Alþýðublaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 8
DMITKIJ POLIANSKIJ * P0LSANSKIJ Dmitrij Polinaskij er meðlimur forsætisnefndar miðstjórnar sov- ézka kommúnistaflokksins. Polinaskij er eins og Krústjeff og Bresjnev ættaður frá Úkrainu, og er fæddur í Slavyanoserbsk ár ið 1917.. Hann útskrifaðist frá landbúnaðarháskólanum í Karkow 1939 og vegna námsafreka og öt- uls starfs fyrir flolckinn, var hann fljótlega gerður að yfirmanni fél- agsskapar ungkommúnista í Úkr- aínu. Hann varð aðalritari einnar flokksdeildarinnar rúmlega 25 ára gamaxl. 1958 var hann fyrst til- nefndur til kjörs í forséetisnefnd flokksins og komst í nefndina 1960. Árið_ 1958 varð hann for- maður ráðherranefndar rússneska sovétlýðveldisins, og tveim árum síðar var hann formaður sendi- nefndar, sem fór til Bandaríkj- anna. Poiinaskij átti sæti í æðsta ráðinu 1954 og 1958, en ekki er hann meðlimur forsætisnefndar æðsta ráðsins. Völd hans eru eink um fólgin í stöðu hans sem með- lims miðstjórnar flokksins. Hann hefur ekki ferðazt jafnmikið og aðrir framámenn sovézkir. S 29. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALEXEI IVANOVITSJ ADSJUBEI MIKHAIL ★ ADSJÖBEI Alexei Alvanovitsj Adsjubei er ritstjóri Izvestía og að auki tenaasonur Krústjefís. Hann er þekktur blaðamaður í Sovetnkjunum, og er fæddur í Moskvu áriö 1924, og nam biaða- mennsku vid Moskvuháskóla. Á sínum tíma starfaði hann við Kom somolskaia Pravda, máigagn ung- kommumsta. Urn nokkurra ára bil starfaöi hann að ritstjórn erlendra frétta, varð síðan menningarmála- ritstjóri, áður en hann var gerður aö aðaintstjóra bæðsms. A síð- ustu árum Stalintímabilsins deildi hann hart á sovézk blöð fyrir lé- lega biaðamennsku og fyrir að uppfylla ekki kröfur tímans. Und ir stjórn hans jókst upplag blaðsins um tvær midjónir em- taka á fáum árum. Hann var svo gerður aö ritstjóra aðalmálgagns stjómarinnar, Izvestija árið 1959, og jaínframt hefur hann farið ýmsar sendiferðir fyrir sovétstjórn ina til annarra ianda. Hann heim- sótti Bandaríkin 1955, Suður-Amer íku 1958, og árið 1959 tók hann þátt í æskumálaráðstefnu ungra Afríku- og Asíu-manna, sem hald in var í Bagdad og Kairó. Hann fylgdi tengdaföður sínum til Bandaríkjanna 1960 og var með- limur sovézku sendinefndarinnar á ráðstefnu æðstu manna stórveld anna í París sama ár. Honum voru veitt Lenxn verðlaunin 1959, og nú á hann sæti í þeirri nefnd er verðxaununum úthlutar. Hann er einn af höfundum bókarinnar „Augliti til auglitis við Banda- ríkin“. ★ SUSLOV Mikhail, Suslov er meðlimur forsætisnefndar æðsta ráðsins og er fróður vel um málefni hins al- þjóðlega kommúnisma og hefur # - GANNADIJ IVANOVITSJ VORONOV verið aðaisamningamaður af Piússa liálfu í deilum við Kínverja. Suslov er bæði meðlimur for- sætisnefndar æðsta ráðsins (alveg síðan 1947) og einn af rxturum miðstjórnar flokksins. Hann var virkur þótttakandi í „hreinsun- um“ sem áttu sér stað 1933 og 1934. Eftir lok styrjaldarinnar var hann gerður að yfirmanni áróðurs deildar sovézka kommúnistaflokks ins, og var þá þegar álitmn sér- fræðingur í málefnum, sem snerta hinn a'þjóðlega kommún- isma. Hann stjórnaði fjöidaflutn- ingum fó ks og „hreinsunum" í Eystrasaltslöndunum og var í for sæti á Kominform ráðstefnunni í Rúmeníu árið 1948, þegar Júgó- slavía var rekin úr Kominform. Ilann varð aðairitstjóri Pravda ár ið 1949. Honum var falið mikil- vægt hlutverk úrið 1956, nefni- iega að bæla niður uppreisnina í ÍIVEK verður eftirmaður Krústjeffs? Forsætisráðherra Sovét- rikianna er nú sjötugur að aldri. Hann er á stöðugum þeytingi heima og heiman pg eins og fram hefur komið, eni löngu ferðalögin farin að reynast honum dálítið erfið. Áður hefur oft verið minnzt á það í fréttum, að heilsa hans væri ekki sem bezt, en hún virðist þó oft hafa verið verri en nú. Annars má geta þess, að Krústjeff hefur gefið í skyn, að hann hugsi sér ekki 'aö verða „Adenauer Sovétríkjanna". Fjölmargir af þekktustu samstarfsmönnum hans eru ekki taldir koma til greina, sem arftakar hans. Einn þeirra er Anástas Mikojan, sem er drðinn of gamall og að auki hefur hann ekki verið sérlega ákafur í að komast í efsta þrep valda- stigans í Sovétríkjunum. Frol Kozlov hefur verið alvarlega sjúkur og ekki er eins oft minnzt á Breznev forseta í þessu sambandi og áður var gert. Alþýðublaðiö birtir hér myndir af nokkrum þeirra manna, sem nú eru í fremstu fylkingu í Sovétrikjunimi. Sumir þeirra tilheyra eiginlega yngri kynslóðinni, einn .er til dæmis fæddur býltingarárið. Ef til vill verður einhver þessara manna arftaki Krústjeffs, en um það er þó ekki vert að spá, því reynslan hefur sýnt, 'að í Sovétríkjunum er gangur mála á þessu sviði oft næsta furðulegur og framandi Vesturlandabúum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.