð á samvizkunni. Þú verður að standa þig, gamli minn. Láttu eins og það hafi aldrei verið þil neinn hcrra Picquot, Norma Del- anay eða Sylvia La Mann. Við settumst að í gríðarstóru húsi í Kengsington, sem auövitað tilheyrði einurn af aðdáendum mömmu. Eins og vanalega fyllt- ist húsið brátt af blómum. sím- skeytum, og frægum gestum. Mamma taláði við Delight um undirbúning bniðkaupsins. Mér fannst hún grunsamlega ljúf og leiðitöm. Mamma eyddi þessum fyrstu dögum sínum í London hjá John Cavanagh. Það var augsýnilega ekkert áhlaupaverk að skapa tvo guðdómlega kjóla, sem skyldu notast í kynningarboð hjá henn- ar hátign Elísabetu Englands- drottningu og í Palladium. Mamma hafði líka fundið mann í London, sem æfði franska söng inn með Delight, svo ég var aft- ur mjög einmana. Eg reikaði mikið um London, óg hafi sjaldan komið þangað, og þekkti því borgina lítið. Alls staðar liéngu auglýsingar um sýn ingu Annyar Rood og fjölskyldu. Dag nokkurn þegar ég var staddur á miðju Trafalgartorgi í hinum tíðu umferðatruflunum, sem eru þar, keypti ég kort með mynd af the National Gallery, og sendi Monique það. Eg býst við >að ég hafi bara gert það af því að ég var í svo leiðu skapi og fullur af hatri og þrjózku í garð allra annarra en sjálfs mín. Kvöldið fyrir afmæli mömmu og kynninguna hjá drottningunni, fann ég Ronnie í dagstofunni, þegar ég kom heim. Hann sagð ist hafa orðið að koma og vera viðstaddur frumsýningu mömmu í London. Hann spurði mig hvort ég héldi að mamma yrði honum mjög reið fyrir tiltækið, en sagð ist jafnframt ekki geta verið án hennar lengur. Hann hafði ekki valið neina aðra leikkonu í hlut- verk Ninon, hann beið enn þá og vonaði . . . HvOrt ég héldi að það væri nokkur einasti mögu leiki á að mamma léti undan og . . . .? Hann hélt áfram að stynja og barma sér í eilifðar tíma, þar til Gino birtist skyndilega. Hann var að koma frá Cannes með all an farangurinn, sem mamma hafði skilið eftir þar. Hans frændi varð þar eftir, vegna þess að hann var enn sjúkur í magan um, þótt honum þætti hræðilegt. að geta ekki verið hjá mömmu á afmælisdaginn hennar. En hann áleit mikilvægara að hafa náð fullri heilsu fyrir sýninguna í Palladíum. Pam var í Essex, -ar sem hún átti í miklum erfiðleik um með að fá Tray leystan úr sóttkví, er hann hafði verið sett ur í þar. Nú kom Delight úr einkatíman um og mamma frá kjólamátuh- inni. Mamma lýsti með mörgum fögrum orðum ánægju sinni með drottningarkjólinn. Hún virtist alveg liafa gleymt hinni harmrænu ákvörðun sinni um að sjá Ronnie aldrei framar því að hún fagnaði honum með mörgum kossum og átakanlegu snökkti. Svo fór hún að tala um yndislegt boð, sem hún ætlaði að halda fyrir nánustu vini og vandamenn í tilefni afmælis síns, áður en hún yrði kynnt drottningunni. Um kvöldið fórum við öll fjög- ur í leikhúsið og á éftir til kvöld verðar í Caprice, þar sem við vorum brátt umkringd öllu fræg asta fólki Englands. Delight naut þessa alls til hins ýtrasta. Það kom fyrir að ég hrökk upp úr dvalanum og hugs aði um hvemig hjónaband okk ar Delight mundi verða. Hún yrðl stöðugt metnaðargjamarl^ stöðugt æstari í frægð og frama, stöðugt líkari — mömmu. — Nei, sagði óg svo við sjálf- an mig. — Þú verður að hætta að hugsa svona Nickie, þú hef- ur ekki leyfi til að hugsa svona. Eg vaknaði snemma að morgni afmælisdags mömmu. Eg fór á fætur, og gekk inn í dagstofuna. Gino var þar fyrir. Hann var að koma afmælisgjöfunum fyrir á borði út við gluggan. Eg mundí skyndilega eftir því, að ég hafði ekki keypt neitt handa henni, en ég kærði mig kollóttann. Á þann hátt gæti ég bezt sýnt henni andúð mína á henni — Hvar er gjöfin frá þér, spurði Gino. — Eg hef enga. — Hvað þá? — Eg get keypt eitthvað í dag. Það er nógur tími. Hún opnar gjafirnar livort sem er ekki fyrr en í kvöld. Gino horfði áhyggjufullur á niig: — Hvað er að þér strákur minn? Ertu veikur? — Nei, nei. Það er allt í lagi með mig. — Farðu þá í guðanna bæn- um, og keyptu einliverja gjöf. Svo að ég klæddi mig, og varð samferða Delight út sem átti að vera mætt í tíma klukkan hálf tíu. Á leiðinni mættum við þrem ur konum í þjónustu Johns Cavanagh, sem báru á milli sín stóran pakka. Sennilega hefur það verið drottningarkjóllinn. Eg — Skómir þínir eru ekki lengur í tízku mamma. Kennslu- konan mín var á svona skóm í morgun. Olson; Hvar liafið þér verið? Klukkan er orðin sex. __Eg var í baði. — Það eigiS þér ekki að gera í viimu- tímanum. Eruð þér búnar að athuga hvort þér eruð ekki liæstlaunaði einkaritari á landinu? — Já, liagstofan segir . . . allt í lagi, hluti sjálf? réttið mér símann, verð ég að gera alla ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 12. marz 1964 ]£

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.