Alþýðublaðið - 21.03.1964, Page 3

Alþýðublaðið - 21.03.1964, Page 3
Athugasemd frá Frjálsri þjóð ÞEGAR Lárus Jóhannesson baðst lausnar frá embætti sem hæstarétt ardómari á dögunum, lét hann hafa eftir sér í útvarpi og blöð- um, að hann hefði síðan í haust verið borinn ósönnum og órök- studdum sökum í vikublaðinu Frjálsri þjóð. Vegna' þess að fréttir af þessu tagi eru afar villandi fýrir útvarps hlustendur og lesendur blaða, sem ekki hafa greint nánar frá mála- vöxtum, óskar Frjáls þjóð að taka fram eftirfarandi: Seint í ágústmánuði síðastliðn- um var Frjáls þjóð beðin nm a® birta kæru, sem reykvískur verka- maður á sjötugsaldri hafði sent saksóknara á hendur hæstaréttar- lögmanni hér í bæ og Búnaðar- banka íslands fyrir meinta fé- flettingu. Kvaðst verkamaðurinn hafa orðið að greiða 65 þúsund króna afföll af 150 þúsund króna víxli, sem hæstaréttarlögmaður- inn hafði lceypt af honum gegn tryggingu í íbúð hans. Var nafn Lárusar Jóhannessonar ekki viö þetta mál bendlað í kærunni né dregið inn í skrif Frjálsrar þjóð- ar um málið á því stigi. En strax næstu daga upplýstist, að vixil þennan hafði Lárus Jóhannesson, þáverandi hæstaréttardómari, selt Búnaðarbanka íslands á úrtgáfu- degi. Með þeim hætti tengdist nafn Lárusar Jóhannessonar máli þessu og vafðist af þeim sökum inn í um ræður um má’ið í Frjálsri þjóð og öðrum blöðum. Borðið, sem mest liefur látið að sér kveða í baðstofunnl. Myndir: Grétar Oddsson. Undrin að Saurum / Frh. af 1 síðu. höndum hans eins og það væri lifandi. Þeir hlutir, sem færzt hafa úr stað eða dottið, ei-u sporöskjulag- aða borðið í baðstofunni, stóllinn sem fyrr er getið, skápurinn í eld- húsinu dívan sem þar stendur við vegg og eldhúsborðíð sjálft. Þá hefur annað rúmið í baðstofunni færzt úr stað. Þá er búr inn af eldhúsinu og þar í hillum var stafli af leirdiskum. í dag um sama leyti og skápurinn valt um, datt þessi hlaði fram á gólf og leirinn molaðist. Svo virðist, sem hlutirnir fari einkum af stað, ef þeir standa við vegg. Hinsvegar hafa myndir á veggjum eða hlut- ir á vegghillum ekki haggast. Húsfreyju er mjög umhugað um að hægt verði að skýra þetta sem jarðskjálfta, en Guðmundur Kjart ansson telur það af og frá. Bæjar- húsin sjálf haggast ekkert við fyr- irburðina. Bærinn stendur á stein steyptum grunni og einskis hefur j orðið vart á næstu bæjum, eða í \ næsta nágrenni. Þá er heldur ekki hægt að tímasetja atburðina í samræmi við jarðskjálftana við ísafjarðardjúp. Hann telur að at- burðir þessir eigi ekkert skylt við sína fræðigrein, jarðfræðina. Atburðunum fylgja engin hljóð eða högg. Einu hljóðin munu vera brothljóðin í diskum og kaffiboll- um þegar eldhúsborðið fer af stað, eða þrusk á baðstofugólfinu þegar sporðöskjulagaða borðið leggur í Sína ferð. Ekkert markvert gerðist meðan við stóðum við og drukkum kaffi úr einu postulínsbollunum, sem eftir eru á bænum. Þarna var margt aðkomumanna. Menn voru komnir af næstu bæj- um og frá Skagaströnd og biðu var ætlunin að ganga á fjörur í landareign Saura og gá að sjó- reknuin líkum, en fyrir tveim ár- um fórust tveir menn á trillu í Húnaflóanum undan Skaga og hef ur þá ekki rekið svo vitað sé. Þá er það og vitað að spánskir skipsbrotsmenn voru rændir og myrtir þarna skammt frá á 15. öld. Þeir munu hafa verið dysjaðir á staðnum. Það eitt gerðist meðan við stóð- um við, að dívan, sem ég sat á og enginn var nálægt kipptist tvíveg- j is til undir mér, þó ekki svo að ] aðrir tækju eftir en mjög greini- lega. Þá þóttist undirritaður verða var hreyfingar á skápnum, sem datt fyrr um daginn, en ekki var það eins óyggjandi og hitt. Þegar við kvöddum á Saurum voru mennirnir að leggja af stað á rekafjöruna, en ekki höfum við fengið fréttir af hvernig þvi reiddi af. Það skal tekið fram, að ná- grannar og vandalausir hafa orð- ið vitni að atburðunum og jafn- vel horft á þá. | KD Lfr CÍDA- IflYK HÁF- ’AP- UR EIDHUS VEl D* VASKaoR* KUM Guðmundur bóndi í Kálfshamarsvík. í lendingunni Reykjavík, 20. marz - KG NOKKUÐ liarður árekstur varð undir Ingólfsfjalli á móts við Þórustaði um klukkan 3 í gærdag.. Lentu þar saman jeppi og lang- ferðabíll og lenti jeppinn útaf við höggið og á hliðina. Ekki urðu nein meiðsli á mönnum en jepp- inn skemmdist mikið og langferða bíliinn nokkuð. SANGUR Kortið sýnir nokkurn veginn húsaskipan að Saurum. Það er dregið upp eftir minni og stærðarhlutföll lierbergjanna ekki áreiðanleg. Sporöskjulagaða borðið stendur undir glugga á baðstofunni. Annað rúm- ið, sem er við vegginn liefur einnig færzt til. í eldiiúsinu sjáum við dívaninn, scm kipptist til undir- blaðamanni Alþýðublaðsins og við enda hans er skápurinn, sem féll á grúfu rétt áður en við komum. Þar við hliöina er búrið, en þar inni sáum við greinileg verksummerki ókyrrðarinnar á gólfinu. Hrúgu af brotnum leir. Teikn: Raguar Lár. Sigurborg Guðmundsdóttir, dóttir hjónanna að Saurum. Myndir: Grétar Oddsson. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. 'marz 1964 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.