Alþýðublaðið - 03.04.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.04.1964, Blaðsíða 3
 Kandarískur láskólakór ímsækir ísland og heldur tónleika ULART (Framhald af 1. siðu). tölulega kyrrt er í Rio de Janeiro og Brazilíuborg. Á nokkrum stöðum í Rio Grande do Sul munu hafa átt sér stað hörð átök hcrsveita sem hliðholl- ar eru Goulart og hersveita, sem styðja nýju valdhafana í landinu. Ritari Goularts, Darcy Ribieró, sagði í boðskap til þingsins að Go- ulart væri farinn ásamt ráðherr- um stjórnarinnar til Rio Grande do Sul til að halda baráttunni á- fram. Þriðji herinn, sem staðsettur er í héraðinu Ksla, mun liú styðja nýju valdhafana, hermir Reuter, en í gær lýsti hann yfir stuðningi við Goulart. Fylkisstjórinn, Mene gheti, lýsti því yfir, að nýju yfir- völdin væru í þann veginn að skerast í leikinn í fylkinu. Hann skoraði á íbúana að styðja nýju valdhafana. Útvarpið í Sao Paúlo liermir, að fjöldi óbreyttra borgara hafi boðið sig fram sem sjálfboðaliða til þess að berjast með uppreisnarmönn- um og verja byltinguna. Sveitir frá 5. herstjórnarsvæð- inu eru á leið til Rio Grande do Sul til þess að ná sambandi við hluta 3. hersins, sem styður bylt- inguna, að því er útvarpið í Sao Pau.o hermir. Þær fréttir hafa borizt, að verka lýðssambandið í Rio Grande do Sul hafi skipað félagsmönnum sínum að veita uppreisnarmönn- um mótspyrnu. Sérstakar lögreglu sveitir munu hafa framkvæmt hús- rannsókn í aðalstöðvum verkalýðs- sambandsins og handtkeið 150 verkalýðsforingja. Mágur Goularts, Leonel Brizola, sagði í útvarpsræðu frá Porto Al- egre í dag: „Við munum halda mótspymunni áfram unz við höf- um unnið sigur á lireyfingu upp- reisnarmanna, sem hafa tekið völd in í landinu í sínar hendur á ólög- legan hátt.“ Seinna bárust þær fréttir, áff 3. herinn styddi hina nýju stjórn Rainieri MazziIIi forseta, og hann hefffi Porto Alegre á sínu valdi. Engu skoti liefur veriff hleypt af í héraöinu Rio Grande do Sul. í Washmgton sagði formælandi utanríkisráðimeytisins, að banda- ríska stjórnin fyigdist náið með gangi mála í Brazilíu. Þjóðarör- yggisráðið hefur haldið fund und- ir forsæti Johnson forseta, og er talið að þróun mála í Brazilíu hafi verið helzta mál á dagskrá. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Seint í gærkvöldi bárust þær fréttir að hersveitir andstæðinga Goularts hefðu náð á sitt vald Poerto Alegre síðasta virki fylg- ismanna Goularts. Þótt sumar fréttir segi, að Goulart sé flúin til Paraguay, herma aðrar að hann liafi haldið til sveitaseturs síns nálæg landamærum Argentínu. Poerto Alegre féll án þess að til blóðsúthellinga kæmi. íteykjavík, 31. marz - GG KÖLAKÓRINN frá Ríkishá- Norffur Texas, sem sagt var tér í blaffinu fyrir skemmstu, ir til Reykjavíkur nk. laug- jskvöld og heldur tónleika í ólabíói kl. 5 s. d. á sunnu- 5. apríl. Á mánudag mun in heimsækja Háskóla íslands 'ónlistarskólann í Reykjavík, m kvöldiff verffur haldiff kynn ■kvöld í Súlnasalnum aff Hó- !ögu, þar sem mönnum gefst ir á aff hitta hiff unga söng- o sem áður er getið mun kór syngja þriðjudaginn 7. apríl ifirði, miðvikudaginn 8. á Ak- ri og föstudaginn 10. apríl á íin.ianesi. Kórinn flytur bæði ^kirkjuleg verk, amerísk þjóðlög og einnig kóra úr amerískum söng Ieikjum. Móttökur kórsins annast ís- lenzk- ameríska félagið í Reykja- vík ásamt Tónlistarfélaginu, tón- listarfélögin á ísafirði og Akra- nesi og Tónlistarfélagið og ís- Ienzk-ameríska félagið á Akureyri. Héðan heldur kórfólkið til Lúxem borgar sunnudaginn 12. apríl. Kórinn hefur þegar sungið all- víða á Norðurlöndum og hvar- vetna hlotið hina lofsamlegustu dóma. Hafa blaðinu borizt um- sagnir þriggja blaða í Finnlandi, sem bera mikið lof á frammistöðu söngfólksins. Eins og áður hefur komið fram, er hér um að ræða kór nemenda fyrrnefnds háskóla, sem hefur sér staka tónlistardeild með 650 nem- endum og um 50 kennurum. Hefur kór þessi starfað við skólann sið- an 1939 og haldið yfir 800 tón- leika. Þar sem er um nemendakór að ræða, lætur að líkum og um töluverð mannaskipti er ávatt að ræða í kórnum, sem samt virðist hafa tekizt að halda mjög háum „standard" í efnisvali og flutn- ingi. Miðar að söngskemmtuninni á sunnudag verða seldir í bóka- verzlunum Sigfúsar Eymundsson- ar og Lárusar Blöndal frá hédegi á fimmtudag og auk þess í Ame- ríska bókasafninu í BændahöIliHni. Á sama tima og sömu stöðum verða seldir aðgöngumiðar að kynningarkvöldinu í Súlnasalmmi á mánudagskvöld. MOTMÆLAÁLYKTU N BSRB UM s. 1. áramót gerffi stjórn BSRB kröfu til ríkisstjórnarinnar um 15% launahækkun á föst laun og yfirvinnu ríkisstarfsmanna. — Krafan var byggff á 7. grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna, en í Itenni eru á- kvæffi um, aff ef almennar og veru legar kaupbreytingar verði á samningstímabilinu, geti samnings affilar krafizt endurskoffunar kjarasamnings án uppsagnar hans. Lögin unt kjarasamninga opin- berra Starfsmanna voru á sínum tíma sett meff samkomulagi ríkis- stjórnarinnar og BSRB. Meff setn- ingu þeirra laga fcngu opinberir starfsmenn affstöðu til aff hafa hönd í bagga er ákveffa skyldi Iaun þeirra, og jafnfraint gafst kostur þess að leiffrétta aff nokkru margra ára misrétti milli launa ríkisstarfs I manna og annarra stétta. í kröfugerð BSRB fyrir Kjara- j dómi sl. ár um laun ríkisstarfs- manna var ein höfuðröksemdin samanburður við aðrar stéttir. — Kjaradómur féllst þá að nokkru i leyti á rök BSRB, eins og dómur hans frá 3. júlí 1963 ber með sér.1 Með þeim dómi var sett ákveðið hlutfall milli launa ríkisstarfs- manna og annarra stétta — um leið og reynt var í fyrsta sinn að meta menntun, ábyrgð og sérhæfingu starfsmanna til hækkandi launa. í kjarasamningalögunum er samningstímabil ákveðið 2 ár. Þó skal núgildandi kjarasamningur gilda í 2j/2 ár eða til ársloka 1965. Þegar samið var um grundvöll laganna milli BSRB og ríkisstjórn- arinnar gekk stjórn BSRB inn á óvenjulega langt samningstíma- bil gegn því að fá inn í lögin á- kvæði 7. gr., sem hafði þann eina tilgang að tryggja, að opinberir starfsmenn drægjust ekki aftur úr um laun á samningstímabilinu. Ákvæðið um afkomuhorfur þjóðarbúsins á aðeins við þegar um er að ræða gerð nýs heildarkjara- samnings. Með algjörri synjun á kröfu BSRB hefur Kjaradómur gengið í berhögg við ákvæði 7. greinar lag anna, og gert að engu það öryggi, sem henni er ætlað að veita opin- berum starfsmönnum. Stjórn BSRB telur, að ríkisstarfsmenn hafi liaft lögverndaðan rétt til að lialda launahlutfallinu út samnings (Framliald á 15. síðu). ÓLAFUR TÚBALS ER LÁTINN OLAFUR TUBALS, Iistmálari and- aðist að heimili sínu Múlako'i í Fljótshlíff affafaranótt föstudags- ins langa. Ólafur Túbals var fæddur í Múlakoti áriff 1897 og voru for- eldrar hans Túbal Karl Magnús- son og Guffbjörg- Þórleifsdóttir. dót'ur. Hann var kvæntur Láru Eyjólfs- dóttur. Ólafur Túbals verffur jarffsung- inn frá HlíffareBdakirkju; næst- komandi laugardag. Nikosíu, 2. apríl (NTB - Reuter) SÁTTASEMJARI SÞ á Kýpur, frv. sendiherra Finnlands I Stokk hólmi, Sakara Tuomioja, kom síff- degis í dag til Nikosíu aff taka við starfi sinu, sem á að miða að því að sætta þjóffarbrotin á eynni. Tuomioja hafffi komiff við í Genf þar sem hann ræddi við forstöðu- mann Evrópuskrifstofu SÞ, Pier Spinelli. á leið shini til Kýpur frá New York. TÁNINGAÁST... (Framhald af 16. síðu). saman. Sjálfur verður Billy aft ur lítill og eins og afturganga af sjálfum sér og þau hverfa aftur til fortíðarinnar. Því miffur máttum við ekki vera að staldra lengur við. Æf- ingin er í fullum gangi þegar viff förum. Táningaástir hafa náð geysi- miklum vinsældum í heirna- landi sinu, Danmörku. Kon- unglega leikhúsið liefur sýnt þaff við metaðsókn, sem enn er ekkert lát á. Það er í mikið ráð- ist lijá Þjóðleikliúsinu að sýna þetta verk, sem er ákaflega vandasamt. Taktfast sefjandi tal, sem hvergi má skeika, — mikill og nokkuð vandasamur söngur. AUt er hnitmiðað eg gengur hratt fyrir sig. Allt bendir til að leikur þessi sé bæði tímabær og skemmti- legur og vissulega ætti áhuga- leysi á málefninu ekki að standa leiknum fyrir þrifum á sviði Þjóðleikliússins, Billy Jack og Maggie ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 3. apríl 1964 %

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.