Alþýðublaðið - 26.05.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.05.1964, Blaðsíða 1
Válegt siys í Vest- Þannig- leit bifreiðin út eftir slysið. (Mynd: KG. mannaeyium Reykjavík, 25. maí - GO ÞAÐ slys varð í Vestmannaeyjum um helgina að 16 ára piltur, Gunn- ar Finnbogason, drukknaði hjá svokölluðum Teistuhelli, sem er sjávarhellir niðurundan Ofanleit- ishamri. 15 ára gamall félagi hans, Kristján Rafnsson, komst lifandi úr hellinum við illan leik og ekki fyrr en undir hádegi á sUnnudag, en drengirnir höfðu farið niður snemma nætur. Mikil leynd hvílir yfir þessum atburði frá yfirvaldanna hálfu og reyndist ókleyft að fá af honum nokkrar fréttir úr þeirri átt, þrátt fyrir itrekaðar tilraunir í dag. Við áttum því þann eina kost að ná tali af sjónarvotti, sem var við- staddur er drengjanna var sakn- fékk ekkert svar. Heimildarmaður okkar fór með öðrum niður í hamarinn og niður að nefinu, en þar varð hann að snúa til baka, vegna þess að sjór gekk þá hátt á bjarginu og ekki viðlit að fara neðar. Sneri hann sér þá til lög- regluþjóns, sem tók þátt í leitinni að Jónatani og sagði honum hvað í efni væri. Piltarnir hefðu líklega farið niður í hellinn og væru ókomnir aftur. Lögreglumaðurinn sinnti þessari frásögn ekki og voru engar ráðstafanir gerðar þá um nóttina til bjargar piltunum. Krakkamir sem voru þarna í útilegunni með þeim Krietjáni og (Framhald á 4. síðu). Gunnar Finnbogason. Alvarlegt umferðar- slys við Rauðhóla Reykjavík, 25. maí ÁG. var talinn úr allri hættu í kvöld. TVEIR 16 ára gamlir drengir Iiggja nú á Landsspítalanum mik ið slasaðir eftir að bíll, sem þeir voru í, fór útaf Suðurlandsvegi síðastliðna nótt. Annar þeirra er lífshættulega meiddur, en' liinn Lokaúrslit fegurðarkeppn- innar fóru fram á Hótél Sögu sl. laugardagskvöld. Fegurð- ardrottning íslands var lcjör in Pálína Jónmundsdóttir. Sjá nánari frásögn og mynd- ir á bls. 5. (Mynd: J. V. BMWWWWMWWIMIHWIWM Þriðji pilturinn, sem með var, slapp lítið meiddur. Slys þetta varð um klukkan 3,30 skammt vestan við vegamótin að Jaðri. Voru piltarnir á Volkswag en-bifreið á leið úr bænum. Á beygju, sem þarna er, virðist öku maðurinn hafa misst valdið yfir bílnum, og voru um 30 metra löng „skrens“-för út til hægri á veg- inum. Bíllinn fór síðan fram af mannhæða háum kanti. Þar stakkst hann niður í móabarð og fór 3—4 veltur. Tveir piltanna, sem sátu í fram sætunum, köstuðust út. Sá sem sat í aftursætinu var inni í bíln- um þar til hann stöðvaðist. Meidd (Framliald af 4. síðu). Brezk friðargæzla í Brezku Guiana GEORGETOWN, 25. maí (NTB- AFP). Brezkir hermenn tóku að sér að halda uppi lögum og reglu á sykurbeltinu svonefnda vestur af Georgetown í Brezku Guiana í dag. Þar hefur komið til óeirða aö undanförnu. Allar venjulegar lögreglusveitir verða fluttar burtu af svæöinu. Alls hafa 27 menn beðið þar bana á síðustu þrem mánuðum. Óeirð- irnar hófust þegar verkamenn á sykurplantekrunum gerðu verk- fall til að láta í ljós stuðning sinn við Cheddi Jagan forsætisráð- herra. að. Heimildarmaður okkar var í tjaldi ásamt mörgum öðrum ung- mennum í Vestmannaeyjum, í svo- kölluðum Fagrahvammi- sem er eign Aðventista. Þar skammt frá er hamarinn og hellirinn undir. Flestir krakkanna voru gengnir til náða einhverntíma eftir miðnætt- ið, en Kristján og Gunnar komu þá til heimildarmanns okkar og sögðust ætla að rölta svolítið um fram eftir nóttunni. Þetta mun hafa verið um 3 — 4 leytið Ekkert nefndu þeir hvert förinni væri heitið. Di’júgri stund eftir að þeir fóru, komu tveir 12 ára drengir og sögðu að Kristján og Gunnar hefðu far- ið ofanfyrir og í hellinn. Einn úr hópi útilegufólksins fór nú fram á hamarinn og kallaði niður, en Enn samningðfundir Reykjavik, 25. maí VIÐRÆÐUM þeim, sem undan- farið hafa átt sér stað milli ríkis ! stjórnarinnar, fulltrúa verkalýðs- ! samtakanna og atvinnurekenda er enn haldið áfram, og er ekki vitað með vissu hvenær þeim muni ljúka. Þrjár undirnefndir hafa sem kunnugt er stai-fað. í einni hefur verið rætt um verðtryggingu launa, í annarri um húsnæðismál og í þeirra þriðju um vinnulíma. Ein þessara nefnda mun þegar hafa skilað áliti, og er þess vænt anlega ekki langt að bíða, að hin ar geri það einnig. Fundir með fulltrúum verka- lýðsfélaga á Norður- og Austur- landi hafa staðið stöðugt yfir. Stóð fundur til klukkan 6 í morgun, og hófst aftur klukkan tvö eftir hádegi. Lítið er að frétta af þess um fundum. Mest hefur verið rætt um kjaratriði samninganna, en minna um kaupgjaldið. 350 manns fórust, er þúsundir manna trylltusf eftir knattspyrnukeppni i Perú sl. sunnudág*. Myndina hér að neðan fékk Alþýðublaðið sím- senda í gær og sýnir hún lögreglu og hjálpar- sveitir fjarlægja lík ungs drengs, sem troðinn hafði verið undir. (Frétt á bls. 3).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.