Alþýðublaðið - 21.04.1964, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 21.04.1964, Qupperneq 3
Flotamálaráðherra USA í heimsókn hér Reykjavík, 20. apríl. — ÁG. FlotamálaráShcrra Bandaríkj- anna, Paul Nitze, kom í stutta heimsókn til íslands á sunnudagv Hahn skoðaffi sig um á Kefla- víkurflugvelli, en kom síðan til Reykjavíkur og sat kvöldverðar- boð Penfield, sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi. Það eru fimm mánuðir síðan Nitze tók við embætti sínu, og síðan hefur hann heimsótt flota- deildir Bandaríkjanna. Hann hefur Reykjavík, 20. apríl. — GG. Ifeildarfiskaflinn í janúar sl. var 50.692 tonn, eða rúmlega 19 þús. tonnum minni en á sáma mánuði í fyrra. Bátafiskaflinn í ár var heldur minni en á sama tíma í fyrra, en togaraaflinn hins vegar nokkru meiri I ár. Þá var sildaraflinn í ár um 18 þús. tonn um minni en I fyrra og rækju- veiði talsvert miklu minni. Fékk haus af sleggju í höfuðið Reykjavík, 20. apríl - ÁG í DAG slaðáðiai ^tarfsmaður vitamálastjórnarinnar í Rifshöfn. Haus af sleggju hrökk í höfuð honum, og meiddist hann talsvert. Svo vel vildi til, að flugvél frá Birni Pálssyni var stödd í ÓI- afsvík og var maðurinn fluttur þangað og síðan til Reykjavíkur. heimsótt 1. og 2. flotann, og er nú á leið til Miðjarðarhafsins til 6. flotans. Nitze er góðkunningi Penfield, sendiherra, en þeir störfuðu saman í bandarísku ut- anríkisþjónustunni í sex ár, og sonur Nitze dvaldist hér sl. sum- ar í boði sendiherrans. Kvað Nitze ástæðuna > fyrir heimsókn sinni til Reykjavíkur aðallega þá, að hann hefði viljað lieimsækja sendiherrann. Blaðamönnum gafst kostur á að ræða við ráðherrann smá stund er hann kom á Reykjavíkurflug- völl. Var hann spurður um Hval- fjörð, og um það hvort Banda- ríkjamenn hefðu áhuga fyrir að gera hann að kafbátastöð. Ráð- herrann sagði þetta fjarstæðu eina, og hefði hann jafnvel heyrt að fjörðurinn og höfnin væru of lítil fyrir kafbáta. Annars sagði hann, að ísland hefði hemaðarlega þýðingu til vsrnw níssneskum kafbátum ef til styrjaldar kæmi, og aðstaða til varna væri mjög mikilvæg fyrir Atlantshafsbandalagið. París, 20. apríl. (ntb-reut). Irene prinsessa af Hollandi hélt í dag aftur til Parísar til að undirbúa brúðkaup sitt og Hugo prins af Bourbon-Par- ma. Á sunnudaginn var til- kynnt að brúðkaupið myndi fara fram miðvikudaginn 29. apríl og samtímis tilkynnti holienzka konungsfjölskyldan að hún myndi ekki verða við- stödd brúðkauplð. Dagblöðin í Hollandi taka ekki vel í ákvörð unina um brúðkaupið og segir eitt t. d., að auðsjáanlega sé það fín f jölskylda, er prinsess- an muni nú giftast inn í, hún sé svo fín og háttprúð, að hún hirði ekki einu sinni um að ákveða brúðkaupsdaginn í sam- ráði við fjölskyldu brúðarinn- ar! Af opinberri hálfu er á það bent í Hollandi, að brúð- kaupið sé algjört einkamál. — Talið er, að hollenzka kommgs fjölskyldan líti á tilkynningu Bourbon-Parma fjölskyldunnar um brúðkaupsdaginn sem móðgun við sig. Reykjavík, 20. apríl. — KG. ÁREKSTUR varð á mótum Snorrabrautar og Laugavegs rétt1 fyrir klukkan 7 á laugardags- kvöldið milli Mercedcs Benz og j Volkswagen. Benzinn kom norð- ur Snorrabraut á hægri akreiu en Volkswageninn niður Laugaveg. Ökumaðurinn á Benzinum tel- ur sig hafa farið á grænu ljósi en hinn telur sig hafa verið á of mikilli ferð, þannig, að hann náði ekki að stoppa. Ekki urðu ncin slys á mönnum en báðir bíl- arnir voru óökufærir eftir. MWmWVWWWWWWWWVWWWVW WWWWWWWVtWWWWW*»WWiWW Framleiðsla kjarn- efna stórminnkuð London, 20. apríl. (Ntb-Reut). Bandaríkin og Sovétríkin gáfu í kvöld út samtímis tilkynningu um að þau hefðu ákveðið að minnka framleiðslu sína á kjarn- kleyfum efnum til hernaðarnota. Jafnframt létu þau í ljósi von sína um að þetta mundi leiða til enn VWWWWWVWWVWVVWWWWVVWUVWWWWVVVWVWWWWVWVWWWWVWVV Umferðaröngþveiti við heimssýningu New York, 20. apríl. (Ntb-Reuter). Hópar þeir, er berjast fyr- ir jafnrétti bandarískra þegna og ákveðið hafa að trufla opn- un Heimssýningarinnar liér á miðvikudaginn með því að stöðva bíla er fara til hátíða- svæðisins, íhuga nú, að auka enn á þetta fyrirhugaða um- ferðaröngþveiti með því að reyna að koma ferðum neðan- jarðarlestanna í borginni í öngþveiti. Eru þíar ráðagerð- ir á þá lund, að lestirnar verði stöðvaðar með neyðarbremsum Á með þessu að herða á kröf- unum um afnám kynþáttamis- réttis í USA. Fyrir aðgerð- um þessum mun standa New York deild félagsins Core — („Þing kynþáttalegs jafnrétt- is”). Aðalstöðvar Core r USA hafa lagzt á móti fyrirhuguð- um ráðagerðum um að stöðva bíla þá, er fara til hátíðasvæð- isins og margir leiðtogar bar- áttunnar fyrir kynþáttalegu jafnrétti, þar á meðal blökku- mannaleiðtogar, hafa lagzt á móti þessari ráðagerð. Telja þeir að framkvæmd þessi hafi aðeins neikvæð áhrif og geti verkað til hins verra á afstöðu Öldungadeildar Þjóðþingsins, er nú hefur til meðferðar frum varpið um jafnrétti banda- rískra borgara. Síðdegis í dag tilkynnti dóm stóll einn í borginni, að ólög- legt væri að stofna til aðgerða sem þessara og myndu þeir, er brytu lögin, sæta ábyrgð. minni liernaðarlegrar og stjórn- málalegrar spennu í lieiminum og þar af leiðaudi betra ástands í alþjóðamálum. Jolinson forseti skýrði sjálfur frá þessu í merkrj ræðu um utanríkismál er hann hélt í dag á aðalfundi fréttastofunnar Associ- ated Press. Sagði forsetinn, að Bandaríkjamenn myndu á næstu fjórum árum minnka framleiðslu TJraníums um 40% miðað við það sem sú framleiðsla hefur mest verið. Yfirlýsing Krústjovs var send út af Tass-fréttastofunni um leið og Johnson forseti flutti ræðu sína í New York. Ekki gaf Krústjov neinar ákveðnar upplýs ingar um það, hve mikið yrði dregið úr framleiðslu sprengi- efna, en sagði, að ríkisstjórnin liefði ákveðið að stöðva byggingu tveggja stórra kjarnakljúfa er áttu að framleiða plutonium og einnig slcýrði hann frá því, að á næstu árum fari fram veruleg minnkun á framleiðslu Úranium 235, sem notað er í kjarnávopn. Tass-fréttastofan skýrði einnig frá því, að bre.zki forsætisráðherr- ann Sir Alec Douglas-Home hefði tilkynnt, að Bretar myndu stiga samsvarandi spor. Bæði Johnson forseti og Krústjov for- sætisráðherra sögðu, að þessar að- gerðir myndu á engan há'tt stofna öryggi ríkja þeirra eða banda- manna í voða. í London var af opinberrl hálfu látin í ljós mikil ánægja með á- kvörðun Bandaríkjamanna og Rússa. Jafnframt var bent á, að Bretar hefðu fyrir sitt leyti stöðv að framleiðslu á Úraníum 235 til hernaðarnota og framleiðsla á plutonium til hernaðarlegra nota yrði einnig smám saman minnkuð og að lokum stöðvuð. Phouma tekur v/ð stjórnartaumum Bangkok, 20. apríl. (ntb-reut). Hættan á að ástandið í Laos yrði hættulegt viðfangsefni vegna stjórnarbyltingar hersins um helgina minnkaði mikið í dag er Souvanna Phouma, forystumaöur hlutleysissinna var að nýju beð- inn að taka við stjórnartaumun- um. Að þvi er útvarpsstöð stjórn arinnar segir, hefur forsætisráð- herrann haldið til hins konung- lega aðsetursstaðar Luang Pra- bang til þess að ræða við konung- inn. Phouma tilkynnti sl. laugar- dag, að liann hefði ákveðið að draga sig í hlé vegua þess, að honum hefði ekki tekizt að lcysi hinar miklu andstæður binna þriggja stóru liernaöar- og póli- tísku fylkinga í Laos, en það eru hægrimenn, hlutlausir og liinir kommúnistísku vinstri menn. Á sunnudaginn var Souvanna Phou- ma forsætisráðherra liandtekinn af hernum, er gerði upprelsn, — eins og áður licfur komið fram í fréttum. Góðar heimildir í Sa- igon segja, aö hann hafi aftur verið látinn laus í dag. Að því er stjórnarútvarpið segir liefur kon ungurinn beðið liann að halda á- fram sem stjórnarforsetL ALÞÝÐUBLABID — 21. apríl 1964 ’3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.