Alþýðublaðið - 19.04.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 19.04.1964, Blaðsíða 16
* j stuttu máli; - i Kaupmannahöfn, 18. apríl. (Ntb-Rilzau). í athugun er, hvort íslend- ingar verði fúsir til að taka þátt í sameiginlegri sýningu Noregs, Danmerkur, Svíþjóð- ar og Finnlands á heimssýn- ingunni í Montreal 1967. — Þessi ríki munu hafa sameig- inlegt sýningarsvæði, sem verður 5000 feranetrar. — Svæði þetta liggur að sjónum og ætti því að vera hægt að sýna þýðingu hafsins fyrir Norðurlönd. Milano, 18. apríl. (ntb-reut.) Charlie Chaplin vinnur um þessar mundir að handriti nýrrar gamanmyndar og á sonur hans, Sidney Chaplin að fara með aðalhlutverkið að því er blaðið „Corriere della Sera” í Milano herm- ir. i Chaplin mun sjálfur ann- ast leikstjórn og semja tón- listina. Kvikmyndin verður tekin í Bretlandi. Chaplin sagði í viðtali við blaðið, að hann hefði ekki í hyggju, að snúa aftur til Bandaríkjanna. Hann kvaðst ekki vera beizkur í garð Bandaríkjamanna, það væri einfaldlega betra að lifa í Evrópu. Tyrkland um Kýpur?i 45. árg. — Sunnudagur 19. apríl 1964 — 89. tbl. Aþenu, 18. apríl. (Ntb-Afp.). Tvö stjórnarblöð í Aþenu béldu því fram í dag, að viðræður mimdu bráðlega liefjast milli stjórna Grikklands og Tyrklands um Kýp- urdciluna. Blöðin bættu því við, að sáttasemjari SÞ á Kýpur, — finnski sendiherrann Sakari Tuo- mioja, myndi taka þátt í viðræð- unum. Blað nokkurt segir, að þegar Tuomioja heimsækir Aþenu bráð- lega muni hann leggja fram til- lögu um viðræðurnar. Blaðið seg- ir enn fremur, að bráðlega muni Bandaríkjamenn bera fram nýjar tillögur í Kýpurdeilunni. Utanríkisráðherra Grikklands, Stavros Kostopoulos, sagði í dag, að of snemmt væri að gera ráð fyrir beinum viðræðum Grikk- lands og Tyrklands. í gær1 var því opinberlega neitað í Aþenu, að forsætisráðherrar landanna mundu bráðlega eiga fund um Kýpur- málið. í Reuters-frétt fró Nikósíu seg- ir, að Makarios forseti og yfir- maður gæzluliðs SÞ á Kýpur, Prem Gyani hershöfðingi, hafi í morg- Framhald á 14. síðe. VERKFALLILÆKNA Briissel, 18. marz. (Ntb-Reut.) Læknaverkfallinu í Belgíu var aflýst snemma í morgun og hafði verkfallið þá staðið í 18 daga. Fulltrúar • stjórnarinnar og verk- fallsmanna höfðu setið á samn- ingafundi í alla nótt. Hægri sinnaðir stjórnarand- stæðingar efndu til mótmælaað- gerða í Briissel í gærkvöldi til stuðnings læknunum. Tveir meidd ust lítils háttar. Lögreglunni I tó.kst að dreifa mannfjöldanum. Lögreglan í Briissel handtók í gærkvöldi tvo lækna og tækni- fræðing, sem grunaðir eru um að hafa unnið skemmdarverk í skurð stofu einkasjúkrahúss. Þremenn- ingarnir liafa játað, að hafa tekið rafmagnið úr sambandi í nokkrar nætur þar til í gær. Lögreglan segir, að rannsóknin á sjúkra- húsinu, Edith Cavell-stofnuninni hafi verið hafin eftir lát eins sjúklings. Líklcrufning hefur þegar leitt í Ijós, að sjúklingurinn þarf ekki að hafa látizt sökum ónógs lækn- iseftirlits. Nokkrir lækna þeirra, sem starfa á sjúkrahúsinu, eru liðsforingjar í varaliðinu og voru kvaddir til herþjónustu í sam- bandi við verkfallið. Einn manna þeirra, sem hand- teknir hafa verið, er liðsforirigi en hinir ekki. Verkfallið hætti opinberlega kl. 00,25 eftir ísl. tíma í nótt. Hins vegar gat læknaþjónusta Framhald á 14. siðu. Eins og kunnugt er fóru sex íslenzkir þingmenn til Bretlands í boði brezka þings ins fyrir skömmu. Fóru þeir utan 6. aprfl, en komu heim aftur sl. fimm udag. Á mynd inni sjást þeir í boði borgar- stjórans í Norwich, sem var einn þeirra staða, sem þing- mennimir heimsóttu. Á myndinni sjást frá vinstri Halldór E. Sigurðsson, Jónas Pétursson, Einar Olgeirsson, og Birgir Finnsson, en lengst til hægri er borgars'jórinn í Norwich, Mr, Leonard How- es. Viðtal við Birgi Finnsson um ferðalag þingmannanna mun birtast hér.í blaðinu nk. þriðjudag. ♦ mnWMMWWWWMWMV Barnastúkan í Keflavík 60 ára A MORGUN, mánudaginn 20. apríl, minnist barnastúlkan Nýj- ársstjaman nr. 34, í Keflavík, 60 ára afmælis síns, en stúkan var stofnuð á nýjársdag 1904. Hlé mun liafa orðið á starfi stúkunnar á tímabili, en árið 1919 tók hún til starfa á ný og liefur starfsemi hennar verið óslitin sið an. Þá tók við gæzlustarfi stúkunn ar Guðlaug I. Guðjónsdóttir og hef ur hún siðan gengt því starfi og VTOWMVwmvwwiwwwvwMWMWvwvmmmmww Andi'i Heiðberg kafari er hér í þann veginn að kafa I\iá Halldóri Jónssyni við Grandagarð. Hann er með heljarmikla breddu í annarri hcndinni og í fullkomnum froskinannabúningi. Leifur skipstjóri á Halldóri hafði týnt I'yklakippunni sinni í sjóinn, en Andri kom upp með hana að vörmu spori. (Mynd GO). /VMWVVVWVMMVWWWWWWVWWVWWWWWMWWWWWWVWWV uonið þar fórnfúst ómelanleg menningarstarf, ásamt systu sinni, Jónínu Guðjónsdóttur, ser verið hefur vara-gæzlumaður sí an 1920. Hér vcrður ekki tækifæri, ti þess að rifja upp störf stúkum ar á liðnum árum, heldur aðein til þess að þakka og árna heillc Og þá er sérstaklega þakkað syst (Framhald á 14. sfðu). Jóhannes Nordal form. bankastjórnai BANKASTJÓRN Seðlabankans hefur kosið dr. Jóliannes Nordal formann bankastjórnarinnar og er kjörtímabil hans (il 31. marz 1967.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.