Alþýðublaðið - 03.04.1964, Blaðsíða 1
tWWWWWWWWWWMW
GOULART
EFTIR ÓSIG
Tvisvar kviknaði í
sama húsinu í gær
Reykjavík, 2. apríl - AG
HÚSIÐ aS Suðurlandsbraut
120 skemmdist mikið af eldi
og vatni í dag. Kviknaði tvisvar
í húsinu, í fyrra skiptið klukk-
an 9.18 og síðan eftir hádegi
klukkan 13.40. Þarna bjuggu
hjón með' 6 börnum sínum.
Þegar brunaboðinn í Múla-
hverfi hringdi á slökkvistöð-
inni í morgun var í fyrstu álit-
ið að um gabb hefði verið að
ræða. Hefur slökkviliðið svo oft
verið narrað með þessum bruna
boða, að fenginn liefur verið
maður til að kanna nánar hvort
um gabb sé að ræða. Var hringt
í morgun, en hann sá þá eng-
an við brunaboðann. Tveim
mínútum síðar var svo hringt
á slökkvistöðina og tilkynnt að
eldur væri laus í húsinu. Var
þá þegar farið af stað.
Þegar slökkviliðið kom að
húsinu var búið að slökkva eld-
inn Höfðu starfsmenn frá
Kyndli og Hafnarsmiðjunni
komið með handsiökkvitæki og
kæft eldinn. Tveir eftirlits-
Rio de Janeiro og Porto Alegre,
2. apríl (NTB-AFP)
JOAN GOULART Brazilíufor-
seii sem steypt hefur verið af stóli
hefur lagt niður alla mótspyrnu
gegn liði uppreisnarmanna og er
farinn til Paraguay. Hann fór frá
Porto Alegre í Suður-Brazílíu með
flugvél kl. 11 eftir staðartíma.
Seinna s’aðfestu áreiðanlegar heim
ildir í Rio de Janeiro, að Goulart
væri farinn til Paraguay.
Samkvæmt yfirlýsingu borgar-
stjórans í Porto Alegre hefur Gou
lart játað hin breyttu valdahlut-
föll I Iandinu og ákveðið að Iáta
af mótspymunni gegn bylting-
unni til þess að hlífa þjóðinni við
blóðbaði.
í fylgd með Goulart voru 15
hcrshöfðingjar og nokkrir aðrir
leiðtogar, sem haldið hafa tryggð
við hann.
Mazili þingforseti hefur unnið
forsetaeið sinn og hefur tekið
við hinu nýja embætti sínu. Sam-
kvæmt síðus u fréttum hafa upp-
reisnarmenn allt landið á sínu
valdi og hefur ekki komið til á-
taka í Rio Grande do Sul þar sem
mikil ringulreið hefur verið ríkj-
andi.
Goulart kom til Porto Alegre
snemma í morgun til þess að
skipuleggja andspyrnusveitir Hann
hélt þegar til aðalstöðva Ladaro
hershöf.ðingja, sem hefur alltaf
verið hliðhollur Goulart.
Landvamaráðuneytið segir, að
Telles hafi verið handtekinn. Ekki
lágu þá fyir nánari fréttir um af-
drif Goularts.
Fyrr í dag gaf Gouiart út yfir-
lýsingu frá Porto Alegre þess efn-
is, að liann mundi halda áfram
baráttunni til þess að verja braz-
ilísku þjóðina gegn yfirgangi.
Yfirlýsingin sem þulur las, var
samhljóða yfirlýsingu þeirri, sem
Goulart sendi fylgismönnum sín-
um áður en hann fór frá Brazilíu-
borg í gærkvöldi. »
Nýju valdhafamir sendu fyrr f
dag herskip til Porto Alegre til
að binda enda á andspyrnuna f
fylkinu Rio Grande do Sul. Bingul
reið er ríkjandi í héraðinu, en til-
(Framhald á 3. síðu).
menn voru liafðir á staðnum
fram að hádegi, en þegar þá
hafði hvorki borið á rcyk eða
neistum, fóru þeir af staðnum.
Þá hafði rafmagnið verið tekið
af húsinu vegna slæms frá-
gangs á heimtauginni.
Klukkan 13.40 var slökkvi-
liðið svo aftur hvatt að húsinu,
og loguðu þá eldar út um alla
glugga, á efri hæðinni. Sæmi-
lega gekk að slökkva, en húsið
er mikið skemmt eftir. Rann-
sóknarlögreglan hefur nú feng-
ið þetta mál til meðferðar, en
ekki er kunnugt um eldsupp-
tökin. Húsið og innbú var lítið
vátryggt.
•
Þegar blaðið ræddi í dag við
Gunnar Sigurðsson, varaslökkvi
liðsstjóra, sagði hann, að mik-
ið vandræðaástand rikti nú með
brunaboðana í bænum. Væri
sífellt verið að gabba slökkvi-
liðið með þeim, og til dæmis
hefði brunaboðinn á Sunnu-
torgi verið brotinn tvisvar sinn-
um í dag. Hefði hann mestan á-
huga á, að þessi öryggistæki
yrðu lögð niður.
Lendingum SAS í
Prestwick fækkað
Osló, 2. apríl (NTB)
LENDINGUM SAS á Prestwick-
flugvelli verður fækkað í fjórar
á viku báðar leiðir sumarið 1964
og í þrjár veturinn 1964-65. Sum-
arið 1965 verður lendingum fækk-
að í þrjár á viku báðar leiðir. —
Samkvæmt heimildum í norska ut-
anríkisráðuneytinu hafa brezk yf-
irvöld ákveðið þetta.
Til þessa hefur SAS mátt hafa
sjö lendingar á viku yfir sumar-
ið og sex á viku yfir veturinn til
þess að taka við farþegum sem
fljúga yfir Atlantshaf.
Viðræður um samkomulag um
lendingarétt SAS fóru út um þúf-
ur 27. febr.
------------------—--------------
Búdapest, 2. apríl
(NTB - Reuter)
KRÚSTJOV forsætisráðherra hélt
í dag með járnbrautarlest frá
Búdapest í eins dags ferðalag til
norðvesturhluta Ungverjalands
þar scm hann mun m. a. heim-
sækja kynbótastöð, sem komið
var á fót á dögum keisararíkis
Habsborgara.
Vestrænum blaðamönnum var
ekki leyft að slást með í förina.
Aðeins nokkrir fréttaritarar komm
únistablaða fá að ferðast með
Krústjov.
í viðtali við NTB lét Nyman,
einn af forstjórum SAS, í Ijós
mikla gremju vegna ákvörðunar
Breta. Nú yrði fclagið að íhuga
hvort það borgaði sig að halda
uppi ferðum um Prestwik ef fend-
ingunum yrði fækkað í aðeins
þrjár á viku. Hann lét í ljós von
um nýjar viðræður við brezk yfir-
völd.
Anders Buraas forstjóri kvað
SAS hlynnt þeirri hugmynd, að
lagt yrði til við stjórnir Norður-
landa að þær gripu til mótaðgerða
gegn brczkum flugfélögum. Nú
yrði að reikna út hvort nota mætti
flugvélar SAS til einhvers betra
næsta sumar cn þriggja vikulegra
ferða um Prestwick.
MJAKAÐIST
30 METRA
Hvolsvelli, 2. apríl - ÞS - IIP
í GÆRDAG hafði tekizt að dæla
nær öllum sjó úr pólska togaran-
um Wislok á Bakkafjöru í Land-
eyjum, og var liann oröinn svo til
alveg réttur. Á sjöunda tímanum
í gærkvöldi voru landfestar síðan
skornar sundur, og dráttari>átur-
inn Kóral tók síðan í skipið. Virt-
ist lítt ganga, en þó mjakaðist
Wislok um 30 metra frá landi,
en tók þá niðri á sandrifi. Ætlunin
var að reyna aftur á liáflóðinu í
kvöld.
Sennilegt er, að betur hefði
gengið að draga togarann út í gær-
kvöldi, ef aldan hefði verið meiri
og lyft undir skipið. Þegar það
stöðvaðist, var það tckið að hall-
ast talsvert eða um 50 gráður. —
Björgunarmenn komu frá borði
um tvöleytið í nótt, og var togar-
inn síðan látinn eiga sig, en hann
er nú sjólaus að kalla og- virðist
vera mjög lítið skemmdur. Eins
og fyrr segir, var ætlunin að freista
þess að draga hann lengra út á
háflóðinu í kvöld, þar sem sjór
var svo sléttur í morgun, að skip-
ið hreyfðist ekki.
Addis Abeba 2. apríl Ntb.
Vopnahléið á landamærum Et-
hiopíu og Sómalíu er livarveína
haldið.
Yfirherstjórn Ethíópíu hefur
dregið lið sitt til baka frá landa-
mærunura í samræmi við sam-
komulagið, sem gert var í Kart-
oum á dögunum.
Alþýðublaðið
hækkar ekki
UM SIÐUSTU mánaðamót
hækkaði áskriftargj. Morg-
unblaðsins, Tímans og Þjóð
viljans úr 80 kr. í 90 kr.
á máuuði. Vegna fjölmargra
fyrirspuma skal það tekið
fram, að Alþýðublaðið hef-
ur ekki hækkað í áskrift og
kostar eftir sem áður 80 kr.
á mánuði. Lausasöluverð er
kr. 5 og auglýsingaverð kr.
48 dálksentimetri.
WWWW*%WWWWWW*WW»WWWWWWWWM
jr>