Alþýðublaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 7
£jjUIUiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiMiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiii»iiiMiiMiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiuiiimniiiiiimiiil»«#iiiiiliiniMMMiiMMiiMiiiiiiiiiii»iiMUiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiUiiiiuiMiuiiiiiiiiiiiintiiiiiiiiiiMiiiMimiiiiiiiiitMJiiiiiiiii* '•uiimMMiiiiiiMiiMMiiiiHiiiiiiMiiiMiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim
6 Sl
fi
Pcirísarbréf fró SvÖvu Sigurjónsdóftur
París, 4. marz 1964.
Margt hefur verið hér efst
á baugi á undanförnum riián-
uði, sv.o sem endurskipulagn-
ing Tharísa, neðanjarðargöng
undir Ermasund, sem mun taka
fimm ár að ljúka við; verið er
að dæma Naessens, sem sagð-
ist hafa fundið upp lyf gegn
hvítblæði, og voru börn send
til hans frá mörgum löndum
heims; forseta- og bæjarstjórn
arkosningar eru í væ'ndum og
mikið ér rætt um, hvernig þær
muni fara; vietnamskir stúdent
ar í París hafa gefið út bækl-
ing með blaðaúrklippum, sem
gefa til kynna ástandið í land-
inu og svo framvegis. Eitt vek-
ur furðu Parísarbúa, það er
hvað kuldinn ætlar að vera líf
seigur í ár. Hann hverfur venju
lega með febrúarmánuði.
Nú verður gert smáyfirlit yf-
ir fréttir mánaðarins, sem ís-
lendingar geta. haft gagn og
gaman af.
* * *
Erhard kanzlari Vestur-Þýzka
lands kom 14. febrúar til París-
ar til viðræðna við DeGaulle
og stjór.n hans. í fylgd með Er-
hard voru 5 ráðherrar, þ. á m.
Gerhard Schroeder utanríkis-
ráðherra, Kai-Uwe von Hassel
varnamálaráðherra, Kurt Scheu
cker fjármálaráðhérra, Scheel,
sem hefur með aðstoð við van
þróuðu ríkin að gera og
margir aðrir merkir menn.
Þetta er önnur heimsókn Er-
hards til Parkar, eftir að hann
varð kanzlari. Fyrri heimsókn-
ina hefði mátt kalla kynnis-
heimsókn, en í þessari voru
mörg sameiginleg hagsmuna-
mál tekin á dagskrá. DeGaulle
gaf til kynna, að enginn skoð-
anamunur hefði komið í ljós
■ í viðræðum hans við kanzlar-
ann. Þeir höfðu rætt um van-
þróuðu löndin og um samband
þessara tveggja ríkja.. Sumir
samstarfsmenn Erhards. eru í
ýmsu ósammála DeGaulle, og
forsetinn hefur lýst yfir því,
að skoðanarmunur ríki um fyr-
irkomuiag og starfsemi Atlants
hafsbandalagsins, á meðan eng
in hætta er á klofnun þess. De
Gaulle sagði viðurkenningarorð
um stjórnina i Bonn út af við-
brögðum hennar við samning-
unum í Brussel. Erhard gaf fii
kynna samhljóða ósk sína, að .
stjórnmálalegt samband Evrópu
gæti orðið að veruleika, og verð
skráningar muni takast í Genf.
Forsetinn lýsti einnig yfir
stuðningi Frakklands við end-
ursameiningu Þýzkalands og í
Berlínarmálinu. Kanzlari þakk-
aði fyrir þessi ummæli og henti
á, að vinátta Þjóðverja og
Frakka hvíldi á því að sorglegir
atburðir sögunnar yrðu yfir-
stignir, að báðar þjóðirnar
ynnu saman að sköpun voldugr
ar Evrópu og á þeim stuðningi,
sem Frakkar veita Þjóðverj-
um við framkvæmd þjóðarmark
miða.
Pompidou forsætisráðherra
Frakklands ræddi við Erhard
um f járhagsvandamál og komu
þeir þar inn á stöðugleika verð
lags. í sambandj við fjárhags-
’ega uppbyggingu Evrópu var
lögð rík áherzla á flutninga og
orkuvandamálið, skattaálögur
og löggjöf. í iðnaðarmálum
þarf að tryggja fyrirtækjum
sterkan starfsgrundvöll, svo að
þau geti staðið andspænis er-
lendri samkeppni.
Mikið hefur verið rætt um
DeGaulle undanfarið. Lengi hef
u’* hann verið talinn fara sínar
eigin leiðir í stjórnmálum, og
hafa margir liJð þetta „brölt“
hans óhvru auga. Þótt margs
hefði mátt vænta af honum,
vavS! mörgum vestrænum stjórn
málamönnum bilt við síðustu
tilkynningu hans að viður-
kenna stjórn Rauða-Kina.
Miklar viðræður og deilur
hafa orðið út af þessari viður-
kenningu. -DéGaulle varð sjálf
ur að þola, að Tchiang Kai-
chék sliti stjómmálaSambandi
við 'Frakklönd, en > það virtist
ekki vera ætlun forsetans í
upphafi. Tchiang og Mao standa
báðir jafnfast á því, áð. þeir
séu hinir einu löglegu stjórn-
endur Kína, svo að ekki var
um annað að ræða. Álít á De
Gaulle hefur aukizt í sambandi
við þetta mál og ekki sízt í
Frakklandi. Sumir hafa jafnvel
lagt þá spurningu fyrir sig,
hvort hann færi að skipa sess
mikilvægustu stjórnmálamanna
heims. Hvað því um líður, þá
hefur DéGaulle tekið mikla á-
byrgð á herðar sínar.
Nokkrir franskir þingmenn
með Francois-Bénard i farar-
broddi hafa haldið til Peking.
Létu þeir vel af dvölinni þar,
og sérstaklega tóku þeir fram,
hversu bráosnjallur og skemmti
legur náungi Mao Tse Tung
væri. í viðtali við „Le Monde“
lýsci Chou-en-lai yfir því, að
þau lönd, sem viðurkenna
Rauða-Kína, þyrftu að minnast
skyldna sinna hjá Sameinuðu
þjóðunum, — það er að standa
við hlið þess. Sung Chih-Ku-
ang, hinum nýja sendifulltrúa
Rauða-Ktna í París, var vel
tekið. Hann er 48 ára gamall
og sagður vera mjög viðkunn-
anlegur og brosmildur dipló-
mat.
í sambandi við heimsráð-
stefnuna í verzlunarmálum,
sem haldin verður í Genf á
vegum Sameinuðu þjóðanna 23.
marz, -reynir fyrst á Frakka að
standa við yfirlýsingu Chou-
en-!ai,. þar sem þeir geta stutt
þar með þátttöku kínverskra
kömmúnista. 122 ríki taka þátt
Pekingóperan sýndi í París.
í þessari ráðstefnu, og eru þau
öll í Sameinuðu þjóðunum eða
sérstofnunum þeirra. Hún er
haldin til áð koma á stöðugu
verðlagi, hagstæðum verzlun-
arskiptum milli ríkja, og til að
hjálpa vanþróuðum ríkjum að
koma vörum sínum á heims-
markaðinn o. fl.
Þrir fulltrúar franskra skipa
smíðastöðva halda til Peking í
byrjun marz-mánaðar til að at-
huga möguleika á sölu þar.
Þeir munu dvelja í Kína í tvær
vikur. Kínverski verzlunarflot-
inn inniheldur aðeins 215 skip
(skv. Lloyds Rcgister of Shipp-
ing), sem eru samtals 502.000
tonn að stærð. Hann er tiltölu-
lega gamall, og búast má því
við, að hann þurfi á mikilli
endurnýjun að halda.
Peking-óperan hefur nýlega
dvalizt í París. Sýningar voru
fáar og snemma var erfitt að
fá miða nema á uppskrúfuðu
verði. Hún hefur hlotið mjög
góða dóma. Nærri því hvert
smáatriði í henni hefur verið
tekið fyrir og hrósað. Sviðs-
setningin var sögð einkennast
a£ meiri glæsileika og fínleika
en tíðkast, hafa bókmenntagildi
og guðfræðilega undirstöðu.
Peking-óperan heitir- á móð-
urmáli sínu Ching Hsi, sem
mcrkir „höfú5borgarleikhús“.
Hún var mynduð 4 sínu núver-
andi formi á 19. öld, en á tíma
keisaraættarinnar Ching (1644
—191-2) streymdu beztu leikar-
ar landsins til höfuðborgarinn-
ar, Peking. Upphaf!ega ein-
kenndist þessi léikstefna af
skrautleysi. Það voru jafnvel
hvorki notuð leiktjöld né áhöld.
Nú er hún bundin erfðavenjum
í sambandi við skemmtun hirð-
arinnar, og mikiff er um striðs-
senur, ski-autbúninga og vel
málaða leikara. Heildarbragur-
inn yfir þessu leikhúsi einkenn-
ist af krafti, sem brýzt ósjálf
rátt fram. Já, leikstefnan ein-
kennist af nákvæmni, fínleika
og fjöri.
Sérscakt viff sýningarnar er
látbragffsleikurinn. Lítið erum
söngva, en lýsing í texta, hljóð
fall tónlistarinnar og þó mest
leikur leikaranna framkallar
hreyfingu í tíma og rúmi. Leik-
ararnir eru þekkcir fyrir að
vera góðir fimleikatrúðar, lodd
arar og látbagðsleikarar. Þeir
skiptast í karlpersónur: Ungl-
inga, aldraða, skeggjaða menn
og hermenn; kvenpersónur,
liverra hlutverk eingöngu karl
menn léku fram á 18. öld: Ung
ar konur, miðaldra- og valkyrj-
ur: og skopleikara, sem hafa
litað andlit: Hetjur, ræningja
o. fl.
Farði, skegg, látbragð, radd
brigði og hljóðfærategundir
hafa táknræna merkingu. í sam
bandi við farða merkir hvítt:
skort á ráðvéndni, hræsni ög
svik; svart: harða ög grimma
manngerð; rautt: heiðarleika
=
5
=
=
=
=
a
Erhard ræðir viff De Gaulle.
Frh. á 10. síffu.
llltlllllllIIlllllllllllllllllIIIIIIIlllllllllllllllllllllIIIIllllllllllllillllllllllllllllll 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111lllllllllllllltllt!
'IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIttllllIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIMMMMmMMMIIIIIIIIItltMlllkmilllllU^
ALÞÝÐUBLAÐIÖ — 15. marz 1964 - J