Alþýðublaðið - 06.06.1964, Side 5
1
Aöalfundur Sambands veit-
inga 09 gistihúsaeigenda
AÐALFUNDUR Sambands veit-
inga- og gistiSÚsaeigenda var hald
inn aS Hó„el Sögu 25. maí sl.
FormaSur S.V.G. Lúðvíg Hjálm
týsson flutti skýrslu stjórnarinn-
ar og skýrði frá þeim helztu við-
fangsefnum, sem stjórnin og skrif
stofa S. V. G. haíði með að gera á
liðnu kjörtímabili.
Skýrði formaðurinn í upphafi
frá samningaviðræðum og samn-
ingum sem Samband veitinga- og
gistihúsaeigenda stóðu í frá því,
að seinas.i aða.fundur fór fram,
en samningar við þau félög, sem
S.V.G. semur við hafa yfirledt ver
ið stór liður í starfsemi S.V.G.
Fram kom á fundinum einróma
og mikil óánægja með þá ráðstöf
un borgaryfirvalda Reykjavíkur-
að svipta veitingamenn rétti, sem
þeir í skjóli síns veitingaleyfis
hafa haff um tugi ára og er hér
átt við sölu sælgætis á veitinga-
stöðum og hótelum, en slíkt bann
var látið ganga í gi di, er breyting
arnar um kvöldsöluna náðu fram
að ganga.
Á fundinum var einróma sam-
þykkt ef.irfarandi tillaga:
„Aðalfundur S.V.G. haldinn að
Hótel Sögu 25. maí 1&34 mótmæl
ir eindregið þeim breytingum, er
gerðar hafa verið á afgreiðsluhátt
um í veitinga- og gistihúsum með
tilkomu nýrra ákvæða í 79, gr.
lögreglusamþykktar Reykjavíkur,
sem tók gildi 1. apríl sl. Fundur
inn lítur svo á að þessi ákvæði
skerði verulega rétt, sem veitinga .
og gistihúsaeigendur hafa átt um
áratuga skeið.
Framangreind ákvæði hafa haft
það í för með sér, að veitinga- og
gistihúsin hafa venð svipt rédi til
sölu á sælgæti o. fl., sem
inn telur að sé liður í sjáifsagðri
þjónustu við viðskiptamenn, enda
eru aðrar kröfur gerðar til veit-
inga- og gistdiúsa en almennt er
gert um sölubúðir. Með tilvrsun
til framanritaðs og þeirrar al-
mennu óánægju, sem
S. V. G. hafa orðið varir við
gestum sínum, skorar fundurinn á I
háttvirta borgarstjórn að færa til '
fyrra forms 79. gr. lögreglusam-
þykktar Rcykjavíkur".
Er formaðurinn hafði skýrt frá
starfseminni á liðnu kjörtímabili,
ræddi hann um tvenn merk lög,
sem Alþingi hefur samþykkt og
gengið hafa igildi á þessu ári.
Lög þessi eru hin nýju lög um
veitinga- og gististaðahald o. fl.,
j sem gengu í gildi 1. jan, sl., en
I gömlu lögin um þetta efni, sem
j mjög voru orðin úrelt, voru frá
| ár.nu 1926. Áttu veitingamenn 2
^fulhrúa í nefnd, er samdi lög
þessi.
í undirbúningi er og reglugerð
á þessum lögum og verður hún í
70 greinum og hin narlegasta m.
a. að því er varðar aðbúnað á hó-
telum.
Veitinga- og hótelmenn hafa
Frá affalfundi Sambands vei .mga- og gistihúsaeigenda.
átt mikihn þátt í að semja þessa
reglugerð.
Einnig ræddi formaðurinn um
gagnmerka löggjöf, sem nýlega er
gengin í gildi og er það hin nýja
löggjöf um ferðamál.
Hótel og veitingamenn vænta
mikils af þessari nýju löggjöf og
þá ekki hvað sízt þeim nýmælum
laganna, sem kveður á um siofn-
un ferðamálasjóðs, en hlutverk
hans á að vera að stuðla að bygg-
ingu gistihúsa og veitingastaða í
landinu og með því móti bæta
móttöku og þjónustu við innlenda
og erlenda ferðamenn, en á slíkt
skordr verulega, einkum út á
landsbyggðinni.
Formaðurinn lýsti f. h. veitinga
og gistihúsaeigenda þakklæti fyrir
þann skilning, sem samgöngumála
stjórnin í heild hafa sýnt veitinga-
ráðherra Ingólfur Jónsson og ríkis
og gistihúsastarfseminni í.landinu
með því að hrinda í framkvæmd
framangreindum lagabálkum.
Að lokinni skýrslu formanns las
Jón Magnússon framkvæmdastjóri
S. V. G. upp reikninga sambands-
ins og skýrði þá, en fjárhagsaf-
koma S. V. G. varð góð á liðnu
ári.
Síðan fóru fram frjálsar umræð-
ur um ýmis mál og loks stjórnar-
kjör. Hma nýju sijórn skipa nú,
Lúðvíg Hjálmtýsson, formaður, e»
meðstjórnendur þeir Pjetur Dan-
íelsson, Friðsteinn Jónsson, Sig-
ursæll Magnússon, Þorvaldur Gu&
mundsson, Ragnar Guðlaugsson,
og Konráð Guðmundsson.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Kostar aðeieis kr. 80.0Q á mánuöl.
Gerist áskrifendur. Sími 14-900.
í STÓRA eldhúsinu á Rigs-
hosp.talet si.ja þrjár, íslenzkar
skátastúlkur og skræla kartöfl
ur í óða önn. Þær ætla sér að
kynnast dönsku vori, landi og
og þar eð fjórráðin eru
ekki ýkja mikil, þá er ekki um
annað að gera en að vinna
fyrir sér þá þrjá mánuði, sem
þær ætla að dveljast hér í
Danmörku. Stú.kurnar þrjár
sitja andspænis mér. Fyrst í
stað voru þær dálítið fámæltar.
íslenzkar stúlkur kasta sér ekki
út í suðrænt málæði þegar í
stað, en með hægðinni tókst að
fá þær til að leysa frá skjóð-
unni.
Stúlkurnar þrjár heita: Fjóla
Hermannsdóttir, Kolbrún Ág-
ústsdóttir, kölluð Ko la og Val-
gerður Jensdóttir, kölluð Vally
— Hvaðan eruð þið af ís-
landi?
— Við erum allar þrjór frá
Reykjavík, segir Vally. Við er-
run 18 ára og skátaforingjar
heima. Við höfum þekkzt í
mörg ár, og við Kolla erum
bekkjarsystur.
Við Kolla erum með gagn-
fræðapróf. Það er átta ára
skólaskylda heima. Eftir þessi
átta ár er unnt að fara I lands
próf, sem veitir réttindi til inn
göngu í ^nenntaskóla. En það
tekur tvö ór til viðbótar við
átta að taka gagnfræða-
próf.
— Það er líka hægt að fara
úr skólanum eftir 7 ár, segir
Fjóla. Eg gerði það, því að ég
fékk nógu háar einkunnir til
að fara beint í verzlunarskóla.
Verzlunarskólinn er fjögurra
ára dagskóli. Eftir tvö ár til
viðbóiar er hægt að taka stúd
.entspróf. Eg var fjögur ár í
verzlunarskólanum og fór þáð
an til vinnu í banka.
— Og ég hef verið á skrif-
stofu, og Kolla hefur verið að-
stooarstúlka hjá tann.ækni,
lieldur Vally áfram.
— Og eruð þið allar orðnar
útlærðar til þessara starfa?
— Það er ekki sami háttur
á heima og hér. Við þurfum
eklíi að ganga á sérsiaka skóla
til að fá þessi störf, — við byrj
um aðeins á byrjunariaunum
en svo aukast launin eftir því
sem þekking og reyns.a vex.
Launin eru ágæt. Eg byrjaði
fyrir tveim árum með sem svar
ar 650 kr. dönskum á mánuði
— Sama hjá mér, segir Kolla
— Hvað gerir íslenzkt æsku-
fólk í tómstundum sínum?
Vally: — Víð höfum alltaf
verið á kafi í skátas.arfinu.
Við förum í smáferðir með
flokkana okkar — sláum upp
tjöldum og kveikjum eld. Það
eru engir skógar á ísiandi, svo
að við verðum að hafa brenni
með okkur að heiman. Yfir-
leitt er það kassafjalir eða eitt
hvað siíkt.
Kolla: — Á íslandi eru skáta
flokkarnir blandaðir; — þar
eru bæði strákar og stelpur
Hér eru strákar sér í flokki og
stelpur ,sér. Heima eru engir
KFUK-skátar, — en aðeins ein
hreyfing. Strákarnir bera gula,
én steipurnar bláa einkennis-
búninga.
Vally: — Eg held, að það séu
3-4000 skátar á íslandi. Á 50
ára afmælishátíðinni slógum
Við upp miklum alþjóðlegum
tjaldbúðum á Þingvöllum. Þáð
urðu stærstu skótatjaldbúðir,
sem sézc höfðu á íslandi, og
margir erlendir skáiar komu
til ísiands til þess að taka þátt
í 50 ára afmælishátíð íslenzku
skátahátíðarinnar.
Hraunið frá Heklu teygir sig
alla leið niður til Þingvaila, og
niðri í gjánum héldum við guðs
þjónustur og kveikcum elda á
kvöldin.
Fjóla: — Síðasta fimmtudag
inn í apríl höldum við hátíðleg
an sem fyrsta sumardag, og á
þeim degi er sérstök barna-
hátíð.
Við skátarnir hittumst um
morguninn og göngum saman
til kirkju. Svo ganga börnin í
skrúðgöngum, og bæði leikhús
in í Reykjavik sýna barnaleik-
rit á þessum degi.
— Er eitthvað fleira á ís-
landi öðru vísi en í Danmörku
í siðum eða lífsháttum?
— Við byrjum snemma að
vinna á íslandi. Við fáum fjög
íslenzku stúlkurnar þrjár, Valiy, Fjóla og Kolla.
urra mánaða frí úr skólanum
1. júní, og þá vinna flestir skóla
nemendur, Margir fá vinnu í
fiski. Vally vann í fiski, þegar
hún var í skólanum. — Eg var
ahtaf barnapía á-sumrin.
— Og ég hef verið í sveit,
segir Kolla. Á íslandi eru ekki
akrar eins og hér, —• en það
er nóg að gera í kringum skepn
urnar í heyvinnu.
Vally: — En íslendingar
byrja seinna á morgnana en
þið hérna. Iðnaðarmenn og
verksmiðjufólk byrjar ekki að
vinna fyrr en klukkan átta á
morgnana, — en vinnu er ekki
heldur lokið fyrr en klukkan
5—6 á kvöldin.
— Hvernig komuð þið hing
að til Danmerkur?
— Við komum með Drottn
ingunni. Hún leggst að við
„Larsens Plads“ svo Amalien-
borg var það fyrsta, sein við
sáum af Danmörku. Það er
undursamleg höll.
— Hvaða áætlanir hafið þið
nú gert um dvöl ykkar hér?
Kolla: — Við ætlum að fara
á söfnin, og undir lokin ætlum
við að hætta að vinna og leggja
upp í ferff um landið. Við höf
um hafc samband Við danska
skáta, sem ætla að hjálpa okk
ur við að skipuleggja ferðina.
—• Og svo eftir þessa þrjá
mánuði?
— Fjóla: Eg fer á húsmæðra
■skóla, og svo liggur leiðin lík-
lega aftur í bankann.
Kolla: — Okkur Valiy lang
ar til að verða hjúkrunarkon-
ur. Margar bækur í hjúkrunar
skólanum eru á dönsku
Framhald á 10. síffu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 6. júní 1964 5
/