Alþýðublaðið - 23.05.1964, Side 8

Alþýðublaðið - 23.05.1964, Side 8
8 23. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ AGNAR Guðmundsson ráðunautur talaði við bændur í morgunút- varpinu. Hann talaði í áminning- artóni og bað þá blessaða að haska sér til þeirra verka, sem enga bið þola. Vorannir eru í fullum gangi. En það eru víðar vorannir en hjá bændunum. Þær eru líka í görðum bæjanna og Reykjavíkur- bcrgar. Og það eru vorannar hjá skógræktarfólki um allt land og í gróðrarstöðvum. Hjá Skógræktarfélagi Reykja- víkur í Fossvogi vinna nú um 16 stúlkur og á þeim eftir að fjölga um nærri helming. Algengt er að þar vinni 20-30 stúlkur yfir há- annatímann, sem er' næstu 7 vik- urnar. Þá er unnið að gróðursetn- ingu uppeldisplantna, dreifsetn- /ngu eldri plantna og svo verður auðvitað að sýna öllu saman hina mestu umhyggju og umönnun, tii að allt þetta 7 vikna starf verði ekki unnið fyrir gýg. Þá er sölumennskan á hástigi einmitt þessa dagana. Fjöldi fólks er að koma sér upþ görðum við húsin sín og aðrir vilja bæta fal- legum plöntum við það sem fyrir er. Byrjað er að gróðursetja í Heið- mörk, þar sem 54 félög í Reykja- vík hafa sína reiti. Skógræktinni er mikið í mun, að þessir'aðilar fari heldur fyrr af stað en seinna, enda tíð og allar aðstæður hinar heppilegustu. Skógræktarstöðin í Fossvogi mun vera nálægt þrítug að aldri, en stúlkurnar, -sem þar vinna eru Olafur F, Jónsson og Þorgrímur Einarsson spjalla saman á latínu. þetta 13-20 ára. E'nar Sæmundsen veitir henni forstöðu og Björn Vil hjálmsson er verkstjóri úti við. Björn segir mér undan og ofan af um starfræksluná. Grenið skemmdist mikið hjá okkur í páskahretinu í fyrra og heita má að öspin hafi alvel fallið. Rótin er að vísu iifandi en þetta verða aldrei tré aftur. Þegar vorönnunum ^ýkur tekur við algeng skógarvinna, grisjun og þvíumlíkt. — Getið þið nokkuð nýtt það sem grisjast úr? — Það er nú heldur lítið. Helzt í kamínufóður og því um líkt. — Hinsvegar vinna þeir í Hallorms- stað og Vaglaskógi girðingar- staura úr sínum úrgangi. — Þú segir að vorhretið í fyrra hafi farið illa með ykkur eins og fleiri, en hvernig er útlitið núna? — Gróðurinn hefur aldrei ver- ið kominn svona langt á þessum árstíma. Stórvirk skurðgrafa er að verki inni í miðjum lundi í stöðinni. Hún hleður jarðveginum í stóra hrauka á skurðbarmi bæði breið- um og djúpum. Fossvogsræsið mikla liggur þvert í gegnum stöð- ina. v — Er ykkur mikill ami að þess- um framkvæmdum, Björn? — Það er slæmt að fá þetta yfir sig á þessum árstíma. Hi,ns vegar getum við ekki verið á móti fram- kvæmdunum sem slíkum, þar sem um þjóðþrifafyrirtæki er að ræða, en við vonum$t til að þessu verði iokið í júlí — ágúst í sumar. Ég hitti Einar inni á skrifstof- unni. Þær eru að hlú að skógarplönt um, sem eiga að fara upp í Heið- mörk. — Hann Björn sagði mér að stöðin hérna myndi vera nálægt þrítugu? — Já. Hér var fyrst byrjað að girða árið 1933 og síðan tók Skóg- ræktarfélag íslands við stöðinni og rak hana til ársins 1946 þegar við tókum við. — Hefurðu nokkra hugmymLum fjölda tegunda í ræktun hérna? — Við höfum hér 70 hreinar tegundir og fjölda afbrigða a£ hverri tegund. Þið ættuð að koma hérna svo- lítið seinna í sumar, þá verður hér miklu meira af stúlkum og þær verða minna klæddar en núna. Það er nú það. Skammt frá, á vegamótum Reykjanesvegar og Sléttuvegar eru nokkrar gróðrarstöðvar. Garðs- horn og Sólvangur liggja þar hlið við hlið. Eigandi Garðshorns er Þorgrím- ur Einarsson og hefur mikið að gera. Viðskiptin eru í fullum gangi. Fólk er alltaf að koma til að fá sér trjáplöntur í garðinn sinn eða þá skrautjurtir. Þorgrím- ur bograr í einu beðinu þegar mig ber að og er að afgreiða tré. — Ræða svolítið við þig? Það er nú það, Ertu frá blaði? Hann er svolítið snöggur upp á lagið. Það er svo ógurlega mikið að gera maður, ég veit bara ekki hvort ég hef tíma til þess. Við göngum heim í vinnu- og afgreiðsluskúrinn á horninu. Hann stendur svo sannarlega í garðs- horni. — Blessaður vertu, ég er búinn að vera 40 ár í garðyrkju og 16 ár hérna á sama stað. Ég byrjaði í Noregi, en þar er þetta 4ra ára nám og fvrstu tvö árin verður mað ur að vinna fyrir samasem engu kaupi. Ég gafst upp eftir þau ár- in. Við byrjuðum hérna saman, Jón- Gretin ©g myndii

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.