Alþýðublaðið - 21.04.1964, Qupperneq 5
g^tiiiiieiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimitMiiiiiimiiHiimiiimiiiiimmimiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiii..................................................
=
i
i
=
1
§
1
=
I
i
=
=
|
=
1
I
=
n
ii
=
1
=
g
=
i
i
I
I
I
c
£
I
|
1
I
|
I
=
=
=
c
1
s
GRIVAS OFURSTI
GREINILEGA hefur komið í ★
ljós, at athafnafrelsi Makari-
osar forseta á Kýpur er tak-
markað. Gæzlustarfsemi SÞ á
eyjunni er enn ekki nógu öfl-
ugt og sáttasemjara SÞ, Finn-
anum Tuomioja, hefur ekki
tekizt að draga úr spennunni.
En helzta ástæða erfiðleik-
anna er staða forsetans meðal
grískumælandi Kýpurbúa. —
Meirihiuti þjóðarbrotsins styð-
ur hann að vísu enn, en talsvert
öflugur minnihluti er andvigur
stefnu hans. Minnihluti þessi
hefur auk þess náið samband
við Grikkland og grísku stjórn-
ina.
Nýlega fór Makaríos forseti
til Aþenu til viðræðna við Gri-
vas hershöfðingja, sem stjórn-
aði baráttu hryðjuverkam'anna
EOKA gegn Bretum á Kýpur
fyrr á árum. Vinsældir Griv-
asar á Kýpur hafa aukizt mjög
að undanförnu og þykir ekki
ósennilegt, að Makarios hafi
boðið honum stöðu vfirmanns
Helzti formælandi Enosis var
Georg Grivas ofursti og hann
var andvígur stofnun lýðveldis
á Kýpur.
Grivas ofursti fæddist á Ký-
pur 23. maí 1898. Hann hlaut
menntun sína í Aþenu, gerðist
grískur rikisborgari, varð liðs-
foringi í gríska hernum og
barðist gegn Tyrkjum 1922. —
Hann var í hernum til ársins
1944. Hann kvæntist Vassiliki
„Kiki” Dekas 1939, en þau
voru barnlaus. Tveim árum eft-
ir að þau gengu í hjónaband
hélt hann aftur til vígstöðv-
anna og barðist gegn ítölum og
Þjóðverjum. Hann var undir-
ofursti þegar Þjóðverjar her-
námu Grikkland 1941.
Á hernámsárunum var Gri-
vas foringi lítillar en voldugr-
ar andspyrnusveitar, sem var
skipuð hægrisinnum, gekk und
ir nafninu „X” og starfaði í
Aþenu og nágrenni. Bretar
voru lítt hrifnir af hreyfing-
Grivas leggur blómsveig á minnisvarffa um fallna skæruliffa á Kýpiu
George Grivas, hershöfðingi
öryggissveita þeirra, sem grísk-
ir Kýpurbúar hafa stofnað með
samþykki stjórnarinnar, til að
draga þar méð úr vinsældum
hans, enda er Grivas hugsan-
legur keppinautur Makariosar.
Makarios forseti taldi, að Gri
vas hersliöfðingi gæti agað með
limi öryggissveitanna, en ekki
mun vera vanþörf á því, og
koma á fót vel skipulögðum
her. Hins vegar tókst þessum
andstæðingum ekki að komast
að samkomulagi, og varð eng-
inn árangur af Abenuför Mak-
ariosar. Grivas neitaði að halda
til Kýpur „að svo stöddu”.
Greinilega þykir hafa kom-
ið í ljós, að Makarios rambar
á barmi hættulegs hvldýpis og
að ekki þurfi mikið til svo að
hann missi fótfestuna, gæti
hann ekki að sér.
★ „ENOSIS"
Stofnun lýðveldis á Kýpur
hefur aldrei notið eins mikillar
hylli íbúanna og vígorðið En-
osis, þ. e. sameining við Grikk-
land. í baráttunni gegn Bret-
um var siálfsákvörðunarréttur
krafa meirihluta grískumæl-
andi manna á Kýpur. En Maka-
rios erkibiskuD. sem var einn
helzti formælandi bessa við-
horfs, komst að raun um það,
þeear hann dvaMist í útlegð
sinni á Sevchelle-evium á
Indlandshafi. að skilvrðin til
að nevla siálfsákvörðnnarrétt-
arins voru ekki fvrir hendi.
Siálfsákvörðunarréttur hefði
merkt sama og Enosis og á það
gátu tyrkneskumælandi menn
aldrei fallizt, en bá eins og nú
kröfðust þeir skiptingar eyj-
unnar. Þess vegna var málamiðl
un nauðsvnleg og lausnin var
stofnun siálfstæðs ríkis á Kýp-
ur. En sjálfstæöið var takmark-
að með alþjóðlegum samning-
um.
unni, sem m. a. barðist gegn
skæruliðum, sem kommúnistar
stjórnuðu, þegar Þjóðverjar
flúðu frá Aþenu 1944.
★ SKEMMTIFERÐ
Seinna varð „X” stjórnmála-
flokkur, sem barðist fyrir
„stærra Grikklandi”. Grivas
bauð sig fram til þings sem
foringi flokksins, 1946 og 1950,
en náði í hvorugt skiptið kosn-
ingu. Honum varð heldur ekki
George Grivas, hershöfffingi.
ágengt 1951 þegar íhaldsflokk-
urinn studdi framboð hans. Ár-
ið 1952 fór hann ásamt konu
sinni til Kvpur í skemmtiferð,
en f ferðinni hafði Grivas í
fyrsta skipti samband við þá
menn, sem börðust fyrir frels-
un eyjunnar undan stjórn
Breta.
Á tveim næstu árum lagði
hann á ráðin og hélt síðan til
Kvpur í október 1954 án þess
að láta konu sína vita. Hann
sagði henni aðeins, að hann
færi til Saloniki í kaupsýslu-
erindum.
1. apríl 1955 tók EOKA (Eth-
niki Organosis Kvnrion Agon-
iston, sem þýðir Þjóðarsamtök
baráttunnar á Kvpur eða eitt-
hvað á þá leið) til starfa. Gri-
vas var foringi samtakanna og
tók sér nafnið Dighenis Akri-
tas, nafn fornrar hetju, sem
varði landamæri keisarans í
Miklagarði gegn ásókn erlendra
árásarmanna.
★ DAGBÆKUR
Frá því apríl 1955 þar til í
janúar 1959 háði Grivas harða
baráttu gegn þúsundum
brezkra hermanna og var stöð-
ugt í felum. Minnstu munaði
að hann væri handtekinn í
júní 1956 þegar brezkir varð-
flokkar komu honum að óvör-
um einhvers staðar í fjöllun-
um, að sögn brezku öryggis-
sveitanna. Stundum var sagt,
að hann væri látinn eða farinn
burtu frá eyjunni. Margar þjóð
sögur mynduðust um Grivas
og misheppnaðar tilraunir
Breta til að finna hann og
handtaka.
Umdeildastur er hann vegna
dagbóka, sem Bretar segja að
hann hafi ritað og þeir kom-
izt yfir. Hver svo sem höfund-
ur dagbókanna er, virðast þær
vera eftir hégómlegan en ágæt-
an hermann, sem var þraut-
seigur og fullviss um, aff guð
stæði við hlið hans.
★ ÞJÓÐHETJA
Grivas sneri aftur til Grikk-
lands í marz 1959 þegar ákveð-
ið hafði verið, að Kýpur yrði
sjálfstætt ríki. Honum var
fagnað sem þjóðhetju og var
hann skipaður hershöfðingi í
varaliðinu. Þótt hann hefði lýst
því hátíðlega yfir, að hann
mundi engin afskipti hafa af
stiórnmáhtm, hvorki á Kýpur
né í Grikklandi, gerðist hann
foringi þióðernissinnaðra stjórn
málasamtalca fyrir kosning-
arnar 1961. Hins vegar fengu
þau sáralítið fylgi, og Grivas
tókst ekki að hafa afskipti af
stjórnmálum til langframa.
Engu að síður hefur liann
staðið í nánu sambandi við
öfgasinna á Kýpur og fyrrver-
andí skæruliða úr EOKA, sem
enn dreymir um sameiningu
við Grikldand.
í janúar sl. var Grivas aðal-
ræðumaður á fxmdi einum í
Aþenu, sem grískir Kýpurbú-
ar og Grikkir þeir, sem and-
vígir eru málamiðlunarstefnu
Makariosar, tóku þátt í. —
Fundinum lauk með kröfu um
sjálfsákvörðunarrétt til handa
Kýpur og gerðu ræðumenn
harða hríð að Makaríosi, sem
sakaður var um að hafa svik-
ið markmið þau, sem EOKA
hefði barizt fyrir.
Sjálfur gaf Grivas'í skyn. að
hann hefði ákveðnar áætlanir
í huga um framtíð Kýpur. —
Makarios tók eindregna afstöðu
gegn fundi þessum.
★ ANDSTÆÐINGAR
Táknrænt er talið fyrir hina
erfiðu aðstöðu Makariosar, að
tveim mánuðum síðar skuli
hann halda til Aþenu og hitta
andstæðing sinn að máli og
ræða möguleikana á því, að
hann snúi aftur til Kýpur og
taki að sér stjórn öryggissveita
grískumælandi manna.
Þótt ekki sé talið, að miklar
breytingar yrðu ef Grivas sneri
aftur til Kýpur er talið að vera
hans þar mundi liafa tákr.ræna
'þýðingu. Sagt er, að þá stæðu
grískumælandi menn á eyj-
unni í sömu sporum og er þeir
börðust gegn Bretum og reyndu
að knýja fram Enosis með
valdi. Þá yrði talið að sam-
starfi Grikkja og Sameinuðu
þjóðanna mundi vera lok-
ið og að brjóta yrði tyrknesku-
F-amhald á bls. 13.
Makarios erkibiskup og Grivas ræffast viff.
Hllllllllllllllllllllllllllllt||lllllllllllllfllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllll"IIHIII* •■■•••■■■■■■■t«UIMIII»l«lll«l»HilHI«l*lil
imilllllHIIIIIIIHIIIIIIIIIHIimilllllHIIIIIIIIHHHIHIIIHIHHIIIIIIinni
llllltllllllllllllllllllllll
I
i
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. apríl 1964