Alþýðublaðið - 26.05.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.05.1964, Blaðsíða 3
Moskva, 25. maí (NTB-RB) KRÚSTJOV forsætisráðherra kom í dag aftur til Moskvu úr 16 daga lieimsókn sinni til Arabíska sam- bandslýðveldisins þar sem bonum viröist bafa oröið mikið ágengt. Heimsókn Krústjovs til Egypta- lands sem var fyrsta heimsókn hans til Afríkuríkis, stóð fyrst og fremst í sambandi við opnun As- wan-stíflunnar, en lokatilkynn- ingin, sem Krústjov undirritaði á- samt Nasser forseta gæti orðið Rússum gott vopn í hugmynda- deilunni við Kínverja. Leonid Bresjnev forseti og aðr- ir háttsettir sovézkir embættis- menn tóku innilega á móti Krúst- jov þegar flugvél hans lenti í Moskvu. Vikið var á mjög svo undarlegan hátt frá fastri venju þegar Kli- menti Vorosjilov marskálkur, fyrr- verandi forsætisráðlierra Sovét- ríkjanna, sem féll í ónáð fyrir tveim árum, bauð hann fyrstur allra velkominn. í þessi tvö ár hefur marskálkurinn komið fram opinberlega, en aðeins í lítilfjör- legum hlutverkpm. Krústjov bíða miklar annir þrjár næstu vikurnar áður en liann leggur upp í næsta ferðalag sitt, til Norðurlanda. Um leið og Krústjov kom aftur til Moskvu gerði þjóðhöfðingi Al- baníu, Haxhi Lleshi nýja og harða árás á sovézka forsætisráðherr- ann, sem kallaður var svikari. Að sögn albönsku fréttastofunn- | ar vísaði Lleshi m. a. til sósíalista- | leiðtogans Edouard Bernsteins, sem mikið kvað að um aldamótin, og keppinautar Stalins, Leon Trotz kys. Hann sagði, að Bernstein og Trotzky hefðu verið liðhlaupar og svikarar, sem hafnað hefðu á sorp- haugi sögunnar. Þetta yrðu áreið- CFramhald á 4. síííu) Ike talinn and- vigur Goldwater NEW YORK, 25. maí (NTB- Goldwater öldungadeildarþing- AFP). — Stjórnmálafréttaritarar maður sagði í kosningaræðu í í Bandaríkjunum sögðu í dag, að Eisenhower fyrrum forseti vildi að öHum líkindum ekki að Barry Goldwatér öldungadeildarþing- maður verði tilnefndur forsetaefni repúblikana. Þetta er byggt á yfirlýsingu Eis enhowers í blaðinu „New York Herald Tribune". Þar talar Eisen hower um kosningarnar, sem standa fyrir dyrum. Hann neitaði að nefna þann mann, sem hann vildi að yrði for setaefni repúblikana og nefndi ekki nafn nokkurra þeirra manna, sem sækjast eftir tilnefningunni. En hann gerði grein fyrir þeirri stefnu sem hann taldi að forseta efni repúblikana yrði að fylgja. Þessi stefna er í samræmi við forsetatíð Eisenhowers og Gold- water hefur gagnrýnt. Redding í Kaliforníu, að ummæli Eisenhower í „N. Y. Herald Tri- bune“ hefðu glatt sig. Þau liefðu verið þeim, sem kljúfa vildu Repú blikanaflokkin ef óskum 'þeirra væri ekki fylgt, þörf áminning. Goldwater bætti því við, að Eis enhower staðfesti þau grundvallar atriði, sem framboð hans byggð- ist á. í yfirlýsingunni lagði Eisenhow er einkum áherzlu á, að forseta- efni repúblikana yrði að styðja frumvarpið um réttindi borgar- anna og Sameinuðu þjóðirnar. Goldwater hefur oft látið í ljós aðrar skoðanir á þessu. Fylgismenn Nelson Rockefell- ers, ríkisstjóra i New York, segja, að í yfirlýsingunni liafi Eisen- hower haldið fram einmitt þeim grundvallaratriðum, sem Rocke- feller væri fylgjandi. Herra og f tú' Dassault. FRÚ DASSAULT FINNST HEIL Á HÚFI PARIS, 25. maí (NTB-AFP) — Frú Madeleine Dassault, sem gift er franska milljóna mæringnum Marcel Dassault, fannst heil á húfi í gær í Beauvais-skóginum norður af París. Jafnframt var einn þeirra manna, sem námu hana á brott, handtekinn, og skömmu síðar handtók lögregl an tvo aðra menn, sem viðriðn ir voru ránið. Fjórði maðurinn komst undan í bíl. Frú Dassault fannst á eyði býli um 50 km norður af París. Hún segir, að þangað hafi verið farið með hana strax eftir að henni var rænt. Þegar hún fannst var farið með hana til bæjarins Denlis, sem er skammt (Framhald á 4. síðu). wMwwvwwMwwMtwwwMwwwðw 350 farast við knatt- spyrnukeppni í Perú LIMA, 25. maí (NTB-Rauter) — Ilarmi slegnir yfir ægilegasta at burði í sögu íþróttanna syrgðu Perúmenn í dag að miimsta kosti 350 fórnarlömb skelfingarinnar sem greip um sig í gær meðal á- horfcnda á íþróttaleikvanginum í höfuðborginni Lima. Nákvæmar tölur eru ekki yfir fjölda látinna og særðra, en talið er að fleiri hafi beðið bana en þeir 350, sem lögreglan hefur tal- ið. Til þessa hafa borizt fregnir um lOll særðan. 40 þúsund áhorfendur á lands- leik Argentínu og Perú, trylltust þegar dómarinn, Angel Eduardo Pazos, ógilti mark, sem Perúmenn skoruðu. Nokkrir tróðust undir þegar óttasleginn manngrúi þusti til útgönguhliðanna til að forðast táragassprengjur og hunda lög- reglunnar. Læknar og hjúkrunarkonur INNI í ÁGÚST BJORGVIN, 25. maí (NTB. — Hafrannsóknarskipið „G. O. Sars“ fór frá Bjögvin í dag í árlegan síldarleitarleiðangur sinn til Islands. Ilafrannsóknarfræðingurinn Ole Johan Östvedt, sem er vís- indalegur yfirmaður leiðang- ursins, segir í viðtali við „Bergens Tidende“ að ætlunin sé að rannsaka hið venjulega svæði frá norsku ströndinni til Færeyja og íslands. Þaðan verði leitað norður til Jan Mayen. Jafnframt, segir liann, munu íslendingar leita á „Ægi“ með' fram allri vestur- og norður- strönd íslands. Um 10. júní verður G. O. Sars um það' bil búin með leið sJna. „Ægir“ og „G. O. Sars“ munu liafa náið samband sín á milli all- an tímann. Þannig segir Öst- vedt að skipinu ættu að hafa nokkurrn veginn yfirlit yfir á- standið í fyrstu viku júní. Hinn 23. júní munU íslenzk ir, norskir og sovézkir vísinda- menn halda fund með sér á Seyðisfirði. Þá fyrst segir Öst vedt að' gott yfirlit muni fást. Þar eð svo mikið er af ungri síld í norska stofninum vaknar sú spurning hvort hið mikla magn ungu síldarinnar komist til austurstrandar íslands svona snemma sumars. i fyrra kom unga, norska síldin þangaff ekki fyrr en í júlílok og ágúst byrjun. Ef unga síldin liagar ferðum sínum eins og hún hef ur gert hingað til má gera ráð fyrir a'ð' bezt muni veiðast á síðasta hluta vertíffarinnar, segir Östvedt að lokum í við- talinu. VHWMVAWmMWVVWMMMWMMWHWMWMMWMWV MWWWWWWMMMMMWMWVWMMMMWMMWWMMV unnu í alla nótt og stunduðu mörg hundruð særða. Þau voru svo önn um kafin, að þau höfðu, ekki tíma til að telja þá, sem biðu bana. Mörg lík lágu á grasflötinni fyrir fram- an sjúkrahúsið og líkhús borgar- innar fylltust af illa útleiknum mannslíkum. Þúsundir manna þar á meðal grátandi mæður með börn sín stóðu umhverfis sjúkrahúsið og reyndu að fá úr því skorið hvort vandamesin þeirra væru meðal hinna dauðu eða særðu. Neyðzt var til að loka dyrum sjúkrahúss ins svo aö mannfjöldinn tefði ekki fyrir. Fernando Belaund forseti lýsti yfir þjóðarsorg í Perú í dag vegna atburðarins og neyðarástandi til þess að koma í veg fyrir að „glæp samleg öfl“ notfærðu sér uppnám ið í landinu. Juan Leandazuri Ricketts kárdí náli hefur skipulagt samskot um allt landið til hjálpar þeim, sem urðu fyrir ógæfunm. Ráðherrar hafa þegar, gefið upphæð, sem nemur um 1560 þús. ísl. kr. Fyrirliði argentínska landsliðs- ins, Mario Quaranta Cosos, sagði í dag, að hann teldi að aflýsa bæri undankeppni olympíuleik-. (Framhald á 4. síðu). Heimsókn K gott vopn gegn Peking ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 26. maí 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.