Alþýðublaðið - 06.06.1964, Side 8
AF TILEFNI heimkomu hinnar
nýju Rolis Royce 400 flugvélar
LoftleiSa bauð félagið 11 frétta-
mönnum frá dagblöðum, vikublöð
um og útvarpinu til New York,
svo að þeir gætu verið í hópi
þeirra, er fyrstir prófuðu hinn
glæsilega farkost. Til Ameríku var
haldið á einni af „sexum“ Loft-
lofiða, sem venjulega þurfa1 að
lenda annað hvort á Nýfundna-
landi eða í Labrador, en í þetta
skipti reyndist unnt að fljúga rak
leiðis til Kennedy-flugvallar við
New York án nokkurrar millilend
v 1
ingar.
Er við lentum í New York, kom
fyrir atvik, sem því var líkast,
að það hefði verið pantað til að
sanna okkur ágæti flugmanna
Loftleiða annars vegar og öruggan
viðbúnað slökkviliðs og lögreglu
á vellinum hins vegar. Er vélin
lenti kom í ljós, að sprungið hafði
hjólbarði á nefhjóli hennar. Flug
maðurinn, bráðungur maður, var
eldsnar að átta sig, beitti hæðar-
stýri vélarinnar og hallaði henni
eins mikið aftur og unnt var. Með
því móti kom hann í veg fyrir,
að hún félli fram á nefhjólið fyrr
en í síðustu lög, og verulegs titr-
ings varð ekki vart nema nokkra
síðustu metrana, áður en vélin
stanzaði á miðri flugbrautinni. Á
augnabliki var allt orðið krökt af
slökkviliði og lögreglu allt í kring
um vélina og beint að henni há-
þrýstidælum, sem einna helzt líkt
ust fallbyssum. Brautinni var lok.
að á meðan vélin var dregin af
brautinni, en farþegar hins keyrð
ir í hinum ágætustu bílum að
tröllaukinní flugstöðvarbygging-
unni. Stóð hinn ágæti stöðvar-
stjóri Loftléiða á Kennedy-velli,
g 6. júní 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Erling Aspelund, fyrir móttökum
af skörungsskap og prýði.
Á leið inn í borgina var ekið
gegnum heimssýningarsvæðið í
Flushing Meadow og mátti auð-
veldlega sjá af veginum ýmis-
legt það, er mest einkennir heims
sýninguna, hnöttinn, sem er
merki hennar, útsýnisturnana og
ýmsar af stórbyggingunum, eins
og hús Fords, General Motors, að
ekki sé minnzt á hið ófullgerða
þorp, sem Bclgíumenn eru enn
með í srríðum þar. Á þeirri
stundu varð maður bó hrifnastur
af veganetinu. Öllu vegakerfi
hafði verið gjörbreytt á þessu
svæði vegna heimssýningarinnar
og liggja bílabrautirnar nú á þrem
og fjórum hæðum og hvergi eru
krossgötur.
Að afloknu fyrsta sturtubaðinu
(þau urðu mörg á dag, enda New
York svitasæll staður) var haldið
rakleiðis á skrifstofur Loftleiða
í Rockefeller Center. Þar tók á
móti okkur Sigurður Helgason, yf
irmaður skrifstofunnar, og gaf
mönnum stutt yfirlit yfir starf-
semi félagsins í Bandaríkjunum.
Kom það m.a. fram í ræðu hans,
að í Ameriku myndast 60% af
tekjum félagsins. Loftleiðir hafa
einnig skrifstofu í San Francisco,
en alls starfa hjá félaginu vestan
hafs nm 100 manns. Af starfslið-
inu í New York eru liðlega 20
íslenzkir, og starfa þeir bæði á
skrifstofunum í Rockefeller Cent
er og á skrifstofunum á Kennedy-
flugvelli.
Síðar þennan sama dag fóru
menn að skoða ritstjórnarskrif-
stofur og prentsmiðju stórblaðs-
The New York Times ásamt út-
varpsstöð blaðsins, sem aðsetur
hefur í sama húsi. Var sú blaða-
útgáfa, sem stunduð var í þessu
húsi, ærið frábrugðin því, sem við
eigum að venjast, og óx mönnum,
sem iðulega þurfa að fylla heila
síðu úti á íslandi, allmjög í aug
um mannmergð sú, er fyllir dálka
The New York Times daglega. Það
væri sennilega meira vit í að
senda útgefendur íslenzkra dag-
blaða í slíka kynnisferð. Það er
nefnilega svo, að stórblaðið The
New York Times tapar á blaðaút-
gáfunni. Hins vegar hafa stjórn-
endur þess farið inn á þá klóku
braut að græða á öðru og standa
þannig undir tapinu og meiru til.
Blaðið á t. d. hlut í pappírsfyrir-
tæki því. sem það skiptir við. Verð
á pappír er gífurlega hátt, og
tjáði talsmaður blaðsins okkur, að
meira fé færi í óprentaðar pappírs
rúllurnar en í kaup þeirra, sem
skrifuðu það, sem á þessar rúll-
ur væri prentað. En niðurstaðan er
líka sú, að blaðið stórgræðir á
pappírsframleiðslunni, þó að það
tapi á útgáfu blaðsins. Hvernig
væri að kaupa skóg og pappírs-
verksmiðju í Finnlandi? Annars
má geta þess til gamans og upp
lýsingar um það magn af pappír,
sem fer í svona stór blöð, að til
að framleiða pappírinn, sem fer í
sunnudagsupplagið eitt saman,
ÚR DEILD GENERAL
MOTORS, FUTURAMA.
þarf að fella tré á '200 ekrum
lands!
Ekki ætla ég að fara út í hiijia
tæknilegu hlið á útgáfu blaðsins,
en þess má geta, að 117 setjara-
vélar eru notaðar í prentsmiðj-
unni, og eru 19 af þeim sjálfvirk-
ar. Prentarar liafa löngum verið
lítt hrifnir af sjálfvirkum setjara-
vélum, en hafa þó fallizt á það fyr-
irkomulag, að einn setjari líti eft
ir hverjum þrem sjálfvirku vél-
anna.
Einn dagur á svo risavaxinni
sýningu sem heimssýningunni í
New York nægir að sjálfsögðu
ekki til að gefa mönnum nema
rétt forsmekkinn af því, sem þar
er að sjá. Það fór líka 'svo, að
menn sáu miklu minna en þeir
höfðu löngun til, enda vill tím-
inn verða furðu fljótur að líða
við slíkar aðstæður. Áhugamál
manna eru að siálfsögðu mismun-
andi og skin+ist bví hópurínn
fljótlega. Torolf Smith hélt að
sjálfsögðu rakleiðis í hús Illinois-
fylkis, þar sem brúða, er lítur út
svo til nákvæmlega eins og
Abraham Lincoln. stendur upp og
flytur eina af ræðum þess merka
forseta. Aðrir lögðu leið sína til
byggingar General Motors, þar
sem fyrir hefur verið komið svo-
köUuðu „Futurama", cn það er
eins konar ferðalag inn í fram-
tíðina. Svnt er ýmislegt af því,
sem hugsanlegt er að gera í fram
tíðinni, eins og að fara í sumar-
frí niður á hafsbotn, undursam-
lega skipulagðar borgir og fleira
og fleira. Við þessa byggingu er
stöðug biðröð allan tímánn, sem
hún er opin á degi hverjum, en
furðulega fljótt gengur þó að
„rusla fólki þama í gegn“. Munu
um 1500 manns fara á -hverjum
klukkutíma eftir færibandinu, sem
flytur menn inn í framtíðina.
Furðulegt og ægilegt var að sjá
fljúgandi mennina frá Mexíkó, er
klifruða upp í 114 feta háan
staur, sem efst er á við' topp á
venjulegum símastaur að gild-
lcika. Mennimir voru Indíánar,
þrír þeirra í skrítnum búningum,
settum fuglafjöðrum, en hinn
fjórði mikið stertimenni í litklæð-
um og allur hinn fyrirmannlegasti.
Efst í staurnum var ferkantaður
rammi bundinn við staurinn með
köðlum. Á ramma þennan settust
þeir, utan sá hinn fyrirmannlegi,
sem vó sig upp á staurinn, stóð
þar, tók upp úr pússi sínu hljóð-
pípu og litla tmmbu og hóf hljóð
iæraslátt þarna uppi, ýmist stand
andi uppréttur eða sitjandi á
hækjum sér. Þess skal getið strax,
að ekki var neitt öryggisnet und-
ir, heldur aðeins bert fjalagólf,
sem vafalaust mundi reynast
mjög hart viðkomu, ef fallið væri
á það úr þessari hæð. Að hljóð-
færaleiknum loknum kiöngraðist
litklæðamaðurinn út á rammann
til hinna og hóf að bauka þar eitt
hvað, sem erfitt var að greina
í svo mikilli hæð, en svipað bauk
höfðu hinir stundað allan tím-
ann. Skyndilega hætti hljómlist-
ín, sem leikin hafði verið í hátal-
arana, og sjá! Mennirnir detta all-
Heimssýningin er erfið yfirferðar og þessi skopmynd er dæmi-
gerð fyrir það.