Alþýðublaðið - 19.04.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.04.1964, Blaðsíða 3
Indlandspistlar frá Sigvalda Hjáimarssyni I aS fara gangandi, þótt allt sé mcS | felldu. — í>að gekk vel. Nagwang Dhag ' pa er alltaf jafn rólegur og yfir- | lætislaus. Það gekk prýðilega. í Hann heldur svo áfram eftir dá litla þögn. langar auðsjáanlega ekki til að gera mikið veður út af því, sem ævintýaralegt getur tal- izt. ÉG NOTA stundum tvö orð til að lýsa íslandi fyrir útlendingum: yíðátta og þögn. Þessa tilfinningu hef ég oft þar heima á björtúm sumardegi, eink- um uppi á heiðum. En ég fékk þessi orð að láni fyr ir mörgum árum úr ítalskri ferða- bók frá Tíbet. Þau voru texti und- ir mynd. Myndin var af ríðandi manni, sem fór mikinn gamla troðna götu yfir nakinn mel, og að baki honum risu svipmikil f jöll í fjarska yfir bera og harðneskju- leg víðáttu. sanskrlt, hindí og ensku auk síns móðurmáls. Nagwang Dhagpa er hæglátur maður,. talar rólega og hugsar hvert orð. Hann virðist sérstak- lega góður á taugum, eins og kom- izt er að orði. Ég bauð honum te, og hann bauðst til að skenkja á bollann bæði fyrir mig og sig. Hann gengur daglega í skyrtu og buxum að vestrænum sið, en fyrir beiðnl mína fór hann í hinn rauðbrúna munkakufl. Sá bún- ingur er eins konar pils, gert úr — Við forðuðumst alfaraleiðir, fónun eiginlega beint suður frá Sigtatse yfir fjallgarðinn, í gegn- um skörð, sem liggja rétt vestan við fjallið Everest. Við klæddumst í larfa og létumst vera betlarar. — Hittuð þið aldrei Kínverja á leiðinni? — Jú, en aðrir voru óheppnari én við. Við hittum nokkrum sinn- um kínverska hermenn, en þeir þekktu okkur ekki, héldu, að við værum einhver flökkulýður og sögðu bara: Látum þau fara. Svo komum við loks niður í Nepal. Mig hefur lengi langað til að hitta fyrir tíbezkan lama og spyrja Ungur lama frá Tíbet hefur nú ! komið til minna húsa. Ég sýndi honum myndabók frá íslandi, og hann sagði: — Þetta land er líkt og Tíbet. Og hann benti sérstaklega á mynd af tveimur ríðandi mönn- um í óbyggðum. í fullri alvöru: Á vissum stöð- um er yfirbragð þessara landa ekki ólíkt, líka að vissu leyti ,veð- urfarið, og Tíbet liggur þeim mun hærra yfir sjó, sem ísland er norð ar á hnetiinum. Hinn ungi lama heitir Nagwang Dhggpa og er frá Lhasa. Þetta nafn var honum gefið, er liann gerðist andlegrar stéttar maður, en hét öðru nafni ungur drengur. Faðir hans var hár embættismað- ur hjá stjórn Dalai lama, en er dáinn fyrir mörgum árum. Móðir hans er gift í annað sinn, tíbezk- um málara. Gamall lama hafði sagt móðui'inni, að drengurin'n væri endurborinn einhver sér- stakur lama, sem liann tilnefndi, og mikið orð hafði farið'af, og fyr ir því sendi hún drenginn í klaust- ur, Debungklaustrið, sem er stærsta klaustur í Tíbet. Nú er hann flóttamaður á Indlandi, 2'1 árs gamall. — Ég veit ekkert um þetta sjálf ur, segir hann um þá fullyrðingu, að hann sé einhver spekingur end urborinn. Ég trúi því í rauninni ekki, því að ég er mjög fávís mað ur. En liann er nú samt ærið vel að sér þótt ungur sé. Hann liefur far- ið i gegnu^i hina erfiðu þjálfun hinna tíbezku klaustra, síðan hann var 10 ára, og liann les og ritar 1 geysivíðum hólk úr voð, gyrt und ir behi, og yfir borin eins konar skikkja. í Tíbet er kuflinn gerður ! úr ull, en á Indlandi er notað þynnra efni. Annað er ekki ger- andi vegna liitans. Hinn gula hjálm laga hatt lamans hefur hann ekki og mjög fáir lamar, sem tekizt hefur að flýja. —• Hvemig tókst þér að komast út úr Tíbet, spyr ég yfir teboll- anum. — Það gerðist eitthvað níu mán uðum eftir að hans heilagleiki Dalai lama fiúði, svarar hann. Ég fór til Lhasa frá klaustrinu af því að kunnur fræðimaður flutti þar fyrirlestur um andleg efni. Móð ir mín og stjúpfaðir voru þá í Sigaise, hann í fangelsi hjá Kín- verjum. Ég fór ekki aftur til klaustursins, heldur snéri mér til kínversku herstjórnarinnar og sótti um leyfi að fara til Sigatse að finna móður mína. Það leyfi var veitt, ef ég yrði ekki nema mánuð í ferðinni. Ég fór svo til Sigatse. Kínverskir hermenn fluttu mig þangað í bíl. — Og hafðir þú í huga að flýja? —• Já, ég vildi fá móður mína til að flýja með mér, en hún vildi ekki fara srtax, sagði að hún von- aði að maður hennar yrði leystur úr haldi. Ég beið því í Tashilumpo klaustrinu í fjóra mánuði. Þá var stjúpföður mínum sleppt og við tókum til óspilltra málanna að und irbúa flóttann. — Og hvernig gekk? spyr ég á- fjáður, því að þau urðu að flýja hæsta og erfiðasta fjallgarð lieims — leið, sem undir öllum kringum- stæðum er ævintýralegl þrekvirki I liann um þá þjálfun, sem á þá er I lögð í klaustrunum. En Nagwang j Dhagpa er fáorður um hana. Hann | lofar þó að gefa mér seinna form fyrir hugleiðingu, sem hann teldi bezt í samræmi við þau fræði, er hann hefur lært. — Það þarf að ná eðlilegu valdi yfir möguleikum hugsrmarinnar en það skortir margan óæfðan í þessum efnum, segir hann. Það þarf líka að leggja áherzlu á það hugarfar, vilja leggja sitt fram til að stuðla að farsæld allra. En þjálfunin er mjög misjöfn eftir því um hvaða reglu er að ræða. Sjálfur er Nagwang Dhagpa til- heyrandi hinni siðbættu reglu, sem köliuð er Gelugpa, gulhatta- regla, en það er regla Dalai lama, í rauninni alls ráðandi í trúarlífi Tíbeta. Aðrar helztu reglur hins tíbezka Búddhisma eru: Kagyutpa, mjög hrein bhúddhísk regla, sem hefur yfir að ráða mikilii esóter- ískri þekkingu; Njingmapa, hinn elzti tíbezki bhúddhismi, mjög blönduð alls konar forneskju; Sak- yapa, nú orðið í litlu frábrugðin þeirri, sem næst var talin á undan. Þar að auki er svo Bönpa, hin upp runalega trú Tíbeta, áður en JBúddhisminn kom þangað. — Fyrstu árin í klaustrinu er lögð áherzla á heimspekilegt nám, segir hinn ungi lama, mikið um lestur og bóklærdóm yfirleitt, jafn framt stöðugri hugrænni þjálfun til að æfa minni, skilning og hvers konar starfshæfni hugans. En hag nýta þjálfunin kemur aðallega seinna. Þá koma æfingar byggðar á kenningum um hugræna og iif- Nagwang Dhagp’a, himi 21 árs gamli flóttamaður, sem hyggst þýffa tíbetskar bækur á enska tungu. eðlisfræðilega gerð mannsins, ekki nema að litlu leyti viður- kenndar af vestrænum vísinda- mönnum. Ég spurði hann um þær sögu- sagnir, að sumir tíbezkir lamar réðu yfir öflum, sem venjulegt ■ fólk ekki þekkti. — Hvað um Tomo, það að gcta haldið á sér liita úti í frosti, klæð lítill eða klæðalaus? Hvað um Phowa, það að geta farið úr líkam anum? Nú er ég víst farinn að færa mig inn í landhelgi leyndra fræða. En Nagwang Dhagpa svarar hógvær- lega: — Það er ýmislegt hægt, er mér sagt. Hann varast að fullyrða nokkuð. — Ef ávöxtur hangir á þessu tré — og hann bendir út um glugg ann á hátt tré, sem stendur á flöt- inni framan við húsið — og lama, sem er vel að sér í þessum efnum, vill láta hann detta, þá dettur hann. Hann notar til þess öfl, sem venjulegu fólki eru liulin. Ég kann þetta ekki, en ég veit nokkurn veg inn aðferðina. Tumo og Phowa eru ekki tóm vitleysa. Eftir þetta berst talið að tíbezk- um bókmenntum. Nagwang Dliag- pa staðfestir, að það séu til ó- grynni af bókum um hugræna þjálfun í Tíbet, sem enginn vest- rænn maður þekkir. Hann kann- ast við ýmsar þýðingar á tíbezk- um bókum, en segir þær vera hreina smámuni hjá því sem til er óþýtt. Það er líka alkunna, að tíbezkar bókmenntir eru að kalla óþekktar, eiginlega eina svið heimsbókmenntanna, sem ekki hef ur verið sæmilega kannað. Bækur voru alltaf vel geymdar í Tíbet, af því hve mikill var áhugi manna á trúmálum og heimspeki, þ. e. hjá hinum menntaða hluta þjóðarinnar. Loftslag í Tíbet er líka heppilegt fyrir geymslu bóka, þurrt og svalt, og sú aðferð að prenta með spjöldum (xylograph) hjálpaði einnig til. Þótt bækum- ar sjálfar væru lesnar upp til agna voru spjöldin til í klaustrunum, og unnt að prenta á ný ef á þurfti að halda. 1 Fyrir utan þær bækur, sem bein línis voru ritaðar í Tíbet, hefur geymzt þar mikið af fornum ind- verskum ritum, ritum, sem nú eru hvergi til nema þar. Um það leyti, isem Muhaine?|strúarmenii voru að ryðjast austur um norðan vert Indland og eyða því sem eft- ir var af búddhískum menntasetr- um þar, var áhugi Tíbeta vaknaið- ur á búddhískum menntum. Þeir fóru þá hver af öðrum til Indlands til þess að ná í bækur, og þýddu yfir á sitt mál. Einnig buðu þeir heim indverskum spekingmn og fræðimönnum, sem ílentust í landi hinna miklu fjalla. — Dvöl mín í Adyar stendur í sambandi við það, að ég hef í hyggju að hjálpa til að þýða tí- bezkar bækur á ensku, segir Nag- Framhald á bls. 10. STÖRVINNINGAR ' MÁNUfll ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 19. apríl 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.