Alþýðublaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 3
Á I'ESSU ári eru liöin 350 ár írá fæðingu séra Hallgríms Péturs- sonar. Ævi hans ,-hér Á 'jöiSSivarð - aðélns 60 árj en í raun og veru inun henni-ekki ljúka fyrr en þjóð- in verður ólæs á bundjð raál, eiiis og ;það Jiefur verið á liðnura öld- unt Þess vegna er séra Hallgríms ekki minnzt á samá hátt og margra annarra; ágætismánna,. sem höfðu mikla þýðingu. fyrir sína eigin tíma, en nútíminn skilur , ekki, nema með því að grafa í gömlum rústum eða hrista rykið af hálf- gleymdum doðröntum. Séra Hall- grímur er maður vorrar eigin tíð- ar, og verður maður framtiðarinn- ar. nema eitthvert stórslys hendi íslenzka menningu. Þess er ekki kostur á einu síð- kvöldi, þegar greinin á að fara í prentsmiðjuna snemma að morgni, að rita ýtarlega ritgerð um þenn- an merkilega mann, enda munu margir verða til þess á árinu, að skrifa um hann og verk hans. Þegar íslendingar ræða og rila um séra Hallgrím, er engu líkara en að hér sé um þrjá menn að ræða. Maðurinn sjálfur átti merki lega lífssögu, en auk þess varð hann þjóðsagnapersóna og loks er liann skáldið, sem lifir í ljóðum sínum og sálmum. Lífssaga Hallgríms er að mörgu æfintýraleg, og margt á huldu. Hann elst að miklu leyti upp á Hólum, hinu norðlenzka mennta- sctri, og enginn vafi á því, að ná- grcnni við biskupsstól og skóla- setur hefur skilið sitt hvað eftir, þó að hann færi ungur til útlanda. sem reynt hafa að geta í eyðurnar, hafa haft tilhneigingu til að álíta, að hér: hafi verlð .um „slysagift- ingu'" -að ræða, sem ekki hafi átt neina stoð í gagnkvæmúm kær- leika -þeirra hjónanna. Og það hefur jafnan vérið tilhheiging til að gera Tyrkja-Guddu að hinum vonda auda i lifi Hallgríms. Stytt- ingarnafnið Tyrkja-Gudda ber þó að mínu áliti alls ekkl að skUja 1 sem uppnefni í lítilsvirðingdr- skýni, 'Gudda er eðlilega dregið af Guðrlðarnafninu, eins og Gunna af Guðrún eða Sigga af Sigríður, j og-til ér að minnsta kosti eitt ann- að dæmi um, að íslenzk kona væri i ! kennd við Tyrki. Var það Tyrkja- 1 Ólöf. Hitt er ekkert óeðlilegt, að sitthvað hafi verið ólíkt með þeim hjónum. Aldursmunur var nokkur i og æviferill hvors um sig sérkenni- I legur. Hef ég reynt að gera grein i fyrir hugmyndum mínum um þetta ' efni á öðrum stað, og læt þar við . I sitja. \ Þriðji viðburðurinn, sem mark- ar sérstakan kapitula í lífi séra Hallgríms, er prestvígsla hans. — Með henni er hann fullkomlega. tekinn i sátt við sinn gamla vin, Brynjólfur Sveinsson, og hefur | fengið þá uppreist innan kirkjunn | ar, er ekki varð betri á kosið. Hann ! er sjálfsagt fátækur af, en áður langt líður, fer hann að njóta virð ingar og trausts. Skáldfrægðin! eykst, efnahagurinn verður sæmi- iegur. Hann verður persónulegur vinur sumra fremstu valdamanna og menntamanna landsins. Einn atburðurinn enn veldur röndina. Hann stillir sig ekkl um að henda gaman að sjálfum bisk- úpnum,- þegar hann verður að rangla milli hjallanna á Suður- nesjum; og bíðá- méð visitazíuna, meðan karlarnir eru í róðri. Hann gengst inn á að stela heyi frá sjálf um sér handa ófyrirleitnum strákn um, sem þékkja ekki Saurbæjar- þrestinn í sjón, - en þegar allt hefur komizt upp, og peyjarnir eru qrðnir heldur hæverskir í hegðun sinni, notar hann tæki- færið og gefur þeim siðferðilega áminningu í veganesti. Svipuð kýmni kemur fram i sögunni um viðtalið við kerlinguna, sem hann sjálfUr segir fréttina af, þvi að nú sé búið að vígja Hallgrím Pét- ursson til prests. Sennilega hefur enginn haft meira gaman af til- svari kerlingar en- Hallgrímur sjálf ur, eins og þjóðsögurnar lýsa hon- um, Hinn þátturinn í lýsingum þjóðsagnanna af Hállgrími er helgimyndin, píslarvotturinn, scm sjálfur er lifandi eftirmynd hans, sem séra Hallgrímur kveður um í sínum dásamlegu passíusálmum. Þjáning, dauði, en um leið trú, sem allt sigrar, og loks hinn himn eski ljómi og englar við dánar- beðinn, heilsulindin, sem sjúkfr menn fá lækningu af, sökum þess, að sjálfur hefur hann þvegið þar sár sín. Séra Hallgrímur verður því ekki dýrlingur á þann hátt sem helgramannasögur kaþólskra mið- alda lýstu slíkum mönnum, né held ur hversdagslegur maður, sem tekst að skrifa skáldskap, sem er ofar eigin persónuleika hans sjálfs Sjálfsagt hefur hann verið kjark-1 mikill og ekki líklegur til að láta sér allt fyrir brjósti brenná. Og svo virðist sem hann hafi verið stórhuga og djarfur í fyrirætlun- i um sínum, því að hann hefur ung- i ur að aldri komizt í iðnaðarnám. I Á lians tímum var það töluverður 1 framavegur að leggja fyrir sig iðn- grein eins og járnsmíði. Skólinn var vafalaust harður, og ekki tek- ið mjúkum höndum á lærlingun- um, fremur en tíðkaðist við annað nám. Samt hefur áreiðanlega ver- ið brotið blað í ævi Hallgríms, er Brynjólfur konrektor kemur lion- um í sjálfan Frúarskóla. Sú leið var, hvað sem öðru leið, líklegri til mannvirðinga og hárra metorða. Auk þess liefur maður með slík- um gáfum og námsáhuga fundjð mikla hugsvölun í lærdómsiðkun- um við æðri skóla. Það, sem liggur eftir Hallgrím Pétursson, ber þcss glögglega vitni, að hann hefur fús- lega lagt stund á fleira og meira en það, sem námsskráin krafðist á hverjum tíma. Næsti stórviðburðurinn í lífi hans gerist svo, þegar hann hætt- ir skólanámi, kynnist Guðríði Sím onardóttur og heldur af stað til íslands. Mér er ekki kunnugt um neinar heimildir, sem gefi eindreg ið til kynna, hvort Guðríður veit um dauða manns síns, þegar hún kynnist Hallgrími, en víst er um það, að hefði Eyjólfur fyrri maður hennar ekki verið fallinn frá, þeg- ar þau setjast að í Keflavík, hefði liórdómsbrot þeirra liaft enn al- varlegri afleiðingar, eins og rétt- arfari aldarinnar var háttað. Bæði almenningur og þeir fræðimenn, straumlivörfum. Það eru veikindi hans, líkþráin. Nokkur aðdragandi virðist hafa orðið að heilsuleysi hans, og framan af hefur hann þó að minnsta kosti nægilega líkams- burði til að geta framkvæmt eitt hið mesta afrek, sem unnið hefur verið í íslenzkum bókmenntum, og eitt af ágætustu snilldarverkum kristninnar í heiminum. Æviferill séra Hallgríms er eng- an veginn líkur jöfnum straumi, heldur fljóti, sem fellur í bugð- um með fossaföllum og djúpum hyljum. Ég hef getið liér um nokkra atburði, sem líklegir eru til að hafa orkað mjög á viðkvæma skáldsál, en þess ber að gæta, að önnur atvik, sem fyrir koma, gátu átt sama þátt í mótun hugans. Missir litlu stúlkunnar eða húsbrunninn í Saurbæ, svo að tvö dæmi séu nefnd, hafa haft á- lirif á séra Hallgrím, og þær and- legu hreyfingar, sem hann hefur komizt í snertingu við, og síðar, hlutu að hræra viðkvæma strengi í sál hans. Eitt er að minnsta kosti víst, að mestu snilldarverk mannsandans, dýpsta speki eða guðdómur spámanns og skálds verður aldrei skýrður né skilinn út frá ytri atburðum einum saman. Hallgrímur Pétursson er víða nefndur í þjóðsögum og sögnum. Eins og hann kemur þar fyrir sjón- ir, er liann tvíþættur f eðli, og þannig er liann í rauninni mann- legri og eðlilegri en hann hefði ver ið, ef aðeins annar liinna tveggja þátta liefði verið dreginn fram í dagsljósið. Þjóðsagan gerir úr lionum gamánsaman alþýðumann, sem er liálfgerður grallari í aðra | — heldur er liiminninn svo ofinn | inn í jarðvistina, að hann verður hvortveggja í senn, glaðlegur og hressilegur íslenzkur sveitaprest- ur og liiminsins bjarti þegn. Hyrfi annar þáttur Hallgrímsmyndar- innar, yrði hinn algerlega óraun- verulegur. Þjóðsagan hefur þvi túlkað Hallgrím þannig, að bezt er í samræmi við sjálfa hugsun holdtekjunnar í kristinni guð- fræði, þar sem hið guðlega og lieilaga er fullkomlega samtvinn- að hinu jarðneska og hversdags- lega lífi mannanna. Þá er það skáldið — einkum passíusálmaskáldið. — Svo sem kunnugt er, hefur Nýja testament- ið inni að lialda fjögur guðspjöll. Auk þeirra eru til nokkur önnur, sem bera það nafn, en voru ekki tekin með í ritsafn biblíunnar. Sum þeirra eru þó harla merki- leg á sína vísu. En þegar ég fór á sínum tíma að kynna mér þessi rit, fann ég bczt, hvílík andleg tröll þeir hafa verið, sem skrifuðu hin fjögur. Það skiptir ekki máli í þessu sambandi, hvort þetta er að þakka sérstökum guðlegum inn blæstri eða mannlegri snilld. Sama máli gegnir um séra Hallgrím. Með siðbótinni kemur nýr söngstíll inn í kirkjuna, ný ljóðform. Hin fyrstu sálmaskáld lúthersku kirkjunnar túlka hugsun sína hálf-vandræða- lega, og er þar þó meiri fegurð að finna en sumir vilja vera láta. Samtíðarmenn séra Hallgríms eru komnir lengra, — en tröllið, sem gnæfir yfir alla, er passíusálma- skáldið holdsveika. „Gat ei nema Guð og eldur gjört svo dýrðlegt furðuverk", orti Jónas um fjallið Skjaldbreið. Það er guðlegur inn- blástur og eldmóður hjartans, sem gerir bæði guðspjöllin og passíu- sálmana að því, sem þessi rit liafa verið, eru og verða. Þrátt fyrir Það, sem ritað hefur verið um passíusálmana, er lang- ur vegur frá þvi, að þeim hafi verið gerð full skil. Vafalaust eiga bæði bókmenntafræðingar og guð fræðingar eftir að inna af hendi mikið rannsóknarstarf til skiln- ingsauka fyrir komandi kynslóðir. Það dugar ekki, að skýra passíu- sálmana út frá einhverjum for- múlum, sem menn telja, að gildi um kveðskap tuttugustu aldarinn- ar. Auðvitað eiga félagslegar að- stæður aldarinnar sinn þátt í hugs unarhætti skáldsins, en rætur verksins liggja langtum dýpra og lengra aftur í tímann. Og það, sem meira er um vert, — hér er kafað svo djúpt í mannlegt eðli, hugsun og tilfinningalíf, að sér- hver öld mun þar finna sjálfa sig, ef augun eru opin á annað borð. Sú aðferð, að reyna að túlka passíusálmana út frá stefnum og straumum 17. aldarinnar, eins og þær hreyfingar birtust erlendis, jafnvel í Danmörku og Þýzkalandi, hlýtur að leiða út á villigötur. Menningarsaga íslands hefur al- drej verið, og er ekki enn í dag nákvæmlega hliðstæð við sögu ann arra landa. Flokkar eða hreyfing- ar, sem erlendis berast á bana- spjótum, ná að jafnaði ekki til ís- lendinga fyrr en eggjarnar taka að sljóvgast og nokkuð dregur úr svæsnustu andstæðunum. Þetta gerir það að verkum, að flestir and ans menn þjóðar vorrar og raun- ar öll alþýða hafa varðveitt í sjálf um sér áhrif og erfðir frá stefn- um, sem verið höfðu andstæðar. íslendingurinn er því oftast bæði fastheldinn og frjálslyndur, bæði dulsæismaður og raunsæismaður, bæði skynsemistrúarmaður og til- finningamaður, bæði félagshyggju maður og einstaklingur. Segjum svo, að af þessu leiði ósamræmi og ósamkvæmni, og ýmiss konar um- brot í þjóðarsálinni, og auðvitað Framh. á 13. siðn í dag er minnzt 350 ára fæðingarafmæiis Hatl- gríms Péturssonar. i tilefni af því hefur séra Jakob Jónsson skrifað þessa grein fyrir Alþýðublaðið. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 15. marz 1964 >

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.