Alþýðublaðið - 03.04.1964, Blaðsíða 8
^MiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiJiiititiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiitiitiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiii, 1111111111111111111 .iiiiiiiuiiiiiiitiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|iiiiiiiiiuiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiniiiiiiiiiiiMiiiiuiiiiiiiuiiiiHiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*iiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiirtiiii
iiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiii»iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiUMiiiiiiiiiiiuiiiiii(iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii:iiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiMiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiir
-■msm- .
Fyrsti apríl er mörgum uglu-
speglinum kærkominn dagur, enda
er gömul hefð, að þennan dag sé
leyfilegt að gabba náungann og
láta hann „hlaupa fyrsta apríl”
eins og sagt er.
Margar sögur eru til af
skemmtilegum tiltektum manna i
þessu sambandi. Dagblöðin £
Reykjavík hafa, sem kunnugt er,
ekki látið sitt eftir liggja hvað
„galgenhúmorinn” snertir, en
gabbað lesendur sína með „föisk-
um fréttum.” Þann fyrsta apríl
sl. voru flest dagblöðin með apr-
ílgabb, en misgóð að vísu.-
Væntanlega er engum misboðið
þó Mogginn fái fyrstu verðlaun að
þessu sinni fyrir gabb sitt, en
hann sagði frá nýju „Saura-máli”
sem upp hefði komið á bæ einum
í Mosfellssveit. Fréttin var vel
samin og eðlileg, en þó mátti með
góðum vilja sjá að hér var um
furðufreen að ræða — og þó.
Vikublaðið Fálkinn var með á-
gæta grein í tilefni þess fyrsta,
en þar segir frá stjórnarbyltingu,
sem nokkrir kunnir góðborgarar
gera.
Að þessu sinni var Tíminn ekki
með aprílgabb, enda má ekkl o£
mikið af gabbi gera, en skemmst
að minnast skemmtilegrar frétt-
ar þessa daeblaðs fyrir nokkrum
árum. Rlaðið sagði frá því að
verið væri að selja romm á útsölu
í áfengisverzlun ríkisins og væri
rommið selt í lítratali. Væntan-
legir kaupendur voru því beðnir
um að hafa með sér ílát undir
mjöðinn.
Þann dag var stöðugur straum-
ur fólks f „ríkið”, berandi margs
konar ílát, svo sem mjólkur-
flöskur, mjólkurbrúsa o. fl.
Ekki má glevma þætti Ríkis-
útvarpsins í glensi fyrsta apríls.
Er skemmst að minnast frásagn-
ar þess í fréttaauka, þegar Stef-
án Jónsson, fréttamaður, sagði
frá fvr.stn ferð mótorskipsins,
„Vanadísar” til heimahafnar
þess — Selfoss. Margir hlustend-
FRÉTTIR frá Brazilíu herma,
að borgarastyrjöld sé yfirvof-
andi í landinu. Deildir úr hern-
um og nokkrir fylkisstjórar
hafa gert uppreisn gegn stjórn
Joao Goularts forseta. Verka-
lýðssamtökin hafa snúizt gegn
uppreisninni, boðað allsherjar-
verkfall og hótað að berjast
gegn uppreisnarmönnum, ef
nauðsyn krefji.
Goulart hefur alið á úlfúð og
ágreiningi vinstri- og hægri
sinna síðan hann tók við for-
setaembættinu 1961. En nýlega
lét liann af málamiðlunarstefnu
þeirri, sem varð til þess, að
hann var sakaður um tækifær-
ismennsku, og tók eindregna
vinstri afstöðu. Eins og al-
gengt er í stjórnmálum Suður-
Ameríku, hefur þetta leitt til
uppreisnar af hálfu hægri
manna.
Það var sú ákvörðun Goularts
að koma á þjóðfélagslegum og
pólitískum umbótum, sem kom
af stað hörðum stjómmála-
deilum og hefur nú leitt til
uppreisnar. Hugmyndir Goul-
arts mættu eindreginni and-
stöðu þingmanna, margra fylk-
isstjóra og annarra, sem töldu
þær hættulegar, þar eð þær
væru mjög róttækar og jafnvel
yrði ekki refsað og mun Goul-
art hafa staðið á bak við full-
vissanirnar. Þetta vakti mikla
gremju, einkum meðal her-
herforingja, sem kröfðust þess,
að uppreisnarmönnum yrði
stranglega refsað fyrir agabrot.
Herforingjana grunaði, að
uppreisnin hefði verið „sett á
svið” til að sannfæra þá um,
að ef þeir hygðust láta til skarar
skríða gegn stjórninni, gætu
þeir ekki treyst þvi, að ó-
breyttir liðsmenn fylgdu þeim
að málum.
Goulart forseti á mestu fylgi
að fagna meðal verkamanna.
Andstæðingum hans hefur
smám saman aukizt fylgi meðal
millistéttanna, sem hafa orðið
fyrir barðinu á verðbólgunni,
sem stjórnin hefur ekki ráðið
við, og einnig njóta þeir fylg-
is landeigenda og yfirstéttar-
fólks. Verkalýðssamtökin hafa
haldið því fram, að íhaldssam-
ir herforingjar vilji gera Dutra
marskálk að forseta. Dutra
marskálkur var forseti eftir lát
Vargasar og kom aftur á lýð-
ræði. Nýlega hvatti hann þjóð-
ina til að sameinast til þess
að bjarga lýðræðinu „meðan
enn gæfist tími til.”
Hins vegar virðist helzti for-
UPPREISNIN
8 3. apríl 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Goulart.
(BRASILÍU
kommúnistískar. Þá er ástand-
ið í fjármálum landsins bág-
borið. Skuldir við útlönd nema
3.8 milljörðum dollara og dýr-
tíðin jókst um rúmlega
80% í fyrra.
★ RÓTTÆKAR TILLÖGUR.
Umbætur þær, sem Goulart
boðaði, eru m. a. í því fólgn-
ar, að ólæst fólk og óskrifandi
(sem er um helmingur þjóðar-
innar) fái kosningarétt, svo og
hermenn, allir fái jafnan rétt
til embætta, stjórnin fái vald
til að kaupa jarðnæði, sem tek-
ið er eignarnámi, með ríkis-
skuldabréfum til langs tíma en
ekki fyrirframgreiðslum, að
flokkar, sem nú fá ekki að
starfa, verði leyfðir (m. a. kom-
múnistaflokkurinn) og laga-
ákvæði um, að forsetinn hafi
ekki löggjafarvald, verði af-
numið.
Miðstéttirnar og landeigend-
ur ráða mestu á þingi og telja,
að þeim sé ógnað með þessari
stefnu Goularts, og þótt talið
sé, að tillögurnar kynnu að
draga nokkuð úr sívaxandi ólgu
í landinu, er Goulart grunaður
um græsku vegna þess, að
hann er orðlagður fyrir tæki-
færisstefnu í stjórnmálum. Þar
sem heraflinn fékk því til leið-
ar komið, er Goulart tók viS
forsetaembætti, að völd hans
voru takmörkuð, varð hann að
stunda erfiða jafnvægislist til
þess að fá þau aftur, og það
tókst honum að lokum í þjóðar-
atkvæðagreiðslu í fyrra.
★ GREMJA HERFORINGJA.
í síðustu viku hitnaði mjög í
kolunum, þegar um eitt þúsund
hermenn og sjóliðar, sem styðja
tillögur Goularts, gerðu upp-
reisn í Rio de Jáneiro. Þeir
gáfust upp, er þeir höfðu ver-
ið fullvissaðir um, að þeim
ingi uppreisnarinnar vera Car-
los Laeerda, fylkisstjóri í Gu-
anabara-fylki.
★ MIKIL VANDAMÁL.
Vandamálin, sem Brazilíu-
menn eiga við að stríða, eru
mörg. í Brazilíu búa 70 millj-
ónir manna eða þriðjungur
allra íbúa Suður-Ameríku. Hún
býr yfir miklum náttúruauð-
legðum og gæti verið auðug-
asta land rómönsku Ameríku,
en að mörgu leyti er hún fá-
tækasta landið.
Misræmið milli liáleitra
vona og hins harða raunveru-
leika er mikið og tákn þess er
hin nýja og glæsilega höfuð-
borg, Brazilíuborg, þar sem
háir skýjaklúfar gnæfa við
himinn skammt frá frumstæð-
um þorpum.
Þrátt fyrir náttúxuauðlegð
lifir um helmingur þjóðarinn-
Kort af Brasiiíu.
ar við skort. Bágust eru kjör
fólksins í hinu eyðilega norð-
austurhéraði, en íbúar þess
eru um 27 milljónir.
Vandamálin virðast óvið-
ráðanleg. Gífurleg spilling
ríicir í þjóðnýttum fýrirtækj-
um (járnbrautir, kaupskipa-
floti og olíuiðnaður) og þar og
á fleiri sviðum ríkir óstjórn
og dugleysi. Miklu fjármagni
er komið til útlanda, einkum
Sviss og Bandaríkjanna). - Á
árunum 1961-62 er talið að fé
það, sem komið var fyrir í er-
lendum bönkum, hafi numið
meira en einum milljarði dala.
KASTLJÓS
★ QUADROS.
Vandamál Brazilíu hófust fyr
ir alvöru, þegar hinn vinsæli
einvaldur, Getulio Vargas for-
seti, fyrirfór sér í forsetahöll-
inni 1954. Tveir flokkar skiptu
á milli sín arfinum eftir hann,
var annar þeirra íhaldssamur
en hinn kallaðist Verkamanna
flokkurinn. Báðir flokkarnir
voru stefnulausir, illa skipu-
lagðir og foringjalausir. Þetta
gerði það að verkum, að stjórn
málastarfsemi einkenndist öll
af málamiðlunarlausnum og
herinn varð allumsvifamikill. í
Brazilíu gegnir herinn þyí
hlutverki í stjórnmálunum að
skerast í leikinn, þegar glund-
roði og öngþyeiti virðist ætla
að verða allsráðandi.
Árið 1960 var Janio Quad-
ros, ofstækisfullur, duglegur
en mjög fljótfær maður, kos-
inn forseti með miklum meiri-
hluta atkvæða. Hann náði kosn-
ingu vegna loforða sinna um
umbætur á sviði sórjtn
umbætur á sviði stjórnmálá og
efnahagsmála, en þegar Quad-
ros hafði verið við völd í sjö
mánuði, sagði hann af sér, enda
hafði starfið valdið honum
miklum vonbrigðum.
★ GOULART TEKUR VIÐ.
Varaforseti hans var Joao
Goulart, sem kallar sig sósíal-
ista, þótt hann sé í hópi auð-
ugustu landeigenda Brazilíu. Á
marga vegu hefur hann sýnt
mikla samúð með Rússum og
einnig Kínverjum.
Þegar Quadros sagði allt í
einu af sér, var Goulart á
ferðalagi í Kína. Hann var þá
kvaddur heim, en áður hafði
herinn, sem óttaðist fyrirætl-
anir Goularts, sett bráðabirgða
lög f samráði við stjórnmála-
flokkana, sem kváðu á um, að
þingbundin stjóm yrði inn-
leidd og völd forsætisráðherra
aukin á kostnað forsetans. Hins
vegar voru lög þessi sett í svo
miklum flýti, að fjölmörg
vandamál biðu úrlausnar og
voru óleyst — og stjórnin
lamaðist. t
Niðurstaðan varð sú, að fjór-
ir forsætisráðherrar tóku við
hver af öðrum, en þeir voru
skamman tíma við völd og þeim
tókst ekki að stjóma eða
mynda ráðuneyti, sem gætu lát-
ið eitthvað af sér kveða. Smám
saman varð þjóðinni ljóst, að
sú skoðun Goularts væri rétt,
að Brazilíu væri aðeins hægt að
bjarga með því að koma aftur á
forsetastjórn, þ. e. dugandi
stjórn eins manns.
★ ÖFREMDARÁSTAND.
í janúar í fyrra var það bor-
ið undir þjóðina hvort koma
ætti á forsetastjórn og jafnvel
kommúnistar ráðlögðu áhang-
endum sínum að greiða tillög-
unni atkvæði. Hún var sam-
þykkt með yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða, en kjörnsókn
var mjög lítil í þjóðaratkvæða
greiðslunni.
En á meðan þessu fór fram,
voru efnahagsmálin í miklum
(Frarahald á 10. síðu).
111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
MMMMMMMMMMMMIMMMIMMMMMMMMII MIMIIIMIIIIIIMIIIIIIIIIMMIIMMIMIIIIMIIMIIMIIIMIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIMIIIIIMIIIIIIIIIIMIMIIIIIIMMMIIMMIII .MMMMMMIMMMMMIMMMIMMMMMMMUM>>