Alþýðublaðið - 20.03.1964, Page 6
Austrænt brúðkaup, nítján ára gamallar brezkrar síma-
stúku og tuttugu og sex ára gamals Indverja. Hún heitir Joan
Livíngstone, hann heitir Harindar Singh Selhi. Þau kynntust
á dansieik og felldu hugi saman.
Hún tók trú unnusta síns og jiau voru síöan gefin saman í
Sík tmusteri í London.
„Tysnaden”, mynd Ingmars
Bergmans er nú sýnd víða um
heim og vekur hvarvetna umtal.
Höfundurinn er á sama tíma
byrjaður á næstu mynd sinni.
Að þessu sinni ætlar hann að
gera gamanmynd.
„Svo maður tali ekki um
allar þessar konur“, á myndin
að heita.
— Það verður gaman að
að sleppa fram af sér beizlinu
og njóta lífsins, segir Berg-
man í sambandi við þessa mynd
sína. Það er auðvelt að vera
honum sammála í þessu efni,
þetta er fyrsta gamanmyndin,
sem Bergman gerir í níu ár.
Fyrirtækið, sem stendur að
gerð myndarinnar, er Svensk
Film, og verður hún dýrasta
kvikmyndin, sem það hefur
gert til þessa. Hún kostar full-
gerð 1.700.000 sænskra króna,
en sænskar krónur eru rúmlega
átta sinnum stærri en íslenzk-
ar.
Það, sem gerir félaginu fært
að leggja svo mikið fé í þessa
mynd eru þær geysilegu tekjur,
sem það þefur haft af fyrri
myndum Ingmars Bcrgmans.
Þessi gamanmynd fjallar um
frægan fiðluleikara, sem heit-
ir Felix. Hann sést þó ekki
í myndinni vegna þess, að
haiin dauður, þegar hún hefst.
Það er vinur hans, Cornelius,
lcikinn af Jarl Kulle, sem kem-
ur atburðarásinni af stað. Cor-
nelius kemur til hallar hins
látna vinar síns í þeim erind-
um að skrifa s'ðasta kafla ævi-
sögu hans, sá kafli á að fjalla
um persónuleika han«. Þarna
kemur kvenfólkið til sögu. Á-
horfendur kynnast konu hins
fræga manns, leikinni af Evu
Dahlberg, og opinberri hjá-
konu hans, leikinni af Bibi
'Anderson. Auk þeirra kemur
fjöldi annarra kvenna við sögu,
Myndin er tekin í litum og
búningarnir einir út af fyrir
sig erii mikil listayerk, að sögn.
Magasár meðal barna virðist
vera miklu algengara en hingað
til hefur verið talið, skrifar Fritz
Karletröm í sænska læknablaðið.
Dr. Karlström þefbur safnað
upplýsingum um öll kunn maga-
sárstilfelli í Svíþjóð síðastliðin
10 ár meðal sænskra barna.
Hann fann 184 tilfelli. En þetta.
er, segir hann lágmarkstala. Ofan
á þetta bætist sá fjöldi, sem al-
drei hefur verið greindur. — Af
þessum öruggu tilfellum voru
66% drengir og 34% stúlkur.
Menn velta mjög fyrir sér á-
Kennarinn: — Taktu nú eftir,
Hannes: Ef þú átt fjörutíu þúsund
krónur, og ætlar að kaupa þér
íbúð, sem kostar þrjú hundruð
jþúsund, hvað skortir þig þá?
Hannes: — Ríka konu.
Illil
stæðunum til þess, að þessi sjúk-
dómur skuli koma fyrir meðal I
barna. En, rétt eins og með full-
orðna, er orsökin oftast nær ó-
ljós. í 10%-30% af tilfellum eru !
erfðir taldar vera ástæðan. í þeim
efnivið, Sem Karlström hafði úr
að vinna, fannst magasár innan
fjölskyldunnar í 47% og oítast ,
var það faðirinn, sem hafði hann. 1
Sjúklingamir voru flestir háir og
horaðir og mikill meirihluti und-
ir meðaltali hvað þyngdina á-
hrærðri.
Annað atriði hefur einnig vak-
ið athygli, það er, hvort nokkurt
samband geti verið milli magasárs ,
og ákveðins blóðflokks. Af sjúkl-
ingum þeim, sem Karlström hef-
ur upplýsingar sínar um, voru
53% af þessum flokki, en Svíar
eru annars 38% af þessum flokki.
Flestir unglingarnir liöfðu haft
sjúkdómseinkenni í meira en tvö
ár áður en sjúkdómsgreining fór
fram. Af þessum 184 voru 13 skor-
in upp og heppnaðist þjá öllum.
Heimsfrægt danspar António og Rosario. Þessi tvö eru í flokki spanskva dansara, sem um þess-
ar mundir sýnir í London.
BAK VH> TJÖLDIN
Það kemur oft fyrir, að
□ áheyrendur í fundasölum
Sameinuðu þjóðanna haga
sér á þann veg, að ekki er ann-
ars kostur en fjarlægja þá. Hingað
til hafa þessir óróaseggir verið
afhentir lögreglunni í New York,
en nú hefuir hún beðizt undan
þessum störfum vegna þess, að
þetta fólk veldur henni oft mikl-
um lögfræðilegum vandræðum.
Þess vegna hafa nú verið innrétt-
aðar sérstakar vistarverur í kjall-
ara byggingar samtakanna fyrir
þá, sem hér eftir trufla fundi.
— Hvaðan skyldu þeir hafa
fengið hugmyndina?
Það var í Róm um daginn.
□ Smáþjófur einn hafði orð-
ið sér úti um bíl. Hann var
fljótur að koma honum í gang og
ók af stað. En nokkur' hundruð
metrum neðar í götunni stanzaði
hann og stökk inn í símaklefa og
hringdi til lögreglunnar.
— Eg var að stela bíl. Komið
og hirðið mig í snatri.
— Hvað, hefur þú stolið bil og
hringir til okkar?
— Já, flýtið ykkur, það er smá-
krakki í aftursætinu.
□
María Callas ster.dur nú
frammi fyrir miklum vanda
og ekki auðleystum: Annað
hvort verðúr hún að fórna hinum
þekkilega vexti sínum eða kveðja
stjörnuhimininn.
Tónlistargagnrýnendur skrifa
með sívaxandi eftirsjá, að rödd
hennar hafi tapað bæði styrk og
, tærleika.
Læknir hennar hefur ráðið
I lienni til að taka til við spag-
1 hettikúr af miklum krafti til þess
I að vinna sem fyrst upp hluta a£
[ kílóunum öllum, sem þún skildi
við sig fyrir 15 árum síðan, þegar
hún hitti og giftist Meneghini.
— Vesalings María.
Bergman gerir gamanmynd
Magasár algengt
meðal barna
£ 20. marz 1964 — ALÞÝÐUBLAÐI0