Alþýðublaðið - 10.05.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.05.1964, Blaðsíða 3
Madras, 9. apríl ÖLL VANDAMÁL byrja með þreytu. Ef engin þreyta, þá eru engin vandamál. Vandamál verða þannig til að menn fara að hafa áhyggjur í stað þess að hafast eitthvað að á stund inni. Sumir bara ímynda sér að þeir séu þreyair og syngja hástöfum: „Kom draumanótt með fangið fullt af friði og ró“. Uxavagn á götu í Madras. Slík flutningatæki sjást hvarvetna inn an um bifreiðar og önnur nútíma farartæki á götum indverskra borga. En raunverulega þreyttur mað- ur syngur ekki. Eg söng þetta eins og aðrir fyrir meira en tuttugu árum. Og við keppoimst við að ímynda okk ur, að við værum þreyttir. í þá daga var stríð og móðins að spila svæfandi sæt Hawaiilög á dans- leikjum, og Foster-lögin voru líka vinsæl. Sprellfjörugir strákar, sem voru svo hlaðnir orku, að þeir annað hvort fóru á ball eða í fótbolta eftir 12 tíma vinnu, áköll uðu draumanóttina og héldu, að þeir væru þreyttir. Eg er ekki viss um, að ég hafi í rauninni nokkurn tíma orðið þreyttur, a.m.k. ekki í þá daga. En nú hef ég séð þreytu. Og ég hef séð, að það er munur á þreytu alveg eins og það getur verið mun ur á hungri og hungri. ið þig saddan á fimm mínútum. Og þú getur verið hungraður og ekki haft neina lyst til að næra þig, eða þú liefur ekkert til að næra þig á. Þú' getur eins verið svo þreytt ur, að þú ert sofnaður, áður en hausinn er fallinn á koddann. En þú getur líka verið þannig þreytt ur, að þú sofnir ekki, þótt þú sért syfjaður, eða þótt þú sofir, vakn- irðu bara enn þreyttari. Þá er voðinn vís. Þá er þreytan orðin sálarástand. Stundum þegar ég er á gangi bullandi sveitau’ í þessari borg, finnst mér, að þreyta leiti á að verða sálarástand hér í mollunni. Það er helzta skýringin á því, að Evrópufólkið virðist ekki þola hit ann verr en innbornir og þeir Evrópubúar, sem búnir eru að dveljast hér nokkur ár, virðast þola hitann litlu betur en nýkomn ir. — Hvernig fer maður frá ís- landi að þola þennan mikla hita? spyrja Indverjar mig stundum, átynjandi og þurrkandi svitann af enninu. — Eg bara svitna og þar með búið, segi ég. Eða ég segi: — Eg bráðna ekki. Eg er ekki allur klaki. En ég hef aldrei fyrr gert mér grein fyrir því, hve mikill munur getur verið á sólskini og skugga, hve mikill létiir það er að skjóta sér inn í forsæluna hjá laufríku tré eða húsi, og hve mikil lífs- nautn það er að baða and- litið úr vatni, þótt vatnið sé alltaf volgt. Gamli maffurinn undir skýlinu selur kokoshnetur. Hann notar pálinablaffamottu til >að verja sig fyrir brennandi sólinni, og sésfc varla í skuggannm. Ljósklæddi maffurinn hefur fengiff sér eina hnetu til aff hressa sig. Það er lika talið eitt af afrek um Asóka, liins göfuga Búdda- trúarkonungs, sem uppi var á þriðju öld fyrir Krist, að hann lét grafa brunna á áfangastöðum við þjóðvegi og gróðursetja þar trfá lundi, svo að ferðamenn, reiðskjót ar þeirra og áburðardýr gætu hvílzt í skugganum og svalað sér á vatni. • 1 Nú er einmitt kominn sá tími, er þess er að vænta, að það verði heitara með hverjum deginum er líður. Það er heitast í maí og júní. Hitinn kom svolítið fyrr en vant er en jókst svolítið hægara. Á hverjum degi er 33—36 stig í skugga og golu. En þegar meira hitnar, er engin gola, en ef hreyf ir vind, þá er hann af landi og veltir hrönnum af glóðheitu lofti yfir mannfólkið. Sums staðar á landinu er liitinn þegar kominn upp í 43 stig. Jafnvel lieimamenn eru farnir að kvarta. Menn þræða skuggsæla stíga. Sjálfsagt þykir að fá sér lúr eftir hádegi það er raunar oftast gert. Á gangsiéttum, í görðum jafnvel á vegum úti, tylla menn sér niður, þar sem þeir finna af- drep, því að það er léttara að sitja en standa og liggja en sitja. Gestur nokkur fleygði sér flötum á miðjan veginn hér fyrir framan húsið í hádeginu í dag og breiddi kyrfilega undir sig hvítan dúk. Eg þurfii dálitla stund til að átta mig á því hvort hann væri dauður eða lifandi.. Vatnsbólin eru vinsælustu stað- ir landsins. Menn fá sé ekki að- eins að drekka. Þeir baða andlit sitt og hendur og telja þárflaust að þurrka sér. Hér í Madras er það a|títt að menn hressa sig með því áð fara í sjóinn. Sagt er, að hér eé ein- hver bezta baðströnd í heimi, sum ir segja hin næstbezta, og er þá, að ég liygg, liin fræga baðströncf hjá Honolulu ein talin betri. Hér Framhald á síffu 10. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 10. maí 1,964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.