Alþýðublaðið - 21.04.1964, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 21.04.1964, Qupperneq 4
 !^|VWM^MWWMMMMWIWWmMWWWWVWMMMWMMWMMIMMWWWWMWWMIIWMMWMWMWMMWIMMMMMW.WMItWMMM%tWWMIM»>MIWW Eeykjavík, 20. apríl - EG — Ef menn eru sammála um nauðsyn þess, aö fandið eigi gjaldeyrisvarasjóði og' aS efla þurfi kaup Seðiabankans á af- urðavíxlum, þá verður bankinn að fá auknahlutdeiid í spari- fjáraukningu til að slíkt mcgi verða, sagði Gylfi Þ. Gíslason vii^kiptamál'aráðherra viö' 2. umræðu frumvarps til brcyt- inga á íögum um Seðlabanka íslands í neðri deild í dag. Frumvarpið gerir ráð fyrir að bindingarheimild Seðla- bankans á innlánsfé verði auk- in upp í 25%, en er nú 15% af almennum spárifjárinnistæð- um og 20% af þeim innistæð- xun, sem ávísa má. Einnig gerir frumvarpið ráð fyrir, að Seðla bankinn fái heimild til útgáfu gengistryggðra vaxtabréfa. Matthías Á Mathiesen (S) hafði framsögu fyrir meiri- hluta fjárhagsnefndar, sem mælir með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Matthías sagði, að munurinn á gjaldeyrissstöðu landsins nú og þegar ríkisstjórnin tók við völdum sýndi það bezt, að stefna hennar í þessum málum væri rétt. Gerði hann síðan grein fyrir -þeim breytingum sem frumvarpið gerir ráð fyrir, og sagði, að af innistæðufénu hefði Seðlabankinn greitt pen- ingastofnunum vexti, sem væru 1% hærri en meðalvextir. Þessi bindingarheimild kæmi verst við þær innlánsstofnan- ir sem hefðu litið eigið fé. Væri nú í athugun hjá ríkis- stjórn og Seðlabankastjórn hvort ekki væri hægi að greiða innlánsstofnunum hærri vexti af bindingarfénu. Um gengis- tryggðu vaxtabréf in, Sagði Matthías að nauðsynlegt væri .a,8 SeðlabalifkLnn hefði tæki Gyffi Þ. Gíslason, Viðskipta- málaráðherra (A) sagðist hafa tekið fram við fyrstu umræðu málsins, að ekki kæmi til greina að hámarksheimild Seðlabankans til bindingar innlánsfjár yrði fullnýit skyndi lega. Þetta væru ætlaðar sem há- marksheimildir og hversu mik- ið þær væru nýttar, hlyti að sjálfsögðu að fara eftir ástand- ingarheimi'd væru því að halda áfram og auka stuðninginn við höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar og að efla og v.ðhalda gjald- eyrisvaxasjóðnum. Gylfi minnti síðan ó aukningú endurkaupa Seðlabankans á afurðavixlum undanfarin 2 ár. Og sagði, að ef menn væru sammála um að þessi lán þyrfti enn að auka og nauðsynlegt væri að eiga gjaldeyrisvarasjóð yrði GJALDEYR YGGIST Á SPA w til að vega upp á móti minnk- and, sparifjáraukningu. Einar Ágústsson, (F) fram- sögumaður minnihlutans, sagði að nú ætti enn að auka hlut Seðlabankans, sem til þessa hefði fengið mikið fé frá bönk- um og peningastofnunum. Ef frumvarpið yrði að lögum mundu bankarnir þurfa að greiða Seðlabankanum um 557 millj. og mundi það bankakerfi inu algjörlega um megn. Sagði Einar síjian, að frumvarþið segði ekki til um hvernig æ.ti að haga þessu, hvort aukning- arheimildin mundi öll notuð í einu, eða ef auka ætti endur- kaup afurðavíxla, hve mikið ætti þá að fara til hvers at- vinnuvegar. Lagði hann áherzlu Ú að þeita frumvarp, ef að lögum yrði mundi koma mjög hart niður á minni bönkum, sem hefðu lítið eigið fé. iinu í peningamálum á hverj- um tíma að ma.i ríkisstjórnar- innar og stjórnar Seðlabank- ans. Gylfi sagði, að binding inn- lánsfjár, sem hefði verið laga- heimild fyrir al ar götur síðan 1957 væri í flestum lýðfrjáls- um löndum eitt helzta hag- stjórnartæki ríkiss-jórna. Eín að sjálfsögðu þyrftu þó fleiri tæki að korna til. Ráðherrann sagði, að Seðla- bankinn hér gegndi hlutverki er annarsstaðar væri í höndum viðskiptabankanna, en það eru . kaup bankans á afurðavíxlum. Til þess að hægt væri að auka þessi víxlakaup, eins og nú, hefðu komið fram óskir og jafnvel kröfur um, yrði að auka ráðsiöfunarfé bankans, og það yrði gert á hagkvæmastan hátt eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Megin rökin fyrir bind- Sala jarðariimar Áss 1) Frumvarp um sölu jarð- arinnar Áss í Hafnarfirði var afgreiit frá neðri deild í dag. Fer frumvarpið nú til efri- deildar. Nýir ríkisborgarar 2) í efri deild fór fram í dag önnur umræða um frumvarp til laga um ríkisborgararétt. Eggert G. Þorsteinsson (A) -hafði framsögu fyrir allsherj- arnefnd sem einróma mælir með samþykkt frumvarpsins. Varðsldpin slíkt ekki gert nema því aðeins að Seðlabankinn fengi vaxandi h utdeild í sitarifjáraukning- unni. Gjaldeyrisvarasjóðuriam mundi aldrei hafa orðið til, ef ef ekki hefði notið við bind- ingarreglnanna. Ríkisstjómin teldi lieppilegast, að Seðla- bankinn héldi áfram að end- urkaupa afurðavíxla, þar sem hún teldi að skipting lánanna yrði með þeim hætti hagfel d- ari, en ef einstakir viðskipta- bankar önnuðust hana. Um heimild bankans til út- gáfu gengistryggðra vaxtabréfa sagði viðskiptamálaráðherra, að slík heimild mundi ekki not uð nema að vandlega athuguðu máli og þá í samráði við rikis- soórn og stjórn Seðlabalnk- ans. Umræðu var frestað er ráð- herra hafði lokið máli sínu. 3) Sjávarútvegsmálaíiefnd efri deild mælir einróma með samþykkt frumvarps til breytingar á lögum um varð- skip og skipverja á þeim. Frum varpinu var vísað til 3. um- ræðu. tJtsvarslög 4) Á dagskrá efri deildar var í dag 1. umræða frumvarps til laga um tekjus ofna sveitar- félaga (útsvarslögin). Umræða fór ekki fram, þar eð fjármála- ráðherra boðaði veikindafor- föll. Loftferðalög 5) Loftferðá'ög komu til um- ræðu í efri deild í dag. Sam- göngumálaráðherra, Ingólfur Jónsson (S) er ekki á landinu, og mælti því engihn fyrir frum varpinu. Alfreð Gíslason (K) kvaddi sér hljóðs og ræddi orðalag frumvarpsins og nefndi ýmis dæmi, sem hann kvaðst ekki sáttur við. Málinu var vísað til 2. umræðu og nefnd- SURTSEY (Framhald af 16. síðu). Þá var lagt af stað frá Vest- mannaeyjum á Haraldi, og lét hann úr höfn um kl. 13,30 Kom hann að eynni um kl. 3,30 og sigldi síð'an einn hring kringum Surtsey til að athuga um Lendingarstað. Var síðan stnzað við norðaustanverða eyna fram undan hrauninu, og var þá ekkert gos í eynni. — Höfðu Atli og Örlygur verið fengnir í þessa ferð frá Eyj- um til að velja lieppilegan lendingarstað. Fóru þeir nú af stað á plastbátnum í könnun- arferð, en Pétur var með þeim. Tókst þeim lendingin ágæt- lega í eynni, en alda reið þá yfir bátinn í lendingunni. — Færðu þf'ir félagar hann þá til um 20-30 m. þangað sem þeir héldu, að betra væri að leggja aftur frá landi. Lögðu þeir þaðan af stað út aftur, en þegar þeir voru komnir svo sem 10 m. skall alda yfir bát- inn á nýjan leik og hvolfdi honum. Bátverjar voru allir í björgunarvestum og svömluðu nú í sjónum, en báturinn skall á Pétri og fór liann við það úr axlarliðnum, en tókst að kippa aftur í liðinn af eigin rammleik. Komust þeir síðan í land eftir ca. 5 mín. Pétur, sem hafði verið i stígvéium og ullarsokkum, sparkaði Iivoru- tveggja af sér í sjónum og fftóS á krcpnælonsokkunum,| sem liann var í innan undir, einum, þegar hann náði landi, en Örlygur og Atli báðir mun verr klæddir en hann, þar sem þeir áttu upphaflega að- eins að kanna lendingarmögu- leika, en Pétur og félagar hans ætluðu jafnvel að vera um stund í landi. Ekki voru þremenningarnir fyrr komnir í land en gos byrjaði í eyhni. Leizt þeim þá ráðlegast að færa sig til og hlupu suður á bóginn að tjörn inni, sem þar er. Héldu þeir síðan kyrri fyrir þar, unz Har- aldur kom með plastbátinn, sem rekið hafði út, en skip- verjum á Harandi lieppnaðist að ná. Tóku skipverjar þar um borð þá það til bragðs að setja út gúmmíbát sinn og höfðu í honum taug, en settu um borð í hann aðra taug og olíufat ásamt orðsendingu til þremenninganna um að láta svo olíufatið reka út með taugarendann, svo að þeir gætu náð í hann. Taugin -frá Har- aldi í gúmmíbátinn reyndist ekki nógu löng, þegar til kom, svo að skipverjar skáru á hana og létu gúmbátinn reka síðasta spölinn að landi. Þremenningarnir tóku nú bátinn og báru hann um kíló- metra vegarlengd frá tjörninni og undir liraunið á svipaðar slóðir og þeir lentu á og hugð- ust láta olíufatið reka þaðan út með línuna. Ekki tókst þeim þó að koma því út gegnum brimgarðinn, enda var orðið dimmt, þegar hér var komið sögu. Var þá Pétur búinn áð ganga niður úr sokkunum sín- um og annar hinna einnig orð- inn berfættur á öðrum fæti. Sótti kuldinn á þá blauta og slæpta, enda voru þeir naum- ast búnir til svona stórræða. Þegar ekki tókst að koma taug- inni út, báru þeir bátinn til baka að tjörninni og lögðu hann í allbreiða skoru. Var þá orðið aldimmt og lögðust þeir undir bátinn og komust allir fyrir þar, en þó voru þeir af og til á rölti í alla nótt og sváfu ekki nema lítið, enda voru þeir alltaf öðru hverju að gá að gosinu og bátaferðum kringum eyna. í morgun heyrðu þeir skip flauta, og var þá Lóðsinn kom- inn, en ekki vissu þeir, hvað klukkan var, því að úrin höfðu stanzað. Þeir héldu kyrru fyr- ir við bátinn, enda vissu þeir að þeir gátu ekkert gert nema bíða eftir því, að aðrir kæmu til hjálpar. Skipverjar af Lóðs- inum komu síðar á árabát og sóttu þá og 'fluttu um borð í Lóðsinn. Hélt hann síðan með þá til Vestmannaeyja eft- ir betta tvísýna ævintýri. Har- aldur hafði legið uti fyrir alla nóttina, þó að þeir vissu ekki af honum, fyrr en Lóðsinn kom. Þegar til Eyja kom, voru þremenningarnir slæptir og þreyttir og hálfsvefnlitlir, en j höfðu auk þess hlotið blöðrur og skrámur í baráttunni við náttúruöflin, en enginn þeirra alvarleg meiðsli sem betur fer. 125 fonn (Framhald af 1. sfSu). lóðað á mikinn fisk í þéttum torfum. Þegar Grótta kom inn í morgun var báturinn mikið Iilaðinn eins og bezt gerist eft- ir miklar síldveiðinætur. Var mikill fiskur á dekki. Við spurðum Guðbjörn hvort ekki væru einhverjir erfiðleikar með hleðsluna. Hann vildi lít- ið gefa út á það, enda væri þetta mun auðveldari farmur en síldin, slettist ekki til og væri á allan hátt miklu stöð- ugri. Annars sagði hann þetta mikla fiskirí vera svo óvenju- legt, að menn vissu tæpast hvaðan á sig stæði veðrið. — Hann hefði aldrei Ient í neinu þessu slíku. Hann taldi að þessi mikla veiði gæti orðið út þennan mánuð, en í byrj- un næsta mánaðar, breytast hafstraumar á þessu svæði, og gæti þorskurinn þá horfið. Þegar við kvöddum Guðbjörn var enn verið að landa upp úr Gróttu, og bílarnir voru að sligast undir þorskinum stóra er þeir óku suður Grandann. Nýr hátur fráBáfa- löni h.f. Reykjavík, 20. apríl. — GO. NÝR bátur var sjósettur í Hafnarfirði sl. fimmtudag. Bát- urinn var smíðaöur hjá Bátalóni li.f. og er 344. báturinn þaðan. Þessi nýi bátur heitir Straxunur og er 20 tonn að stærð. Hann er frambyggður eikarbátur með al- úminium stýrishúsi. Eigandi hans og jafnframt skipstjóri er Valgeir Sveinsson frá Höfnum, en þaðan verður báturinn gerður út á línu, net eða handfæri eftir því, sem hentar á hverjum tíma. Teikningu að bátnum gerði Þor bergur Ólafsson, en járnateikn- ingar Ágúst Sigurðsson. Sig- mundur Bjarnason var yfirsmiður óg Valgeir Sveinsson annaðist sjálfur raflagnir. Báturinn er allur hinn vandað- asti að sjá og eru bæði eigend- ur og smiðir hinir ánægðustu með árangurinn af erfiði sínu. Báturinn fór samdægurs til Keflavíkur og þaðan fer hann til heimahafnar. Áskriffasíminn er 14900 4 21. apríl 1964 — ALÞÝÐUBLA0IÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.