Alþýðublaðið - 10.05.1964, Qupperneq 13
Lóðaskorfur
(Framhaid af 1. siöu).
aði bærinn að hafa barnaleikvöll,
og var búið að ganga frá skipu-
lagsuppdráttum. Öðrum megin við
leikvöllinn er búið að skipuleggja
og ganga frá lögnum í 10 lóðir.
Sveinn sagði, að bærinn ætti í
minni erfiðleikum gagnvart Kefla
vík hf. þó það eigi fyrrnefnda lóð.
Stríðið væri harðara við landeig-
endur í Njarðv. enda byggðist
bærinn í þá átt. Hefur bærinn
reynt að fá úthlutunarrétt á land
inu þar, en ekki tekizt.
Sveinn sagði, að landeigendur
væru nú í máli við Keflavíkurbæ,
og væri það reyndar búið að
standa lengi yfir. Krefðust þeir
leigu fyrir ýmis opin svæði í
bænum, td. barnaleikvelli, íþrótta
svæði og skólalóðir. Hefði krafan
ásamt vöxtum verið orðin 1 Vz mill
jón í árslok 1962, en væri nú vafa-
laust að nálgast tvær milljónir.
Bærinn byggir sína frávísunar-
kröfu á því, að hverju íbúðahverfi
séu nauðsynleg slík svæði. Með
því að byggja svæðin upp hefði
bærinn gert þau verðmæt, en að
öðrum kosti hefðu þau verið lítils
Virði.
Sveinn sagði, að þetta vandamál
væri mjög erfitt viðureignar, og
aðstaða yfirva’danna hin ömur-
Um mótmæli
(Framhald af 5. síðu).
Iistar kemur aldrei í stað hins
beina og umsvifalausa sam-
bands listamanna og listneyt-
énda; írafár múgmiðlanna verð
ur til að glepja neytendunum
sýn og villa þá fró eiginlegum
verðmætum. Ragnar Jónsson,
landskunnur menningarmaður
og með mörgu öðru fram
kvæmdastjóri listahátíðarinnar
í vor, lét, ef ég man rétt, eitt-
hvað þessu líkan kviðboga í
ljós í útvarpsviðtali nú á dög-
unum, og drap þar á vanda-
mál sem hefði verðskuldað ít-
arlega umræðu. Sé múgmenn-.
ingin einaijgruð frá öðrum
þáttum menningarlífs og listar
í landinu kann þessi háski að
vera raunverulegur og yfirvof-
andi; sjónvarpsloftnetin á þök-
, um reykvískra borgara þessa
dagana lofa cngu góðu um það.
Hins vegar er unnt að taka múg
miðlana í þjónustu eiginlegra
menningarverðmæta, lifandi
listar; múgmenning þarf ekki
að vera ómenning. í litlu þjóð-
félagi riður á óskintrj bátttöku
í menningarlífi ef það á að
þrífast: íslenzk menning verð-
' ur aldrei langlif sem einkamál
fámenns áhugaliðs. Hitt er á-
stæðulaust að láta af tómu
kæruleysi vélræna. aðflutta
múgmenningu þröngva henni í
einangrun.
Eitt af neikvæðum einkenn-
um múgmenningar er áliuga-
leysi: almenningor er neytandi
vcru en ekki þátttakandi menn-
ingarlífs, viil hafa sitt rórill en
ekkert múður. Umræður eins
og þær um Hallgrímskirkju og
bermannasiónvarnið eru lofleg-
ar að svo miklu levti sem þær
bera vitni raunverulegum menn
ingaráhuga .hvað sem segja má
um smekkinn sem þar liefur
birzt — og hvort sem ósmekk-
urinn sigrar að lokum í báðum
tilfellum. Og bað er ástæða að
hyggja gott til listahátfðarinn-
ar í vor ef bar kvnnu að birtast
íslenzk verðmæti verðmeiri en
þau, sem nú hrevkia sér á Skóla
vörðuholt.i og húsbökunum allt
um kring. — ó. J.
legasta. Húsnæðisskortur væri
mikill í bænum, og ekki lagáðist
það meðan slík trekða væri á út-
hlutun lóða.
Hörð viðurlög
(Framhald .ai 1. síðu).
áður en þau verða afgreidd endan-
lega í hvoiTÍ deild.
Auk orðróms um, að Rússar
stunduðu njósnir á togurum undan
austurströnd Bandaríkjanna, hafa
Bandaríkjamenn komizt í mikinn
vanda vegna fiskiskipa frá Kúbu,
sem tekin liafa verið í grennd við
strendur Florida. Nýlega kom það
t. d. fyrir, að ríkisstjórn Banda-
ríkjanna gat ekkert aðhafzt í slíku
máli, og lögsóknin varð að fara
fram eins og um innanríkismál
í Florida-fylki væ*i að ræða.
INDVERSKUR
LÆKNIR í í
FÆREYJUML
Þórh. í Fær., 6. niaí. HJ-HP.
Læknaskortur er nú í Færeyj-
um, bæði í Þórshöfn og víða ann-
ars staðar í eyjunum. Hefur
gengið á ýmsu með læknisþjón-
ustu hér, en m. a. hafa starfað
hér fleiri en einn íslenzkur lækn-
ir um tíma, og hafa íslenzku
læknarnir notið mlkilla vinsælda.
Sérstaklega erfitt er að útvega
lækna nm þessar mundir, og þyk-
ir það talsverðum tíðindum sæta,
að ráðinn hefur verið indverskur
læknir að siúkrahúsinu í - Þórs-
höfn. Er verið átf ganga frá samn-
ingum við hann, en hann kemur
frá Bretlandi og talar aðeins
ensku. Hyggja menn gott til komu
Iians, en vonandi tekst að útvega
hingað fleiri Iækna, sem hér
þelckja betur tii, áður en langt
um líður.
Fulltrúi íslands
(Framhald af 2. síðu).
ekki, að það er hluti af Evrópu og
hefur lagt af mörkum merkilegan
skerf til menningar álfunnar”. Af
þeim ástæðum hafi verið_ hlýtt
með mikilli athygli á málflutning
íslands um pólitíska framtíð Evr-
ópu í sambandi við hópumræður,
sem kallaðar voru „Á Evrópu-
þingi”, en þessar hópumræður
voru einn helzti dagskrárliður ráð
stefnunnar. Skiptust stúdentarnir
í 12 umræðuhópa, og var þar f jall-
að um ýmis efni allt frá hermálum
til sambandsins við Austur-Evr-
ópulöndin.
SvHFLGflSON?__
SÍJDflHVOG 20 K/ bBAWiT
^---- RÍMÍ 36177 / /
FLUGFERÐIR
Flugáætlun Loftleiða
Sunnudagur: Flugvél Loftleiða er
væntanleg frá NY kl. 06.30. Fer
til Oslóar og Stafangurs kl. 08.00.
Önnur vél væntan eg frá NY kl.
08.30. Fer til Gautaborgar og K.
hafnar kl. 10.00. Vél fer til Lux-
emborgar kl. 10.00. Kemur til
baka frá Luxemborg kl. 24.00. Fer
til NY. kl 01.30.
Mánudagur: Flugvél Loftleiða er
væntanleg frá NY kl. 7,30. Fer
til Luxemborgar kl. 9,00. Kemur
til baka frá Luxemborg kl. 24. Fer
til NY kl. 9,30. Fer til Glasgow
og London kl. 11,00. Vélin væntan
leg frá K.höfn og Osló kl. 23.00
Fer til NY kl. 00,30.
Eimskipafélag Reykjavíkur
Katla er á leið til Cagliari frá
Canada. Askja er á leið til ís-
lands frá Cagliari.
Skipadeild S.Í.S.
Arnarfell, fór í gær frá Grund-
arfirði til Lysekil og Leningrad.
Jökulfeh, fór 8. þ.m. frá Keflavík
til Norrköping og Pietersary. Dís-
arfell, er í Vestmannaeyjum, fer
þaðan dl Hornafjarðar Djúpavogs
Cork, London og Gdynin. Litla-
fell fór frá Reykjavík í gær til
Eyjafjarðarhafna. Helgafeli, er í
Rendsburg. Hamrafell, fór 8. þ.m.
frá Aruba til Reykjavíkur. Stapa-
fell er í Fredrikstad. Mælifell,
átti að fara í gær frá Chatham til
Saint Louis de Rhone.
Jöklar h.f.
Drangajökull for frá Eskifirði 7.
þ.m. 01 Leningrad, Helsingfors og
Hamborgar. Langjökull er í Cam
den, fer þaðan til Reykjavíkur.
Vatnajökull fór í gær frá Vest-
mannaeyjum til Hornafjarðar.
Skipaiitgerð ríkisins
Hekla, er í Austfjörðum á suð-
urleið. Esja, fór frá ReykjcVÍk í
gærkvöldi austur um lánd tii Akur
eyrar. Herjólfur, er í Reykjavík.
Þyrill, er á leið frá Reykjavík til
Raufarhafnar. Skjaldbreið, er á
Norðurlandshöfnum. Herðubreiö,
er væntanieg til Reykjavíkur í
dag að aus.an úr hringferð.
Eimskipaféfag íslauds
Bakkafoss, fer frá Skagaströnd
í dag 9-5 til Hofsóss, S.glufjarðar,
Akureyrar, Svalbarðseyrar og
Húsavíkur. Brúarfoss, fór frá NY
í gær 8-5 til Reykjavíkur. Detti-
foss, fór frá Vestmannaeyjum 7-5
til Gloucester og NY. Fjallfoss fór
frá Reykjavík 7-5 til K.hafnar,
Gautaborgar og Kristjansand.
Goðafoss, fer frá Helsingfors 11-5
til Reykjavíkur. Gullfoss fór frá
Reykjavík í dag 9-5 til Thorshavn,
Leith og K.hafnar. Lagarfoss, er í
Gravarna, fer þaðan 11-5 til Rost
ock og R,ga. Mánafoss, fer frá
Hornafirði í kvöld 9-5 til Reykja
víkur. Reykjafoss, er í Reykjavík
Selfoss, fór frá Reykjavík 6-5, til
Rotterdam og Hamborgar. Trölla
foss, fer frá Reykjavík kl. 6.00 á
morgun 10-5. til Akraness. Tungu
foss fer frá Hull 10-5. til Leith og
Reykjavíkur.
Dómur um greiðslu
\
(Framhald af 16. síðu).
hanh síðan kröfu til trygginga-
félagsins og nam krafan 273.685.00
krónum og jafnan krafist
hann innheimtulauna samkvæmt
gjaldskrá lögmannafélagsins.
Tryggingafélagið svaraði svo
kröfunni og gerði grein fyrir af-
stöðu sinni til hinna ýmsu liða og
gerði tilboð um greiðslu bóta að
fjárhæð 143.626.99 krónur auk
Rusk vill . . .
(Framhald af 1. síðu).
Fidel Castro forsætisráðherra
vöru, sem er efnahag Kúbu nauð-
synleg.
Hann sagði einnig, að öryggi
og velferð ríkja Asíu, Afríku og
rómönsku Ameríku, sem ekki að
hyllast kommúnisma, hefði úrslita
þýðingu fyrir öll aðildarríki NATO
Rusk sagði, að auðuivVietnam
reyndi að spyrna gegn beinni árás
sem skipulögð væri, stjórnað og
studd frá kommúnis.aríkinu Norð
ur-Vietnam, sem nyti stuðnings
Kínverska alþýðulýðve.disins og
a.m.k. pólitísks stuðnings Sovét-
rikjanna.
Við vonum, að hin frjálsu ríki
heims sýni samhug sinn með þjóð
um þe,m, sem berjas, fyrir því
að varðveita frelsi sitc, með því að
bjóða þe,m víðtæka aðstoð á
mörgum sviðum, sagði bandaríski
utanríkisráðherrann.
Rusk lagði áherzlu á, að það
væri öllum hinum frjáisa heimi
í hag að bundinn yrði endi á árás
kommúnista í Asíu, annað hvort
með beinni gagnárás eða með inn
þrengingu. Bandaríkjastjórn er
einnig þeirrar skoðunar, að öllum
frjálsum ríkjum beri að reyna að
forðast aðgerðir, sem torvelda
munu þá viðleitni að hrinda árás
kommúnista eða uppörva komm-
únista, sagði hann.
Um fyrirhugaðan margþjóða
kjarnorkuherafla NATO sagði
Rusk, að tilgangurinn væri sá að
fullnægja hemaðarlegri þöæf á
stærri veso-ænum eldflaugaher-
afla í Evrópu án þess að slíkt
leiddi til dreifingar þjóðlegra
kj arnorkuherafla.
— Ef heraf.inn verður að raun
veruleika, og það er ég sannfærð
ur um, munu þátttökuríkin gegna
stærra og mikilvægara hlutverki
í samningaumleitunum um eftir-
lit með vígbúnaði, sagði hann.
Rusk lagði að lokum áherzlu á,
að vestræn ríki ættu að vinna
I meira að jákvæðum verkefnum
Atlant'shafsbandalagsins. Bæði í
Evrópu og Ameríku er spurningin
ekki sú, hvort við skulum vinna
1 saman, heldur sú, hvernig við get
um bætt samvinnuna. Beggja meg
in Atlantshafs bíða menn með ó-
þreyju eftir því, að stigin verði
ný skref fram á við, sagði Dean
Rusk utanríkisráðherra.
vaxta. Var þess einnig getiS í
svari tryggingafélagsins, að það
væri reiðubúið að ræða við lög-
manninn um þóknun eða inn-
heimtulaun honum til handa. Var
tilboðinu tekið og konunni greidd
ar þær bætur, sem tryggingafélag
ið bauð, en ágreiningur varð um
laun lögmannsins.
Fór málið fyrir dómstólana og
í héraði byggði lögmaðurinn kröfu
sína á því, að tjónþoli eigi rétt
á því að fá að fullu bættan þann
kostnað, sem leiði af aðstoð lög-
fræðings, enda sé tjónþola nauð-
syn á slikri aðstoð þegar frá upp-
hafi. Lögfræðingurinn starfi. eftir
gildandi gjaldskrá félags síns. Sú
gja dskrá hafi gengið í gildi vorið
1959 og jafnan farið eftir ákvæð-
um hennar síðan, án mótmæla.
Tryggingafélagið krafðist sýknu
af kröfu lögmannsins um greiðslu
samkvæmt gjaldskrá lögmanna-
félagsins, en vildi hins vegar, að
dómari ákvæði ómakslaunin.
Byggði tryggingarfélagið kröfu
sína á því, að ástæðulítið hefði
verið fyrir tjónþola að leita til
lögfræðings, fyrr en boð um bætux
væri komið fram. Sagði í greinar-
gerð félagsins, að í tilfellum, sem
þessum, sæi félagið sjálft um öfl-
un allra gagna og útreikninga og
gerði síðan tjónþola skrif-
legt bótatilboð, sem hann gæti
svo borið undir lögfræðing eða
annan sem þekkingu hefði á þess
um málum. Þá taldi tryggingar-
félagið að umrædd gjaldskrá
væri eingöngu samkvæmt fundar-
samþykkt í félagi lögmanna sjálfra
og væri það eina viðurkenningin
á henni.
í héraði fór málið þannig, að
ekki var litið þannig á, að starf
lögmannsins yrði talið innheimta
samkvæmt skilningi þeirrar grein
ar gjaldskrár lögmannafélagsins,
sem lögmaðurinn hafði talið. Með
tilliti til þess starfs, sem lögmað
urinn hafði unnið var þóknun hans
hæfilega metin 6000 krónur. Mál
þetta fór síðan fyrir Hæstarétt
og féll dómur þar á sömu leið,
nema hvað upphæðin var hækkuð
í 7000 krónur auk vaxta. Máls-
kostnaður í héraði og í Hæsta-
rétti var ákveðinn 7000 krónur.
Stjórn S-Kóreu
segir af sér
•SEOXUL, 9. m,aí (JNTB-AFP)
— Park Chiuig Hee, forseti Suff-
ur-Kóreu, skipaði í dag Chung
Ukwon utanríkisráðherra forsæt-
isráðlierra. Chung hefur hafið til
rauu til nýrrar stjórnarmyndunar.
Stjórnin í Suður-Kóreu ákvað
að segja af sér fyrr í dag að lokn
um skyndifundi í ríkisstjóminni.
Doo Sin Shoi forsætisráðherra
kvað ákvörðunina standa í sam-
bandi við þá von, sem menn hefðu
nú um jafnvægi í stjórnmálum.
Nýi forsætisráðherrann er 48
ára og hefur verið sendiherra í
Ankara, París og Washington.
Hann varð utanríkisráðherra í
desember í fyrra.
Um 5000 manns liéldu mótmæla
fund gegn stjórninni í Seoul í
morgun. Flestir voru úr stjómar
andstöðuflokknum. Þeir mótmæltu
aðallega úrræðaleysi stjórnarinn-
ar vegna hækkandi framfærslu-
kostnaðar.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 10. maí 1964 13