Alþýðublaðið - 10.05.1964, Side 8

Alþýðublaðið - 10.05.1964, Side 8
TÓMAS sagði í kvæði sínu um Austurstræti, að það væri „enn á æskuskeiði”. Þegar ég gekk þar um á fimmtu dagskvöldið, kom mér í hug, að seint ætlaði það að slíta barnsskón um blessað. En svona á það að vera. Austur- stræti er gata æskunnar „þar liggja hennar léttu spor”._ Hvort það eru spor gæfu eða ógæfu, er ekki til umræðu hér, en við skul- um ganga rúntinn og skoða fólkið sem fetar stræti hans. Allir vita hver rúnturinn er og hirði ég því ekki um að lýsa honum nánar. Klukkan er liðlega átta, þegar ég geng af Lækjartorgi og inn f Austurstræti „hina löglegu leið", á vinstri gangstétt að sjálfsögðu. Um leið og ég fer framhjá Hress- ingarskálanum, lít ég inn. „Hressó“ er hluti af rúntinum og það „sæmir mér ekki sem íslend- ing", að líta þar ekki inn. Hér er þéttsetið og æskan hefur völdin, mér sýnist fáir vera yfir tvítugt hér inni. Hér glymur skvaldur, sem ein- staka hlátur yfirgnæfir. — Stundum er engin gleði í hlátrin- um, hann er tilkominn af kurteisi, eða „omvendt”. Við eitt tveggja manna borðið sitja tvær ungar stúlkur, sem á nútímamáli kall- ast „skvísur” og þamba mjólkur- hristing, sem á réttu máli heitir „milksheik’, eða bara „sheik”. — Þær eru fullmikið málaðar í fram an, skvísurnar. Ekki svo að skilja að það sé ekki smekksatriði eins og annað, heldur er auðséð, að þeim gengur illa að halda eðlileg- um svip með alla þessa málningu í andlitinu. Svo ég gagnrýni þær nokkru meira, þá finnst mér sjálf- sagt að geta hárgreiðslunnar, ef hárgreiðslu skyldi kalla. Og þó, það er annars bezt að ræða ekki hárgreiðsluna, ' ef hárgreiðslu skyldi kalla. Þegar ég kem út á strætið aftur, hefur enn fjölgað á rúntinum og nú eru tryllitækin farin að láta til sín taka. Þau spóla hring eftir hring, enda liggur rúnturinn í v hring og tilgangur margra „rúnt- ara” er að fara í hring, í orðsins fyllstu merkingu. Þeir eru mis- jafnlega skrautlegir bílarnir, — sumir málaðir sterkum litum, skreyttir dúskum, speglum og öðru dinglumdangli, flaggstöngum útvarpsloftnetum ofl. ofl. Strákunum, sem aka tryllitækj- unum er í mun að þau séu sem skrautlegust í útliti og þá er sér- stök áherzla lögð á þá hliðina, sem að rúntförum snýr. Ef maður fer yfir á hina gangstéttina og lítur á frá þeirri hlið, má sjá að það vant ar hjólkoppana á sum tækin. Þau eru jafnvel óþvegin og óbónuð þeim megin. En rúntakstur er iíka gerður til að sýnast, eða sýna sig og tækin, en þá er ekki á- stæða til að vera að snurfusa það, sem sést ekki. Það eru skvísur við stýrið á sumum tækjunum og þær aka með engu minna öryggi en gæjarnir, ; sveifla tækjunum í beygjurnar svo ískrar í hjólbörðunum ....... „þær dræfa flott”. í dyraskotum standa gæjar og fylgjast með umferðinni. Þeir . , . á eftir skvísunum . . , og hlæja að fyndni sinni. flauta á eftir þeim skvísum, sem sem þeim lízt vel á. Ef skvísurnar líta við þegar þær heyra flautið, segja gæjarnir „oj bara” og hlæja mikið af fyndni sinni, en skvísurnar strunsa áfram, hnakka kertar með virðingarsvip. Á Hótel-íslands-lóðinni standa nokkur tæki með táninga innan- borðs, sem fylgjast með umferð- inni. Þarna hafa þeir ,,lagt“ til að spara benzínið, en það er dýrt nú til dags og máske eru ekki til spírur. Svo er kannske ætlunin að renna austur fyrir fjall um helg- ina, á sveitaball, og þá er eins gott að eiga „klink fyrir kostn- aði”. A undan mér gengur par og leiðist hönd í hönd. Þetta er greini lega ástfangið par. Það virðist ekki taka eftir umferðinni og aðr- ir vegfarendur víkja fyrir því, „þegar það líður strætið i sælu- draumi”. Fyrir utan Gildaskálann stendur drukkinn maður og hall- ar sér upp að húsveggnum. Hann er mikið drukkinn, enda líður ekki á löngu þar til lögreglubifreið kemur og hirðir hann upp. Tveir lögregluþjónar stfga út úr bifreið- inni, taka manninn og leiða inn í bifreiðina. Hann er þægur eins og lamb og ég heyri hann hiksta áð- . . .þetta er greinih | TEXTl OG TEIKNH 3 10. máí 1964 — ÁLÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.