Alþýðublaðið - 23.05.1964, Page 4

Alþýðublaðið - 23.05.1964, Page 4
Áhurðarverksmiðjan l'rh. af 16 síðu. króna, og var það nálægt 2.2 millj. króna lægra, en árið áður. Rekstrarkostnaður hækkaði mið að við fyrra ár um 2,8 millj. lcr., -mestmegnis af völdum launabreyt r.nga. Þá skýrði formaður frá því, að .fcó kornastækkun kjarna væri ekki orðin að raunveruieika, hefði tQkizt að komazt yfir erfiðasta "fijallann, og stæðu nú vonir til, að innan skamms tíma yrði korn tinardeild verksmiðjunnar kom- »n í lag, og yrði þá hafizt handa tim uppsetningu tækja, til blönd •tinar á áburði, og kjarna og kaiki. Þá gerði formaður að umtals- efni rekstur Áburðarverksmiðj- iinar. Árið 1963 var hið annað í -•röð, sem Áburðarverksrmðjan ann nzt rekstur þessarar ríkisstofnun- nr, Áburðarinnfiutningur nam 26.286 smálestum, eða 4202 smá tfestum meira, en 1962. ICvað hann reynzluna hafa sýnt, að rekstur Aburðarsölunnar í höndum Á- iburðarverksmiðjunnar, 'hefði orð ».ð . til lækkunar áburðarverði í fandinu, meðal annars vegna að- ntöðunnar í Gufunesi. hliðað við fyr,rkomulag Áburð arsölunnar áður, hefir rekstur ár anna '1962 og 1963 gefið hagstæða raun, sem raunar nemur 2,7 mi.lj. Iiróna, og samsvarar kr. 1200 á iivert býli á landinu, miðað við <3000 býli. Þá skýrði Pétur Gunnarsson frá Inu, að ákveðið hefði verið að iöyggja 1000 smálesta ammoníak f?eym,r í Gufunesi' og flytja nú íljótandi ammoníak í því magni, fiem á þyrfti að halda til viðbótar eigin, ammoníakSramleiðslu, svo «ð framleiðsmgeta verksmiðj- nnnar á kjarna verði að fullu nýtt Jþrátt fyrir fyrirsjáanlega minnk- andi framleiðslugetu á ammoníaki hjá verksmiðjunni, af völdum erkuskorts á næstu árum. . Þá skýrði formaður frá þeim verkíræðileg^ athugunum, uem ÞESSI mynd var tekin af fulltrúum á aðalfundi Áburð arvérksmiðjumiar, sem hófst í gærmorgun. Áburðarverk- smiðjan átti tíu ára starfs- afraæli í gær og í meðfylgj- andi frétt segir frá afmæl- inu og störfum aðalfundar- ins. nú standa yfir á vegum verksmiðj unnar, um það á hvern máta yrði hagkvæmast að mæta brýnni þörf fyrií stækkun vðrksmiðj- unnar, og um það hvaða áburðar- tegundir helzt beri að framleiða í landinu. Er vænst, að niðurstöður þessara athugana verði fyrir hendi á komandi hausti. Formaður gerði að umtalsefni þá gagnrýni, aðra en um korn- stærð, sem fram hefði komið á kjarna upp á síðkastið. Kvað hann gagnrýni þessa óverðskdldaða og ekki á rökum re,sta. Benti hann á að ákvörðun um framleiðslu kjarna hefði verið tekin í samráði við fræðimenn á sviði jarðvegs og ræktunarmála og á grundvelli góðrar reynslu hérlendis af á- burði, sem inn var fúittur áður en verksmiðjan var byggð, og var nákvæmlega eins efnalega samsett ur og kjarni. Ennfremur að til- raunir gerðar hér á landi, gæfu ekki tilefni til slíks ótta um sýr- ingu á jarðvegi, eins og fram virt ist hafa komið. Auk pess yrði kjama ekki kennt um verri uppskeru í köldu árferði, eins og verið hefur á 2 síðustu árum, og um notkun kalks væri það staðreynd, að ekki lægja fyrir niðurstöður tilrauna um það, hversu mikið eða hvar þörf væri fyrir að bera j kalk á ræktað land, og meðan svo | væri gæti verið tvíeggjað, að , framleiða hér eingöngu kalk- blandaðan áburð, og ekki hvað 1 sízt, þar sem áburðarkalk væri fyrir hendi til noktunar eftir því sem með þyrfti á hverjum stað eftir kringumstæðum. Sagði for- maður það persónulega skoðun sína að val á áburðartegund j (kjarna) í upphafi, hefði verið rétt. Að lokum sagði formaðurinn, að erlendis mundi það talið miklum vanda bundið, að reka svo af- kastalitla verksmiðju á hagkvæm- an hátt. Þó hefði giftusamlega tek ] izt til um starfsemina á þeim 10 i árurn, sem liðin væru síðan rek- j stur hófst. Góð nýting verksmiöj- unnar í heild, hafi orð,ð land- búnaðinum og þjóðinni í heild til blessunar og hagsbóta. Á þessum tímamótum ta'di hann höfuð mark mið varksmiðjunnar það, að full nægja óburðarþörf landsins í rík ari mæli, en nú er unnt. Framkvæmdastjóri, Hjálmar Finnsson, las því næst upp reikn inga ársins 1963. Niðurstöður rekstrarreiknings sýna rekstrarhagnað kr. 191.180,63 ! sem lagður var í varasjóð. Skorti þá á rekstrarafkomu ársins kr. 1.785,819,37 til að hægt væri að fullnægja lögákveðnu framlagi . fyrir árið til varasjóðs. | Reikningar ársins voru síðan samþykktir. Þá samþykkti aðal- fundur einróma eftirfarandi: „Af því tilefni að liðin eru 10 ár frá því að Áburðarverksmiðjan h.f. hóf framleiðslu á áburði á- kveður aðalfundurinn, að ráð- stafa einni milljón króna, sem gjöf til íslenzks landbúnaðai- til aukinna fíramfara í jarðræíkb. Skal fjárhæð þessi notuð til at liugana og rannsókna á hagnýtri áburðamotkun.“ Kjörnir í stjórn verksmiðjunn- ar voru þeir, Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra (endurkjör- inn) og Hjörtur Hjartar framkvst. og sem varamenn þeirra, Hall- dór H. Jónsson arkitekt og Hjalti Pálsson framkvst. 1 Halldór Kjartansson var kjörinn endurskoðandi. Stjórn Áburðar- verksmiðjunnar skipa nú: Pétur Gunnarson, deidarstjóri, for- maður, Halldór H. Jónsson, arki tekt, varamaður Ingólfs Jónssonar landbúnaðarráðhérra, — Hjörtur Hiartar framkvstj., Tómas Ylgfús- son byggingameistari og Viihjálm ur Þór, seðiabankastjóri. Pathet Lao ... (Framhald af 3. si'ðu). • ist rík ástæða vera til að efna til stærri ráðstefnu í Vientiane. Auk þess lýsti hann yfir stuðningi við tillögu Adlai Stevensons í Öryggis ráðinu í gær þess efnis, að SÞ láti til sín taka í Suðaustur-Asíu. Gordon-Waiker og Harold Wil- son, foringi flokksins, fara til Moskva eftir nokkra daga og er talið í London að þeir muni ræða Laos-deiluna við sovézka stjórn- málamenn. Fulltrúar Breta og Rússa eru formenn Laos-ráðstefn- unnar. ★ Hin opinbera fréttastofa Tass sagði í dag, að fyrirhugaðar könn- unarflugferðir Bandaríkjamanna yfir Krukkusléttu græfu undan anda Genfar-samningsins og hvettu hægrisinna til nýrra ögr- ana gegn friðnum og hlutleysinu. Slíkar flugferðir brytu í bága við þjóðarrétt. 4 23. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ t FYRRADAG var merkum á- fanga náð, þegar 100 þúsnndasti rafgeymirinn var framleiddur hjá Rafgeymaverksmiðjunni Pólar h.f. I Verksmiðjan hefur nú starfað | samfellt í 13 ár. Starfsemin hófst 1 árið 1951 í bakhúsi á Hvcrfisgöt- unni. í núverandi húsnæði að Ein- holti 6 flutti verksmiðjan árið 1957. Fyrirtækið eignaðist það húsnæði skömmu síðar. F.vrir tveimur árum keypti fyr- irtækið húseignina Þverholt 15, sem er samliggjandi verksmiðj- 1 unni. Þar er nú rekin hleðslu og þ.iónustustöð fyrir þær þúsundir Pólarrafgeyma, sem eru í umferð. Árni Jósefsson veitir stöð þessari forstöðu. Jafnframt er þar stað- sett rafstillingarverkstæði Ketils Jónassonar (Lucas-verkstæðið) er hefur fullkomnustu mælitæki og áhöld til að mæla og stilla raf- kerfi bifreiða. Á Akureyri er einn- ig hleðslu- og viðgerðastöð fyrir Pólarrafgeyma, sem rekin er af Guðmundi Kristjánssyni, Grund- argötu 5. Með vaxandi vélanotkun lands- manna, fjölgun bifreiða, vélbáta og landbúnaðarvéla, hefur notk- un rafgeyma aukizt jafnt og þétt. Framleiðsla verksmiðjunnar hef- ur aukizt um rúmlega 20% ár- lega, og er mánaðarframleiðslan nú meiri, en ársframleiðslan var fyrir rúmum áratug. Pólar-rafgeymar eru allir ein- angraðir með sérstakri „Perma- life” einangrun, sem samanstend- ur af glerull og gúmmíkvoðu. — Reynslan hefur sýnt að þessi ein- angrun þolir mikinn þrýsting, bet- ur en flestar aðrar tegundir ein- angrunar, og er því betur fallin fyrir okkar sRemu vegi. Fastir starfsmenn verksmiðj- unnar eru nú 12. Fyrirtækið hef- ur greitt í vinnulaun frá byrjun yfir 10 milljónir króna. Árið 1962 voru 75% af rafgeymum í notk- un á íslandi frá Pólum. Verð geymanna ér lægra heldur en inn fluttra. Stjórn Póla h.f. skipa: Runólfur Sæmundsson, form. Ólafur Finsen og Jörgen Han- sen. Framkvæmdastjóri er Magn- ús Valdimarsson. Laosstjórn... (Framliald af 3. síðu). is, að þúsundir manna úr her-' sveitum hlutleysissinna hafi geng ið í lið með hermönnum Pathet Lao. En ókleift er að ákveða um hve marga menn liér er um að ræða. Að sögn formælanda banda- ríska utanrikismálaráðuneytisins í Washington hafa ekki orðið markverðar breytingar á hernað- arástandinu í Laos síðasta sólar- hringinn. En stjórnin heldur á- fram að safna liði sínu saman á ný til þess að hrinda nýrri sókn af hálfu liersveita Pathet Lao. „Alþýðudagblaðið” í Peking skýrði frá því í dag, að Kínverj- ar ynnu að smíði nýrrar brúar yf- ir ána Mekong, skammt norður frá þeim stað, þar sem landamæri Laos, Burma og Thailands mæt- ast. Skammt frá þessum stað ligg 1 ur vegurinn um Norður-Laos, sem 1 Kínverjar hafa áður lagt sam- kvæmt samkomulagi við stjórnina í Laos. Að sögn blaðsins verður brúin fullgerð bráðlega. Guðlaugur Einars- son Hæstaréttar- lögmaður Guðlaufrur Einarsson lögmaffur ' liefur nú hlotið Hæstaréttarlög- mannsréttindi. Gufflaugur lauk lögfræðiprófi við Iláskóla íslands árið 1946. Hann var bæjarstjóri á Akranesi frá 1946 til 1950. — Síffan hefur hann rekiff málflutn- . ingsskrifstofu. Guðlaugur er I kvæntur Svanlaugu Þorgeirsdótt- I ur. Alúffarþakkir færi ég öllum þeim, er sýndu mér vin- semd, glöddu mig og heiðruðu mcð, gjöfum, blómum, bréfum, símskeytum og á annan hátt á 75 ára afmæli mínu, en mun aimars rej'na að ná til hvers einstaks, er tími vinnst til. Gunnar Gunnarsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.