Alþýðublaðið - 20.03.1964, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 20.03.1964, Qupperneq 3
Harðir bardagar milli þorpsbúa Nicosia, 19. marz - (NTB - Reuter) NÝIR bardagar brutust út í kvöld í þorpinu Ghaziveran ,65 km. fyr- ir vestan Nicosia. Fyrr um dag- inn hafði brezkum, grískum og tyrkneskum fulltrúum tekizt að koma þar á vopnahléi eftir að harðir bardagar höfð'u staðið þar í morgun. Bardagar þessir við hið | tyrkneska smáþorp eru fyrstu. al- variegu átökin á Kýpur í tíu daga. Skömmu áður en vopna- hléð fyrr í dag gekk í giidi til- kynnti AFP-fréttastofan um bar- daga í öðru þorpi, Kalokorio, sem er um sjö kílómetrum sunnar. | Yfirmaður brezku liðssveitar- innar við Ghaziveran segir, að a. m. k. 150 Kýpurgrikkir taki þátt í bardögunum þar í bænum. Hafa þeir ráðizt til atlögu við um 60— 80 Kýpurtyrki sem hafa búizt til varnar í húsum sínum. Segir tals- maður Breta að a. m. k. einn Kýp- urtyrki sé látinn og annar hafi særzt. í Aþenu tilkynnti gríska upplýsingaþjónustan að í bardög- unum hafi útta Kýpurgrikkir lát- ið lífið og átta menn úr grísku ör- yggissveitimum séu særðir. AFP-fréttastofan segir, að bar- dagarnir hafi brotizt út er Kýpur- grikkir kröfðust þess að niður yrði felldar veghindrahir þær, er Kýpurtyrkir höfðu komið upp hringinn í kringum þorpið. Segja lalsmenn Kýpurgrikkja, að í stað þess að svara, hafi Tyrkirnir í þorpinu hafið skothríð á öryggis- sveitir þær, er staddar voru í ná- grenninu. — Tyrknesku íbúarnir, er verjast í þorpinu, eiga við mikið ofurefli að etja, þar sem Grikkir eru, en þeir sækja að þorpinu vopnaðir rifflum og vél- byssum, handsprengjum og sprengjuvörpiun. Verjendumir eru sæmilega vopnum búnir. Björgunarleiðangur komst í tæka tíð Lima, 19. marz (NTB-AFP) í DAG tókst björgrunarleiðangrin- um að komast til þeirra 33 Perú- manna, er í heila viku hafa vcrið umkringdir af herskara villtra Indíána. Hafa þeir dvalið allan þennan tíma á hæð einni í frum- skóginum við Amazon-fljótið í Perú. Það tók björgunarsveitina fimrn daga að komast itil hins innikróaða Ieiðangurs. Eru marg- ir í jarðfræðileiðangriuum sjúkir og tveir indíánskir leiðsögumenn hans liafa verið drepnir með eitr- uðum örvum, en nú er talið að leiðangursmenn séu úr allri hættu. í björgunarleiðangrinum eru 40 hermenn. Munu þeir nú hvílast í einn sólarhring en síðan halda til baka ásamt jarðfræðileiðangrinum. Munu þeir halda til Yavari-ár- innar en þar verða þeir teknir um borð í fallbyssubát, er bíður þeirra. Mun hann flytja þá til Iquitos. — Flugvélar frá perúíska flughern- um hafa undanfarna daga haldið uppi árásum á Indíána þá, er tek- ið hafa þátt í umsátrinu, skotið á þá úr vélbyssum og hleypt á þá papalsprengjum til að fæla þá brott. Ekki er vitað live margir Indíánar hafa verið drepnir í þess um árásum. Miklum erfiðleikum verður bund Á FRÍMERKI Póststjórn Jamaica gaf nýlega út frímerki með mynd þessarar ungu stúlku í 7 milljónum eintaka. Á- stæðan fyrir því var sú, að ekki aðeins hafði hún hlotið titilinn Fegursta stúlka Jamaica, heldur vann hún einnig í nóvember-mán uði síðastliðnum titilinn Fegursta stúlka heimsins. Það mun vera annar titill en ungfrú Guðrún Bjarnadóttir vann í Kalifomíu, því að sá titill var Ungfrú Alheim- ur. — Myndin sýnir fegurstu stúlku Jamaica- og heimsins — koma nýlega til Líndon. Nafn hennar er Carole Crowford. ið fyrir leiðangursmenn að komast til baka til Yavari-árinnar. Svo þéttur er frumskógurinn, að leið- angurinn verður að höggva sér Ieið til baka. Alla leiðina til baka mun hann eiga á hættu nýjar árásir af j hálfu Indíánanna. Yfirmaður j björgunarleiðangursins hefur skýrt frá því í loftskeytatækjum sínum að hann sé sannfærður um að þeim félögum hafi verið veitt eftirför. Eftir því sem bezt er vitað eru Indiánarnir undir stjórn hvítra ævintýramanna, sennilegra smygl- ara, sem vilja koma í veg fyrir að hin „innri svæði” Perú verði opn- uð. Á svæðum þessum er mikil náttúruauðæfi að finna. Var til- gangur jarðfræðileiðangursins að finna vegarsvæði í frumskóginum svo að unnt yrði að hagnýta þessi náttúruauðæfi. Kvöldsöumálið i borgarstjéru Framh- af 1. síðu og 8 fyrir söluturna hjá biðskýl- I um. Um endurnýjunina jpgði hann, að þegar hefðu 23 verið endur- nýjuð en 30 væru nú hjá heil- brigðisnefnd til umsagnar. Einn- ig gat hann þess að ekki væri get- ið um skiptingu milli söluturna og þeirra, sem seldu matvöru. Óskar Hallgrímsson tók næst- ur til máls og ta’di, að dregizt hef úr hófi, að kaupmannasamtökin kæmu með ákveðnar tillögur sér- staklega þar sem þeir fóru sjálfir fram á að þessar breytingar yrðu gerðar. Og vegna þess að ekki væru neinar ákveðnar tillögur framkomnar , væri hætta á að þessi þjónusta við borgarbúa félli niður í april án þess að nokkuð kæmi í staðinn Þá benti hann einnig á að með þeim tillögum, sem fram væru komnar, væri gert ráð fyrir að 800—1000 manns þyrfti að ná í nauðsynjar sínar í hverja verzlun. Einnig harmaði hann, að ekki skyldi vera Ijóst hverjar af þeim verzlunum, sem fengið hefðu leyfi eða sótt um það, væru eingöngu sölutm-nar og hverjar væru mat- vöruverzlanir með söluop eða sér- deild fyrir kvöldsölu. Sigurður Magnússon tók einnig »vv»n»»»»wi»wf»»»i'rKm,fwVwywi Grikkir og Tyrkir á Kýpur haf í bardögum undanfarnar vikur beitt öllum þeim vopn-’ um og verkfærum, sem til- tækileg hafa verið. Meðal annars hafa þeir byggt yfir jarðý'ur, sett á þær skotheld hús. Hefur þessum farartækj um óspart verið beitt í orust- tmi mn þorp og bæi. MMHHWWMmVMtniHMMH til máls í þessu sambandi og taldi hann, að með þessu nýja fyrir- komulagi yrði þjónustan við borg- arbúa bæði meiri og betri og að þjónustan hér ýrði betri en í nokkurri annarri höfuðborg í ná- grannalöndunum. Enda væru hvergi jafnrúm verzlunarákvæði. Þá var einnig rætt töluvert um gatnagerðarframkvæmdir og gerði Óskar Hallgrímsson sérstaka fyr- irspurn um gatnagerð í Rauðarár- liolti, sem hann taldi að gengið hefði verið framhjá þar sem þar hefði þegar verið samfelld byggð í 25 ár, og hefði því meiri rétt til götulagningar en hin nýrri hverfi. Einnig taldi hann að Stórholtið væri það mikil umferðaræð að láta mætti aðrar götur bíða'. Geir Hallgrímsson sagði í svari sínu, að ekki hefði verið gert ráð fyrir því að Holtin yrðu malbikuð fyrr en á næsta ári og stafaði það af því að þar þyrfti sérstaklega mikinn verkfræðilegan undirbún- ing í sambandi við götuhæð og leiðslur en götur í nýrri hverfum væru aftur á móti rétt undirbyggð ar og til þess að tryggja, að véla- kostur borgarinnar væri sem bezt nýttur, væru þær teknar á undan. Einnig hefði vinnuaflsskortur valdið því að undirbúningsvinna liefði dregizt Óskar Hallgrímsson tók aftur til móls vegna þessa og gat þess að hitaveitan hefði komið í Holtin fyrr en áætlað liefði verið og því væri viðhorfið breytt. Einnig end- urtók hann þá skoðun sína að þessi hverfi væru orðin svo gömul að þau ættu fullan rétt á að verða malbikuð hið fyrsta. Bar liann síðan fi-am tillögu þess efnis að verkfræðilegum undir- búningi, þar sem með þyrfti, yrði hraðað og var samþykkt að vísa tillögunni til borgarráðs. v ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 20. marz 1964 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.