Alþýðublaðið - 15.03.1964, Qupperneq 4
| EINS og öll önnur skepna eiga
| tímarit sér æsku og elli; þau
| vaxa úr grasi, taka út þroska
| og manndóm, mæðast og
| hrörna, deyja síðan. Sumum
| auðnast að iifa háa elli. við
| frægð og seim og endist lífs-
| þróttur íram í andiááð; önn-
| ur eru munaðarlaus frá önd-
= verðu og veslast upp dálítið
jj mismunandi fljótlega. Ákomur
| » tímarita cru margvíslegar, og
S í mörg sálasi fyrir aldur fram
= í upp úr margskonar vanhei su;
f | regluleg útkoma samkvæmt á-
f: i ætlun, skipulegt efnisval og frá
f * *■ gangur 'eru ævinlega lic.lsu-
| i merki tímarits, en hitt' vottar
f ^ vanheilsu þegar útgáfan strjál-
| t ast, hvað þá þegar tekið er að
f . spyrða saman liefti, tvö eða
§ i fleiri í senn, og gefa svo út
= » ritið í ein konar bókarformi.
2 j Slíkum útgáfuhætti fylgir það
H : oftast að efni verður tínings-
f legra en ella mundi og sundur-
f i lausara; riJð getur ekki leng-
f j ur fylgzt með samtíð sinni eða
f ; lagt til samtíðarmála fyrr en
f þá eftir dúk og disk þegar allir
ii * eru farnir að tala um annað.
| i Þvílíkar hrellingar eru a’geng
= ’ ar með íslenzkum tímarkum,
■= ' sem mörg koma seint og treg-
| [ lega út. Og tímarit eiga það
= • til að lifa sjálf sig ekki síður
| en fólk: bágt er að sjá rit, áður
f virðuleg og álirifamikil, sem
f hvorki geta lifað lengur né dáið
f út af, en dragnast farlama með
f húsum. Slík rit liafa ekki leng-
| ur stefnu né svip; þau standa
1 ■ saman af tilviljunarlegum, oft-
f ast andvana, efnivið sem virð-
f ist raða sér upp sjálfur án noklc
| urrar samtengjandi hugsunar;
| og þótt þar kunni að slæðast
f með frambærilegt efni stöku
| sinnum, góð grein, þokkalegt
t: kvæði eða sögukorn, dugir það
f ritinu ekki hót, en dofnar upp
f innan um moðið. Svona sýnist
f komið fyrir Eimreiðinni hér hjá
is okkur sem nýíega lauk 69da
f árgangi sínum, og liefur raun-
f ar verið nú um margra ára
f skeið. Eimreiðin hefur gengið
f milli ritstjórnarmanna síðan
f Sveinn Sigurðsson skildist við
hana; síðustu árin stýrir Ingólf
ur Kristjánsson henni, en megn
ar ekki að lífga hana við, enda
mun það ekki auðsóttur starfi
að endurvekja rit sem á ann-
að borð er komið á hrörnunar-
skeið.
* * *
Önnur íslenzk tímarit um
bókmenntir og menningarmál
(sem reyndar eru ekki fjöl-
skrúðugur flokkur) hafa þa’*
sem af er þessu ári verið að
Ijúka árgangnum 1963, þau s°i*i
enn eru komin : vo 'angt. Ekki
alls fyrir löngu kom Birtingur
út, tvöfalt hefti ré.t einu smni.
Birtingsmenn endast furðuvel;
ritið er nú senn tíu ára gam-
alt, og hafa sömu menn skrif-
að það að meginefni, og með
eitthvað svipuðum hætti, frá
upphafi þess. Efni Birtings er
jafnan mjög misjafnlega að-
kallandi, vægast sagt, og tund
um virðist hann býsna rýr; það
væru mestu ofmæli að Birt.ng-
menn hefðu mótað sér eða riti
sínu eftirtakanlega sérstöðu í
íslenzku menningar’ífi. Þar fyr
ir ber margt ný.ilegt fyrir augu
þegar flett er árgöngum Birt-
ings; og ritið mun jafnan njóta
þess tíverru frágangur þess er
smekklegur og vandaður; það
er sennilega eitthvert fal1eeart
tímarit sem hér hefur verið gef
ið út. Uppsetning ritsins er
verk Harðar Ágú tssonar; op á-
nægjulegastur efnisþáttur B;rt
ings er að mínu viti myndU-t-
argreinarnar, og þá einikum
skrif Harðar um byggingarlist,
þarflegar ádrepur um tíðkan-
lega húsagerð £ Reykjavík og
upprifjun á verðmætum fornr-
ar ís’enzkrar byggingarlistar.
Það er sjaldgæft að sjá fjall-
að um fagurfræðileg efni á
þennan hátt, svo að sarnan fari
þekking, smekkur, tilfinning.
Greinar Harðar Ágústs.onar
hafa verið einhvers konar fram
haldsflokkur allt frá upphafi
Birtings; í þessu síðasta hefti
er enn ein grein Af mmnis-
blöðum málara. Að öðru leyti
er efni ritsins sundur aus tín-
ingur: þar er innlendur skáld-
skapur eða skáldskaparvið-
lei.ni, þar eru ýmsar þýddar
smágreinar, ritdómar og ræðu-
stúfar, sem sumt virðist næ ta
erind.slítið á íslenzku. Thor
Vilhjálmsson hefur í seinni tíð
haft sig einna me. i í frammi
B rtingsmanna; Syrpa hans er
jafnan ómissandi þáttur rits-
ins. Núna þýð.r hann slatta af
ljóðum úr ítö sku, spönsku og
sænsku, sumt í mes.a flýti:
„Ort af skáldinu .Vito Riviello
þegar hann kom heim í fæðing
arborg sína Potenza, á íslenzku
snúið sama morgun af T.V.“,
:tendur hér neðan við einn text
ann, og er hann dags. 5. nóvem-
ber 1963. Þýðingar Thors, úr
sænsku, á ljóðum gríska nóbels
skáldsins Seferis benda ótví-
eftlr
ÓLAF JÓMSSON
rætt til þess að hann eigi alls
enga stund að ’.eggja á þessa
íþrótt, eða þá gefa : ér tíma
til hennar og reyna að stunda
hana af miklu meiri kostgæfni.
* * *
Leikhúsmáf hin nýju komu ný
lega út, tvöfalt hefti, tímasett
okt.-nóv. 1963. Þar eru birtir
leikdómar um Gísl og Flónið í
Þjóðleikhúsinu og greinar um
danska ballet.inn sem hér kom
í haust; frá því er sagt í frétt-
um að Þjóðleikhúsið æt’i sér
bráðum að fara að ýna Ham-
let, en Leikfélag Reykjavíkur
Fangana í Altona. Vitaskuld er
pren.araverkföllum, að ein-
hverju leyti, um að kenna; en
engu að síður er þvílíkt sein-
læti óhæfilegt tímariti sem æ.l-
að er að f ytja dægurgagnrýni
fyrst og fremst. Öðru máli
gcgndj ef gagnrýnendur Leik-
húsmála fjölluðu um leiksýn-
ingar á ítarlegan og fræðileg-
an hátt, allt annan en tíákaður
er í dagblöðum. En svo er ekki:
leikdómarar blaðsins virðast
dæma sýningar á svipuðum for
sendum og gagnrýnendur b að-
anna og hafa fráleitt sýnt meiri
hæfni en þeir til þessa. — Enn
fánýtara er svo að birta um-
sagnir um útvarpsefni mörgum
mánuðum eftlr að það er flutt.
Aðrir efnisþættir Leikhús-
mála gjalda ekki seinlætlsins
að sama skapi og gagnrýnin,
svo sem yfirlitsgreinar Sigurð-
ar Grímssonar um leiklist á
liðnum árum, þættir Péturs
Ólafssonar (sem einnig skrifar
snoturlega dægurgagnrýni í
Morgunb’aðið) um einstaka
kvikmyndastjóra og verk
þeirra, tónlistargreinar Þorkels
Sigurbjörnssonar og nú síðast
jassþátiur nlaðsins. Á sama
hátt væri að vísu unnt að f jalla
um leikhús og útvarp; ekkert
væri heldur móti því að hér
þrifist gagnrýnitímarit sem
birti að staðaldri umsagnir um
tónleika og kvikmyndir, eins og
leikhús og útvarp; slikt rit verð
ur bara að gera svo vel að koma
tíman’ega út. En það sem mest
er um vert í Leikhúsmálum til
þessa eru leikritin sem þar eru
birt í heilu lagi; það er ánægju
leg og þakkarverð nýjung. í
þes-u síðasta hefti er Gísl
Brendans Behans í þýðingu
Jónasar Árnasonar; áður voru
komnir Eðlisfræðingar Durren
matts og Saga úr dýragarði eft =
jr Edward Aibee. En vanda þarf |
mjög alla uppsetningu og frá- |
gang la.kritanna ef þau eiga 1
að njóta sín og vera aðgengi- 1
leg til lestrar í svo tamanþjapp |
aðri prentun.
Leikhúsmál er einkar vand- |
að og íallegc tímarit að yzta §
búnaði, góður pappír, falleg f
uppsetning og prentun, mikið . |
um myndir. En fegurðargríman jj
fer af þegar tekið er að lesa |
ritið; það er svo hörmulega út- I
leikið af prentvillum að slíks =
munu fá eða a.ls engin dæmi. =
Slíkt er náttúrlega sóðaskapur, =
rit, sem svo er til fara, er sam g
bærilegt við lúsugan mann. En 1
að auki eru sumir höfundar |
Leikhúsmála býsna ósnjallir rit |
höfundar, rita smekklaust, til- |
þrifalítið og af m.sjöfnu viti, |
vægast sagt;' auk prófarkales- |
ara þyrfii ritið að fá sér stíl- |
færan mann að leSa yfir og lag I
færa handrit, leiðbeina höfund- 1
um um stílfar og málsmeðferð. 1
Þýddar greinar í ritinu eru |
þannig átakanlega vanburðug- 1
ar, sumar hverjar, og efnið mis |
jafnlega valið; eru samt nógir |
maðkar í frumsömdu mysunni. S
Þetta allt þurfa forráðamenn |
Leikhúsmála, þeir Ólafur Mixa, |
Þorleifur Hauksson, Pétur Ól- j;
afsson og Þorkell Sigurbjöms- |
son nauðsynlega að taka til at- |
hugunar áður en lengra er hald |
ið; samt þurfa þeir að flýta |
sér, ef þeir ætla að gera þessu |
leikári skil áður en hið næsta 1
er hafið. — Það er leitt að sjá 1
svo útlitsprútt rit sem Leikhús- |
mál svo ömurlega leikið af |
trassaskap og hirðuleysi; eftir §
sinnaskipti og búningsbót verð- §
ur fyrst unnt að árna því farar- jj
og framtíðarheilla.
* * *
Enn mætti nefna nokkur tíma |
rit nýleg af nálinni, þótt hér jj
verði numið staðar £ bili. Bóka |
félögin þrjú gefa öll ut tímarit, |
Andvara, Tímarit Máls og menn |
ingar, Félagsbréf AB, Helga- 1
fell gefur út Jörð, sem ekkert |
er byrjað á nýjum árgangi, |
Framh. á 10. síðo
kur íslenzk tfmarit
FRJMERKI:« FRÍMERKI FRÍMERKl m FRÍMERKI
SLYSAVARNAMERKIÐ skipi á strandstað og björgunar-
8. JÚNÍ 1949 komu út 5 hjálpar- bát. Upplag þessa merkis ,var 300
tnerki og rann aukagjald merkj- þúsund og er það -nú uppselt fyrir
anna til .5 mismunandi stofnana, nokkru. Slysavarnafélag íslands
-sem allar vinna að mannúðar-mál- þekkjum við öll. Það samanstend-
um, en þær voru: Barnaspítali, Jr af mörgum slysavarnadeildum
Bauðikrossinn, Reykjalundur.víðsvegar um land. — Og það er
EHiheimili og Slysavarnir. Þettastytzt að minnast þess, að núna
isíðasttalda var að verðgildi 75+25 fyrir nokkrum dögum bjargaði
•aurar. Myndin á því merki var af slysavarnadeildin í Landeyjum og
Hvolsvelli skipsbrotsmönnum af
-'rönduðum pólskum togara á
Krosssandi undan Landeyjum. —
■“■•f við við sláum upp £ Árbók
‘Mysavarnafél. íslands verða fljótt
fyrir okkur frækilegar frásagnir
if björgunum.
Það var laust eftir miðnætti 10.
apríl 1933, að togarinn Skúli fó-
geti strandaði vestanvert við Stað-
arhverfið í Grindavík. Austan
stormur og kafaldsbylur var á.
Strax eftir að skipið strandaði var
sent út neyðarskeyti og heyrðist
það i Loftskeytastöðinni i Reykja-
vík. Slysavarnafélagið rejmdi að
ná símasambandi við Grindavík,
en tókst ekki. — Var þá lagt af
stað með bifreið áleiðis suður-
eftir, en reyndist ófært vegna.
fannkyngis og kafaldsbyls, sem var
svo dimmur, að ekki sá fyrir veg-
inum.
Með veðurfréttum kl. 1.4p tókst
að koma frétlinni til Grindavíkur.
Brá formaður slysavarnarsveitar-
innar á staðnum, Einar Einarsson,
skjótt við og lét kalla út björgun-
arliðið. — Sökum fannkyngi og
veðurs komst björgunarliðið eklci
á strandstað fyrr en kl. rúmlega
5 og var þá byrjað að birta af
degi. — Háflóð var þá og gekk
stórsjór látlaust yfir skipið. Þeg-
ar skipið strandaði fengu þeir, sem
ekki voru á verði ráðrúm til að
klæða sig í olfuföt og setja á sig
biörgunarbelti. En litlu síðar
s'engdi stórsjór skininu til, svo áð
bað fór að aftan útaf flúðinni, er
bað hafði fyrst staðið á. — Brotn-
aði þá svo stórt gat á vélarrúmið,
að það fyllti og eyðilagðist þá
liósavélin og þar með sendistöð
loftskeytanna. Var efHr bað ekki
mögulegt að ná loftskeytasamb-
andi við skipið. Brimið skellti
skipinu niður af klettinum, er það
fyrst stóð á, var það með svo skjót-
um liætti, að stýrimaður og há-
seti, sem voru aftur á að mölva
lýsistunnur til að lægja brimið,
liöfðu engin önnur ráð en að
klifra upp í aftur-sigluna og
þalda sér þar. Aðrir skipverjar,
um 12 að álitið er, komust á
brúna og um 23 á hvalbakinn.
Gengu svo ólögin stöðugt yfir skip
ið og leið ekkj á löngu þar til brim
ið sópaði mönnunum, sem voru í
Myndin hér að ofan er af Slysa-
varnarmerkinu. Neðri myndin er af
því, er Skúlj fógeti fórs'. Það er
athyglisvert, hversu sú mynd lík-
ist myndinni á frímerkinu.
I
i brúnnl, smátt og smátt fyrir borð.
I Aftur á móti stóðust flestir, sem
á hvalbak voru, ólögin nema einn,
sem skolaðist þaðan i einu ólag-
inu vegna þess að keðja, sem hann
liélt sér í, slitnaði.
(Framhald)
Áskrifíasíminn er 14900
4 15. marz 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ