Alþýðublaðið - 19.04.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 19.04.1964, Blaðsíða 11
Hér hefur Hannes boltaiut á línu og ma rk er óumflýjanlegt. Ljósm. BB. Verðlaunahafar meff bækurnar. Fredensborg - Víkingur 19:19 - Liðið er svipað að styrk- leika og íslenzku liðin FYRSTI leikur norska hand- knattleiksiiðsins Fredensborg frá Osló hér á landi fór fram á föstudagskvöld og mættu Norð- mennlrnir gestgjöfum sínum, Vik- ingi. Jafntefli varð, 19-19, en i hléi höfðu Víkingar 5 mörk yfir, 12 gegn 7. Norðmennirnir höfðu betur í upphafi, en greinilegt var, að þeir kunnu ékki alls kostar við sig ‘ í’ Hálogalandshúsinu, frekar en önn ur lið, sem sótt hafa okkur heim undanfarin ár. Fyrsta mark leiks- ins skoraði fyrirliðinn Svestad beint dr fríkasti, en fyrirliði Vík- ings, Pétur Bjarnason, jafnaði með góðu skoti. Næstu þrjú mörk HEIMSMET í DAG? í dag kl. 3 hefst síðari keppnisdagur afmælissunds- móts KR í Sundhöllinni. — Meðal keppenda er skozka sundfólkið og niá fá áhorf- endur að sjá heimsmethaf- ann Bobby McGregor í sinni uppáhaldsgrein, 100 m. skrið sundi. Einnig verður keppt í f jölmörgum öðrum skemmti- iegum greinum. WMvmmwmmmwmww skoruðu Norðmenn, F. A. Johan- sen, Scjgn, og E. F. Hansen af línu. Víkingar voru nú ekki á þvi að gefast upp, þrátt fyrir mót- laetið o'g Jóhann skoraði tvívegis og Rósmundur einu sinni og aft- ur yarð jafnt 4 gegn 4. Enn kom þriggja marka kafli frá Fredens borg, Syestad skoraði tvö, úr víta- kasti og fríkasti og Inge Hansen eitt. Hm þetta leyti var hálfleikur ínn háifnaður og það sem eftir var, koihu Norðmenn lítt við sögu því' að TVÍkingar skoruðu 8 mörk gegn engu fram að hléi! Rós- mundur fjögur, þar af þrjú úr vítakasti, Gunnar Gunnarsson 2, og Hannes og Árni eitt mark hvor. Mjög góður kafli hjá Víking og ekki var leikur Norðmanna neitt til áð hrópa húrra fyrir. ★ Norðmenn jöfnuðu í síðari hálfleik. Fyrstu mínúturnar í síðari hálf leik bar það helzt til tíðinda, að þrem Norðmönnum var vísað a£ leikvelli fyrir hörku, þ.á.m. mark Verði liðsins. Þó að Norðmenn væru um tíma tveimur mönnum færri minnkuðu þeir stöðugt bil- ið og náðu tvívegis yfirhöndinni, 16-15 og 18-16. En Víkingar jöfn- uðu leikinn aftur og 2-3 mínútum fyrir leikslok höfðu Víkingar náð yfirhöndinni á ný, 19-18. Síð- ustu mínúturnar voru mjög spennandi, Norðmenn sóttu ákaft og nokkrum sek. fyrir leikslok var dæmt vítakast á Víking, sem Svestad skoraði úr, þannig, að leiknum lauk með jafntefli, 19-19. Nokkuð sanngjörn úrslit, en Vík- ingur átti meiri sigurmöguleika. ★ L I Ð I N . Norska liðið með alla sína lands liðsmenn er svipað að styrkleika og íslenzku liðin í I. deild og þau beztu í II. deild. Að vísu má segja að húsið hafi háð þeim nokkuð. (Framhald á 13. síSu). Evrópulið gegn 23 leikmenn hafa verið valdir í Evrópulið, sem á að leika við úr- valslið Norðurlanda í tilefni 75 ára afmælis danska knattspyrnu- sambandsins, en leikurinn fer fram í Idrætsparken 23. maí. Leikmennirnir eru: markmenn Jasjin, Sovét. Tilkowskij, V.- Þýzkalandi, Nicolay, Belgíu. Bak- | verðir: Hamilton, Skotlandi, Ur- banczyk, Þýzkalandi, og Wilson, | Englandi. Framverðir: Voronin, Sovét, Schulz, V.-Þýzkalandi, Po- pulhar, Tékkóslóvakíu Norman, Englandi, Baxter, Skotlandi og Geleta, Tékkóslóvakíu. Framherj- ar: Augusto, Portúgal, Henderson, Skotlandi, Greaves, Englandi, Se- kularc, Júgóslavíu, Van Himst, Belgíu, Masopust, Tékkóslóvakíu, Law, Skotlandi, Eusebio, Portúgal, Charlton Englandi og Simoes, Portúgal. Fredensborg-S.V. úrval kl. 4 Norska liðið Fredensborg leikur við SV-úrval á Kefla- víkurflugvelli kl. 4 í dag. — Búast má við, að Norðmenn- irnir sýni betri leik í dag, en þeir gerðu gegn Víking á föstudag, þar sem þeir eru vanir að leika í húsi af fullri stærð. Myndin er af norska liðinu. Ágætt skólamót háð á Akureyri 37 nemendur Laugaskóla ásamt þrem kennurum heimsóttu Gagn- fræðaskólann á Akureyri sl. laugardag. Leiddu nemendur skól- anna saman hesta sína í sundi, frjálsum íþróttum, knattspyrnu og skák. Um kvöldið var Laugamönnum boðið á dansleik í Gagnfræða- skólanum, þar sem verðlaun voru afhent fyrir afrek dagsins. Lauga menn héldu síðan heimlciðis um miðnætti. Hín beztu kynni tókust með unga fólkinu, sem átt hafði sam- an ánægjulegan dag við holla keppni og glaðværa skemmtan. Létu hvorir tveggja hið bezta yfir. Þetta er í fimmta sinn, sem 1 nemendur skólanna heyja slíka keppni. Veitt voru bókavcrðlaun þremur beztu mönnum í hverrA ' grein, og gaf Bókaforlag Odd9 Björnssonar allar verðlaunabæk- urnar eins og alltaf áður. Kunna skólarnir forstjóranum, Sigurði O. Björnssyni beztu þakkir fyrir þá rausn. | Úrslit i einstökum greinuna ! keppninnar urðu sem hér segir: 50 m. bringrusund kvenna: Sigrún Vignisd. GA 44,2 Karen Eiríksd. GA 46,3 Eyrún Eyþórsdóttir, GA 46,5 Dóra B. Ingólfsd. GA 46,9 Frh. á 13. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 19. apríl 1964 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.