Alþýðublaðið - 10.05.1964, Síða 5

Alþýðublaðið - 10.05.1964, Síða 5
VAXANDI ÁLIT 00 VINSÆLDIR! „NÁGRANNI MINN EKUR SKODA. HEFUR ALLTAF EKXÐ SKODA — VILL EKKI ANNAN BÍL“. Algengustu ummæli nýrra kaupenda. ★ VERÐ SKODA-RÍLA ER MIKLil LÆGRA EN VERÐ SAMBÆRILEGRA VÍ- EVRÓPUBÍLA MIÐAÐ VIÐ STÆRÐ OG ORKU. ★ SKODA ER EKKI TÍZKU- EÐA STUNDAR- FYRIRBÆRI. HANN ÐUGAR JAFNT Á RENNSLÉTTU MALBIKI EVRÓPU SEM MALARVEGUM ÍSLANDS OG VEGLEYSUM. '^PMMMtllllllllllllllllll 1111111111 '•JIIIIU/II 1111111111111II11111111111111111111111111111111111111111111111111111 1 TOURIKGSPORT DE LUXE: 5-manna fólksbíll. 53 hestöfl, | § gólfskipting, hvítir hjólbarffar. SKÖDA COMBI STATION: i 1 5-manna, 47 hestöfl. SKODA 1202 STATION: 5-6 manna, j | 47 hestöff, buroarmagn 650 kg. fu 1111111111111111111111111 iii iiiiiiiiiii iii ii iii iiiiiiiiiiiii n iii ii ■•1111111 nr ii 111111111111111111111111111111111111^ VARAHLUTIR FYRIRLIGGJANDI í MIKLU MAGNI: GÓÐ SAMRÆMING VARAHLUTA MILLI ÓLÍKRA GERÐA. ^uiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii-i/iiiiiiiiimiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiMiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiMiiiiiiiiiiiifiiiiuiiiif . OG ANNAD m kaupa Skoda MYNDIR, UPPL. UM VERÐ OG GREIÐSLUSKILMÁLA, OG LITASPJÖLD PÓSTSENDAR. Tékkneska bifreiffaumoSið h.f. Vonarstræti 12, sími 2-1981. CNGINN talar lengur um Hall- *■ grímskirkju á holtinu, sem vex bara og vex; vaxandi múr- veggir hennar munu nú senn sjást æ víffar aff úr bænum, og geta menn svo gert sér í hugar- limd sköpulag þessa mannvirkis fullgerffs. Þá er fr.ótJlegt aff líta til kirkjusmíffarinnar innan ,af Lönguhlíð effa Miklubraut: hér er sannarlega að rísa mannvirki sem bera mun vitni um aldir andlegri reisn og menningu ís- lendinga á miðri 20. öld. Mót- mæiahreyfingin, sem hafin var gegn kirkjunni í vetur, enn einu sinni, virðlst hafa lognazt .út af ósköp friffsamlega eftir nokkur umbrot í útvarpi og í blöðum og á mannfundum: aff minnsta kosti er langt síffan heyrzt hefur nefnd undirskrifta söfnunin um endurskoðun kirkjuáformanna sem þá var bleypt af stokkunum. Enn sem komið er uirffast mótmælin einna helzt iiafa komið kirkju- smiðunum sjálfum til góða, vak ið athygli á verki þeirra og orðið þeim tilefni til að fylkja liði sínu fastar saman. Þeir notuðu tækifærið til að hefja almenna fjársöfnun til styrktar kirkjubyggingimni, seldu gjafa- hluti Hallgrímskirkju, eða af- látsbréfin svokölluðu, í hverju guðshúsi á landinu og þó víðar, og auglýstu góðan árangur vel og rækilega í blöðum og út- varpi. Nú hefðu mótmælendur að réttu lagi átt að eiga næsta leildnn, en ledkur sá hefur lát- ið standa á sér til þessa, hvað sem síðar verður. Það skyldi þó ekki hafa komið upp úr kaf- inu að almenningur væri tregari til að mótmæla kirkjusmíðinni en vonir höfðu staðið til, að fjöldi fólks vildi raunverulega fá kirkju sína í fyrirhugaðri mynd hennar? Sé málum svo háttað, eiga mótmælendur ekki margra kosta völ: raunverulega engra nema fella niður andróður sinn og reyna að una kirkjuhug- myndinni. Sé það raunv.eruleg- ur vilii alls þorra Reykvíkinga að kirkjan verði byggð, eða láti þeir sér á sama standa, þá mun hún rísa; kirkjusmíðin verður áreiðanlega ekki stöðv- uð nema fyrir mikil og almenn mótmæli borgarbúa, látin í ljós í fullri alvöru. Mér hefur. skil- izt að mótmælin væru vakin í þeirri trú að allur þorri skyn- bærra manna mundi reynast kirkjuhugmyndinni andvígur, e£ þeir hugleiddu hana í fullri al- vöru, og síðan tilbúinn til að halda fast við þá skoðun. Þessi skoðun er einfaldlega sú að hin fyrirhugaða kirkja sé sá óskapn aður sem enginn fái unað, krist inn né ókristinn. En Hallgríms- kirkja hefði líka mátt verða í vetur tilefni alvarlegrar um- ræðu um stöðu og hlutverk kirkjunnar í þjóðfélagi okkar; skilningur manna á því efni hlýtur ævinlega að ráða nokkru um viðhorfin við kirkjubygg- ingum almennt' og Hallgríms- kirkju út af fyrir sig. Þetta hef- ur ekki orðið: Hallgrímskirkja hefur ekki vakið upp neina nyt- samlega umræðu, hvorki um fagurfræði og byggingalist né kirkju og kristnihald. Að því leyti á mótmælahreyfingin gegn henni sammerkt við margan mótmælakurr annan, sem sprettur upp sem sriöggvast, stendur með írafári nokkra daga, gleymist síðan án þess nokkur maður hafi nokkru sinni tekið mark á honum. 0’ NNUR .mótmæli hafa hugtek- ið menn í seinni tíð í enn rík ari mæli en nokkru sinni Hall- grímskirkja: áskorun 60-menn- inganna til .alþingis um stöðv- un hermannasjónvarpsins í Keflavík. Báðar þessar mót- mælahreyfingar eiga sammerkt í þvi að þær eru hafnar á síð- ustu stund: Hallgrímskirkju er mótmælt þegar kirkjusmíðin er komin langt á rekspölinn, her- mannasjónvarpinu þegar það hefur viðgengizt í tvö ár og unnið sér hylli fjölmargra ís- lenzkra áhorfenda. Ekki hefur staðið á því að upp kæmi lið til varnar hermannasjónvarpi og Hallgrímskirkju; aðrir sem eru gagnrýnendum sammála í meginatriffum í öðru hvoru til- vikinu eða báðum telja engu að síður öll mótmæli um seinan. Þessa sinnis er t. d. Sverrir Kristjánsson í grein um sjón- varpsmálið í nýlegu Tímarits- hefti Máls og menningar: „Ár- ið 1962 var hægt að leysa sjón- varpsmálið sársaukalaust”, seg- ir hann: „Nú mundi það senni- lega kosta götubardaga í Reykja vík, Kópavogi og Hafnarfirði”. Og Sverrir vh’ðist álíta að 60- menningarnir taki undirskrift sína unair áskorunina miðlungi hátíðlega: þagað gat ég þá með sann, þegar hún Skálholtskirkja brann. „Nöfnin undir Áskorun- inni taka hana ekki alvarlega”, segir Sverrir Kristjánsson: „Þau eru har? í menningarleg- um mömmuleik". Þeir 60-menningarnir svara þessu sjálfsagt fyrir gig, beint eða óbeint; en ekki sýnist það nema rétt mátulega drengilegt að telja menn loddara fyrir það eitt að hafa ekki séð það fyrir í tíma hve viðsjárvert sjónvarp ið í Keflavík mundi reynast eða komið sér að því að mót- mæla af nægilegu harðfylgi þegar í upphafi. Og enn síður er það til þess fallið að leysa nokkurn vanda að hlakka nú yfir þessum óförum. Vandamál ið er alveg ljóst, hvernig sem við því verður snúizt: sjónvarp- ið er áhrifamesti múgmiðill okkar tíma (mass-medium nefna sumir leiðinlegu heiti fjöldamiðlunartæki), og við I) höfum selt útlendum mönnum í hendur einkarétt til reksturs þessa tækis og það áhrifavald, sem :því fylgir. Hitt er undar- legt hversu sammála menn virðast vera um það, mótmæl- endur sjónvarps sem meðmæl- endur, að hermannasjónvarpið verði áldrei stöðvað. Það vcrð- ur sannarlega fróðlggt að heyra hverjar undirtektir áskorunin £ær á þingi og hverjar umræð- ur vekjast þar upp um sjón- varpsmál almennt. Hér á landi hefur fátt verið rætt um vandamál svokallaðrar múgmenningar sem annars staðar hefur orðið ýmsum góð- um mönnum áleitið umhUgsun- arefni. Engu að siffur er íslcnzk múgmenning til og sí og æ að verða til allt umhverfis okkur, í stöðugri sköpun og umbreyt- ingu. Múgmiðlarnir eru álirifa mestir um mótun og sköpun múgmenningar, dagblöð og vikurit, kvikmyndir, útvarp, sjónvarp, og hinn voldugi skemmtiiðnaður sem hefur öll þessi tæki að verulegu leyti í þjónustu sinni. Metsölubækur og -kvikmyndir, söngleikir, dans- og dægurlagastjörnur, útvarps- og sjónvarpsþættir, kvikmynda- og sjónvarpsgoðin, hverskonar tízka, — allt er þetta þættir í múgmenning- unni. Við erum öll í daglegri snertingu við múemenningu, neytum daglega einhverra af- urða hennar hvort sem okkur líkar betur eða verr; sumir fá öllum ..andlegum” þörfum sín- um fullnægt af múgmiðlunum. Það væri vel ef sjónvarpsmál- ið yrði til að efla áhuga á þess- um þætti menningarlífs okkar, öllum aðilum hlýtur að vera kappsmál að aukist og vaxi gildi þess sem þar er á menn- ingarmarkaði. Múgmenningin er að vísu alþjóðleg og sviplík livar í landi sem er. Engu að síður er háskalegt og ástæðu- laust að leiða þróun hennar hérlendis hjá sér með kulda og kæruleysi; og öldungis frá- leitt að láta það viðgangast að öflugasta múgmenningartækið í landinu sé útlent, einhliða flytjandi vitlendrar skemmtun- ar, tízku, smekks og skoðana. Þetta er kjarni sjónvarpsmáls- ins. • TILEFNI af 20 ára afmæli lýðveldisins verður í vor efnt til listamannaþings, eða al- mcnnrar listaliátíðar, í Reykja- vík. Sú hátíð verður væntan- lega vottur þess hvar íslenzk list stendur í dag og hvers hún er megnug og hver afstaða hennar sé gegn liinni ágcngu múgmenningu. Margir góðir menn kvíða því að múgmcnn- ingin verði beinlínis til að kaf- færa eiginleg listverðmæti, eða minnsta kosti til að út- þynna þau og sneyða gildi sínu, þau verðmæti sem menn fá ekki notið nema i einrúmi og næði, einir með hók í hendi cða frammi fyrir listaverkinu, í hljómleika eða leikhússal. Vél- rænn flutningur og varðveizla (Framhald á 13. síffu). f 5 I ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 10. maí 1964 5 I

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.