Alþýðublaðið - 21.04.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 21.04.1964, Blaðsíða 15
leika húsfreyjuna á heimili mínu, sagði hann og brosti dauf lega. — Þú færð nóg af pening um til að eyða, og þegar ég kem, getur þú komið af stað orðrómi um að ég sé orðinn þér fráhverf ur og vanræki þig. Svo sjáum við til, hvað gerist. Hún vissi, að hann kom göfug mannlega fram við hana. Hún var lionum þakklát, og sagði honum það. — Ég veit, að þetta verður mjög andstyggilegt fyrir þig, sagði hún. — Mér finnst ég haga mér dálítið auvirðilega. Vegna þess, að ég hef fulla ástæðu til að hlakka til framtíðarinnar. Érensham kipraði augun. — Þú átt við framtíðarinnar með Lyell. Hún kiiikaði kolli, roði færð ist í kinnarnar og glampi kom í augun, sem olli Frensham meiri hryggðar en nokkur orð. Hann fylltist vanmátta reiði í garð þessa manns, sem hafði slík á- hrif á þetta unga, hreinskilnis- lega andlit, og þessi blíðu, sak- leysislegu augu. — Jæja, en nánustu framtíð ' skaltu hlýða ráðum mínum, Peta, sagði hann stuttlega. Og mundu, að þú verður að vera mjög var- kár, ef þú hittir þennan mann áður en ég kem, því að ef að þú ætlar að vinna málið gegn mér, verður þú að hafa algjörlega hreinan skjöld. Hún vissi, að hann hafði rétt fyrir sér þrátt fyrir allt, og gafst upp. Hann neyddi hana til að taka við peningum til að greiða skuldir sínar í Port Said og heim ferðina. Þegar hún skömmu seinna gekk niður í bæinn til að athuga með far, vissi hún að nú ætti henni að vera léttara um hjart- að þar sem hun myndi nú brátt hitta Auburn 1 London. En í stað þess var hún kvíðln og ótta slegin. Hénnar biðu miklir erfið leikar og óþægindi. Það mundi ekki ejnu sinni valda henni á- nægju að leika hlutvérk eigin- konu eins þekktasta læknis Lundúna. Að stjórna stóru og fallegu húsi í Wimpole Street í stað þess að vera kennslukona hjá Bradley hjónunum. Og þar að auki átti hún rétt af H hinna miklu tekna eiginmanns síns. — Auðvitað mun ég ekki kref j ast réttar míns til peninganna, sagði hún við sjálfa sig. _ Au- burn mundi heldur ekki vilja það. — Já, hvað mundi Auburn •segja? Ef hann tryði því nú ekki, að hún hefði aldrei verið raun- veruleg eiginkona dr. Frens- hams? En auðvitað mundi hann, hann yrði að trúa henni, annars gæti hun ekki lifað lengur. Ef hún aðeins hefði getað feng ið hjónabandið ógilt í kyrrþey. Hún hafði aldrei búizt við að þurfa að þola allt það umtal, sem skilnaður mundi valda. Hún . hafði gifzt Noel í fljótfærni, og hún mundi þurfa að greiða það dýru verði. Hún ákvað að fara að ráðum Noels, fara heim til hans og bíða í>ar eftir honum. Meðan hún biði gæti hún hitt Aubum, Brand- j ley hjónin og skrifað Annie Framhalds- a eftir Denise Robins frænku ' og útskýrt þetta allt fyrir henni. En hvað þetta var allt óþægilegt — fyrir vesalings Noel líka. Þetta gæti orðið hon um til trafala á læknisferlinum. Á skrifstofu skipaútgerðarinn ar var henni sagt að liún gæti fengið far með skipi, sem væri væntanlegt til Port Said á morg un. Svo að hún pantaði klefa fyrir „fni Frensham". En hvað það var undarlegt og óraunveru legt, að það skyldi vera hún! Hún fór aftur til sjúkrahússins til að segja Noel að hún yrði farin innan sólarhrings. Og innan háfs mánaðar yrði hún komin aftur til Englands. Þegar hún kvaddi Noel fann 26 hún aftur til vináttunnar og að- dáunarinnar sem hún hafði fund ið til, þegar hýn kynntist hon- um á skipinu. Hún var vingjarn legri við hann en hún hafði nokkum tímann verið eftir gift- inguna. Meðan hún beið eftir bifreið- inni, sem aka skyldi henni tii skips, sat hún við rúmstokk Noels og reyndi að þakka hon- um fyrir allt hið góða, sem hann hafði viljað gera fyrir hana — fyrir að vilja gefa henni frelsi, er hann yrði að greiða dýru verði — og fyrir alla ástúð hans og skilning. — Þú hefur verið mér mjög góður, og þú veizt, að ég ásaka þig alls ekki fyrir að svo fór sem fór, sagði hún. — Þetta er fallega sagt, vina mín. Hann tók sárt að skilja við hana. Hann yrði einmana eftir að hún væri farin, og enn meira einmana ætti hann eftir að verða í framtíðinni. Guð mátti vita, hvað framtíðin bæri í skauti sínu. En hann var viss um, að einhvern veginn mundi honum takast að hindra hana í að líða sálarkvalir og eyðileggja líf sitt vegna Aubums Lyell. Hann gladdist yfir því, að hún skyldi ekki ásaka hann fyrir allt, og að þau skildu nú sem vinir. Hann langaði til að segja henni hug sinn allan, en þorði það ekki. Hann braut heilann um hvort hún myndi fyrirlíta hann af öllu hjarta, ef hann henn- ar vegna neyddist til að neita henni um fFelsi sitt, sem hún þráði svo mjög. — Mér finnst hræðilega vand ræðalegt að birtast svona allt í elnu á hejmili þínu sem eigin- kona þín, sagði hún. — Þú þarft ekki að hafa á- hyggíwr af þ\d- Þeim mun öllum geðjast vel að þér, Peta. Eg vildi bara óska þess, að hjóna- bandið þyrfti ekki að vera svona skammvinnt, og að þig langaði ekki til að skilja við nilg. Peta fitlaði taugaástyrk við töskuna sína og forðaðist að mæta augaráði Noels. — Þetta er allt svo — bjána- leg. Það er ekki af því mig langi dDsíQ svona voðalega mikU tU að losna við þig. En það hefur heldur aldrei verið um neitt annað að ræða, er það? Hann tók um hönd hennar —. þá, sem bar giftingarhringinn. Grá augu hans vom full af sökn uði. Skyndilega bar hann hönd hennar að vörum sér og kyssti á hringinn. — Nei, sagði hann — En ég vil að þú vitir, að ég hef ekki minnstu löngun til að losna við Þig. Hún varð mjög vandræðaleg. Noel Frensham gat vissulega ekki verið ástfanginn af henni. Auðvitað ekki, hann vildi bara vera ástúðlegur við hana. Hún dró að sér höndina, og var feg in þegar hjúkrunarkonan birtist í dyrunum og tilkynnti að bifreið in biði eftir henni. Hún var mjög kuldaleg. Peta hafði sætt harðri gagnrýni fyrir að yfirgefa ,,eiginmann“ sinn svo skömmu eftir brúðkaupið, sérstaklega þar sem hann var enn veikur. Peta vissi þetta, og hún vissi líka að þau áttu bæði eftir að mæta enn meiri gagnrýni vegna þessa hjónabands. — Vertu sæll Noel, sagði hún. — Og leggðu þig nú allan fram: við að ná fullri heilsu, svo að- þú komist sem fyrst heim. — Þú verður að lofa mér því Gjörið svo vel og komiff og athugið verð og gædi. FANNÝ BENÓNÝS. sími 16738. SÆNOUR Enduraýjum gömlu sængumar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐURHREINSTJNIN. Hverfisgötu 57A. Sími 16738. ..90 WESHALUI NOT PRESENT YOUE PL.ANI +OP. GEE-tA WARFARE WHEN WE CON- FRONT THE REP TEAM! TWfl MAY I ASk A1IS5 Y OP COVRSE, j CALHOON HOWSHEi SOóLEVAKP: r HOPEP TO PgEVENT ] - ISCLATS £EO BACTEEIA FPOM IcHINA AND L£T PESTEOYINO US, \L_THEM ALL DIE AS WELL AS AN W — NO NEED To toriT'iSr enemy? Æ senp mooPs! AilSS CAl!-!OON,\ VOl) HAVE SBEN OUTVOTCP SY THO OTHSC TEAM MEM- 8EPS... .T-d OF COURSE :t istq you.labok^ BLEEDERl THAT IS WHY X AM WHAT X AM —: ANP YOU ARE NOT WHAT yol) WISH you WEK.E ! A amazinq! Til ífd yffar hefur veriff felld, fröken Calhoon, svo hún kemur ekki til frekari umræðna. — Má ég spyrja hvemig ætluðuff þér aff kema í veg fyrir aff sýklarnir eyddu okk- ur líka? — Einfalt, einangra bara landiff og lát- um alla deyja, þá þarf ekki neinar her- sveitir. — Furffulegt. ___ Auffvitaff finnst verkalýðsmálafrömuð inum þetta furffulegt. Þess vegma er ég, þaff sem ég er, en þér ekki þaff sem þér vilduð vera. ALÞÝÐUBLA0IÐ — 21. apríl 1964 |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.