Alþýðublaðið - 03.04.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.04.1964, Blaðsíða 4
mmmmummmhmmmhmiimmmmmmmihmummmmimihi Ljósmæðra- skóli Reykjavík, 2. apríl. — EG. Jóhann Hafstein, heilbrigðis málaráðherra (S), mælti í neðri deild i dag fyrir frumvarpi til laga um Ljósmæðraskóia ís- lands. Pruruvarpið gerir ráð fyrir, 'í > að Ljósmæðraskólinn verði tveggja ára skóli og er það í samræmi við það, sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Ráðherrann gat þess, að þó frumvarpið yrði að lögum strax mundi það ekki hafa í för með sér á þessu ári útgjöld fyrir rík issjóð, 'nema sem næmú 5-i þúsund krónum umfram það, sem veitt væri til þessara mála nú. Ráðherrann benti og á, að gildandi lög um þetta efni væru nú orðin aligömul og endur- nýjunar Því þörf, jpar eð mikl- ar breytingar hefðu á orðið síð an lögin voru sett. Rakti hann síðan efni frumvarpsins. Mál- inu var vísað til 2. umræðu, lieilbrigðis- og félagsmála- nefndar. i ★ LAUSASKULDIR IDNADARINS. Sifiurður Iugimundarson (A) hafði framsögu fyrfr fjárhags- ncfnd neðri deildar í dag um frumvarp til laga um breytingu lausaskulda iðnaðarins í föst lán. • Sigurður sagði, að frumvarp- ið væri flutt með hliðsjón af samsvarandi lögum rnn breyt- ingu lausaskulda bænda í föst lán og lögum um stofnlána- deild sjávarútvegsms. Nauðsyn bæri til að iðnaðurinn gæti í þessum efnum setið við sama borð og hinar höfuðatvinnu- greinar þjóðarinnar. Hann benti á, að sumar greinar ís- lenzks iðnaðar hefðu notið nokkurrar tollverndar, en á mörgum sviðum hefði þó ís- lenzkur iðnaðúr ekki notið jafnréttis hér á landi við er- lendan iðnað. Sigurður sagði, að íslenzka þjóðin ætti mikið undir því komið að hagvöxtur í iðnaði hér á landi yrði sem örastur á næstu árum. Nefndin mælti með því að frumvarpið yrði samþykkt með smávægilegri breytingu, til samræmis ákvæði í lögum um iðnlánasjóð, en breytingin er, að áður en vextir lánanna verði ákveðnir, skuli leitað álits Seðlabankans. Einar Ágústsson (F) gerði grein fy.rir breyt|ngartillögu, er hann og Skúli Guðmundssou (F) flytja við frumvarpið. Til- lagan gerir ráð fyrir, að lán út á fasteignir megi vera til 20 ára í stað 15, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu, og að lán ú. á vélar verði til 10 ára í stað 7 áður. Jónas Kafnar (S) þakkaði fjár hagsnefnd fyrir hönd flutnings manna fljóta og góða afgreiðslu málsins. Lúðvík Jósefsson (K) sagði að sér fyndist vanta í frum- varpið ákvæði í sambandi við útgáfu vaxtabréfa, um hvern- ig sölu þeirra skyldi hagað í framkvæmd. Jóliann Hafstein (S), iðnaðar málaráðherra, benti á að norsk ur sérfræðingur, er gert hefði álitsgerð um' íslenzka iðnaðinn liefði oðið mjög hissa á því hvað iðnaður hefði á sumum sviðum dregizt aftur úr hér meðan lionum fleygði fram í öðrum löndum. Væri ekki að efa, að höft og bönn gætu ver- ið þróun iðnaðarins fjötur um fót. Hann kvaðst telja þetta mikilsvert mál, sem frumvarp- ið fjallaði um, og væri hann því fylgjandi. Ráðherrann sagði að lokum, að verið gæti, að hann mundi flytja breytmgar- tillögu við frumvarpið, er það kæmi til 3. umræðu. Málinu var að umræðum loknum vísað til 3. umræðu. ★ JARÐRÆKTAKLÖG. Frumvarp til breytinga á jarð ræktarlögum kom til 2. um- xæðu í efri deild í dag. Fram- sögu fyrir meinliluta landbún- aðarnefndar hafði Bjartmar Guðmundsson (S), en fyrir minnihlutann Ásgeir Rjarnason (F). Að umræðum loknum var málið tekið út af dagskrá, en atkvæðagreiðslu frestað. ★ Frumvarp til laga um auka- tekjur ríkisins var afgreitt scm lög frá Alþingi í dag. ★ Frumvarp um sölu hluta lands jarðarinnar Miðhús í Egilsstaðakauptúni var af- greitt sem lög frá Alþingi í dag. ★ Óskar Jónsson (F) hafði fram sögu við 2. umræðu frumvarps til laga um lóðakaup ríkisins í leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. 10 ferðir tif Bretlands í viku - 11 til Neróurlanda ^ýMMMMMMtW»MMMMMMM»MMMMMMMVIMMMMMMMMMMMMMWMMMM%MMMVMM I GÆR, hinn 1. apríl gekk sumar- | áætlun millilandaflugs Flugfélags ; íslands í gildi. Sumaráætlunin er umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr, flognar verða fjórtán ferðir frá íslandi á viku eftir að áætlun- in hefur að fuUu tekið gildi. BRETLANDSFERÐIR Nýmæli í sumaráætluninni cru þrjár beinar ferðir milli Reykja- víkur og London á yiku hverri. Hér er um mikla aukningu að ræða, því auk fleiri ferða en áður, verða Cloudmasterflugvélar notað- ar á þessari flugferð en hver þeirra tekur um 80 farþega. Þá verða eins og undanfarin sumur, daglegar ferðir um Glasgow, þannig að 'il Bretlands verða tíu ferðir á viku frá íslandi. Viscount flugvél mun fljúga flestar Glas- gow-Kaupmannahafnar ferðirnar. NORDURLANDAFERÐIR Til Kaupmannahafnar verða ellefu ferðir á viku, þar af sjö um Glasgow sem fyrr segir, tvær um Oslo, tvær um Bergen, þar af er önnur beint flug frá Reykjavík til Bergen, en hin er með viðkomu á Vogey í Færeyjum. Færeyjaflug Flugfélags íslands hefst að nýju 19. maí n. k. og verður ferðum hagað þannig, að á þriðjudögum verður flogið frá Reykjavik til Vogeyjar í Færeyjum og þaðan til Bergen og Kaupmannahafnar. Á fimmtudögum frá Kaupmanna- höfn til Bergen og Færeyja og þaðan’ til Glasgow. Á föstudögum frá Glasgow til Færeyja og Reykjavíkur. GRÆNLANDSFERÐIR Á sumri komandi ráðgerir Flug- félag íslands tólf skemmtiferðir til Grænlands. þar af sex fjögurra daga ferðir til hinna fornu íslands byggða við Eiríksfjörð og sex eins dags ferðir til eyjarinnar Kulu- suk við austurströnd Grænlands. Nú eru fimm ár síðan slíkar skemmtiferðir til Grænlands hóf- ust og njóta þær sívaxandi vin- sælda ferðafólks. Fyrsta ferðin til Kulusuk verður frá Reykjavík 5. júlí, en lagt verður af stað í fyrstu ferðina til hinna fornu íslendinga- byggða 17. júlí. í.iTGF.RÐARMKNN - SKIPASMIDASTOÐVAR VÉLAEFTIRLITSMENN - TÆKNIFRÆÐINGAR JARÐVTUSTJÓRAR - MÁLARAMEISTARAR RYÐVARNARMALNING jFramleidd úr Fisk Olíu er komin til landsins RUST-OLEUM FISH OIL MÁLNING er eina málningin á markaðinum scm mála má með YFIR ryð, ÁN þess að sandblása það. RUST-OLEUM FISH OIL MÁLNING er eina málningin, sem smýgur í gegnum ryðið og myndar húð sem útilokar að loft geti myndað ryð. RUST-OLEUM er eina FISH OIL MÁLNINGIN ísem notuð hefur verið í 35 ár erlendis, með góðum árangri. RUST-OLEUM FISH OIL MÁLNING er eina málniugin sem raunverulega lækkar viðhaldskostnaðinn. SVNISHORN - VERÐ OG ALLAR UPPLÝSINGAR HJÁ KiSSLL^ Lækjargaía 6b - jphone 15960 milli 9-10 daglega. RUST-OIEUM GMM V. RUST-0IEUM SMS mt RUST-OLEUM RUST-0LEUM sim m RUST-OLEUM iGATNAHREINSUN (Framhald af 16. síðu). á að gizka 162.924 teningsmetrar. Auk þessa koma svo 327 ílát, sem hreinsuð eru aukalega gegn sér- stakri greiðslu, svo að alls eru hreinsuð í hverri viku 21.471 sorp- ílát. Vélsópar lireinsa nú á að gizka 85 km. miðað við götukanta og tóku þeir upp og *fluttu burtu ca. 5.600 tonn af götuafsópi. Auk þess var ekið burtu 2.610 bílförmum a£ afsópi og 756 förmum var ekið af opnum svæðum. Fylltar voru 12.916 sorptunnur, sém sorp- hroinsunin sér um tæmingu á. SNJOR OG HALKA Kostnaður við snjóhreinsun varð um 232.000.00 krónur, sem er langt fyrir neðan meðallag vegna góðr- j ar tíðar í f.vrravetur. Hafði verið varið 900.000.00 krónum til hins i sama árið áður. Kostnaður vegna hálku varð 526.000.00 krónur, nokkru lægri en árið áður, og voru til þess notaðir 632 teningsmetrar af sandi og 313 teningsmetrar a£ salti, sem blandað er með ryð- varnarefninu „Banox”. Loks má geta þess, að sprautað var 15.544 tonnum af sió á göturnar og í liann blandað 256 tuhnum af cal- cium chlorid, sem eyða á gerlum. LÓÐAHREINSUN Á árinu 1963 voru fjarlægðir 67 dúfnakofar og rifnir 107 skúrar, og hreinsaðar voru 1522 lóðir, þar . af 1285, sem eigendur greiddu fyrir hreinsun á. Var ekið burtu 761 bílfarmi af rusli. Tek að már hvers konar þýðing- ar úr og á ensku EIÐUR GUÐNASON, löggjltur dómtulkur og skjala- þýffandi. 4 3. apríl 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.