Alþýðublaðið - 21.04.1964, Síða 6
Firra má elli
fyrir aldur fram
AS hafa næga hreyfingu, vinna,
borða rétt, drekka ekki eða reykja
of mikið — þetta er leiðin til þægi
legs og langs lífs og áhyggju-
lausrar elli, samkvæmt skýrslu
frá Evrópudeild A'þjóðaheilbrigð
ismálastofnunarinnar í Kaup-
mannahöfn.
Skýrslan fjallar um heilsugæzlu
fyrir aldrað fólk og gamalt, og
hvemig firra megi menn elli fyr-
ir aldur fram. Efnið var rætt á
ráðstefnu í Kiev, þar sem saman
komu sérfræðingar um þessi efni
frá 20 löndum, þeirra á meðal
Eeva Javalisto prófessor frá Hels-
ínki ,dr. T. Geill frá Kaupmanna-
höfn. dr. G. Vig frá Noregi og
Sture Til'man yfirlæknir í Dan-
deryd í Svíþjóð.
Stúlkan við vinkonu sína: „Hvað
gerlr þú, þegar þú sérð sérstak-
lega fallega stúlku?”
Vmkonan: „Ég horfi á hana dá-
litla stund — og legg svo frá mér
spegtlinn”.
DROTTNING MAGADANSMEYJANNA
Þeir hafa komið sér upp ýmiss konar fegurð rsamkeppnum suður í Tyrklandi, eins og hverri
annarri menningarþjóð sæmir nú á dögum. Með ?nnars kjósa þeir árlega drottningu magadans
nr.eyjanna, og sjást nokkrir áhugasamir menn hér með þeirri síðustu. Kom raunar til handalög-
mája eftir að dómur var upp kveðinn og börðúst f'Igismenn hinna ýmsu dansmeyja. Sigurvegar-
inn, Sureyya Iz, verðlaunaði slna menn með auk ^dans á myndinni.
Hve gamall er maðurinn, þeg-
ar hann er gamall? í skýrslunni
er reiknað með þremur aldurs-
skeiðum: miðaldra fólk (45—59
ára), aldrað fólk (60—74 ára) og
gamalt fóik eða öldungar (75 ára
og eldra).
Menn sem komnir eru yfir ní-
rætt eru hafðir sér í flokki og
nefndir „fjörgamiir".
Á ráðstefnunni komust menn
að þeirri niðurstöðu, að enn væri
margt ógert í Evrópu að því er
snerd endurbætur á heiisugæzlu
aldraðs fólks. Meðal tillagna sem
fram komu má nefna reglubundið
heilbrigðiseftirlit fyrir sem allra
flesta. Aldrað fólk á ekki að lifa
einangrað frá þjóðfélaginu. Að
halda áfram að starfa með ein-
um eða öðrum hætti er einhver
bezta vörnin gegn ásókn ellinnar.
Niðurlagsorð skýrslunnar eru
svona: „Það getur verið óraun-
hæft að trúa þvi, að nokkurn
tíma verði hægt að stöðva klukk-
una, hvað þá að færa hana til
baka, en það er ekki nema sann-
gjarnt að vona, að hægt verði að
draga svo mjög úr ásókn ellinn-
ar, að menn geti notið fullra
krafta og lífsorku sem allra
lengst“.
VERZLUN MEÐ NÝJUM SVIP
Þetta sérkennilega hús er verzlun í Heidelberg i Vestur-Þýzkalandi, teiknuff af Eiermann próf-
essor, en hann teiknaffi einnig byggingarnar viff Kaiser Wilhelm kirkjurústina á Unter den Lind
en í Vestur-Berlín.
BERKLAR ÓGNA EVRÓPU
Berklar eru nú eins hættuleg- rópudeildar Alþjóðaheilbrigðis-
ir í Evrópu eins og þeir hafa málastofnunarlnnar (WHO), sem
nokkurn tíma verið, segir dr. J. hefur aðsetur í Kaupmannahöfn.
IJ. van de Calseyde, forstjóri Ev- Forstjórinn lét þessi orð falla í
' tilefni af hinum alþjóðlega heil-
brigðisdegi 7. apríl, en í ár var
hann helgaður baráttunni gegn
berklum.
Hinar miklu framfarir, sem
komu- í kjölfar þeirra nýju lyfja,
er tekin voru í notkun strax upp
úr seinni heimsstyrjöld, komu
mörgum til að halda, að berklar
væru ekki lengur veruleg ógnun
við mannkynið. En bjar.sýnismenn
irnir neyddust til að skipta um
skoðun. Því enda þótt tala dauðs-
falla af völdum berkla væri mjög
lág, þá var tala sjúkdómstilfel a
eftir sem áður alltof há. Á hverju
ári komu í ljós þúsundir nýrra
berklatilfella, jafnvel í háþróuð-
us.u löndum Evrópu. Hinn mikli
fjöldi sjúklinga, sem slær niður
aftur, leiðir auk þess í ljós, að
beygurinn sem menn eitt sinn
höfðu af þessum óttalega sjúk-
dómi hefur horfið í svo ríkum
mæli, að sjúklingamir fara ekki
lengur eftir fyrirmælum lækna
sinaa og vanrækja nauðsynlegar
varúðarráðstafanir. Með þessu
móti torvelda þeir fullkomna
lækningu og stofna sínum nán-
ustu og öllu umhveTfi sínu í al-
varlega hæútu. Dr. van de Cal-
seyde bendir á, að tala þeirra sem
fái berkla eftir fimmtugsaldur
fari hækkandi, einkum meðal karl
manna.
Ráðstefna, sem nýlega var hald
in á vegum Evrópudeildar WHO
með þátttakendum frá 22 löndum,
komst að þeirri niðurstöðu, að
berklar séu enn sem fyrr hættu-
legur sjúkdómur og veigamikil
dánarorsök um alla Evrópu, þráit
fyrir þær me^kilegu framfarir,
sem átt hafa sér stað eftir seinni
heimsstyrjöld.
Það er því kominn tími til rót-
tækra aðgerða. Ráðstefnan samdi
áætlanir um bará.tu gegn berkl-
um í öllum löndum Evrópu, án
tillits til þróunarstigsins, sem
hvert einstakt þeirra hefur náð í
heilbrigðismálum. Baráttan verð-
ur byggð á neti berklavarna-
stöðva. Hún veltur að verulegu
leyti á stuðningi almennings, sem
fá verður viðvaranir um hættuna,
sem berklar hafa í för með sér,
og upplýsingar um helztu leiðir til
að berjast gegn þeim. Fari ríki
og þjóðir Evrópu eftir þessari á-
ætlun, getum við náð því mark-
miði, sem stefnt hefur verið að
síðustu 15 árin: útrýmingu berkla
sem almenns sjúkdóms, segir for-
stjórinn að lokum.
★ BERKLAR ERU ALHEIMS-
YANDAMÁL.
Varlegir ú*reikningar sérfræð-
inga frá Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnuninni (WHO) sýna, að eins
og stendur eru 10—15 milljónir
manna með smitandi berkla í
heiminum. Árlega eykst þessi
fjöldi um 2—3 milljónir, jafn-
framt því sem 1—2 milljónir
manna deyja árlega úr berklum.
Hve margir fá aftur ba'a með eða
án læknishjálpar, er ekki hægt
að segja með neinni vissu. í sum-
um þróunarlöndunum hafa 70 af
hundraði allra barna smitazt af
berklum um 14 ára aldur, en að-
eins 2 af hundraði í þeim lönd-
um, sem betur eru á vegi stödd
efnahagslega.
★ IIEIMAHJUKRUN OG
SPÍTALAVIST.
Að leggja siúkling inn á sjúkra
hús kostar 10—12 sinnum meira
Framhald á 13. síffu
6 21. apríl 1964 — ALþÝÐUBLAÐIÐ