Alþýðublaðið - 20.03.1964, Síða 15
barðastóran, hvítan léreftshatt á
höfðinu. Á afviknum stað á þil
farinu rakst hún skyndilega á
lækninn. Iiann lá þar í sólstól
— grafkyrr eins og dauður mað
ur. Hann bar enn þetta gráa lita
raft, sem hafði gert hana svo
áhyggjufulla við fyrsta fund
þeirra, en þegar hann sá hana
fjörgaðist svipur hans aðeins.
Hann kinkaði kolíi og brosti
veiklulega,
— Ó, það eruð þér. Hvernig
líður yður?
— Hallór, sagði hún dálítið
feimnislega. Hún stakk höndun-
um í vasana á k.ióinum og horfði
niður til hans. Þau horfðust and
artak í auku.
— Þér hafið alveg ótrúlegt
þrek. Ég get alls ekki hréyft
mig, og tæplega dregið andann,
sagði Noel Frensham.
— Líður yður ekkert betur?
— Ekici mikið, að minnsta
kosti.
— Hafið þér látið skipslækn-
inn líta' á yðtír?.
— Huh, huh. Ég rædch ofur-
lítið við þann virðulega sam-
starfsmann minn í gærkvöldi. .
Iiann heldur bara að þetta sé
venjuleg hitasólt.
— En þér eruð á annarri skoð
un, sagði Peta.
__ í hreinskilni sagt, já.
Ekki að ég hafi í raun og veru
nokkra hugmynd um livað að
mér gengur, en skrokkurinn a
mér er áreiðanlega fullur af alls
kyns eiturefnum. Eg er viss um
að mér skánar strax og við er-
um komin í gegnum Suezskurð-
inn. Eg er farinn að þrá að sjá
gráan og drungalegan himinn
og finna fáeina regndropa væta
andlit mitt.
— England, mitt England,
sagði Peta.
__ Maður skilur i rauninni
ekki allt það lof, er skáldin
kveða um föðurlandið, fyrr en
maður hefur dvalið um lengri '
tima erlendis:
— Ef til vill ekki, svaraði hún.
-— En mér fannst yndislegt að
vera í Indlandi. Það var bara
þetta, að ég þoldi loftslagið svo
illa. Það er óskaplega þreytandi,
þegar holdið er alltaf of veikt
til að hlýða hinum reiðubúna
anda.
Noel Frensham tók af sér sól-
glei’augun og fægði þau þreytu-
lega. Þetta var einmitt nákvæm
skilgreining á líðan hans núna.
Og hann fyrirleit ekkert eins og
veiklaðan líkama, sem kom sí-
fellt í veg fyrir að hið andlega
fjör hans og vinnukraftur fengju
notið sín til fulls.
— Ekki fara, sagði hann
skyndilega við Petu. — Setztu
niður og talaðu við mig.
Hún náði sér í stól og settist
við hlið hans. Hún hallaði sér
aftur á bak og dró djúpt and-
ann. Blámi sjávarins tók á sig
cinkennileean pumarablæ, þeg
ar hún horfði á hann gegnum
sólgleraugun.
— Hvar hafið þér lækninga-
stofu, spurði hún. —(Mér er allt
af fremur hlvtt til lækna, af því
að faðir minn var læknir.
Noel Fiensham reyndi að má
úr huga sér að hann verkjaði í
hvert einasta bein líkamans og
1 ~1
L H—
Framhalds-
saga eftir
Denise Robins
beindi allri athygli sinni að
stúlkunni. — Hún er mjög að-
laðandi, hugsaði hann. Honum
geðjaðist vel að tilgerðarleysi
hennar. Svo að liún var læknis-
dóttir? Hann hvatti liana til að
segja sér dálítið frá sjálfri sér,
og Peta sagði lionum nægilega
mikið, til að hann gæti gert sér
ljósa grein fyrir lífi hennar og
kjörum. Líf hennar virtist hafa
verið tiltölulega leiðinlegt og til
breytingarlaust. Hún hafði hlot
ið ósköp venjulegt uppeldi, og
orðið að taka á sínar herðar
flest heimilisverkin, þegar móð
ir hennar hafði dáið. En þá var
Peta rúmlega sextán ára. Við
það bættust svo fjárhagsvand
ræði hennar, þegar faðir lienn
ar varð að lúta af störfum. Svo
olli það líka miklum vonbrigð-
3
um, þegar hún gat ekki orðið
hjúkrunarkona vegna heilsu,-
brests. Hann var viss um, að hún
hefði aldrei orðið góð hjúkrun
arkona, þetta grannvaxna, veiklu
lega barn, með viðkvæman svip
á ungu andlitinu. Það hefði ekki
verið vinna fyrir hana. Hvað
skyldi hún vera gömul? Senni-
lega 21 — 22 ára. Hann gretti
sig, og fann skyndilega mjög vel
fyrir því að hann var helmingi
eldri en hún.
Noel Frensham -var læknir,
sem hafði ekki minni áhuga á
sálrænum sjúkdómum sjúklinga
sinna en þeim líkamlegu. Og
Peta Marley hafði ekki t^lað
lengi um sjálfa sig, fyrr en hann
tók eftir hversu óvenjulega heil
brigt sálarástand hennar var.
Hún-var algjör andstæða við
liina dæmigerðu nútímastúlku
með sinn alltof bráða þroska og
rótgróna fyrirlitningu á viktorí-
anskri viðkvæmni. Hann hafði
aldrei kynnst jafn „gamaldags“
stúlku og Petu Marley. Hún var
augsýnilega mjög blíðlynd og af
ar rómantísk. Og það eru ekki
heppilegir eiginleikar nú á dög
um, hugsaði Noel Frensham, þeg
ar ekkert hefst nema með hörk
unni. Og vegna þess hve við-
kvæm hún var, myndi hún sann
arlega ekki fara varhluta af
stormum lifsins. Einhvern veg-
inn geðjaðist honum ekki að
þeirri liugmynd, að hún þyrfti
sjálf að vinna fyrir lífsviður-
væri sínu með því að taka hvaða
starf, sem byðist henni. Hún
sagði honum frá Bradley hjón-
unum. Þau voi-u afskaplega góð
og rausnarleg við hana, en hún
kveið samt fyrir að þurfa að sjá
um son þeirra og einkaerfingja
næstu árin. Noel vottaði henni
samúð sína. En hvað um ástina?
Hann fékk Petu til að segja
meira frá sjálfri sér. Hann
komst með lagni að því, að hún
hafði aldrei verið trúlofuð, og
hafði ekki haft önnur kynni af
karlmönnum, en saklaus stefnu
mót við gagnfræðaskólastráka á
unglingsárum sínum. En nú
hafði hún fenglð áhuga á viss-
um manni. Hún gætti þess vand-
lega að nefna hann aldrei rrieð
hafni. Hún sagði aðeins að hún
hefði hitt dásamlegan mann í
Caleutta, og að hún vonaðist til
að hitta hann aftur í Englandi.
Svo skildist henni skyndilega
að hann hafði fengið hana til að
tala opinskár um sjálfa sig,
en hún kærði sig um. Það kom
fát á hana, hún roðnaði og baðst
afsökunar.
---Það er ekkert að afsaka,
sagði Noel. — Mér hefur þótt
skemmtilegt að hlusta á yður.
— Vitið þér það, sagði’hún,
að þér eruð ekki einu sinni bú
inn að svara fyrstu spurning-
unni minni.
— Eigið þér við atvinnu
mína? Ó, ég hef lækningastofu
í Wimpole Street. Sérgrein mín
er lijarasjúkdómar.
— Hm, sagði Peta. —.
Ekki vænti ég að þér hafið þá
fundið einhverja aðferð til að
lækna hjartasorg?
— Það er ekki um neitt slíkt
að ræða, allar þessar tilfinning
ar, sem fólk eigna hjartanu, búa
í heilanum, svaraði hann þurr-
lega.
— Læknar eru alltaf svo jarð
bundnir, sagði Peta. — Nú tal
ið þér alveg eins og faðir mina
gerði. Hann var alltaf a@
skamma okkur mömmu fyrir afS
við létum ímyndunaraflið hlaupa
með okkur í gönur. Við mátturm
aldrei eiga neina dagdrauma £
friði fyrir honum. Farið þér
SHE HAS
BEEN WAITINú
OIJT5IPE UNTIU
ypL' CALLED,
MISS CALHOCN.I
COPPER CALtíOON'S LETTEZ.
ALL BUT BEINöS OUT THE 'PEN-
TASON BOMB SQUAD... <-------
EV£N IN miE INNEK PIN6S
OF THE BUILDlNú WHEEE
THE INPIANS LABOK.THEy
kNOW THAT THEEE IS A
RUMBLE AMONO THE CHJEFS
OLSON, ég læt ekki svívirða mig með
afskiptaleysi. Skrifaðu annað harðort bréf
til mannsins í hermálaráðuneytinu. I»rjú
bréf, þá líður mér betur. Er nú hárgeiðslu
konan enn einu sinni of sein. Hún hefur
beðið liér fyrir utan eftir því að þér vær-
uð tilbúin.
— Bréfið setur allt á annan endann í
ráðuneytinu, og það ineira að segja hjS
þeim sem mest mega sína.
— Fáið einhvern til setja nýtt gler
á skrifborðið hjá yfirmanninum.
ALÞÝ0UBLAÐIÐ — 20. marz 1964 15