Alþýðublaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 3
iðnaðurinn verður þjóðnýttur Blacltpool 28. maí. (NTB-Rauter), FORMAÐUR brezka Verka- mannaflokksins, Anthonj' Green- wood, sagði hér í dag, að ríkis- stjórn Verkamannaflokksins myndi þjóðnýta járn- og stáliðnað landsins. Væri þarna um iðnað að ræða, sem margar aðrar iðngrein ar ættu mikið undir og ennfremur væri brezki járn- og stáliðnaður- inn einokun einkaframtaksins í Albertvitle á valdi uppreisnarmanna Elisabethville 28. maí (NTB-Reuter). FYLGISMENN hins vinstrisinn-- iaða kongóska . uppreisnarmanns WMWWWAWWWWWMMVt Franz von Papen fær efiirlaun Mannheim, 28. maí (NTB - Reuter). Í’HANZ von Papen, er var Jkaiizlari Þýzkalands árið 1932 og sítVar meir varakanzlari Iíitlers, nnni héreftir fá mán aðarleg eftirlaun, er nema um átta þústind krónurn (ísl.) Auk þess rær íiann greidda upphæð er nemur urn hálfri milljón ísl. kf^lia'.'Uær hanh þá upphæð sem liðsforingi á eftirlaunum. Var ^að dóm- stóll í Mannheim er ttæmdi honum þessar upphæðir jL dag, en til þessa hefur voéf. Papen verið með fyrri dómi neitað um eftirlaun þessi vegna fyrri starfa hans fyrir nazista. Ilann var sýknaður í stríðsglæparéttarhöldun- uin í Nurnberg en var síðar dæmdur í átta ára þrælkun- arvinnu. Hann innti ltana þó ekki af hendi þar eð fyrri fangelslsseta hans gekk upp í þann cKm. Von Papen er nú 85 ára gamall. MWWMWWWMWIMMMWM Pierre Mulele hafa náð á sitt vald höfuðborg N-Katanga, Albertville Að því er belgiski varakon-- súllinn t Elisabethville Robert Guillot segir, slitnaði allt loft- skeytasamband við Albertville á í miðvikudagsmorgunn. Albertville er við Tanganyikavatn, um það bil 1100 km. fyrir norðan Elisabeth- ville. Yfirmaður Kongóhcrs í Elisa bethville, Louis Boboto, flaug í dag til Albertville ásamt þrem nánustu samstarfsmönnum sínum til að rannsaka ástandið. Ekki vissu þeir livort þeir myndu geta lent á flugveili borgarinnar, þar sem liann var lokaður með benzín tunnum daginn áður og stjórnturn vallarins mannlaus. Óstaðfestar fregnir herma, að stjórnarherinn hafi yfirgefið bæ- inn er uppreisnarmenn komu inn í hann. Þá hafa ennfremur borizt óstaðfestar fregnir um að upp- reisnarmenn hafi náð fleiri bæj- um og stöðum í grenndinni á sitt vald. Könnunarflugmenn, sem flogið hafa yfir Albertville í dag, segJSFað svo líti út sem allir íbúar bæjarirrs hafi horfið úr honurn og aðeins sé liörmcnn að sjá á götun um. Starfslið s¥>, er hvarf úr bæn um fyrir um það~bíl þrein vikum síðan, segir, að um þáð bil 500 Evrópumenn, þar af margOT konur og börn, búi á svæði því, er upp- reisnarmenn hafi nú náð á sitt vald. dag. Lét Greenwood svo ummælt á þingi brczkra járn- og málmiðn aðarmanna og sagði ennfremur, að í iðnaðinum hefðu ekki orðið jafnmiklar framfarir og orðið liefðu í flestum öðrum löndum. „Þýzka hrájárnsframleiðslan er þegar orðin meiri en okkar. Á áratugnum 1950 — 1960 jókst okk ar frarhleiðsla um helming en hin japanska fjórfaldaðist. í Sovétríkj unum óx hún um 100% og í Þýzka landi óx hún um 75%. Útflutning- urinn gefur litla ástæðu til á- nægju. Árin 1954 — 1953 óx út- flutningur okkar um 47%, útflutn ingur Japans hins vegar um 369% og útflutningur Ítalíu um 310%. Aðeins að einu leyti getum við ver ið ánægð með brezka stáliðnaðinn. Það er varðandi verðhækkun þá, sem hefur orðið á brezku stáli. Á síðustu tíu árum hefur verið hækk að um þriðjung en í Hollandi og Þýzkalandi hefur það stigið um einn áttunda og í ítalíu hefur það stigið um einn tíunda“, sagði Ánt hony Greenwood. ★ NEW YORK: Stjórn Heims- sýningarinnar í New York til- kynnti í dag að franskri sýningar- deild hefði verið lokað vegna fjár- hagslegra erfiðleika. Ennfremur ætti belgisk deild í miklum fjár- hagslegum erfiðleikum. Báðar þessar deildir hafa verið á vegum bandarískra aðila. Skulda þær báðar stjórn heimssýningarinnar stórfé, einkum þó sú belgíska. — Mannfjöldinn að heimssýning- unni er áfram gífurlegur og er því auðséð að hún verður mjög vel heppnuð. WWMWWWWMMHmM Tunglfari skotið á braut um jörðu Kennedy-höfða 28. maí, (NTB-Reuter.) ÓMÖNNUÐU tunglfari af gerð- inni Apollo var í morgun skotið á loft með stcrkasta eldfiaugalireyfli sem til er) Saturnus I. Heppnaðist skotið ágætlega. Fór tunglskipið á braut umhverfis jörðu svo sem áæílað hafði veriö. Árið 1969 verð ur Apollo-tunglfari skotið til tunglsins og mun það þá bera 3 menn. Tunglfarið þeytist nú umhverf is jörðu. Er það gert af tveim hlut um, tækjaklefa og dvalarklefa. Því var skotið á loft með sterk- nsta eldflaugahreyfli sem til cr, Satunus I. og þurfti átta slíka hréyfla til að koma hinu 17 tonna tunglfari á braut. Ýmsir örðug- leikar voru við að koma farinu á loft, m.a. dróst í þrjá klukkutíma að hefja tímatalningu skotsins. En er það var einu sinni komið á loft virkaöi allt með eðlilegum hætti. Búizt er við því, að Apollo muni hverfast að minnsta kosti 37 sinn um umhverfis jörðu. Tilgangurinn með ferð Apollo nú er m.a. sá, að reyna hve vel Apollo geti staðizt hinn gífurlega loftþrýsting, athuga liyernig neyð arfallhlifin virkar, réyna stjórn- tækjakerfið og tunglfarið sjálft. Fárviðri í Hong Kong Hong-Kong, 28. maí s- (NTB - Reuter). Hvirfilvindurinn Viola, en vindhraði lians er 112 km. á klst., gekk í dag yfir Hong- Kong og gerði þúsundir manna heimilislausa, én 41 maður meiddist. Svo mikið gekk á, að skip þeyttust á land upp og atvinnulíf í bæn um stöðvaðist. Þrátt fyrir þetta greip engin örvænting um sig í bænum með því áð menn höfðu átt von á miklu verri atburðum og mikil rign ing bætti mikið úr skák. — Fréttir frá New York herma, að bandaríska kvikmynda- stjarnan Judy Garland hafi verið lögð inn á sjúkrahús í Hollg Kong, er fárviðrinu slotaði. Segir, að hún hafi fengið „fyrir hjartað’’ meðan á fárviðrinu stóð og fær hún nú aukaskammt af súrefni á sjúkrahúsinu. Mun hún vera í hættu stödd. Einnig segir, að Icvikmyndastjarnan hafi lengi borið í brjósti hræði- legan ótta við fárviðri. MMMMKMMMMIMMMMMM NÝH HÖFUÐ Á MEYJUNA SÍÐASTLIÐINN föstudag var nýja höfuðið mátað á haf meyna Iitlu í Kaupmanna- liöfn. Er það gert af Rasmus- sen bronzsteypumanni. Nokk ur tími mun líða þar til nýja liöfðinu hefur verið tryggi- lega fest á bolinn. SALAÁFREÐ- SÍLD AUKIST... (Framhald af 16. síSu). ing var fengin til að kynna afurðir Coldwater í sjónvarpsþáttum, og vöktu þeir mikla athygli. Árni Finnbjörnsson, sölustjóri ræddi ýtarlega um markaði í A- Evrópu og freðsíldarmarkaðina. Freðsíldarmarkaðir íslendinga hafa aukizt mjög mikið á síðustu fjórum árum, eða úr rúmlega 7 þúsund tonnum á ári í 37 þúsund tonn. Þá ræddi hann þýðingu A- Evrópumarkaðanna fyrir íslenzkan sjávarútvcg og fiskiðnað. Óthar Ilansson, sölustjóri SH í London skýrði frá sölu- og mark- aðsmálum í Bretlandi. Á þeim markaði selur SH einkum fryst þorskflök, nokkuð magn af blokk um, ýsu. flatfisk og humar. Sam keppnin er mjög höhð í sölu sjávarafurða, og er þar einkum að etja við Þjóðverja, Dani og Norðmenn. Þá flutti Einar G. Kvaran, framkvæmdastjóri ræðu um framleiðslúmál. í kvöld hélt fundurinn áfram og voru þá ræddar tillögur er fyrir lágu, tillaga um stofnun Stéttai’- sambands fiskiðnaðarins og um stofnun umbúðarverksmiðju. ÖLL TÆKIN EYÐILöGÐUST - TAFIR Á LEIÐANGRINUM Reykjavík 28. maí GO. SÍLDARLEITARSKIPIÐ Ægir mun væntanlega fara norður til leitar á mánudagskvöldið. Leiðang urinn tefst allmikið vegna skemmdanna sem urðu á tækjum skipsins, þegar það lagðist á hlið ina í slippnum í vetur. Komið liefur í ljós að meginliluti tækja þeirra, sem voru staðsett niðri í skipinu og fram í eru ónýt og er unnið að því að endurnýja þau. í sumum tilfellum mun jafnvel vera um nýrri og fullkomn'ari tæki að ræða. Engar skemmdir urðu á tækjum staösctíum á stjórn ■ palli. Tjónið á tækjunum mun vera það sem kallað er milljóna- tjón, hins vegar urðu skemmdir á skipinu sjálfu liverfandi litlar. Leiðangursstjóri á Ægi verður sem fyrr Jakob Jakobsson fisjd- fræðingur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 29. maí 1964 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.