Alþýðublaðið - 03.04.1964, Blaðsíða 16
MIKILL FISKUR
Á LAND í EYJUM
Vestmannaeýjum 2. apríl
ES - GO
MIKILL fiskur barst hér á land
fi gær, enda var afli netabátanna
nú jafnari en nndanfarið. Margir
tbátarnir voru með 20—30 tonn.
iVótabáíarnir voru líka með mik-
finn afia í gær eins og kunnugt er.
'að fyrri fréttum.
m
Mikið gaus úr Surti í gær og
fitóð gosið allan daginn. Sigurður
JÞórarinsson jarðfræðingur fór út
?að gosinu með ffeira fólki á vél-
bátnnm Haraldi og er spjall við
Íitann annarsstaðar i blaðinu. i
Sorp- og gatnahreisun
fyrir 23 milljónir 1963
Rúmlega 21 þúsund öskutunnur eru nú í notkun
Reykjavík, 2. apríl - GG
TIL hreinsunarmála í höfuðborg-
inni var varið á árinu 1963 23.247.-
000.00 krónum, þar af 11.6 millj-
ónum til sorplircinsunar og 8.5
milljónum til gatnalireinsunar, en
lægri upphæðum til annarra
verka, sem undir hreinsunardeild-
ina heyra. Þetta kemur fram í
skýrslu borgarverkfræðings, seþi
nýlega hefur borizt blaðinu,
Starfsmenn hreinsunardeildar á I
árinu voru 148, að meðtöldum I
verkstjórum og bílstjórum, en
fram er tekið, að mannekla hafi
háð nokkuð starfi sorphreinsunar-
deildarinnar á árinu. 29 bílar voru
í notkun lijá deildinni á árinu,
þar af 22 bílar í eigu bæjarins, 2
vélsópar, 1 ámokstursvél, 1 snjó-
blásari, 1 liolræsasnigill, 1 vatns-
dæla og 4 sanddreifarar. I
SORPHREINSUN
Sorphreinsuparbílar voru á ár-
inu 17 talsins, auk bíls með lyfti-
tækjum, sem notaður var til að
lyfta stæiTi lilutum í sambandi við
lóðalireinsun. í árslok 1963 vóru
21.144 sorpílát í notkun í bænum
og hafði þeim fjölgað um 1.017 á
árinu. Ekið var brott 20.114 bíl-
förmum af sorpi, sem að magni var
(Framhald á 4. síðu).
Frá 23. maí til ágústloka verða
fastar ferðir um hveria helgi til
Þórsmerkur og Landmannalauga
og frá 4. júlí til ágústloka verða
fastar helgarferðir til Kerlinga-
fjalla og Hveravalla.
Auk þessara föstu Helgarferða
verða 39 aðrar ferðir um helgar
bæði gönguferðir og ökuferðir.
Að lokum má svo nefna skíða-
námskeiðin, sem ráðgerð eru í
Kerlingafjöllum í júlí og ágúst, en
þau eru á vegum ferðafélagsins og
íþróttakennaranna Eiríks Haralds
sonar og Valdimars Örnólfssonar.
Þau verða 6 talins, þrjú átta daga
og þrjú sjö daga.
Sæluhús ferðafélagsins eru nú
átta og er þeim ferðamannaliópum,
sem óska að fá gistingu þar í sum-
ar, ráðlagt að leita þar um leyfis
með góðum fyrirvara, því að ann-
ars er hætta á, að þau hafi verið
lofuð öðrum þegar til á að taka.
i^wwwtvvmwwwwwvwwwwwmvwmwiiwwwwwvwMMWwwwMvv
Rúrik Haraldsson og Bryndís Scram í hlutverkum sínum. Mynd: GO.
TEKIÐ í TÁNINGAGOÐIN
Reykjavík, 2. apríl - GO.
Á laugardaginn verður söng-
leikurinn Táningaástir frum-
sýndur í Þjóðleikhúsinu. Leikur
þessi er sem kunnugt er af
kynningum, bitur og miskunn-
arlaus ádeila á hjáguðadýrkun
táninga, þó ekki ádeila á táning
ana sjálfa, heldur goðin og
valdið, scm á bak við stendur.
Billy Jack er dægurlaga-
söngvari af aumustu og væmn-
ustu ger<$, en auglýsingaskrum,
tillitsleysi Iians sjálfs og alger
skepnuskapur, lyfta honum á
hæsla pall. Hann er leikiun af
Rúrik Haraldssyni. Konu hans,
Maggie, leikur Herdís Þorvalds
dóttir. Ástin verður henni að
bana. Plastkónginn leikur Ró-
bert Arnfinnsson og dóttir hans
er leikinn af Bryndísi Schram.
Textahöfundur Billys er leik-
inn af Benedikt Árnasyni, sem
jafnframt er leikstjóri ásamt
danska ballettmeistaranum
Erik Bidsted.
Við hittum þannig á I dag,
þegar við komum á æfinguna,
að Billy Jack sat hjá konu sinni
vcikri og miður sín af eiturlyfj
um og var að undirbúa blaða-
mannafund. Hún fer hinsvegar
upp á loft til að deyja og við
bað stendur hún. Léttklæddar
skvísur og plastprinsessan koma
fram á sviðið og Billy syngur,
fettir sig og kælir að liætti
bítla og prestleya. Ljósin blikka
og eiga að tákna myndatökur
blaðaljósmyndara og við tökum
myndir í sömu mund og allt
verður þetta dálítið skoplegt.
Konan deyr, en gengur aftur
í gömlu peysunni sinni og galla-
buxunum og með taglið, sem
liún hafði einu sinni meðan
þau Billy voru að byrja að vera
(Framliald á 4. síðu).
Billy Jack í „stuði“
45. árg. — Föstudagur 3. apríl 1964 — 75. tbl.
EKKERT HRAUN
GOS ÚR SURTI
Reykjavik, 2. apríl - GO
DR. SIGURÐUR Þórarinsson fór
út að Surtsey í fyiradag á vél-
bátnum Haraldi. Blaðið átti tal
við hann I dag um ferðina og lét
hann mjög vel af henni. Sagði að
gosið væri enn mjög skemmtilegt.
Gígurinn hefði nú að mestu
lokað sér, þannig að ekki rynni
lengur sjór í hann og þá tæki
liann til við að gjósa eldsúlum og
hraungjalli sem ylti niður hlíðarn-
ar svo þétt að mönnum gæti virzt
úr nokkurri fjarlægð að um sam-
fellt hraungos væri að ræða, en
svo væri þó ekki. ’
Aðspurður um endingarhorfur
eyjarinnar, sagði Sigurður, að
hann væri vongóður um að hún
entist eitthvað því þetta væri orð-
ið býsna mikið eyland. Hann sagði
að frá sínum bæjardyrum séð jafn
aðist ekkert á við ferð út að eynni
á sjó, en bezt væri ef menn vildu
lifa ógleymanlega stund, að fljúga
fyrst að gosinu og skoða það úr
lofti, en fara síðan sjóleiðina frá
Eyjum með Haraldi.
FERÐAFÉLAGIÐ ÁÆTLAR
104 FERÐIR í SUMAR
Reykjavik, 2. apríl - KG
FERÐAÁÆTLUN Ferðafélags ís-
lands fyrir sumarió 1964 er nú
komin út og er f jölbreytt að vanda.
Eru að þessu sinni áætlaðar 104
lengri og skemmri ferðir. Eru
meðal annars áætlaðar 3 ferðir
um Ilvítasunnuna, 18 sumarleyfis-
ferðir, 78 helgarferðir og auk þess
verða svo á vegun félagsins 6
skíðanámskeið í Kerlingafjöllum.
Um Hvítasunnuna verða farnar
3 tveggj’a og liálfs dags ferðir á
Snæfellsnes, og í Þórsmörk og
Landmannalaugar.
Ráðgerðar eru 18 sumarleyfis-
ferðir og taka þær 4-13 daga. Má
þar meðal annars nefna 9 daga
ferð í Herðubreiðarlindir og Öskju
og verða í þeirri ferð heimsóttir
flestir fcgurstu Norðanlands og
gengið á Herðubreið ef veður leyf-
ir. Þessi ferð liefst 27. júní. Þá er
7 daga ferð austur í Öræfi. Fjög-
urra daga ferð um Síðu að Lóma-
lA>mWMMVVMVUVM'mWWWmUMWWVVWWVtV4VWVWWWWWWWWVHWVW»-
gnúp. Þann 15. júlí er ráðgert að
leggja af stað í 12 daga ferð til
Öskju og þaðan vestur um þvert
Ódáðahraun, í Suðurárbotna og
niður í Bárðardal en þaðan um
Mýri og á Sprengisand og komið
við í Veiðivötnum.
Þá eru og ferðir um Kjalvegs-
svæðið og Fjallabaksvegina. Tólf
daga ferð um Miðlandsöræfin hefst
5. ágúst og er það afar fjölbreytt
og tilkomumikil hálendisferð. —•
Ferð verður að Lakagígum, er á-
ætlað að hún taki 6 daga og hefst
11. ágúst. Og að lokum má svo
nefna fjögurra daga ferð til Veiði-
vatna og verður önnur leiðin far-
in um Búðarháls.
Um verzlunarmannahelgina eru
ráðgerðar 5 tveggja og hálfs dags
ferðir. Eru þær til Þórsmerkur og
Landmannalauga, í Breiðafjarðar-
eyjar og kring um Jökul, til Kerl-
ingafjalla og Hverafjalla og svo
er ferð í Hvannagil á Fjallabaks-
vegi syðri.