Alþýðublaðið - 26.05.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.05.1964, Blaðsíða 2
Kiístjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: Arni Gunnarsson. — Bitstjómarfulltrúi: EiSur GuSnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aösetur: Alþýöuhúsiö við jHverflsgötu, Reykjavík. — Brentsmiðja Alþýðublaösins. — Áskriftargjald lir. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Neikvæðir Framsóknarmenn MÁLGAGN Framsóknarflokksins endurtekur jnú æ ofan í æ:, að Framsöknarflokkurinn sé svo ■ábyrgur og jákvæður stjómarand'stöðuflokkur, að sllks muni fá dæmi. Kiveður Tíminn Framsóknar- menn hafa bent ríkisstjórninni á leiðir til lausnar hverj u vandamáli, en hin illa v.ðreisnarstj órn hafi •skellt skollaeyrum við gullvægum ráðleggingum Frámsóknat. Vera má, að ein-hiver leggi trúnað á þessar fullyrðingar, en hætt er við, að þær hafi ekki-til- ætluð áhrif á þá fjöknörgu íslendinga, sem fylgzt hafa með störfum Alþingis í vetur og undanfarna vetur. Stefna Framsóknarmanna í þiingsölum hefur einkennzt af taumlausum yfirboðum og undirboð- um eftir því hvort ivið átti. Hafi ríkisstjómin flutt frumvarp um hækkun álmannatrygginga, hafa Framsoknarmenn samstundis flutt tillögur um enn meiri hækkanir, og er þetta því furðulegra, sem áhug]. Framsóknarmanna á ahnannatrygg.ngum hefur reynst næsta lítill, þegar þeir hafa sjálfir setið i ríkisstjórn. I húsnæðismálum hafa Framsóknarmenn flutt skrumtillögur og þannig reynt að gylla sig í aug- um aimennings. Ævihlega hafa þeir þó látið hjá iííða að gera greitn fyrir raunhæfum úrbótatillög- um í þessa átt. Þá hafa Framsóknarmenn atyrt ríkisstjómina harðlega fyrir að hafa ekki hönd í bagga um fjár- íestinguna í landinu, og að hið opinbera skuli ekki gera fleiri ráðstafanir til að öðlast sterkari ítök í þróun efnahagsmála í landinu. Skömmu fyrir þinglok flutti viðskiptamála- ráðherra, fyrir hönd ríkisstjómarinnar, breytihg- artillögu víd fmmvarp, sem var til meðferðar í þinginu. Tillagan kvað á um, að hið opinbera skyldi hafa hönd í bagga um hvar á landinu reist yrðu bankaútibú. Þessarar heimilldar var æskt til að koma í iveg fyrir óæskilega fjölgun bankaúti- búa, sem mundi hafa það 1 för með sér, að kostn- aður við bankakerfið ykist úr hófi. Hér var kom- in fram tiilaga í þá átt, sem Framsóknarmenn höfðu heimtað. En hver voru þá viðbrögð þing- manna Framsóknarflokksins? Þeir kolluðu íillöguna bolabrögð, og ritari Framsóknarfíokksins sagði, að með henni væri stefnt að jþví að setja allt fjármálalíf landsins í spennitreyju, og beittu síðan málþófi til þess að freista að koma í veg fyrir samþykkt hennar. Þetta kaliar Tíminn jákvæða og ábyrga sjórnar- 1 andstöðu. íslenzkir alþingiskjósendur munu sjá svo til, að Framsóknarflokkurinn haldi áfram að vera sjórnaranástöðuflokkur, ábyrgur og jákvæður að mati þeirra einna, sem móta stefnur hans. ^ Þetta eina rakblað hafa þessir 15 rakairar natað --------með Schick ryðfría rakblaðinu með langvarandi egginni fengu þeir allir þann mýksta og þægilegasta rakstur, sem þeir höfðu nokkru sinni upplifað. Hvert blað gefur sömu þægindin dag eftir dag í 10 — 15 — 20 rakstra og jafnvel enn fleiri. Við auglýsum sjaldan. Schick blaðið gerir það sjálft, og þar af leiðandi er verðið lágt 3 blöð í pakka kr. 19,85. 5 blöð í hylki kr. 32,95. Passar í allar rakvélar. liamæHuO Heildv. Péturs Péturssonar, Suðurgötu 14, sími 19062 Reykvískir sóSar eru orSnir hræddir. Hreinsun fyrirskipuð á húsum og lóðum. ‘if Enn um Ruslakistu Reykjavíkur. jr Ný er komin í nýju hverfi. MÉR HAFA BORIZT harðorð aðar kvartanir út af því að dag- blöð birti myndir af lóðum og hús um í borginni til þess að sýna dæmi um sóðaskap og hirðuleysi. Ástæöan fyrir þcssum áhuga blaða manna virðist vera sá, að nú stend i ur yfir hreinsunartímabil í Reykja | vík. Ég get ekki tekið undir þess- ar kvartanir, harma það aðeins, að blaðamenn skuli finna nokkur dæmi til birtingar, en því miður eru þau fjölda mörg. VIÐ HÖFUM IIAFT hreinsunar og snyrtivikur á lóðum og húsum hér í borginni nú um nokkurra ára skeið. Þetta liefur orðið til miki.la bóta, enda hefur öllum borgarbúum verið kunnugt um það, að þeim bæri að ganga sóma samlega um sínar eigin lóðir. Það hefur samt sem áður orðið mikill misbrestur á því, að þeir hafi gætt síns vitjunartíma, því að víða er umgangurinn vægast sagt mjög bágborinn. ÞETTA MUN NÚ verða lagað. Þeir, sem ekki gera það sjálfir verða látnir borga kostnaðinn af hreinsuninni og geta þeir sjálfum sér um kennt. Það eiga ekki allir jafna sök. Fyrir fáum dögum ók ég upp í nýja hverfið bak Suður- landsbrautar. Þarna er svo hroða- legt um að litast, að það tekur næstum því fram í sóðaskap sjálfri ruslakistu Reykjavíkur, Grjóta- þorpinu, sem ég er nú búinn að tönglast á í heilan áratug, en ekk ert virðist miða. ÞARNA í HVERFINU eru tugir svokallaðra nýrra fyrirtækja. Þarna hafa menn fengið lóðir fyrir „fyrirtæki", sem þeir hafa þótzt ætla að stofna til og yrði það heill listi ef ég ætti að fara að nefna heiti þeirra. Þetta eru allt saman smáfyrirtæki, stofnuð til af einum eða tveim iðnaðarmönnum í sömu iðngreininni. Lokið er við að steypa einn áttunda, einn fjórða, helminginn og svo framvegis, en varla hefur verið lokið við eitt einasta hús. Ryðgað steypustyrkt arjárnið stendur út úr ölium hlið- um og göflum og þaki, skakkt og snúið. Rúður eru brotnar, stromp ar standa út um glugga og lóðirn- ar eru svo hroðalegar að engin orð fá því lýst. ÉG HELD að þarna þurfi að taka til hendinni. Bifreiðar standa við allar þessar hrófatiidursbygg- ingar og eitt hafa bifreiðarnar sameiginlegt, að þær eru allar Framh. á bls. 13. FILCLAIR gróðurhús Algjör nýjung — tilbúið til uppsetningar — hentugt fyrir hvers konar gróður, s.s. matjurtir .plöntur og blóm. Stærð in er 6x3,75 en getur verið lengri, ef óskað er. FLICLAIR gróðurhús er mjpg rúmogtt og auðvelt að vinna í því. Það er gert úr „filclair" plastefni, soðið í nælonnnet, sem strengt er yfir járn- eða alúminíumgrind. ^ FILCLAIR gróðurhús er mjög rúmgott og auðvelt að vinna í því. Það staðabletti 23, Reykjavík. Allar upplýsingar gefnar hjá umboðinu: PÁLL ÓLAFSSON & CO . Hverfisgötu 78 — Sími 20540. 2 26. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.