Alþýðublaðið - 15.03.1964, Qupperneq 8
EDVARD MUNCH var fæddur í
Engelhaug í Suður-Noregi, 12. des
ember 1863.
Síðastliðið haust, þegar hundr-
að ár voru liðin frá fæðingu hans,
var þess minnst víða um heim í
blöðum og útvarpi, enda var
Munch einn af þeim listamönnum,
sem dýpst spor hafa markað í veg
listarinnar á þessari öld. Hann
er af ýmsum talinn einn af stór-
meisturum myndlistarihnar og
ekki að ástæðulausu.
Eins og títt er um snillinga var
hann ekki „uppgötvaður" í heima
landi sínu, heldur komu
þýzkir fyrst auga á snilld hans og
sannaðist þar hið fornkveðna, rétt
einu sinni, að „enginn er spámað-
ur í sínu föðurlandi“.
Munh dva.di nokkur ár í Þýzka
landi og kynntist þar mörgum góð
um bræðrum sínum í listinni og
átti með þeim þátt í sköpun ex-
pressionismans. Myndir hans vöktu
mikla athygli á sýningum í Þýzka-
landi og munu „Puperty“ og
,;Sjúka stúlkan“ vera þeirra fræg
astar.
Á síðari æviárum sínum var
hann vel metinn í heimalandi sínu
og dvaldi þar mestan hluta þeirra,
þau allra síðustu Ekely, nær
Osló. Gaddavírsgirðing og trjá-
gróður umkringdu húsið hans og
geltandi rakkar héldu forvitnum
umfarendum í hæfilegri fjarlægð.
■Það var með Munch eins og nú
þegar er orðið með Kjarval hér-
lendis, hann var orðinn þjóðsagna
kennd persóna „fyrir aldur fram“.
Á síðastlinu ári var í Osló opn-
að sérstakt safnhús, sem byggt var
yfir list hans, en hann gaf Osló-
borg flest þau listaverk, sem hann
lét eftir sig, en þau voru ófá.
Munch gerði margar erfða-
skrár, en sú síðasta er svona:
— Undirritaður, Edvard Munch
kunngeri hér með minn síðasta
vilja:
Af búi mínu gef ég systur minni,
Inger Mimch, kr. 100 000 — eitt-
hundraðþúsund krónur.
Edvard Munch lézt af hjarta-
slagi þann 23. janúar 1944, liðlega
áttræður að aldri.
Munch var sérstæður persónu-
leiki, eða eins og sagt er nú á dög-
um, „mikill karakter". — Sumir
sögðu hann einrænan, eins og títt
er um mikla listamenn, þeir fá
gjarna það orð á sig, ef þeir nenna
ekkj að eyða orðum og tíma á
hvern sem er. En sannleikurinn
er sá, að þegar svo bar undir og
Munch líkaði vlðmælandinn, var
hann manna ræðnastur og opin-
skár, enda viðræðusnjall og góð-
ur frásagnarmaður.
Hann mundi vel fram á síðustu
ár hin ýmsu smáatriði úr við-
burðaríkri ævi sinn; og hafði yndi
af að rifja þau upp fyrir kunn-
ingja sína og lifði sig þá inn í
frásögnina. Hér á eftir fer hluti
úr samtali, sem Pola Gauguih átti
við Munch, en þá var hann átta
tíu ára gamalL Samtalið er laus-
lega þýtt úr bókinni „Edvard
Munch, mennesket og kunstner-
en“, én hún var gefin út árið 1943
að „Gyldendal Norsk forlág" í
Osló og er safn ritgerða um ævi
háns og list.
Munch hefur orðið:
— Þér trúið máske ekki, að það
sé satt, að það hafi einu sinni
munað litlu að ég gifti mig'. Það
var 1902. Ég bjó þá í Nizza, með
þessari dömu, þér vitið, og hafði
samþykkt að við skyldum giftast
bjá konsúlnum þarna niðuf frá,
daginn eftir.
En daginn áður sagði hún að
við skyldum gera samning. Hún
átti peninga daman, en ég mjög
litla þá stundina. Hún hafði aldrei
talað um peninga áður, en það
líkaði mér vel. Nú gerði hún það
skyndilega. „Idealene gikk i flöi-
ten“. Svona leit maður á það í
þá daga. Meðan hún fór í bæinn
til að gera innkaupin fyrir næsta
dag, pakkaði ég saman og stakk
af. Ég vissi um lítið hótel hátt
uppi í Svissnesku ölpunum, en þar
gat hún varla þefað mig uppi, en
í þeim efnum var hún ótrúlega
slyng. Hún gat fundið af mér
lyktina yfir þveran Oslófjörðinn,
en svona hátt uppi, aldrei.
En þetta átti eftir að fara á
annan veg en ég ætlaði.
Þegar ég kom til bæjar, þar sem
ég skildi skipta um lést og fara í
litlu fjallalestina, sem skyldi flytja
mig hátt upp, svo hátt upp í Sviss
nesku alpana, stóðu skyndilega
tveir lögreglumenn fyrir framan-
mig. Þér hefðuð átt að sjá þá,
„Svære karer med store tosnutede
hatter med gulltresser, hvide
bandolœrer og krumsabler'*.
Þeir vildu sjá vegabréfið mitt
en það hafði ég vitanlega ekki,
slíkt bar maður ekki á sér í þú
daga. Leiðin lá á lögreglustöðina,
ég á milli þessara tveggja lögreglu
þjóna, sem héldu fast í mig. —
„Morske var de ogsaa". Á stöð-
inni var ég yfirheýrðúr og komst
smátt og smátt að þeirrl niður-
stöðu að ég væri opinberlega eftir
lýstur glæpamaður. Forseti eða
eitthvað þvíumlíkt hafði verið
Frænku minni, Andreu Elling-
sen, kr. 40 000 •-* fjöi-utíuþús-
und krónur.
Þurfandi listamönnum krónur
30 000 — þrjátíuþúsund krónur.
Oslóborg fær eftirlátin lista-
verk mín, teikningar, tréristur,
litografíur, raderingar, ásamt tré-
ristuplötiun, litógrafíusteinum og
ágröfnum koparplötum.
Ekki má þrykkja af litógrafíu-
steinum mínum, tréplötum eða
koparplötum. Það má aðeins selja
10 — tíu — eintök af hverju
minna eftirlátnu grafísku verka.
Öll sendibréf mfn eftirlæt ég
systur minni, Inger Munch. Henni
tilheyra einnig 100 af grafískum
verkum mínum, eftir eigin vali.
Uppköst að skrifum mínum falli
til Oslóborgar, sem ræður hvað
gert verður við þau.
Að öðru leyti ræður skiptarétt-
urinn.
Búið stendur fyrir öllum skipt-
um arfsins.
Allar fyrri erfðarskrár af mér
undirrituðum ganga úr gildi.
Ekely í Ullern, 18. apríl 1940.
Edvard Munch.
■* . * Hc
8 15. marz 1964 — ALÞYÐUBLAÐIÐ