Alþýðublaðið - 19.04.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.04.1964, Blaðsíða 6
Nýjasta nýtt á hljómplötu- markaðinum í Bandaríkjunum er flokkur platna,' sem með eins konar dáleiðslu, svæfa óróleg böm. Plðtur þessar fylla herbergi bamanna af svæfandi hljóði, sem kvað annars vera fremur sjald- gaeft á amerískum heimilum. — Hljóð þetta getur til dæmis ver- ið marr í vöggu. Plötufyrirtækiri halda því fram, að börn séu mjög viðkvæm gagnvart hljóðum og hafa því framleitt þrenns konar plötur, hin fyrsta er fyrir smá- Stfng- og dansstjarnan Mitzi Gaynor hefur nú varpað sér út í kosningabaráttu demókrata af fullum krafti. Hiín ætlar að vera stjarna í tveim demókratískum sýningum, sem verða í New York og Washington og eiga þær að útvega peninga í kosningakassa demókrata. Hápunktur sýningarinnar verð- ur svning Mitziar á dansi, sem ber nafnið „LBJ-Watusi” og mun vera eitthvað í ætt við tvist. börn frá fæðingu til hálfs árs, önnur fyrir börn hálfs árs tU eins árs og sú þriðja frá eins. til hálfs annars árs. Allar eru plöturnar hæggengar. Plöturnar virka að sögn, svæf- andi á börnin, en dáleiðandi á fullorðna. Á eina plötuna var leik ið hljóð, sem likist því mest að verið sé að skrifa á ritvél með hnefaleikahönzkum, á aðra hefur verið leikið jórturhljóð í kú. —- Þessi hljóð halda áfram í eina klukkustund. Innan þess tíma eru bæði börn og fuUorðnir fallin £ svefn. Þessar plötur hafa nú opnað nýja möguleika á markaði platna- framleiðenda. Nú þegar hafa ver- ið gerðar tilraunir með svæfandi plötur, sérlega gerðar fyrir tauga veiklaða einkaritara. Það sem til þurfti voru velþekkt hljóð frá skrifstofunni; símahrlnging, rit- vélarhljóð, suð í kaffikönnu og annað slíkt. Önnur plata hefur verið gerð handa skólakennurum, sem komnir eru á eftlrlaun. Þeir fá að heyra í krit, sem núið er á töflu, hljóð í skólabjöllu, — og hávaða í börnum. Loks hefur verið gerð plata fyrir þá, sem vilja algera kyrrð. Hennar hljóð hefst á kröftugri vekjaraklukkuhringingu og á eft- ir fylgir klukkutlma þögn. — Sú plata hefur væntanlega verið einna ódýrust i framleiðslu. (Birt án ábyrgðar). Umhverfis jörðina á Is Þau eru ekki hjónaleg þessi, en þó eru þetta Tony Somers og frú. Þau leika bæði í miklum ísleik í Lundúnum og nefnist sýning- in „Umhverfis jörðina á 80 dögum — á ís. ' ' ' • I ’i i 11 mmm mi §ÉS ^imiiiiiiiiiiiiiiiMiiiimiiiiiiiiiiatiiiiiiii'iiiiiiiiiiiimiuiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiHmniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii imimimmmimmmmiiit tfj Sautján ára piltur I Sautján ára gamall franskur i piltur, Jean Jacques Laurent, | sem er búsettur í París ásamt | móður sinni, eignaðist barn i fyrir nokkru síðan. Að vísu | fæddlst barnið andvana og ó- | fullburða. Það var rúmlega 25 i centimetrar á lengd. Barnið | var tekið með skurðaðgerð — | úr öðru lunga piltsins. Læknar telja, að þetta sér- 1 stæða fyrirbæri sé tvíburi við § piltinn. í stað þess, að þrosk- i ast eðlilega við hlið bróður síns | hefur fóstrið lokast inni í lík- | ama hans. Þar var það síðan i i sautján ár og þroskaðist stöð- ! ugt Fyrir nokkrum vikum fór = Jacques að finna til óþæg- 1 inda í brjósti og þau leiddu | til þéss, að hinn' furðulegi 1 sannleikur kom í ljós. 1 Kunnur brezkur sjúkdóma- | fræðingur lét í Ijós að þetta i atvik væri éinstakt, hann hefði i aldrei vitað til, að slíkur inn- 1 vortis tvíburabróðir tæki slík- | um þroska. í rauninni væri hér | um að ræða aðeins mjög ó- i venjulega gerð af síamstvíbur- | um. Þeear Jean-Jacques kvartaði I fyrst um verkinn, óttuðust i læknar að um væri að ræða í hjartasjúkdóm. Röntgenmynd Í var tekin og þá fór þá að Í gruna, að pilturinn væri með | berkla. Ákveðið var að skera | hann upp. Uppskurðurinn var - fram- | kvæmdur á Boucicautsjúkra- | húsinu og tók klukkutíma og | þrjú kortér. Hægri hlið pilts- | ins var 'opnuð og fast inni í 1 lunganu fundu skurðlæknarn- í ir þessa litlu veru — og hún I lifði enn. Aðgerðin var erfið, en = heppnaðist fullkomlega. Við móður drengsins sögðu Í læknarnir þetta: — Fyrir 17 árum fædduð | þér son. í raun og veru hefðuð \ þér átt að eignast tvíbura. En Í í stað þess að þróast með 3 eðlilegum hætti, festist annar É tvlburinn I líkama hins og svo ! fór. að aðeins Jean-Jacques í fæddist fullburða, hinn tvíbur- | inn varð enginn var við. — Á- stæðan til þess, að hann dó ekki strax sncmma á fóstur- stiginu er sú, að hann lenti í lunganu, það er einu staður- inn sem mögulegt var að lifa áfram í fyrir slíkt fóstur. Samt er það aldeilis ótrúlegt, að fóstrið skyldi hafa náð slíkum þroska. Barn fætt með eðlileg- um hætti af þessari stærð og þyngd hafði haft nokkra mögu leika til að lifa af. Það Yar hins vegar alveg vonlaust I þessu | tilfelli. 1 Pilturinn sjálfur, Jean-Jac- | ques Laurent, sem hefur valdið = slíku uppnámi I læknaheimin- | um, var hinn rólcgasti. Hann = hefur tekið góðum framförum | og verður áður en margir dag- = ar líða aftur kominn í hóp fé- \ laga sinna í tækniskólanum § þar sem hann er nú að læra = iðnaðarteikriingar. | 1UIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII*ll,"ll|l|l*,ll*lll|>|l|l*l**,l""l",*ll|l|ll,illll,>lllllll><llllit>>>>*,lll,illli,l,,,i,>l,l,,illl,l>l,ll>.l>kV Leiðist yður að vera ekki i ★ aðalsmaður? Að þér skulið ekki geta með rétti kallað yður greifa, barón eða mark- greifa? Sé svo, skuluð þér bara halda til Ítalíu og velja þann titil, sem þér óskið yður til að skreyta nafn spjaldið með. Það hefur enga á- hættu i för með sér. Hæstiréttur Ítalíu iiefur nýlega fellt þann úrskurð, að eftir að lýðveldið var tekið upp og aðals- titlar um leíð úr gildi felldir, verði aðeins litið á þá, sem skreyta sig með slíku sem snobba — og ekki sé unnt að dæma menn til refsingar fyrir slíka sök. Um Jótlandsskaga þveran og endilangan hefur hin síðari ár verið skipt um símatæki á flest- um bæjum, gömlum trétækjum hefur verið varpað fyrir róða og ný og falleg verið tekin í staðinn. Tveir ungir hugkvæmnismenn, þeir Svend Larsen, Dani, og Björn Sjögren, Svíi, hafa nú upp- götvað, að úr þessum gömlu tól- um má gera sér peninga. — Þeir hafa gert samning við Jydsk Te- lefon Aktieselskab um að fá af- •hent öll tækin. Með tolli og öðr- um kostnaði koma þau til með að kosta þá 15 krónur sænskar styklcið komin á sænska grund. En sænskir kaupendur eru fús- ir til að grðlða nokkur hundruð fyrir svona tæki og Bandaríkja- menn eru vitaskuld enn þá hrifn- ari, þeim má bjóða þau fyrir 100 dollara stykkið. Þetta vcrður því býsna góð verzlun fyrir þá félaga. ■ Tækin cru vel nothæf, en hins vegar er ekki leyfilegt að tengja þau við venjulegt símakerfi. Aft- ur á móti má nota þau sem inn- anhússsíma. Einnig hefur frétzt af einhverjum, sem hafa notað þau fyrir vinskápa. , g 19. apríl 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.