Alþýðublaðið - 10.05.1964, Side 14
Áhæ'tan við a3 standast
freistingu, sagði sérfræðing
ur minn í tilfinningamálum,
er sú, að máske verður hún
aldrei aftur á vegi manns ...
SUMARDVÖL. Þeir sem óska að
sækja um sumardvöl fyrir börn
á barnaheimilinu £ Rauðhólum,
komi á skrifstofu varkakvennafé-
lagsins Framsóknar Hverfisgötu
8—10. dagana 9. og 10. maí kl.
2—6. Tekin verða börn fædd á
tímabilinu 1. janúar 1958 til J..
júní 1960.
Þjóðleikhúsið hefur sýnt leikritið Táningaást 12 sinmun við góða
nösókn. Herdís Þon'aldsdóttir og Rúrik Haraldsson hafa vakið mikla
athygli í þessu leikriti fyrir ágæta túlkun í liinum erfiðu aðalhlut-
i’erkum. Boðskapur leiksins er mjög tímabær og er hann hörð
gagnrýni á sý-ndar- og sölumennsku. Hljómlistin, sem leikin er í
hessu leikriti, er mjög nýtizkuleg, og á sinn þátt í að gera þessa
sýningu að áhrifaríku og góðu leikhúsverki.
Næsta sýning verður í kvöld. Myndin er af Rúrik Ilaraldssyni
íi aðalhlutverkinu. »
MESSUR
Háteigsprestakall, messa í Sjó-
mannaskólanum kl. 2. e.h. séra
Erlendur Sigmundsson. Barnasam
koma kl. 10,30 f.h. séra Jón Þor-
varðsson.
Neskirkja. Barnasamkonia kl. 10
f.h. Börn ath. breyttan .tíma. Séra
Frank M. Halldórsson.
Elliheimilið. Messa kl. .2 e.h. séra
Magnús fyrrverandi prófastur í
Ólafsvík embættar. Ath. breyttan
messutíma. Heimilispresturinn.
Aimenn Guðsþjónusta í Laugarás-
bíói kl. 11. f.h. sr. Sigurður Hauk-
ur Guðjónsson predikar. sóknar-
prestur.
Kópavogskirkja. Messa kl. 2 e.h.
sr. Gunnar Árnason .
Neskirkja. Messa kl. 2 e.h. sr. Jón
Thorarensen.
Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. f.h.
sr. Jakob Jónsson.
Laugarneskirkja. Messa kl. 2 e.h.
sr. Garðar Svarvarsson.
Fríkirkjan. Messa kl. 2. Sáfnaðar-
fundur kl. 3. sr. Þorsteinn Björns-
son.
Dómkirkjan. Messa kl. 11. séra
Halldór Kolbeins. kl. 11 barnasam
koma í Tjarnarbæ, sr. Hjalci Guð-
mundsson.
Grensásprestakall, Breiðagerðiss.
Messa kl. 2. Samkoma kl. 8.30
form. sóknarnefndar flytur ávarp,
síra Bjarni Jónsson, vígslubiskup
ræðir um kirkjulíf í Reykjavík
fyrr og nú. Einnig verður einleik-
ur á selló, einsöngur og kirkju-
kórinn mun syngja.
Kvenfélag Grensássóknar ann-
ast kaffisölu síðdegis eftir kl. 3
og einnig eftir samkomuna um
kvöldið. Séra Felix Ólafsson.
Sunnudagur 10. maí
8.30 Létt morgunlög.
9.00 Fréttir og útdráttur úr forustugreinum dag
blaðanna,
9.15’ Morguntónleikar.
11.00 Messa í Dómkirkjunni.
Prestur: Séra Halldór Kolbeins.
Organleikari: Dr. Páll ísólfsson.
12.15 Ifádegisútvarp.
13.15 Danmörk og missir hertogadæmanna; III.
erindi. Sverrh’ Kristjánsson sagnfræðingur
flytur.
14.00 Miðdegistónleikar frá ítalska útvarpinu.
15.30 Kaffitíminn.
16.30 Veðurfregnir. — Endurtekið efni:
a) Jóhannes skáld úr Kötlum ræðir við Jón
úr Vör um fyrstu Ijóðabók sína „Bí bí og
blaka“. (Áður útv. 28. nóv. s.l.).
b. Kristinn Björnsson sálfræðingur hugleið
ir svör við spurningunni „Hvað er andlegt
heilbrigði?" (Áður útv. 28. febr.).
c) Jón G. Þórarinsson kynnir efni úr tón-
listartíma barnanna frá liðnum vetri.
17.30 Barnatími (Skeggi Ásbjarnarson).
18.30 „Út reri einn á báti“: Gömlu lögin sungin
og leikin.
18.55 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfregnir.
18.30 Fréttir.
20.00 Píanótónleikar: Stanislav Knor frá Prag leik
ur þrjá polka eftir Smetana — og tvo tékk-
neska dansa eftir Martinu.
20.15 Um skólamál í Bandaríkjunum; síðara er-
indi: Norræn fræði í háskólum þar vestra.
Dr. Halldór Halldórsson prófessor flytur.
20.45 „Sardasfurstafrúin“,. óperettulög eftir
Kálmán.
21.00 Sunnudagskvöld með Svavari Gests, — spurn
inga- og skemmtiþáttur.
22.00 Fréttir og veðúrfregnir.
22.10 Syngjum og dönsum: Egill Bjarnason rifjar
upp íslenzk dægurlög og önnur vinsæl lög.
22.30 Danslög (valin af Heiðari Ástvaldssyni).
23.30 Dagskrárlok.
Ráðhússnefndin vill rannsókn fá
um hvaS reynist Tjarnarbotninum á,
ef væri þar hægt að vinna úr
hið verðmæta efni „kísilgúr".
Kankvís.
Reykjavíkuitélagið, heldur afmæl
isfund sinn að Hótel Borg miðviku
daginn 13. maí kl. 20.30 sr Hjalti
Guðmundsson flytur erindi um
kirkjufélag íslendinga í Vestur-
heimi. Þjóðdansafélagið sýnir þjóð
dansa. — Happdrætti — Ðans.
Fjölmennið stundvíslega.
Reykvíkingafélagið.
Kvenfélag Langholtssóknar heldur
fund í safnaðarheimilinu við Sól-
heima, þriðjud. 12 maí kl. 8,301
Stjórnin
Kvenskátar Sumardeild - mömmu
klúbbur, eldri og yngri svannar,
munið fundinn í félagsheimili Nes
kirkjunnar mánud. 11. maí kl. 8,30
Stjórnin
Guðspekifélagið. Barnasamkoma
verður í Guðspekifélagshúsinu
Ingólfsstræti 22, sunnudaginn 10.
maí nk. kl. 2 e.h. Sögð verður saga
(framh.) söngur, börn úr Lang-
holtsskóla sýna tvo leikþætti: Gull
gæsin og Viðtal við Egil skalla-
grímsson. Öll börn velkomin. Að-
gangseyrir 7,- krónur.
Þjónustureglan
TÍL HAMINGJU
FRÚ Anna Jónsdóttir, vistkona á
Elliheimiiinu Grund er níræð í
dag, sunnudaginn 10. maí. Blaðið
flytur henni heillaóskir á afmæl-
isdaginn.
LÆKNAR
Kvöld- og næturvörður LR I dag;
Kvöldvakf kl. 17,00—0,30. Nætur-
vakt 24,00—08,00. — Á kvöld-
vakt: Kjartan B. Kjartansson. —i
Á næturvakt: Haukur Jónsson
Lyfjabúðir
Nætur- og helgidagavarzla ,1964;
Frá 9. maí til',46. maí, — Lauga-
vegs Apótek.
R I
Veðurhorfur: Vaxandi austanátt, allhvasst og
rigning. í gær var vaxandi austanátt og rigning,
í Reykjavík var 9 stiga hiti, aust-norðaustaQ
kaldi og alskýjað.
Hann afi gamli hérna
uppi á Ioftinu er orðinn
vita heyrnarlaus. Eg
sagði honum nýíega að
ég hefði gengið niður
Suðurgötu. Þá hváði
hann:
Ha? Niðursuðugötu?
14 10. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ